Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 1. febr. 1990
25
spáin
1. — 5. febrúar
(21 mars—20. uprilj
Eins og hendi væri veifað mun ýmsum
hindrunum verða rutt úr vegi. Það þýðir þó
ekki að björninn sé unninn í öllum tilfellum,
né heldur að þú getir leyft þér hreina af-
slöppun i framtiðinni. Hreint ekki, ef érangur
á að nést verður vinna aö liggja að baki.
(21. u/iril—20. mui)
Einhver úr fjölskyldunni mun líklegast fara
að róta upp í fortíðinni og þar meö verður
hulunni svipt af einhverju sem hulið hafði
verið Þetta getur orðið bæði til góðs og ills,
mikilvægast er að reyna að gera sér grein
fyrir þvi að svona liggur aldrei í þagnargildi
um alla eilífö.
(21 mui—21. júni)
Einhver óska þinna mun rætast á ékaflega
dramatískan og kröftugan hátt. Liklegast
eru bæði ást og peningar í spilinu. Samt vak-
ir yfir verkefni sem er óleyst og þú þarft að
ganga frá fyrr en varir. Vertu á varðbergi
gagnvart tvöföldu fólki.
(22. júni—22. júli)
Þú munt þurfa að eiga samskipti við fólk í
æðri stöðum og það kann að ganga misjafn-
lega að því er þér finnst. Þér finnst það ekki
hafa fullan skilning á því sem þú hefur fram
að færa, en ef til vill er það vegna þess að þú
hefur ekki sýnt nægilega fram á hvað þú
getur. Það verður að færast til betri vegar.
Stefndu að því með eljusemi.
(21 júli—22. úgúsl)
Lifið á það til að hlaupa framhjá manni ef
maður er ekki á varðbergi. Þú átt hinsvegar
möguleika á að ná ýmsu af þvi sem framhjá
þér hefur farið ef þú heldur rétt á spilunum.
Einkanlega ef þú leitast við að breyta áhersl-
um í lífi þínu.
(23. úgúsl—23. st'pl.)
Þú færð nýjar upplýsingar í fjármálum sem
vekja með þér gleði og von um bjartari fram-
tíð Gættu þín á þvi að þegar svona fer er
alltaf til fólk sem vill með öllum hugsanleg-
um ráðum hafa áhrif á þig. Leggðu áherslu
á að fara þínar eigin leiðir, jafnvel þó það
kunni að kosta sitt. Sjálfstæði er aldrei of
dýru verði keypt.
(23. sepl—24. okl.)
Margt bendir til þess að þú kunnir að þurfa
að leita þér lagalegrar aðstoðar á næstunni.
Þá er mikilvægt að vanda valiö og geta lagt
traust sitt á viðkomandi. Það gerirðu best
meö þvi aö kynne þér alla þætti málsins vel
þannig að ekkert fari framhjá þér. Ef vel
gengur mun þetta færa þér nokkra gæfu.
c
(24- okt —22. nóv.)
Fyrirhyggja er það sem máli skiptir, ekki síst
nú á tímum óvissu í atvinnumálum og ýms-
um öðrum málum. Aðstæður eru þannig hjá
þér um þessar mundir að allt er fremur laust
i reipunum. Þess vegna gildir að gera ná-
kvæmar og raunsæjar áætlanir til langs
tima. Öðruvísi gengur ekkert upp.
(23. nóu.—21. des.)
Sjálfstraust þitt mun eflast þegar þér bjóð-
ast ný tækifæri, getur verið á einum þremur
sviöum, hugsanlega er þaö ástin, kannski
vinnan, kannski í fjármálum. Má vera líka að
þetta þýði endurfundi við unga manneskju
sem þú hefur saknað. Gættu vel að fram-
komu þinni, hún getur skipt höfuðmáli.
(22. des.—2ll. jun.)
Einhver nákominn mun biöja þig persónu-
legs greiða sem þú átt erfitt með að neita
viðkomandi um, jafnvel þó svo þú kunnir að
eiga í nokkrum erfiðleikum með aö uppfylla
þennan greiöa. En þaö má ýmsilegt á sig
leggja fyrir vini sína og vandamenn. Ekki láta
ósjálfstæði þessa manns fara i taugarnar á
þér, reyndu heldur aö leiða honum sannleik-
ann fyrir sjónir á jákvæöan hátt.
