Pressan - 01.02.1990, Page 22

Pressan - 01.02.1990, Page 22
22 Fimmtudagur 1. febr. 1990 Sjálfsagt hefur hún verið eina hvit- lclædda manneskjan i bænum. Og ábyggilega sú eina sem datt ekki á slétt- um skósólum i hálkunni. Segist vera orð- in svo vön að ganga á slikum sólum og svo só fátt sem komi sór úr jafnvægi leng- ur. írís Eríingsdóitir er ritstjóri Gestgjaf- ans, fyrrum sjónvarpsþula, f lugf reyja og nemandi i lagadeild HÍ. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓIASON Hún ólst upp í Kleppsholtinu, næstyngst fimm systkina. Eftir skóiagöngu í Langholtsskólanum fór hún í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1983, með síðasta árganginum sem út- skrifaðist frá gamla skólanum. Að loknu verzlunarprófi 1981 ákvað hún að gerast skiptinemi og hélt til Bandaríkjanna: „Þangað hafði ég aldrei komið fyrr og lenti hjá fjölskyldu í Ne- braska, fylki sem er kallað „The armpit of the USA“. Fjölskyldan bjó í höfuðborginni, Lincoln, sem er há- skólaborg, þokkalega stór og þetta var skemmtilegur tírni." Vinstrisinnaður bóhem Hálfu ári eftir komuna var henni „hent út“ af heimilinu: „Á þessum tíma var ég dálítið vinstrisinnuð og mikill bóhem. Það var mikið um að vera í háskólanum, ég tók þar kúrsa í stjórnmálafræði og pólitíkin var í hávegum höfð. Hjónin sem ég bjó hjá voru fanatísk í trúmálum og ráku mig eiginlega út eftir tæplega hálft ár. Sjálf voru þau rúmlega þrí- tug, en mjög einstrengingsleg í skoðunum. Manneskja með aðrar pólitískar skoðanir átti ekki upp á pallborðið hjá þeim og þar sem þau voru sannfærð um að skrattinn hefði tekið sér fasta búsetu í sál minni vildu þau ekki hafa mig fyrir börnunum sínum!" íris segist ekki aldeilis hafa verið á því að fara heim, hálfnuð með tím- ann sinn í Bandaríkjunum. „Ég leit- aði mér að herbergi og fann eitt hjá konu sem leigði út frá sér í stóru, gömlu húsi nálægt háskólanum. Hún var sjálf prófessor í ensku og auk mín leigðu hjá henni lögfræð- ingur, strákur frá Guyana sem var í mastersnámi í ensku og kínverskur skiptiprófessor. Við vorum eins og ein stór fjölskylda og skiptumst á að elda. Kínverjinn var alltaf með ein- hverja dularfulla kínverska rétti, strákurinn frá Guyana var græn- metisæta og var alltaf með nýjar grænmetis- og baunakássur en ég bjó til ameríska rétti. Það þýðir ekk- ert að búa til almennilegan, íslensk- an mat í útlöndum. Það er alltaf eitt- hvað sem er öðruvísi. Og þarna í Ne- braska vissi fólk ekki hvað fiskur var. Þetta fólk hafði aldrei séð sjó...“ Meðfæddur óhugi á matargerð Áhugann á matargerð fékk íris þó ekki í Bandaríkjunum; hann var kominn löngu áður: „Sjö ára bakaði ég mína fyrstu köku,“ segir hún. „Ég held að þessi áhugi minn á matar- gerð sé meðfæddur. Foreldrar mínir eru báðir góðir kokkar og ég lærði fyrst af þeim. Heimilið var stórt, fimm krakkar og bakað fyrir hverja helgi. Ég byrjaði snemma að taka að mér baksturinn fyrir helgarnar. . . Já, veistu ég held að fyrsta kakan hafi bara verið ágæt. En mamma þurfti auðvitað að svara ansi mörg- um spurningum þann daginn. . .!