Pressan - 01.02.1990, Síða 24
24
Fimmtudagur 1. febr. 1990
aniiars konar viðhorf
Vanmat hugsunar
Hugurinn er tækið sem stýrir
aflinu sem myndar hugsunina,
þess vegna er enginn vafi á að
það borgar sig að nota smátíma
á hverjum degi tii að kynnast
sínum eigin huga. Sá sem það
gerir lærir smátt og smátt að
nota hann betur en áður. Hugs-
anir okkar segja til um hvaða
mann við í raun og veru höfum
að geyma. Við notum hugann til
flestra hluta, í honum eiga
draumar okkar og þrár upphaf
sitt, auk þess getur framtíð okk-
ar á braut velgengni og já-
kvæðra lifsviðhorfa beinlínis
oltið á því, hvernig við notum
þetta dásamlega tæki sem hugur
okkar er. Þess vegna er ekki frá-
ieitt að hvetja allt hugsandi fólk
til að staldra við og íhuga, að við
erum það sem við hugsum.
Ekki er ósennilegt að ímynda
sér að hugsunin hafi i för með
sér ákveðna afleiðingu. Það er
kannski eitthvað til í spakmæl-
inu gamla: „Líkur sækir líkan
heim“. Þannig dregur jákvæður
hugur að sér jákvæðan hug, en
neikvæður að sér neikvæðan.
Sem sagt, það er sennilega tölu-
vert mikill fengur í kærleiks-
rikri hugsun, eins og það getur
verið mikill skaði að hatursfullri
hugsun og ábyrgðarlausri.
Er hugsunin lifandi?
Mesti leikritahöfundur allra tíma,
Englendingurinn William Shake-
speare, hélt því fram í ritum sínum
að hugsun mannsins væri lifandi.
Það er rétt, en okkur hefur gengið
stirðlega að trúa því. Ef hugsun okk-
ar hefur ekki verið látin í ljós, ann-
aðhvort í mæltu máli eða rituðu, og
enginn veit því um hana, teljum við
hana ómarktæka, eiginlega
dauða. Þetta er misskilningur, sök-
um þess, að hugsun getur borist frá
manni til manns, þótt hún sé ekki
látin í ljós með framangreindum
hætti. Okkur líður vel í návist
sumra, en verr nálægt öðrum. Þetta
getur verið með öllu óháð því hvað
þetta fólk segir við okkur. Slík
manneskja getur þess vegna verið
t.d. mállaus, hún sendir engu að síð-
ur frá sér áhrif á okkur. Hvernig
stendur á því? Það eru hugsanir
hennar sem berast til okkar engu að
síður. Fólk með bjartar og jákvæð-
ar hugsanir sendir frá sér birtu og
bjartsýni til annarra sem brátt finna
til þess hvaðan þessi hollu áhrif eru
komin, því slíkar manneskjur draga
aö sér góðar og jákvæðar mann-
eskjur, bæði úr hópi jarðarbarna og
einnig hinna sem látnir eru.
Beitum hugsuninni rétt
Af þessu leiðir að við þurfum að
temja okkur að fylgjast með hugs-
unum okkar og leiðrétta þær, séum
við á rangri hugsanaleið. Við getum
aö vísu ekki tekið aftur það sem við
kunnum að hafa gert rangt í þeim
efnum, en við getum lært af mis-
tökum okkar með því að fara að
meta rétt mikilvægi hugsana okkar
fyrir okkur sjálfog aðrar manneskj-
ur, sem við umgöngumst í lífinu.
Munum að hugsun er máttur. Því
þarf að vanda til hennar. Öll eigum
við okkar góðu og slæmu daga þótt
tilefni ólíkra hugsana séu kannski í
sjálfu sér ekki ýkja merkileg. Við
eigum til að vera óvarkár í hugsun
og orði þegar dapurlega gengur. í
hugarangri er okkur hætt við að
láta flest f júka án þess að velta mikið
fyrir okkur hvort það hittir aðra Ula
eða ekki. Þess vegna verða oft
árekstrar á milli okkar sem erfitt
getur reynst að bæta fyrir síðar, þótt
vilji sé fyrir hendi. Við ættum alls
ekki að gefa neikvæðum hugsunum
Bréfum til Jónu Rúnu Kvaran verður að fylgja fullt nafn og kennitala,
en þeim upplýsingum er haldið leyndum ef óskað er.
Utanáskriftin er: PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108
Reykjavik.
lausan tauminn og þaðan af síður
gefa þeim aukið líf með orðum.