(21. junúur—ld. febrúur)
Reyndu að ganga frá hlutum heima fyrir
sem þú hefur lengi ætlað að Ijúka, gera við
vaskinn eða þvottavélina eða eitthvaö
ámóta. Þú hefur ýtt þessu of lengi á undan
þér. Þú kynnist nýrri manneskju, ákaflega
heillandi, ekki láta neina feimni ná tökum á
þér.
(20. febrúur—20. murs)
Þú ættir að þróa hugmyndir þinar með sjálf-
um þér á næstunni. Ef þú ferð að ræða þær
við aðra getur veriö að þær verði að litlu eða
engu. Ef til vill verðurðu að sætta þig við að
láta í minni pokann þegar erf itt mál kemur til
umræðu, mál sem þú hefur sterkar skoðanir
á. Bíttu á jaxlinn.
i framhjahkmpi
Hallmar Sigurðsson
leikhússtjóri
Andlegt foður
mikilvðegt
— Hvaöa persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
„Konan mín hefur mest áhrif á
mig frá degi til dags. Svo er ég al-
inn upp í kristilegu samfélagi og
trúi því aö Jesús frá Nazaret hafi
áhrif á mig, beint eöa óbeint."
— Án hvers gætirðu síst ver-
iö?
„Fyrir utan fóðureiningar í
landbúnaöarvörum þá gæti ég
síst verið án andlegs fóðurs, sem
felst í góöum bókum og skáld-
sögum."
— Hvað finnst þér leiðinleg-
ast?
„Þegar illa gengur í vinnunni."
— En skemmtilegast?
„Þegar vel gengur í vinnunni."
Hvenær varðstu glaðastur?
„Ég varö glaöastur þegar dótt-
ir mín fæddist."
— Hvað fer mest í taugarnar
á þér?
„Óhreinlynt fólk og fúllynt."
— Manstu eftir ákvörðun
sem breytti miklu fyrir þig?
„Mjög mörgum."
— Við hvað ertu hræddur?
„Ætli ég yröi ekki fljótari að
telja upp við hvað ég er ekki
hræddur! Ég ereiginlega haldinn
flestum þessum fóbíum og
„hræðslum", — lofthræðslu,
flughræðslu, blóðhræðslu og
svo framvegis, en í mismiklum
mæli. En kannski er ég hrædd-
astur við að mér mistakist það
sem mér er trúað fyrir."
— Hver er tilgangurinn með
lífinu?
„Að leita hans."
— Ef þú þyrftir að skipta um
starf, hvað vildirðu helst taka
þér fyrir hendur?
„Eitthvað sem ég hefði meiri
hæfileika til."
— Hvað er betra en kvöld-
stund í góðra vina hópi?
„Næturstund í góðra vina
hópi."
lófales
I þessari viku:
Rjúpa
(kona fædd
16. ágúst 1974)
draumar
Að dreyma konur
Stúlkurnar ganga sunnan með sjó. . .
Þessi unga kona fer snemma út
í lífið, en það er eins og staða
hennar fari fyrst að skýrast og
stefna að mótast í lífi hennar upp
úr tvítugu. Fram að þeim tíma er
hún svolítið ráðvillt. Hún þyrfti að
leggja harðar að sér en hún gerir,
ef hún ætlar að komast eitthvað
áfram í námi.
Það verða töluverðar breytingar
á fjölskyldu- eða heimilislífi stúlk-
unnar á unglingsárum hennar, en
þetta eru breytingarsem hún hef-
VILTU LÁTA LESA
ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af
hægri lófa (örvhentir Ijósriti
þann vinstri) og skrifaðu eitt-
hvert lykilorð aftan á blöðin,
ásamt upplýsingum um kyn og
fæðingardag. Utanáskrift:
PRESSAN — iófalestur, Ármúla
36, 108 Reykjavík.
ur enga stjórn á. Einnig verða
miklar umbreytingar í lífi hennar,
þegar hún er á aldrinum 31 til 35
ára. Hún fer líka örugglega síðar
meir út á svið, sem tengd eru hinu
opinbera á einhvern hátt.