“ Áhugann á að búa til „virkilega góðan og flottan mat“ segist hún hafa fengið í Bandaríkjunum: „í Ameríku voru til öll hráefni sem maður gat hugsað sér og matarvenj- urnar voru allt öðruvísi. Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum vildi ég hafa salat með öllum mat, en pabba fannst salat þá vera eins og gras. Auðvitað fannst honum salat ómissandi eftir stuttan tíma. Þótt það sé ekki lengra síðan en átta ár, þá var úrvalið ekki mikið hérna heima." Hún kom heim frá Bandaríkjun- um vinstrisinnaður bóhem og vildi fá að taka 5. og 6. bekk Verzlunar- skólans á einum vetri. „Þú getur ímyndað þér hvernig það var að vera vinstrisinnaður í Verzló," segir hún hlæjandi. „Ég lét lítið á mér bera í skólanum og átti allt annan vinahóp en skólasystkini mín. í rauninni hálfleiddist mér í Verzlun- arskólanum. Ég á samt margar ágætar minningar frá þessum tíma. Flestir kennaranna þarna voru al- veg frábærir og þessi menntun er af- ar gagnleg. Það voru alls ekki bara flugrík heildsalabörn í Verzló eins og margir alhæfa stundum. Það ber bara meira á þeim en hinum." Hef ekki skapgerð í flugfreyjustarfið Stjórnmálaskoðanir írisar breytt- ust þó heldur betur á næstu árum: „Það gerðist tiltölulega hratt. Ég fór í lögfræði, flutti að heiman um leið og um sumarið fór ég í flugið. Þegar ég þurfti að fara að sjá fyrir mér sjálf varð kúvending á skoðunum mín- um. Sagði ekki einhver: „Ef maður er ekki vinstrisinnaður um tvítugt, þá er maður hjartalaus, en ef maður er það ennþá um þrítugt, þá er mað- ur heilalaus"!" Þegar ég spyr hvort hana hafi allt- af langað til að verða flugfreyja rek- ur hún upp stór augu og spyr á móti: „Hvaða stelpu langar ekki til að verða fjugfreyja þegar hún „verður stór"? Ég held að hún sé vandfund- in. Ég taldi mig heppna að komast að því það voru um 300 umsækjend- ur um u.þ.b. 30 störf á þessum tíma. Mér fannst mjög gaman í fluginu og þetta var lærdómsríkur tími. Maður kemst til útlanda og fær tækifæri til að sjá svo margt nýtt og skemmti- legt. Svo öðlast maður aukið sjálfs- traust í þessu starfi, eða ég gerði það að minnsta kosti. Maður þarf að leggja mikið upp úr að líta vel út og bera sig vel, og takist það er maður auðvitað ánægður með sjálfan sig. Ég hefði samt ekki getað hugsað mér að vera í þessu lengi, flugfreyju- starfið er ágætt í ákveðinn tíma. í rauninni hef ég ekki þá skapgerð sem til þarf í starfið. Ég hef ekki þá þjónustulund sem þarf... Fullir karlar að klipa í lærin á flugfreyjun- um. — O, jú, mann langaði að hella heitum kaffibolla ofan á svoleiðis karla! Það þarf miklu meira en þjón- ustulund í þetta starf. Flugfreyju- starfið er erfitt og það er bara hörkuduglegt fólk sem endist í þess- ari vinnu.