Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 24
24 i framh|áhlqupi Skúli Johnsen borgarlæknir „Enslor njósnamyndir í uppéhaldi" Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Faðir minn." Án hvers gætirðu sist verið? „Fjölskyldu minnar." Hvað finnst þér leiðiniegast? „Að gera ekki neitt." Hvað er skemmtilegast að gera? „Veiðiskapur. Ég fer í silungs- veiði, laxveiði og rjúpnaveiði. Ég fer í einn langan veiðitúr í lax og silung til Vopnafjarðar á hverju ári og á haustin reyni ég að kom- ast á rjúpnaveiðar." Manstu eftir ákvörðun sem hefur skipt þig miklu máli? „Já, ég man eftir mörgum slík- um ákvörðunum. Til dæmis þeirri aö sækja um starf mitt." Hvenær varðstu hræddastur í lífinu? „Þegar ég fór niður Klifið í Vestmannaeyjum norðanmegin. Það var þegar ég var 12 ára og þar fór enginn niður. Síðan hef ég aldrei farið niður Klifið!" Hvaða eiginleiki finnst þér mikilvægastur í fari annarra? „Sveigjanleiki." Geturðu nefnteinn kost þinn og einn galla? „Kosturinn er sennilega jafn- lyndi. Gallarnir eru hins vegar margir! Ég get nefnt skipulags- leysi." Hver er eftirlætismaturinn þinn? „Rjúpur." Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið? „Enskar njósnamyndir." Hver er uppáhaldsstaður þinn á íslandi? „Vopnafjörður. Ég bjó þar í tvö ár, kynntist þar mörgu góðu fólki og þetta er ákaflega falleg sveit. Ég læt ekkert tækifæri framhjá mér fara til að komast þangað. Ég fór til dæmis fjórum sinnunr til Vopnafjarðar á síðasta ári." Hvað vildirðu helst gera ef þú þyrftir að skipta um starf? „Þá vildi ég sinna fræði- mennsku og grúska í bókum." IfVllRí fc#|M||fUfi|ni| Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. ■■■■■ Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár múla 36, 108 Reykjavík. Hvað er ónáttúra? Nýlega tók ég þátt í kynfræða- námskeiði fyrir heilbrigðisstéttir sem haldið var á vegum Kynfræða- félags íslands í samvinnu við land- læknisembættið og Félag íslenskra heimilislækna. Þar kom skýrt fram að þörf er á frekari fræðslu í þessum málum. F.ins og gefur að skilja er eitt af fyrstu skilyrðunum það að fólk tali nokkurn veginn sama tungu- mál þegar það ræðir um kynlífið. Þá á ég ekki bara við orð yfir kynfæri heldur líka hvað fólk á við þegar þaö talar um kynhlutverk, kyn- ímynd og svo framvegis. Það kemur því ekki á óvart að sumir eigi erfitt með að ræða saman ef þeir túlka á ólíkan hátt hugtökin eðlilegt og óeölilegt. Hvað er til dæmis átt við þegar talað er um að hitt og þetta sé ónáttúrulegt? Stund- um er eins og sett sé samasemmerki milli hugtakanna „óeðlilegt” og „ónáttúrulegt". Um daginn skrifaöi ég pistil um kynmök í endaþarm en þaö er hegöun í samlífi sem margir stimpla strax sem „ónáttúrulega". Þegar ég spyr þaö fólk hvers vegna hún sé „ónáttúruleg" svarar það þvi yfirleitt til að endaþarmurinn hafi ööru hlutverki að gegna og þaö hlutverk hafi ekkert með getnað að gera. Melting fœdunnar hefst í munninum Sá sem þetta segir gengur þá út frá því að tilgangurinn með ásta- leikjum sé eingöngu sá að geta börn. Hegðun viðkomandi í kynlífi — ef hann væri sjálfum sér sam- kvæmur — myndi þá líklega endur- spegla þetta gildismat. Þessi ein- staklingur hefði bara samfarir nokkrum sinnum yfir ævina og snertingin á milli karlsins og kon- unnar væri einungis fólgin í því að limurinn færi inn í leggöngin í sam- förum. Engir kossar munn við munn, engin munnmök og engin örvun líkama beggja með höndun- um — slíkt er óþarfi því þaö heföi ekkert með æxlun að gera. Hvað varðar munninn sem líffæri má segja aö hann gegni allt öðru hlut- verki en það að vera „kossalíffæri '. Sums staðar erlendis finnst fólki það hreint og beint ógeðslegt að viö skulum kyssa opna kossa. Að okkur skuli ekki finnast það hreinn við- bjóður að skiptast á munnvatni — og með öllum þessum bakteríum svamlandi þar í þokkabót! í munn- inum hefst melting fæðunnar og fyrsta stig meltingar hefur lítið að gera meö kynferöislega örvun. Þá getum við alveg eins sagt að kossar séu „ónáttúrulegir" og að segja að náttúran hafi ekki gert ráð fyrir kyn- ferðislegri örvun endaþarmsins. Nú hrista eflaust einhverjir haus- inn og hugsa með sjálfum sér — en livað með hægðirnar? Ekki getur nokkrum manni fundist þær virka kynferöislega örvandi svo maöur tali nú ekki um smithættuna sem er fyrir hendi. Þær vangaveltur snúast meira um viðhorf en nokkuð annað. Heilbrigð skynsemi hvað varðar hreinlæti er allt sem þarf og þekk- ing á gildi smokksins. Leidarljós