Þetta er metnaðargjörn stúlka
með líflegt ímyndunarafl, en hana
skortir þolinmæði. Hún hefur
áhuga á mörgu, en á erfitt með að
ákveða hvað hún vill gera. Það er
mjög líklegt að hún gangi tvisvar í
hjónaband á lífsleiðinni.
amy jSiÉÉsEs
ENGILBERTS
/... A '
)
(t
'
Ekki hafa stúlkur eða kvenmenn
yfirleitt þótt gott draumtákn. Ótal
sagnir eru til þessu til sönnunar.
Strákarnir hafa vaknað við vondan
draum í bókstaflegri merkingu. Nú
kynni mörgum að detta í hug að
þessar ráðningar ættu rætur að
rekja til karlrembu fyrri tíma — að
jafnvel í draumi hafi konur verið
tengdar neikvæðum atvikum. En sú
mun ekki hafa verið ástæðan. Held-
ur hefur hún verið miklu eldri, sem
sé ímynd dísa í heiðnum sið. En í
augum þeirra tíma manna voru ör-
lagadísir ekki bara skáldlegt orð,
heldur viðurkenndur veruleiki. Dís-
ir ákváðu æviferil manna. Þær birt-
ust þeim í draumum og bjuggu þá
undir það sem koma skyldi. Seinna
urðu dísirnar að mennskum stúlk-
um, eftir að önnur trúarbrögð héldu
innreið sína, en táknin voru þau
sömu. Sumir höfðu draumkonu sem
kallað var (eða draummann) sem
vitjaði þeirra aftur og aftur og leið-
beindi þeim eða varaði þá við eftir
atvikum. Ekki mátti bregða út af
ráðum draumkonunnar, þá yfirgaf
hún dreymandann. Þessar „fast-
ráðnu" draumkonur gátu þannig
allt eins verið jákvæðar eins og nei-
kvæðar. En yfirleitt bjuggust karl-
menn við erfiðleikum, jafnvel lífs-
háska, ef þá dreymdi konur. Við get-
um nú litið á nokkrar af þessum við-
teknu ráðningum.
Við höfum áður nefnt hve háska-
samlegt það er sjómönnum að
dreyma konur. En einnig land-
kröbbum getur draumur um konur
verið fyrir illviðrum, þó með öðru
móti sé. Kunningi minn einn hefur
sagt mér að þegar hann var bóndi
dreymdi hann ævinlega konur úr
sveitinni fyrir hvassviðri. Þótti hon-
um þá heimsaekja sig kona frá ein-
hverjum bæ sem var í sömu átt og
veðrið kom úr, vissi hann þá hvort
kæmi sunnan rok eða vestan o.s.frv.
Hermann Jónasson frá Þingeyr-
um, einn draumspakasti íslending-
ur í seini tíð, segir einnig að sig hafi
dreymt ókunnar stúlkur fyrir óveðr-
um og voru stúlkurnar þá jafnmarg-
ar og óveðursdagarnir. Margar aðr-
ar ráðningar voru líka þekktar.
Að dreyma bláklædda konu veit
á sorg, en svartklædda eða dökk-
klædda feigð. Gamlar konur sem
maður þekkir ekki tákna vonbrigði.
Kona í þjóðbúningi er oftar en ekki
góður draumur, bendir til frama
dreymandans, a.m.k. ef draumkon-
an er vinveitt eða skyld honum.
Þyki manni kona koma í heimsókn
frá einhverjum tilteknum stað eða
landi má búast við fréttum þaðan.
Dreymi karlmann að kona sækist
eftir að komast í rúm til hans er það
venjulega fyrir vandræðum eða
háska. Ath. nafn konunnar — við
komum seinna að þýðingum nafna.
Einnig þó mann dreymi að unnusta
hans eða eiginkona komi til hans og
sýni honum blíðu, þá er það líkast til
fyrir slæmu, jafnvel ótryggð eða
skilnaði. Þykist fólk aftur á móti
reyna ótryggð af maka sínum í
draumi þá boðar það tryggð. Stafróf
draumanna er sannarlega torlesið.