Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 22
22 06fif ÍRn1 f£ iL'pebuímmH Fimmtudagur 31. maí 1990 Úr Hamlet árö 1949. Hér eru Róbert Winisson, Klem- enz og Lárus Pálsson í hlutverkum Hamlets, Rosin kranz og Gullinstjörnu. Rafn Hafnfjörö Ijósmyndari var einn af efnileg- ustu nemendum i Skylmingaskóla Klemenzar Jóns- sonar. Hér sjást þeir Rafn og Klemenz í réttri stööu. Eftir frumsýningu á Dýrunum í Hálsaskógi. Klem- enz, leikstjóri sýn- ingarinnar, ásamt Elizabeth Hobb- son, breskum ballettmeistara. „ÉG VAR ALDREITAUNN EFNILEGUR" Klemenz Jónsson, leikari og leikstjóri, í PRESSUviðtali um líf sitt og störf, skylmingaskóla sem hann rak í Reykjavík, Kardimommubæinn, Dýrin í Hólsaskógi og 17. júní. Lilli klifurmús, bæjarfógetinn Bastían, Kasper, Jesper og Jónatan eru nöfn sem ósjálfrátt koma upp íhugann þegar maður heyrir nafn Klemenzar Jónssonar nefnt. En þegar maður heyrir að sá hinn sami Klemenz hafi ekki aðeins leikið og leik- stýrt á sínum yngri árum heidur ennfrem- ur rekið Skylmingaskóla í Reykjavík, þá verður maður fyrst forvitinn fyrir alvöru! EFTIR: ÓNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓLASON í rauninni er hann ekki orðinn átján ára. Samt hélt hann sjö- tugsafmælið sitt hátíðlegt í vetur. Klemenz Jónsson, þekkt- astur sem leikari og leikstjóri, fæddist á hlaupársdag árið 1920 en segir að samkvæmt ártalinu hafi hann orðið sjötugur núna. Kennaranámið þótti sæmileg menntun Oað hefur margt gerst á þessum sjötíu árum hjá Klemenz, syni bændahjónanna í Klettstíu í Norðurárdal, sem eftir barna- skólagöngu og einn vetur í Reykholtsskóla hélt til Reykjavíkur 18 ára gamall þar sem hann fór til náms við Kennaraskólann. Kennaraprófinu lauk hann 1942, en segist aldrei hafa kennt neitt nema leiklist og skylmingar. ,,Ég á erfitt með að segja um hvers vegna ég fór í Kennaraskólann," segir hann. ,,Ég hefði ef- laust kosið eitthvert lengra nám, en það var ekki kostur á því. Kennaranámið þótti sæmileg menntun á þeim árum, og er kannski enn. Skólinn tók þrjú ár og í rauninni vissi ég ekkert hvaö ég var að gera. Fyrir mér vakti aðeins aö ná mér í ein- hverja menntun. Hefði ég ekki valið leiklistina hefði ég sjálf- sagt reynt að fara í meira nám." bað var í Kennaraskólanum sem áhugi Klemenzar á leiklist vaknaði fyrir alvöru: ,,Ég byrjaði strax að leika meðan ég var í Kennaraskólanum," segir hann. ,,Það kom þannig til að Har- aldur heitinn Björnsson, leikstjóri og leikari, kenndi okkur kennaraefnunum framsögn. Eitthvað hlýtur hann að hafa séð við mig því hann hvatti mig til að sækja leiklistartíma hjá sér. Þar var ég í tvo vetur og upp úr því fór ég aö leika með Leikfé- lagi Reykjavíkur. Mitt fyrsta hlutverk var í „Orðinu” eftir Kaj Munk árið 1943 og því verki leikstýrði Lárus Pálsson. Ég lék yngsta bróðurinn, Valur Gíslason lék fööur minn, Gestur Páls- son elsta soninn og Lárus Pálsson þann í miðið. í þessu leikriti léku flestar af „gömlu" stjörnunum; Arndís Björnsdóttir, Har- aldur Björnsson, Brynjólfur Jóhannesson, Jón Aðils og fleiri. Þetta þótti takast vel og var leikið í tvo vetur." Með línuveiðara til Bretlands Þetta var á stríðsárunum og Klemenz segir leiklistina hafa tekið hug sinn allan á þessum tíma. „Við komumst auðvitað ekki úr landi