“ í stríði við lagadeild hóskólans Eftir fjögurra ára nám í lögfræði veiktist íris og féll tvisvar á fjórða árs prófunum: „Ég veiktist nú dálít- ið löngu áður og veikindin voru þess eðlis að ég þoldi ekki álagið sem fylgir því að taka próf. Ég sótti um að fá að taka þau upp, en fékk neit- un frá lagadeildinni sem tók ekki í mál að veita mér undanþágu og tók ekki læknisvottorð gild. Málið fór alla leið í landlækni, sem mælti ein- dregið með því að þessi undanþága yrði veitt. Lagadeildin sagði það ekki koma til greina. Lagadeildar- menn settu það fyrir sig að ég hefði verið að vinna með náminu og á það einblíndu þeir. Það var eins og ég væri fyrsti laganemjnn í sögunni sem ynni með námi. Ég hafði auð- vitað verið í áberandi störfum, verið flugfreyja og þula í sjónvarpinu. Ef ég hefði verið að moka skurði og skít tíu tíma á dag hefði málið horft öðruvísi við... Það er auðvitað álag að vinna með námi en því miður þurfa um 50% háskólanema að gera það. Ég hef alltaf unnið með námi, í Verzló og líka á fyrsta ári í lögfræð- inni. Þá varði ég flestum eftirmið- dögum í að taka menntaskólanema í aukatíma i þýsku, frönsku og lat- ínu. Þegar ég tók prófin eftir fyrsta veturinn í lögfræði var ég á átta vikna kvöldnámskeiði hjá Flugleið- um, á hverju einasta kvöldi. Samt tókst mér að fá mjög þokkalegar einkunnir um vorið og níu í heim- spekinni. Ég var því ekki sátt við þessa neitun og hún fór fyrir há- skólaráð þar sem ég þóttist viss um að ég gæti ekki tapað málinu. En það fór á sama veg. Þetta var orðið persónulegt stríð; ég átti ekki að fá þessa undanþágu. Ég hef aldrei fundið fyrir jafnmikilli heift og ég fann þarna. Ég fékk mér lögmann því ég gat ekki staðið í lagaflækjum á móti Sigurði Líndal lagaprófessor og félögum hans. Ég var líka ófrísk þegar þetta gekk allt á og því lítill bógur til að standa í svona stríði. Subbugangurinn og leiðindin í þessu máli voru alveg andstyggi- leg... Þegar málið fór fyrir háskóla- ráð varð Ijóst að það snerist ekki lengur um hvort ég ætti að fá und- anþáguna eða ekki og það snerist síst af öllu um mína framtíð. Málið snerist um það hvort lagadeildin ætti að fá að taka sínar ákvarðanir heima í héraði; og þar með hvort all- ar hinar deildirnar ættu að fá að ráða sínum málum eða ekki. Þetta var hagsmunamál deildarforset- anna. „Ef þú klórar mér ekki á bak- inu núna, þá ætla ég sko ekki að klóra þér næst...“!“ Lagadeildin eins og lítill karlaklúbbur „Mál þetta vakti athygli á sínum tíma og varð kveikjan að gagnrýni á deildina, sem ég tel að flestir geti verið sammála um að hafi verið af hinu góða,“ segir íris. „Nema nátt- úrulega forráðamenn deildarinnar, enda höfðu þeir augljóslega ekki þroska til að greina á milli gagnrýni á starfsemi deildarinnar annars veg- ar og á sjálfa sig hins vegar. Þetta tvennt er líka ef til vill óeðlilega samtvinnað, því lagadeildin er ekki eins og hluti af akademísku kerfi heldur eins og klúbbur." Nú þagnar hún örlitla stund og leitar að lýsing- arorði: „Svona karlaklúbbur, sem veitir konum inngöngu af illri nauð- syn...“ Yrði aldrei líft í lagadeild! Þegar ég spyr hvers vegna hún sé enn með málið í gangi, hvort hana langi enn til að verða lögfræðingur, svarar hún: „Alveg burtséð frá því hvað mig langar að gera held ég að ég eigi aldrei afturkvæmt inn í þessa deild. Mér yrði aldrei líft í lagadeildinni, það er alveg Ijóst. — En ég tel mig eiga rétt á þessari undanþágu. Við vorum tvær sem stóðum í svipuðum sporum og að mati landlæknis voru það sambærileg tilvik. Hin stúlkan fékk undanþáguna. Þegar ég fékk synjunina kærði ég hana