Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 28
I kjölfar kosninganna hafa þau einstæðu atvik átt sér stað: að tveir menn af lista Nýs vettvangs hafa gengið til liðs við Alþýðuflokkinn og sótt um inngöngu í hann. Annar þeirra er Aðalsteinn Hallsson, sem er ýmsum kunnur úr kosninga- haráttu Vettvangsins fyrir að hafa skorað á Katrínu Fjeldsted í hjóla- stólarallí. Hinn nýbakaði alþýðu- flokksmaðurinn er öllu þekktari, en það er Hrafn Jökulsson, sem átti fimmta sætið á lista Nýs vettvangs. t’etta verður að teljast til tíðinda þar sem Hrafn var Birtingarmaður og því talinn til Alþýðubandalagsarms Nýs vettvangs . . . Þ egar formenn flokkanna sem buðu fram til borgar- og sveitar- stjórnarkosninganna komu í sjónvarpssalina tvo að kvöldi kosn- ingadags hafa vafalaust margir tek- ið eftir því að svo virtist sem gleymst hefði að boða formann samtaka um Nýjan vettvang þang- að. Ragnheiður Davíðsdóttir mun aldrei hafa verið boðuð á sjón- varpsstöðvarnar og þegar sjónvarp- ið mætti á kosningavöku hjá Nýj- um vettvangi í DanshöIIinni spurði fréttamaður ríkissjónvarps- ins Oskar Guðmundsson, ritstjóra Pjóðlífs og sambýlismann Kristín- ar Á. Ólafsdóttur, um hans álit á þeim tölum sem fyrir lágu. í DV á mánudaginn er jafnframt birt mynd af Oskari, og spyrja menn því sem svo hvort raunin sé sú að Oskar Ciuðmundsson sé í einhverju sér- stöku forsVari fyrir Nýjan vett- vang. Á sunnudaginn voru for- menn ílokkanna boðaðir í útvarps- sal þar sem úrslit kosninganna voru rædd fram og aftur. í þeim umræð- um veltu Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins, og Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, meðal annars fyrir sér útkomu Nýs vettvangs í kosningunum, en at- hygli vakti að þar var formaður samtaka um Nýjan vettvang ekki heldur viðstaddur . . . Þ að er orðið töluvert algengt að tónlist sé leikin við opnun mál- verkasýninga. T.d. mun jass-tónlist hljóma í Listasafni Islands næst- komandi laugardag, þegar opnuð verður sýning á verkum eins af frumkvöðlum súrrealismans, André Masson. Það er í fyrsta sinn sem listasafnið býður upp á aðra tóna en klassíska á opnunardegi, en raunar veröur klassísk tónlist leikin á píanó í safninu daginn eftir og er þar á ferðinni hin franska Franco- ise Choveaux. En það er fleiri listgreinum bland- að saman en málaralist og tónlist. Á föstudag verður t.d. opnuð í Hlað- varpanum sýning á málverkum og „uppstillingu" Sigríðar Elfu Sig- urðardóttur, þar sem m.a. veröur leikinn stuttur leikþáttur og lesin upp Ijóð. Leikþátturinn er eftir Samuel Beckett og kallast „Komið og farið". Það eru leikkonurnar Guðrún Gísladóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir og Guðný Helgadóttir, sem standa að sýning- unni. Munu þær á næstunni brydda á þeirri nýbreytni að leika þáttinn fyrir fólk í heimahúsum . . A ins og fram hefur komið og sjónvarpsáhorfendur sáu aðfaranótt sunnudags brugðust tíilvurnar illi- lega í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Þó ekki séu til neinar tölur um áhorf þessa nótt má gera ráð fyrir að fjöldi áhorfenda hafi skipt