meðan á stríðinu stóð, en strax og því lauk fórum við allmörg til Englands, þangað sem hugur okkar stefndi. Áð- ur höfðu ungir leikarar sótt framhaldsnám til Danmerkur, til dæmis Haraldur Björnsson, Anna Borg, Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Regína Þóröardóttir, Lárus Pálsson og Sigrún Magnúsdótt- ir frá ísafirði. Strax qg stríðinu lauk sóttum við nokkur um skólavist á Englandi. Ásamt mér fóru þau Ævar Kvaran, Gunn- ar Eyjólfsson og Herdís Þorvaldsdóttir en áður haföi verið við þennan skóla, Royal Academy of Dramatic Art, Hildur Kalman sem nú er látin. Síðan komu ýmsir á eftir okkur eins og Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Einar Pálsson, Steinunn Bjarnadóttir og fleiri og fleiri. Við Gunnar fylgdumst mest að á þessum árum. Við leigðum okkur herbergi og ég bjó alltaf á sama stað í Kensington." Hann segir hafa verið ákaflega erfitt að koma til Bretlands eftir stríð: „Það var þröngur kostur," segir hann. „Þar var mik- ið í rúst og matarskömmtun í fullum gangi. Hver og einn fékk sinn skömmtunarseðil og maður sá aðeins breytingu á þessu eftir þrjú ár, en sú breyting var ekki mikil. Ég kom út þremur mánuðum eftir að stríðinu lauk, með línuveiðara til Fleetwood og síðan með lest til London. Þó ég hefði verið búinn að sjá fréttamyndir var þetta ekkert svipað því sem ég hafði gert mér í hugarlund. Manchester var til dæmis þannig að talsverður hluti borgarinnar haföi verið sprengdur í loft upp og fólk lifði við mjög haröan kost. Þarna kynntumst viöþeim hörmungum sem stríðinu fylgja. Þetta unga fólk, sem með okkur var á skól- anum, sagði okkur margt. Á þessum tíma var í London heill hópur af íslenskum listamönnum í námi. Þeirra á meðal voru Þorsteinn Hannessqn, Jóhann Tryggvason faðir Þórunnar Ashenazy, Guörún Á. Símonar og Þuríður Pálsdóttir og íslend- ingarnir héldu mikið hópinn." „Nei, ég þótti aldrei efnilegur“ Hann segist eiginlega ekki vita hvernig hann hafi fjármagn- að þessa námsdvöl: „því ekki voru námslánin til þá. Ég hafði unnið hérna heima í þrjú ár og tekist að leggja eitthvað örlítið fyrir, en það var skyldfólk mitt sem hjálpaði mér vel og dyggi- lega. Hérna í Reykjavík hafði ég búið hjá móðursystur minni og hennar manni og þau studdu við mig. Svo fékk ég einhvern smástyrk frá menntamálaráði, en hann hrökk mjög skammt. Nei, ég þótti ekki efnilegur", svarar hann aðspurður. „Ég hef aldrei verið talinn efnilegur, það held ég ekki. Lífið rekur okk- ur einhvern veginn út í þetta og ég lærði með mörgum sem voru miklu efnilegri en ég. Ég hafði fyrst og fremst áhuga á þessu og hef komist vel af." Enginn þessara Islendinga hafði komið áður til útlanda: „Þá fóru börn ekki til útlanda eins og nú tíðkast og þetta voru mikil viðbrigði, sérstaklega fyrir fólk eins og mig sem er af fátækum bændum kominn." Sigurvegari í skylmingakeppni Það var i þessum leiklistarskóla sem Klemenz fékk mikinn áhuga á skylmingum. Hann segir að í öllum leiklistarskólum sé skylda að kenna skylmingar. „Á vorin var haldin skylmingakeppni og kennari minn, sem var gamall ólympiumeistari, valdi úr nokkra nemendur sem hann tók inn í sinn skylmingaskóla. Ég varð einn þeirra eftir að ég hafði sigrað í einni skylmingakeppninni innan skólans. Síðan stundaöi ég