til mennta- málaráðuneytisins, því við, ég og lögmaðurinn minn, vildum fá rök- stuðning háskólaráðs fyrir synjun- inni. Þeir í ráðuneytinu skrifuðu há- skólaráði og svarið sem þeim barst töldu þeir ekki fullnægjandi og sendu annað bréf. Þegar svarið við því barst var sonur minn nýfæddur og ég vildi vera heima og njóta lífs- ins með honum og manninum mín- um, Gunnlaugi Helgasyni. Ég var búin að fá yfir mig nóg af þessu og nennti ekki einu sinni að hugsa um það. En nú er þetta á borði í ráðu- neytinu og ég vona að þessu leið- indamáli verði endanlega lokið fyr- ir vorið." Hún segist ekkert vera bitur yfir að hafa eytt fimm vetrum í ekki neitt: „Ég var mjög svekkt þegar þetta gerðist, en ég velti mér ekkert upp úr því. Ég lærði þó nokkuð á þessu; ég kann heilmikið í lögfræði svo þetta er ekkert alslæmt. Svo hafa allir gott af því að sjá að lífið hefur tvær hliðar. Það hefur ekkert uppúr sér að vera að illskast yfir ■ þessu. Ef maður hugsar neikvætt fær maður þær hugsanir bara tví- efldar til baka. Það gefur auðvitað augaleið að það eru engir sérstakir kærleikar milli mín og lagadeildar- manna, en ég vil ekkert vera að tala illa um þá! Hm... Þetta er allt ágæt- is fólk, eða þannig... Ég man sér- staklega eftir tveimur frábærum kennurum sem voru við deildina þegar ég var þar. Það voru þeir Ei- ríkur Tómasson hrl„ sem kenndi stjórnarfarsrétt, og Garðar Gíslason borgardómari, sem kenndi réttar- heimspeki, einhver besti og skemmtilegasti kennari sem ég hef haft." „Á fundi með blessuðum labbakútunum#/ Þótt íris fullyrði að hún sé mjög hægrisinnuð segist hún hafa kosið Kvennalistann síðast og ef alþingis- kosningar væru á næsta leiti myndi hún skila auðu: „Ég er ósammála svo mörgu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera,“ segir hún. „Konur ná engum ár- angri innan flokksins og karlaveldið þar er alveg yfirdrifið. Að Sverrir Hermannsson skuli sýna konum jafnmikla lítilsvirðingu og hann sýndi Kristínu Sigurðardóttur þegar hún tók sæti í bankaráði. „Þessar pempíur og þessar elskur." Sérðu lít- ilsvirðinguna sem þessi maður sýn- ir. Að frammámaður í Sjálfstæðis- íris Erlingsdóttir, ritstjóri Gest- gjafans, hefur stadið í tveggja ára stríði við lagadeild Háskóla íslands. Hún full- yrðir að sér yrði aldrei líft í laga- deildinni. Um þetta mál og fleiri ræðir hún í PRESSUviðtalinu í dag. flokknum skuli leyfa sér að tala svona," segir hún og er orðið mikið niðri fyrir. „Sérðu til dæmis Guð- rúnu Ágnarsdóttur fyrir þér koma út af fundi með sjálfstæðismönnum og segja við fréttamenn: „Við vor- um á fundi með blessuðum labba- kútunum...“ Myndu konur segja svona um karlmenn? Nei við mynd- um ekki gera það. En karlmenn taja gjarnan svona niður til kvenna. Ég rek mig oft á það í vinnunni. Ég hringi í nafni starfsins, kynni mig og er svarað: „Já, hvað get ég gert fyrir þig, elskan," eða „vænan" eða „ljúf- an“ eða eitthvað í þessum dúr. Og þá svara ég helst: „Það er nú ýmislegt, elskan" eða „baby" eða eitthvað í sama dúr. En svona almennt þá segi ég ekki „elskan" eða „ljúfur" við

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.