Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 18

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 31. maí 1990 Ekki bæjar- stjórafrúin I síöasta tölublaöi sögðum við frá því í Pressumola að deilt væri um hver ætti Hjarðarneshólma á ár- mótum Hvítár og Brúarár og að málið væri nú komið til Hæstaréttar. Einn aðili þessa deilumáls er Sigríð- ur Gyða Sigurðardóttir, sem við sögðum eiginkonu bæjarstjórans á Seltjarnarnesi þar sem við fundum aðeins eina konu með því nafni í þjóðskránni. í Ijós hefur hins vegar komið að bæjarstjórafrúin á Nesinu er ekki aðili að fyrrnefndri deilu og er beðist velviröingar á þessumjnis- skilningi. Bróðirinn vildi ekki vera með ísólfur Pálmarsson kom fyrir skemmstu að máli viö Pressuna, vegna viðtals viö bróður hans, Bjarna Pálmarsson leigubílstjóra, í síðasta tölublaöi. Vill ísólfur að það komi fram að Bjarni hafi aldrei keypt hlut hans í fyrirtækinu Pálm- arsson Brothers Limousine Service ,,enda hvorki unnt aö kaupa né selja eitthvað sem ekki er til”, eins og hann komst að orði. ísólfur segist hafa hafnaö tilboði um að ganga inn í fyrirtækiö þar sem þaö hafi veriö rekið andstætt reglum um leigubif- reiðir. IPRESSU MOLAR ^^f heppnin er með getur mað- ur eignast ódýr listaverk í Reykja- vík. Nýlega börðu á dyr í Vestur- bænum tveir ungir listamenn og buöu til kaups teikningar eftir sjálfa sig. Málverkin áttu að kosta frá einni upp í tíu krónur og kaupandinn mátti sjálfur ákveða hvort hann vildi borga eina krónu eða tíu fyrir hverja mynd. Listamennirnir haröneituðu að taka hærra gjald en tíu krónur fyrir myndina. Pessir ungu menn voru líklega átta eða níu ára gamlir og sögðust vera úr Vest- urbæjarskólanum. Þeir voru á eigin vegum og sögðust nota frítímann til að selja myndirnar sínar. Ekki verð- ur sagt að þeir drengirnir hafi okraö á listaverkunum, en lengi lifi sölu- mennskan og einkaframtakið með . . . ilegur tóbaksvarnadagur 3L maí helgaður ungu kynslóðinni Reykingar eru eins konar smftsjúkdómur sem berst frá einni kynslóð til annarrar, foreldri til bams, eldra systkini til yngra, einum félaga til annars. Hver og einn reykingamaður ber með sér „reykingabakteríuna" og setur þá í mesta smithættu sem standa honum næstir. Vemdum ungu kynslóðina. Stöðvum þennan hættulega faraldur. Gefum bömunum tækifæri til að alast upp án tóbaks Alþjóða heilbrigðismálastofnunin NYJUNG FYRIf Eitt af því sem þjakar mörg okkar er mánudags- kvídinn svonefndi. Hann læðist að okkur þegar líður á sunnudaginn, og sumir eru svo illa haldnir að helgarnar eru hálfónýtar, jafnvel þegar frá miðjum laugardegi, vegna kvíða um gráma mánudagsins. Petta er vitaskuld eitthvað mis- jafnt eftir því hversu bærileg vinna manns er, en flestir eru þannig gerðir að þeir hlakka til helganna og vildu helst að þær væru tíðari en nú er. Allra helst tvær helgar í viku hverri. Slíkt er auðvitað útilokað. Eða hvað? BJARNI SIGTRYGGSSON ~ Hér eru góö tíöindi. Fyrir fjölda starfandi karla og kvenna er það hreint ekkert útilokaö aö veröa sér úti um tvær helgar í viku, og breyta þannig tímatalinu. Hvernig er fariö aö því, spyrja menn? Þetta er hægt aö gera með því móti aö taka sér aukafridag í miðri viku, lengja vinnudagana fjóra um tvo tíma hvern í staðinn og vinna þannig fjóra l()-tíma daga í stað fimm 8-tíma daga. Þá lítur vinnuvik- Byltingarkennd hugmynd, sem fjölgar frí- dögum, dregur úr streitu, tvö- faldar helgar ársins, bætir fjölskyldutengsl og ástalíf — og gerír fólki kleift að ,,gera alla þessa hluti" sem aldrei vinnst tími til. an þannig út: Hún hefst á mánudegi og lýkur næsta dag, á þriðjudegi. Þá verður þriðjudagur eins konar föstudagskvöld, því það er frídagur framundan. Mánudagskviðinn óþarfur, því það eru ekki nema tveir vinnudagar til næstu helgar. Burt með kvíðann! Miðvikudagurinn verður því frið- helgur frídagur, og engin ástæða til að spilla honum með því að kvíða nýrri vinnuviku, því hún er hvort sem er aðeins tveir dagar; fimmtu- dagur og föstudagur, og þá er aftur komin helgi. Löng helgi frá föstu-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.