skylmingar meðan ég var í London.” Um leið og Klemenz kom aftur heim setti hann á stofn eigin skylmingaskóla, sem hann rak í fjölda ára: „Mér telst til að ég hafi kennt viö þann skóla í 14 ár," segir hann. „Skólinn var í ýmsu húsnæði. Við vorum til dæmis í Þjóðleikhúsinu þar sem saumastofan er nú, í sal Landsmiöjunnar og í gagnfræðaskóla Austurbæjar. Nemendur voru um 50—60 talsins þegar mest var og hver nemandi kom tvisvar í viku. Það myndaðist fljótt kjarni af duglegum strákum og meðal þeirra efnilegustu voru til dæmis Rafn Hafnfjörð, sem er þekktur Ijósmyndari og fram- kvæmdastjóri í Offsetprentsmiðjunni, kunnur maður sem gott efni var í. Þarna voru líka Árni Vilhjálmsson prófessor, Garðar Steinarsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, og Sigurður Magnús- son, verslunarmaður í Geysi. Þessir fjórir voru með efnilegustu nemendum mínum. Síðan kenndi ég skylmingar við Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins meðan hann var, frá 1950 og næstu tutt- ugu árin. Nokkrir þeirra stráka sem höfðu lært hjá mér stofn- uðu síðar skylmingafélagiö Gunnloga, en þá hafði nýlega verið sett á stofn Skylmingafélag Reykjavíkur og þau tvö félög kepptu oft." Námið við leiklistarskólann í London tók tvö og hálft ár, en heimferð Klemenzar tafðist örlítiö: „Ég fékk vinnu í leikflokki sem starfaði fyrir utan London og vann með honum í hálft ár. Þar komst ég í filmu,” segir hann og bætir við: „sem ég held aö hafi verið léleg." Fyrsta hlutverkið sem Klemenz fékk eftir heimkomuna var í Galdra-Lofti þar sem hann lék Ólaf á móti Gunnari Eyjólfs- syni. Seinna á sama leikári, 1949, var Hamlet settur upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þar lék Lárus Pálsson Hamlet en Klemenz og Róbert Arnfinnsson léku Rósinkranz og Gullin- stjörnu. „Við biðum auðvitað öll með mikilli eftirvæntingu eft- ir að Þjóöleikhúsið tæki til starfa, og þá réðst ég þangað sem leikari ogsíðar leikstjóri. Jafnhliða því sá ég um bókasafn Þjóð- leikhússins, var blaöafuiltrúi og sá um auglýsingastarfsemi hvers konar fyrir leikhúsið. Ég hef alltaf haft gaman af aö grúska í bókum og það er líklega þess vegna sem ég er aftur kominn í slíkt starf," segir hann, en Klemenz starfar nú við Ijós- mynda- og bókasafn DV. Skrifar handrit fyrir útvarp um íslensk sakamál Auk þessara starfa kenndi Klemenz viö leiklistarskóla Ævars Kvaran í 12 ár, frá 1948—1960; viö Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins leiklist, skylmingar sem áður er getið og andlitsförðun, en „smink" hafði hann tekið sem aukagrein í skólanum í London. „Eftir að ég hætti hjá Þjóðleikhúsinu 1975 réðst ég sem leiklist- arstjóri ríkisútvarpsins og var þar þangað til ég fór á eftirlaun. Síðan hef ég skrifað allmarga þætti fyrir útvarp, aðallega um íslensk sakamál. Nú er ég að vinna mál fyrir útvarpið um morðið á Natani Ketilssyni og síðustu aftökuna á íslandi, sem fór fram 1830 þegar Agnes og Friðrik voru tekin af lífi. Áður hef ég skrifað þætti um Sunnefu-málin, Sólborgar-málin og Einar Benediktsson, Kambsránið og Oddrúnar-mál, sem gerð- ist á Seyðisfirði. Þetta er svokölluð „leiklesin" dagskrá sem ég skrifa handritið við, stjórna upptökunni og vel lesara, sem

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.