Agæt þumalputtaregla er að varast
flest það sem felur í sér ósanngirni,
nöldur eða almenna svartsýni,
hvort heldur er í orði eða hugsun.
Hver vill ekki
vera vinsœll?
Ef við hefðum áhuga á að auka
vinsældir okkar, þá tölum við held-
ur um það sem bersýnilega er já-
kvætt en það sem er neikvætt.
Vandamálatal er ekki líklegt til að
hressa upp á álit annarra á persónu
okkar, hvað þá að slíkt ratis auki vin-
sældir eða áhuga fólks á nánari
kynnum.
Sá sem undirstrikar allt það góða
og eftirtektarverða sem hann sér
eða finnur er svo sannarlega á mjög
vænlegri þroskaleið.
Oft er ýmislegt sem þreytir okk-
ur, svo sem þvingandi aðstæður eða
uppáþrengjandi og sítuðandi fólk.
Ef við hreinlega venjum okkur á að
hugsa eða orða ekki þau viðbrögð
sem skapast innra með okkur vegna
slíks, og ömurlegt er að fella sig við,
eru sáralitlar líkur á að ástandið
dragi dilk á eftir sér. Því er ekki
óeðlilegt að álykta, að minni vandi
almennt steðji að okkur.
Verum spennandi
og hress
Detti okkur eitthvað sérlega já-
kvætt í hug, þá einfaldlega spörum
ekki að tíunda það við sem flesta. Ef
okkur aftur á móti sortnar fyrir
augum af því að allt er svo ömurlegt
og niðurdrepandi, þá pössum okkur
að orða slíkar hugrenningar ekki.
Betra væri að segja frá einhverju
meira spennandi. Flestum finnst
nefnilega lítið varið í neikvætt fólk
og kæra sig ekki um að velta sér upp
úr þeirri deyfð sem armæðufullum
vangaveltum eða slíkum orðum
fylgir.
Til að vera ekki álitin leiðinleg
verðum við að vera hress og upp-
örvandi auk þess að vera full bjart-
sýni.
Þegar aílt jákvætt er hreinlega
magnað upp er trúlegt að af því
hljótist mikið lán og aukinn innri
styrkur. Ekki er fráleitt að ímynda
sér, að það borgi sig einfaldlega bet-
ur, að eyða aðeins hugsun eða orð-
um í það sem við þráum að vaxi og
lifi.
Að lokum þetta: Lifið hefur upp á
svo margt að bjóða sem er jákvætt
og göfgandi. Ef við af fremsta megni
reynum að nota starfstækið hug-
ann eins skynsamlega og okkur er
unnt er ekki vafi á að við getum ýtt
í burtu öllum neikvæðum vanga-
veltum sem koma í veg fyrir að við
fáum notið þess allra besta sem í
sjálfum okkur og öðrum býr. Lífið
verður líka léttara og hamingja okk-
ar meiri þannig. Sumt sem við verð-
um að fara í gegnum verður ekki
umflúið, en annað er þess eðlis að
við, með réttum hugsunum og við-
horfum, getum auðveldlega sigrast
á því. Um mátt og mikilvægi já-
kvæðrar hugsunar ætti enginn að
efast sem þroska vill sjálfan sig.
Eða eins og kærleiksríka kerl-
ingin sagði eitt sinn þegar verið
var að gagnrýna bónda hennar:
„Elskurnar mínar, þótt Jón
minn sé drykkfelldur og kven-
samur er eitt öruggt; hann hugs-
ar aldrei ljótt til nokkurs
manns.“
JÓNA RÚNA
KVARAN
MIÐILL
kynlifsdálkurinn
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár-
múla 36, 108 Reykjavík.
Ungliðahreyfing Samtakanna '78
Ungur, myndarlegur maður situr
hjá spákonu. í miðjum tímanum lít-
ur hún á hann, pírir augun og segir
hægt lágri röddu, eins og hún sé
mæta viss um hvað hún er að segja:
„Þú átt eftir að hitta hávaxna, dökk-
hærða stúlku og eignast með henni
börn — en ekki mörg.“ Ungi maður-
inn segir þá með vonbrigðasvip við
spákonuna: „En ég er hommi!" Hún
rekur hann út. Reynsluheimur og
aðrir heimar hjá spákonunni gera
augljóslega ekki ráð fyrir samkyn-
hneigð þó nærri láti að tíundi hver
einstaklingur hafi þá kynhneigð að
einhverju leyti.
