Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. maí 1990 HAGRÆÐINGARBYLTING 9 LANDSBANKINN SELUR ÚTIBÚ OG KÚNNA! Bankamálarádherra finnst Landsbankinn vera of stór og nú ræöir bankinn viö Búnaöarbanka og íslandsbanka um sölu á útibúum þar sem viöskiptin eiga aö fylgja. Um leid liggur fyrir útibúa- og starfsmannafœkkun hjá íslandsbanka. Landsbankinn hefur hafið viðræður við Búnaðarbankann og í kjölfarið fylgja við- ræður við íslandsbanka um að þessir bankar komi inn í kaup Landsbankans á Samvinnubankanum. Hugmyndin að baki er sú að Búnaðarbanki og íslandsbanki kaupi útibú af Landsbankanum þar sem hann og Samvinnubankinn eru báðir með afgreiðslustaði — og yfirtaki viðskiptin. Pá stendur fyrir dyrum hjá Islandsbanka tilfinnanleg fækkun á útibúum með til- heyrandi fækkun starfsfólks — líklega um liðlega 200 manns. EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON - MYND: EINAR ÓIASON gegn því að nafn Samvinnu- bankans hverfi er að hann hefur lagt mikla áherslu á viöskipti við einstaklinga og spurning hvort þau haldast öll ef nafnið leggst niður. ,,Það eru fjölmargir sem kjósa að eiga viðskipti við minni og persónulegri banka með styttri boðleiðir, þ.e. sneggri ákvarðanatöku," sagði heimildamaður úr Sam- vinnubankanum. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra er talsmaður þess að ríkisbönkunum verði í ná- inni framtíð breytt í hlutafé- lagsbanka. Kkki náöist í ráð- herra, sem er erlendis, en það um of mikill stærðarmunur á hlutafélagsbönkum. Um leið liggur fyrir að und- anfarna mánuði og ár hefur Landsbankinn verið í sókn, í innlánum mælt. I mars 1988 var markaðshlutdeild hans 32,7% og hefur hann styrkt stöðu sína um 1,8 prósentu- stig á tveimur árum. I mars 1988 var samanlögð mark- aðshlutdeild bankanna fjög- urra sem nú mynda Islands- banka 25,6% en i marslok sl. 23,2% og hefur hún |tví minnkað um 2,4 prósentu- stig. Innlán Islandsbanka hefðu þurft að vera 2,7 milljöröum banka, í samtali við PRESS- UNA. Fyrirsjáanleg fækkun á Akureyri og í Keflavík Hann sagði að viöræöurn- ar myndu fyrst og fremst snú- ast um viðskiptin, fasteign- irnar sjálfar væru ekki aöalát- riðið. „Að því leyti er þetta vandasamara mál og verður að gerast í samráöi við við- skiptavinina — enda er þetta ekki laust viö viökvæmni." Valur viðurkenndi að Is- landsbanki stæöi nú frammi fyrir fækkun útibúa hjá sér á I samtali við PRESSUNA staðfesti Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbankans, aö viðræöur þessar ættu sér stað. ,,Þar sem bæði Landsbank- inn og Samvinnubankinn eru verður auövitaö sameinað og lagt niður. En það þarf að skoða þetta vel, því aðstæður eru misjafnar á hinum ýmsu stöðum. Samvinnubankinn er vel rekinn og mikið slátur í honum. Við leggjum höfuð- áherslu á að þessi sameining geti orðið án þess að koma of mikiö við hagsmuni starfs- fólksins og svo að viðskipta- vinirnir fái áfram góða og batnandi þjónustu." Sverrir segist ekki eiga von á því aö nafn Samvinnubank- ans hverfi, ekki í bili aö minnsta kosti. ípottinum staðir með tvö útibú ,,Viö erum byrjaðir á við- ræðum við Búnaðarbankann og byrjum öðru hvoru megin við næstu helgi á viðræðum við íslandsbanka, um hugs- anlega sölu á einhverjum úti- búum eða aðstöðu úti á landi. Og ef til vill í höfuðborginni. Eg vil ekki nefna einstaka staði, en vissulega vilja þeir kannski kaupa annað útibúið þar sem Landsbankinn og Samvinnubankinn eru báðir á staðnum. Það er ekki hægt á þessu stigi að segja hversu mikið við viljum láta af hendi, en lunganum af Sam- vinnubankanum höldum við og öllu sem við getum hag- rætt með.“ Þeir staðir á landinu þar sem Landsbankinn og Sam- vinnubankinn eru báðir með útibú eru Keflavík, Akra- nes, Patreksfjörður Húsa- vík, Vopnafjörður, Höfn, Breiðdalsvík og Selfoss. í Reykjavík er Landsbank- inn t.d. með útibú (ásamt veð- deild og verðbréfamarkaðin- um Landsbréfum) á Lauga- vegi 24, en þremur húsum frá eða í Esso-húsinu er Sam- vinnubankinn með útibú. Þá er Landsbankinn m.a. með útibú í Aðalverktakahúsinu Með sameiningunni í Islandsbanka hvarf óhagræði hinna smáu eininga. Ef íslandsbanki ætlar að ná sambærilegri „framleiðni" og Búnaöarbankinn þyrfti starfsmönnum íslandsbanka að fækka um nálægt 230 manns á landinu öllu. við Höfðabakka, en Sam- vinnubankinn með útibú skammt frá, á Bíldshöfða 14. Loks má telja nokkuð stutt á milli afgreiðslustaða Lands- bankans á mótum Grensás- vegar og Miklubrautar og Samvinnubankans í Austur- veri. Ráðherra finnst Landsbankinn