mikiluœgt Hvað er náttúrulegt og hvað' ónáttúra eru greinilega ekki skýr hugtök heldur beinlínis villandi í málflutningi. Það er heldur ekki hægt að aðskilja umfjöllun um „ónáttúrulega" kynhegðun frá al- gengum gildum sem við höfum að leiðarljósi í mannlegum samskipt- um. Okkur finnst gagn fólgið í því aö fræðast — menntun er gagnleg. Það er heilbrigt að hafa þörf fyrir snert- ingu og ást. Við viljum að aðrir virði okkur og misnoti ekki. Við höfum rétt til að taka ákvarðanir um það hvernig við lifum lífi okkar. Til dæmis fyndist okkur súrt í broti ef bannað væri að nota getnaðarvarn- ir. Við viljum vera ábyrg fyrir hegð- un okkar, geta tjáö okkur, eflt sjálfs- virðinguna og svona mætti lengi telja. Ef tveir einstaklingar vilja kyssa hvor annan er það ekki óeðlilegt. Ef annar vill kyssa en hinn ekki er ver- ið að ganga á rétt þess sem ekki vill kyssa. Þarna höfum við aö leiðar- Ijósi gildið sem segir okkur aö þaö sé rangt að misnota aðra í því skyni aö uppfylla eigin þarfir. Umræða og skoðanaskipti um annars konar kynhegöun þurfa ekki að vera neitt frábrugðin dæminu um kossana. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR Fimmtudagur 31. maí 1990 spqin 31. maí — 5. júní (21. rnurs—20. upril) Fólk, sem er sama sinnis og þú, laðast að þér. Þad eru mikilvægar breytingar á næsta leiti, en gættu þess að láta þér aldrei nægja nema það besta. Skildu hlutina ekki eftir i lausu lofti og ekki hræðast nýstárlegar lausnir. (21. upril—20. tnui) Þú hefur ærna ástæðu til að gleðjast, þvi ákveöið verkefni tókst vel. Það lítur lika út fyrir að gagnstæða kyniö laðist að þér um þessar mundir. Gleymdu þó ekki i sæluvím- unni að láta ekkert smáatriði framhjá þér fara, því nákvæmnin er fyrir öllu. (21. rnuí—21. juni) Nú ferðu að skilja ýmislegt, sem áður var þoku hulið. Þú finnur lika aö fólk hefur trú á þér og þú ert í Ijómandi ástandi, bæöi and- lega og líkamlega. Hlustaðu á þá, sem vilja miðla þér af reynslu sinni. Þá færðu svör við mikilvægum spurningum. (22. júni—22. júh) Reyndu að gera þér grein fyrir hvaða ástæö- ur búa að baki þess, sem fólk stingur upp á við þig. Það er ekkert að því aö sletta svolitið úr klaufunum til tilbreytingar. Þú getur t.d. fagnað því að ákveðinni byrði er af þér létt. (22. júli—22. úgúst) Það er nauðsynlegt að taka ýmislegt á heim- ilinu til endurskoðunar, þó þaö kunni að hafa fjárútlát i för með sér. Þér list fyrst ekkert á blikuna, en siðan kemur lausnin upp í hend- urnar á þér. Sýndu aölögunarhæfni. (23. úfiiist — 23. scpl.) Notfærðu þér upplýsingar, sem þér berast óvænt, og vertu óhræddur við að kanna mál niður í kjölinn. Þú færð nýlegan vinargreiða endurgoldinn, en varaðu þig á aðila, sem gerir sér dælt viö þig. Það er lítið á honum að græða. (23. sept.—2d. okt.) Ekki trúa öllu, sem við þig er sagt, eins og nýju neti. Leitaðu ráða hjá eldri manneskju, sem hefur lært af reynslunni og getur kennt þér ýmislegt. Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun, sem er ekki þín sterkasta hliö, en nú er að hrökkva eða stökkva. rifep (24. okt.—22. nóv.) Þú þarft ekki aö kvarta, þvi heppnin er með þér um þessar mundir. Allar tafir og vand- kvæði síöustu vikna eru á bak og burt og nánasta framtíö er þess vegna björt. Einhver talar beint frá hjartanu og segir þér ef til vill til syndanna. (23. nóv.—21. des.) Ekki vera hræddur við að sýna örlítið sjálf- stæði. Yfirmenn og aðrir, sem þú átt sam- skipti við, kunna vel að meta sjálfstæða hugsun svo þetta verður þér til góðs. Þú ert kannski undir álagi, en þegar þú nærð ákveðnu takmarki færðu aukið sjálfstraust. (22. des —20. jun.) Þig dauðlangar að stinga af frá öllum erfið- leikum eða stinga höfðinu a.m.k. i sandinn þar til þeir hverfa. Það er hins vegar ekki heillavænlegt og mundu aö fjarlægöin gerir’ fjöllin blá. Ekki láta blekkjast af fagurgala eða fólki, sem þú þekkir litið. (21. junúur—19 febrúur) Hvernig væri að taka fjármálin til endur- skoðunar? Það veitir ekki af aö hafa allt á hreinu og þú mátt ekki vera of hrekklaus í þeim efnum. Hafðu báða fætur á jöröinni og reyndu aö takast á viö erfiö verkefni, þviþú sérð síðar aö það borgar sig. (20. febrúur—20. murs) Þú skiptir um skoðun í mikilvægu máli og ættir að taka ýmislegt annað til endurskoö- unar. Þessa dagana eru aðstæöur þér hag- stæðar, svo það er ekkert vit i að draga þetta. Þú ættir líka að huga aö öryggi þinu og þinna nánustu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.