Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 6

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 31. maí 1990 Endurvinnsla á pappír er aðkallandi verkefni. Það þarf t.d. um 24 þúsund hektara af skóglendi til að fullnægja árlegri pappírsnotkun okkar Islendinga, þó þjóðfélagið sé ekki fjölmennara en raun ber vitni. VERÐA KJÖRSEÐLARNIR IR AFTUR? Pappír varð tilhjá Kínverjum á fyrstu öldum eftir Krists burd. Á 8. öld fóru lærisveinar Múhameðs í austur, tóku pappírsgerðarmenn fangna og lærðu afþeim listina. Márar fluttu síðan þekkinguna með sér til Spánar á 12. öld og pappírinn varkominn út um alla Evrópu á 14. öld. /Vií flytja íslendingar inn um 36 þúsund tonn af pappír árlega eða um 150 kíló á hvert mannsbarn. EFTIR: AÐALSTEIN LEIFSSON MYND: EINAR ÓIASON Á undanförnum érum hafa veriö þróaðar aðferöir til að gera pappír hér um bil hvítan, én þess að nota til þess klór. Tvenns konar pappír hefur verið vafið um stúlkuna é mynd- inni — annars vegar endurunnum og óbleiktum pappír og hins vegar þessum „venju- lega" klórpappír, sem enn er allsráðandi á markaðinum á íslandi. Það er hins vegar nán- ast ógjörningur að greina muninn. I’appír staldrar stutt viö hjá neytendum. Hann er fljótlega kallaður rusl og fleygt á haug- ana. í honum felast verð- mæti, sem reynt hefur verið að nýta hér, en með takmörk- uðum árangri. Kostnaður við sorphirðu er mikill. Verið er að huga að endurvinnslu, en pólitísk stefnumótun er stutt komin og aðgerðir vantar. Hægt er að nýta mikinn hluta alls afgangspappírs og margir hafa bent á siðferðislega skyidu okkar til að endur- vinna allt sem hægt er að endurvinna, þar á meðal kjörseðlana. hað þarf um 24 þúsund hektara af skóglendi til aö búa til það magn sem íslend- ingar nota af pappír árlega. Það er í sjálfu sér ekki mikið áhyggjuefni því stærstur hluti þess trjámassa, sem fer í framleiðsluna, er tilkominn vegna grisjunar á nytjaskógi, að sögn Davíðs Egilssonar hjá náttúruverndarráði. 40% sorps eru pappír Það sem veldur áhyggjum er að nær allur pappírinn fer á ruslahaugana eða fýkur um landið. Um það bil 40 hundr- aðshlutar alls sorps eru papp- ír og urðun hans er kostnað- arsöm. Mikill hluti innfluttra pappírsvara er bleiktur með Idór og vinnsla þeirra veldur verulegri mengun. Auk þess eru greiddar um 10 þúsund krónur í aðflutningsgjöld fyr- ir hvert tonn. Langheppilegasta hráefnið til endurvinnslu er það sem verður afgangs við iðnaðar- framleiðslu. Hringrás hf. hefur reynt að flytja pappír frá prentsmiðjum út til endur- vinnslu, en fékk ekki nægi- legt magn til að nýta tækja- kost og mannafla á hag- kvæman hátt. Silfurtún hf. í Garðabæ hefur í 6 ár búið til eggjabakka úr afgangspappír frá Prentsmiðju Morgun- blaðsins, Kassagerðinni og Umbúðamiðstöðinni. Möguleikar á endurvinnslu Umhverfisráðuneytið er aö athuga möguleika á auk- inni endurnýtingu sam- kvæmt tillögu frá Hollustu- vernd ríkisins, Sorpeyð- ingarstöð höfuðborgar- svæðisins og fleiri aðilum, sem tengjast umhverfisvernd og endurvinnslu. Helst virðist koma til greina að stofnsetja verk- smiðju sem gæti forunnið af- gangspappír fyrir aðrar pappírsverksmiðjur. Fánnig er veriö að athuga hvort framleiða megi einhvern hluta af þeim 14 þúsund tonn- um, sem notuö eru árlega af salernispappír hérlendis, úr pappírsafgöngum. Aðalvandamálið er að flest- ar vélar til endurvinnslu á pappír eru byggöar með miklu meiri afkastagetu en raunhæft er hérlendis. Serkir á Blönduósi ætla aö gera tilraun með fram- leiðslu á sorppokum úr inn- fluttuin, endurunnum pappír í sumar. Hugmyndin er, aö sögn Jóhanns Evensen, að búa til poka, sem rotnar á stuttum tíma. Pokinn á að vera tilvalinn fyrir lífrænan úrgang, sem gæti ásamt pok- anum breyst í áburð og nýst við uppgræðslu. Hann gæti líka nýst á báta því sorp, sem hent er í sjóinn í plastpokum, rekur á fjörur. Eftir er að sjá hvernig pokinn nýtist í ís- lenskri veðráttu. ísland á eftir Margar þjóðir, s.s. Hollend- ingar, eru komnar mjög langt í endurvinnslu á pappír og aðrar hafa sett sér stór markmið, til að mynda Dan- ir, sem stefna að því að end- urunninn pappír uppfylli helming pappírsþarfar