of stór Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíðarstöðu Samvinnu- bankans almennt, að öðru leyti en því að hlutafélagið um hann hefur verið lagt nið- ur. Landsbankinn er smám saman að eignast allan bank- ann og eignast hann væntan- lega 100% um mánaöamótin júní/júlí. Það sem mælir einkum sem mun valda honum áhyggjum er að með hreinni yfirtöku Landsbankans á Samvinnubankanum veröi sá fyrrnefndi of stór, miöaö við íslandsbanka og Búnaöar- banka. Ef miðað er við innlán og almenn útlán þegar mark- aðshlutdeild er metin (og sparisjóðir teknir með) var Landsbankinn með 33,8% heildarinnar í apríllok og Samvinnubankinn með 6,4% eða þeir samtals með 40,2%. íslandsbanki var hins vegar með 24,2%, Búnaðarbank- inn með 18,8% og sparisjóð- irnir með 16,7%. íslandsbanki hefur mestan áhuga á Austurlandi Með öðrum orðum yrði Landsbankinn hátt í tvöfalt stærri en íslandsbanki sam- kvæmt þessu. Það finnst ýms- hærri nú til að markaðshlut- deildin frá 1988 héldist. Islandsbanki er einmitt sá banki sem hvað mest ræðir um hagræöingu þessar stundirnar um leið og hann hyggst ræða við Landsbank- ann um möguleg útibúa- og viðskiptabýtti. ,,Við höfum ákveðið að það veröi viðræður um útibúa- kerfiö, hvort einhver breyting á því gæti oröið til hagræð- ingar. Það er ekki tímabært að velta vöngum yfir hvaða útibú eru í myndinni af okkar hálfu, menn verða fyrst að ræða hvernig eða hvenær þeir vilja taka á þessu. En það er nokkuð augljóst að ís- landsbanki mun meðal ann- ars ræða um Austurland. Við erum mikill íslandsbanki nema hvað Austurland varð- ar, annars erum við staðsettir um land allt,“ sagði Valur Valsson, bankastjóri íslands- ákveönum stöðum og að óhjákvæmilega myndi fylgja fækkun starfsfólks. ,,Við höfum metið það svo að með sameiningu fjögurra banka í íslandsbanka hafi gefist tækifæri til hagræðing- ar, sem mun hafa í för með sér að færra fólk þarf til að sinna viðskiptavinum en áð- ur var. Það hefur þegar orðið nokkur fækkun hjá okkur og við reiknum með að hún haldi áfram eftir því sem end- urskipulagningu á útibúun- um, þ.e. fækkun útibúanna, miðar áfram. Við höfum alla tíð gert ráð fyrir að þetta gerðist skref fyrir skref og að ekki yrðu tekin stór skref. Auk þess að gæta að hags- munum starfsfólks þurfum við að gæta hagsmuna við- skiptavina vel.“ íslandsbanki hefur að sögn Vals þegar tekið ákvörðun um að fækka afgreiðslustöö- um á Akureyri í haust, úr fjór- um í tvö, og í Keflavík úr tveimur í einn. „Þessar að- geröir hafa í för meö sér nokkru minni þörf á starfs- fólki en áður. Síöan erum við áfram aö skoða möguleik- ana, það má t.d. fækka í Reykjavík líka. Það er þó ekk- ert augljóst hvaða afgreiðslu- staöir þar gætu veriö á ferð- inni, þetta eru flókin mál.“ „Framleiðni“ lítil miðað við Búnaðarbanka Valur vildi ekki tjá sig um hversu mikil fækkunin á starfsfólki Islandsbanka kæmi til með að verða, en þörfina má meta á sinn hátt með því aö bera saman starfs- mannafjölda og innláns- og útlánsupphæöir hjá ísiands- banka og Búnaðarbanka, sem eru þokkalega sambæri- legir bankar. Hjá Islandsbanka starfa nú 916 manns í 850 stööugildum , (og er þá verðbréfamarkaö- urinn ekki talinn meö, þar sem starfar 31), en heildar- innlán í lok apríl námu 26.498 milljónum króna. Þaö gera 28,9 milljónir króna á hvern starfsmann. Almenn útlán voru 27.194 milljónirog til samans er upphæðin á hvern starfsmann 58,6 millj- ónir. Hjá Búnaöarbanka starfa nú (utan tveggja manna í verðbréfadeild) 530 manns í 489 stöðugildum, en heildar- innlán í lok apríl námu 21.960 milljónum króna. Þaö gera tæplega 41,4 milljónir króna á hvern mann. Útlán voru 19.666 milljónir og til samans er upphæðin á hvern starfs- mann 78,2 milljónir. Með öðrurn orðum eru stöðugildi 74% fleiri hjá ís- landsbanka en heildarinnlán aðeins 21% meiri og almenn útlán 38% meiri. Fækkar starfsfólki lslandsbanka um fjórðung? Til að ná sambærilegri „framleiðni" og í Búnaðar- bankanum þyrfti íslands- bankinn því að fækka starfs- mönnum sínum niður í um 640. En þegar tillit er tekið til blutfallslega meiri útlána ís- landsbankans og meiri er- lendra viðskipta er réttara að miða við að sambærileg „framleiðni" næðist með þvi að íslandsbankinn fækkaði starfsmönnum sínum úr 916 í um 685—690, um 225—230 eða um 25%. Samkvæmt upplýsingum starfsmannahalds Islands- banka hefur ekki orðið um neina fækkun að ræða fyrstu fimm mánuði ársins, heldur hefur starfsmönnum fjölgaö um sjö.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.