Þora aö rœöa
málin af alvöru
Annar hver íslendingur hefur far-
ið til spákonu og líklega eru spákon-
ur eins og aðrir íslendingar — láta
sem hommar og lesbíur séu ekki til.
Svo ekki sé talað um unga homma
og ungar lesbíur. Kvöld eitt fyrir
stuttu bauð ungliðahreyfing Sam-
takanna ’78 mér í spjall. Þegar ég
heyrði ungliðahreyfinguna fyrst
nefnda á nafn datt mér í hug mars-
érandi æska með ættjarðarglampa í
augum og rósrauðar kinnar i „úní-
formi". Þegar ég svo staulaðist í
hálkunni að huggulega húsinu
þeirra — félagsmiðstöð Samtak-
anna 78 — fann ég til tilhlökkunar
af því hommar og lesbíur, sem kom-
in eru úr felum og farin að viður-
kenna sig, eru með því fólki sem
mér þykir einna skemmtilegast að
ræða við um kynlíf.
Þegar ég kom inn hitti ég fyrir
heilan hóp af stelpum og strákum
svona á aldrinum fimmtán til
tuttugu og fimm ára. Það eina sem
þau eiga sameiginlegt er kyn-
hneigðin, en að öðru leyti eru þau
eins ólík og þau eru mörg. Jú, og eitt
til — þau eru öll alveg sérstaklega
falleg.! Ekki bera þau kynhneigðina
utan á sér, eða eru dressuð í „úní-
form", heldur klædd eftir nýjustu
tísku. Þetta eru nokkur þeirra sem
starfa í ungliðahreyfingunni, en í
henni er ungt, samkynhneigt fólk
sem er léttir í því að hitta aðra, geta
verið það sjálft, spjallað saman og
unnið að sameiginlegum verkefn-
um. Ungliðahópurinn hittist hálfs-
mánaðarlega.
Aö stíga fyrstu skrefin
Mér var strax boðið upp á pizzu
og te og drifin í skoðunarferð um
húsið, sem er afar snyrtilega innrétt-
að og vel til haldið. A neðri hæðinni
er eldhús og setustofa en uppi skrif-
stofa og bókasafn. Ég varð alveg
sérstaklega hrifin af bókasafninu,
því það er eina skipulagða kynlífs-
bókasafnið sem ég veit af á íslandi.
Ýmiss konar starfsemi fer fram í hús-
inu, s.s. símaráðgjöf, en hana hafa
margir landar okkar nýtt sér til að fá
svör við spurningum og til að stíga
fyrstu skrefin í sjáifsviðurkenning-
unni.
Því fyrr, því betra
En hvers vegna ungliðahreyfing
homma og lesbía? Þau voru með
svör á reiðum höndum. Því fyrr, því
betra er að koma úr felum og byrja
að fá stuðning og byggja sig upp.
Reynslan sýnir, að þeir sem viður-
kenna aldrei raunverulega kyn-
hneigð sína eða gera það mjög seint
eiga oft í miklum erfiðleikum. Allir
hafa þörf fyrir að þekkja aðra, sem
skilja þá og viðurkenna.
Við ræddum margt um kvöldið:
Kosti þess og galla að flokka fólk eft-
ir kynhneigð sinni, gallana í skóla-
kerfinu, erfiðleika með að vera í fel-
um t.d. úti á landi og neikvæða um-
fjöllun um ástarsambönd samkyn-
hneigðra í bíómyndum, svo eitthvað
sé nefnt. Varðandi síðastnefnda
atriðið fannst einum stráknum það
slæmt og gefa skakka mynd hvað
mörg ástarsambönd homma í bíó-
myndum eru látin enda illa — yfir-
leitt með sjálfsmorði. Raunveruleik-
inn er allt annar í hommasambönd-
um — alveg eins og í „hetero“-
samböndum.
Við hlógum líka heilmikið, því
umræða um kynlíf — sérstaklega ef
hún er tabú — getur verið afskap-
lega spaugileg. Ungliðahreyfingin
er ekki að boða neina trú, ofstæki
eða áróður heldur hefur einfaldlega
það að leiðarljósi að styðja og fræða
annað ungt samkynhneigt fólk.
Hvern við elskum (hvaða kyn) skipt-
ir ekki máli, heldur það að geta elsk-
að — og fá að elska. Síminn hjá Sam-
tökunum 78 er 91-28539 og er
símatími öll mánudags- og
fimmtudagskvöld frá kl. 20—23.