þar í landi. En pólitísk stefnumót- un í pappírsmálum á Islandi er því sem næst eins og hvítt, óskrifaö pappírsblað. Ríkis- stjórnin he,fur ' samþykkt að móta stefnii um notkun end- urunnins pappírs og að nota hann í auknum mæli hjá hinu opinbera og þingmenn tveggja stjórnmálaflokka hafa flutt tvær þingsályktun- artillögur um endurvinnslu, en eins og Svanhildur Skaftadóttir, fram- kvæmdastjóri Landvernd- ar, segir vantar aðgerðir. Stopp! ,,Það kemur að því að neyt- andinn segir: Stopp, ekki meiri sóun, ekki meiri nátt- úruspjöll," segir Fridrik Jónsson, framkvæmda- stjóri Silfurtúns hf., sem hefur framleitt eggjabakka úr íslenskum afgangspappír i sex ár. „Tíminn vinnur með mér og ég er ekki í nokkrum vafa um að vörur úr endur- unnum pappír munu sækja á hér sem annars staðar." Friðrik segist vera vel sam- keppnisfær í verði en að ekki sé hægt að ætlast til þess að vörur úr endurunnum pappír séu nákvæmlega jafngóðar og nýjar plast- og pappírsvör- ur. „Okkur ber siðferðisleg skylda til að endurvinna verðmæti, sem ella valda skaða, og verðum því að fórna einhverju í gæðum. Urðun sorps er pólitískt mál núna og verður það í auknum mæli." Silfurtún hf. bjó til á síðasta ári um 50 tonn af umbúðum fyrir egg en alls eru notuð um 200 tonn af þeim á íslandi ár- lega. Val neytenda Forsendan fyrir því að neyt- endur geti valið á milli ís- lenskra eggjabakka úr endur- unnum pappír og erlendra, sem ýmist eru bleiktir eöa óbleiktir, úr endurunnum hráefnum eða nýjum er sú að báðar gerðir eggjabakka séu til í öllum verslunum. Svo er ekki. Verslunin Bónus í Skútu- vogi er ein þeirra verslana, sem ekki selja bakka úr end- urunnum pappír. Að sögn Jó- hanns Jóhannssonar hjá versluninni er ástæðan sú að eggjaframleiðendur sem þeir skipta við hafa ekki viljað nota þá. Helgi Jónsson á eggjabúinu Felli, sem fram- leiðir egg fyrir Bónus, segir HVAÐ ER OBLEIKTUR PAPPÍR? Við erum alin upp í þeirri trú að hvítt sé hreint og fallegt en flestar tegundir af trjámassa hafa náttúrulegan lit, sem spann- ar alla liti frá brúnu yfir í gulleitt. Til að uppfylla kröfur okkar um hvítar og „hreinar" pappírsvörur hafa þær til margra ára verið bleiktar með klór eða málaðar. Hvort tveggja er eitur út frá umhverfissjónarmiðum. Bleikingin er hættuleg heilsu manna og veldur margvísleg- um spjöllum, m.a. skaðar hún fisk og þang verulega, sem er umhugsunarefni fyrir þjóð sem lifir á matvælaframleiðslu. Það hafa fundist kvikasilfur og díoxín í frárennsli pappírsframleið- enda, sem nota bleikingu. Díoxín er eitt af svakalegustu eitur- efnum sem til eru og veldur m.a. fósturskaða. Kvikasilfur helst lengi í fæðukeðjunni og getur til dæmis orsakað hjartaáföll og genarugling hjá mönnum. Bleikingin er auk þess sóun á verðmætum, því u.þ.b. tíundi hluti af pappírsmassa fer til spillis í bleikingunni, hún kostar aukna orkunotkun og er dýr. Á undanförnum árum hafa verið þróaðar aðferðir til að fá pappír hér um bil hvítan án þess að nota klór. Nokkur íslensk fyrirtæki flytja þegar inn óbleiktan, hvítan pappír og slíkur. innflutningur færist vöxt. HVAÐ ER ENDURUNNINN PAPPÍR? Helstu kostirnir við endurvinnslu pappírs eru minni um- hverfismengun, minni kostnaður vegna sorphirðu og sorpeyð- ingar, sparnaður á pappír og innlend endurvinnsla skapar at- vinnu og getur jafnvel aflað útflutningstekna. Notkun efna, sem eru hættuleg umhverfinu, er margfalt minni við endurvinnslu á pappír miðað við hefðbundnar að- ferðir, fimm og hálft skógartré sparast við notkun á hverju tonni endurunnins pappírs, orkunotkun er mun minni, verðið á endurunnum vörum er samkeppnisfært og með innlendri endurvinnslu sparast aðflutningsgjöld, en þau nema u.þ.b. 10 þúsund krónum á hvert tonn. Gæði pappírs sem fæst með endurvinnslu eru ekki fyllilega þau sömu og pappírs úr trjámassa. Hann hentar t.a.m. ekki eins vel í mikilvæg skjöl, sem þarf að geyma lengi, og hann er aldrei algjörlega hvítur. I þeim tilvikum sem pappír úr endur- unnum hráefnum hentar ekki er hægt að nota óbleiktan papp- ír, sem endist á við klórblandaðan og er nær algjörlega hvítur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.