yfir á ríkissjónvarpið af þessum sökum. Heyrst hefur að einhverjum auglýs- endum í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 jryki af þessum sökum blóöugt að þurfa að greiða auglýsingarnar fullu verði.. . M fyrstu þremur arunum sem Rauðakrosshúsið starfaði hringdu þangað allt í allt 32 aðilar í sjálfs- morðshugleiðingum. Þar var um að ræða fólk á öllum aldri en að stærstum hluta voru það ungling- ar. Það sem af er þessu ári hafa komið 60 símtöl í Rauðakrosshúsið af sömu ástæöu og því um mikla aukningu að ræða. Ástæöurnar sem unglingarnir gefa upp fyrir vanlíðan sinni eru meðal annarra vímuefnanotkun, oftast þeirra sjálfra en stundum foreldranna, ofbeldi á heimilum, samskipta- örðugleikar, höfnun og félagsleg einangrun á heimili. Talsverður hópur þeirra sem hugleiða sjálfs- morð er mjög einangraður, bæöi á heimili og úti í þjóðfélaginu. Þessir unglingar hafa lítið sjálfsálit og eru einmana. Þá hafa nokkrir þeirra sem hringt hafa í þessum hugleið- ingum átt ættingja eða systkini sem svipt hefur sig lífi. . . M miðvikudaginn kemur verð- ur haldinn aðalfundur hins um- deilda fyrirtækis Sameinaðra verktaka, sem á helminginn í ís- lenskum aðalverktökum. Á þess- um fundum er vaninn að greiöa hluthöfunum 10% arð og mánuði síðar kemur enn vænni greiðsla, sem sé helmingurinn af útgefnum jöfnunarbréfum. Greiöslur eru í samræmi viö eignarhluta og því aö sjálfsögðu mikilvægt að hluthöfum bjóðist á jafnréttisgrundvelli hluta- bréf til kaups — en að mati ýmissa hluthafa hefur það ekki veriö gert. Augu manna beinast þar einkum að Thor Ó. Thors, sem er forstjóri ís- lenskra aöalverktaka og stjórnar- maður í Sameinuöum. Rekja óánægöir hluthafar kaup á eignar- hlutum Gulltopps sf. (2,9%) og Stálhamars sf. (1,28%) til Thors, auk þess sem eignarhluti byggingar- félagsins Stoðar (4,48%) sé í hans höndum. Sjálfur á Thor 0,9% hlut og samkvæmt þessu er hann meö 9,56% í fyrirtækinu. Náinn sam- verkamaður Thors, Halldór H. Jónsson, hefur síðan í höndum sín- um eignarhluta að minnsta kosti Byggingarmiðstöðvarinnar og Trésmiðju Borgarfjarðar, samtals 3,34%, og loks ráða þeir yfir hlut fyrirtækisins sjálfs, sem hefur aukist úr 1,2% í tæp 6% á nokkrum árum. Á aðalfundi fyrirtækisins á síðasta ári urðu talsverð átök um völd og eignarhluta og tilraun gerö til hall- arbyltingar, en hún mistókst. Það var vegna þess að beiðni um hlut- fallskosningu í stjórn barst hálfum sólarhring of seint. Oánægöir hlut- hafar hafa hins vegar passað upp á frestinn nú . . . A ^É^ins og viö greindum frá hér í PRESSUNNl ekki alls fyrir löngu mun Árni Þórarinsson láta af störfum sem ritstjóri sunnudags- blaðs Morgunblaðsins í sumar. Þá mun Árni ætla aö snúa sér að öðr- um verkefnum, en við heyrum að rætt hafi veriö við Árna um.aö taka við ritstjórn tímaritsins Mannlífs frá næstu áramótum. Árni Þórar- insson var áður ritstjóri Mannlífs og þótti standa sig afburðavel á því sviði. . . Sedan CHARADEI “Grænn bíll” frá Brimborg Reynsluakstur * a staðnum Brimborg hf. Faxafen 8 ■ sími (91)685870 Daihatsu Charade Sedan Stóri smábíllinn /7?eö stóru vóiina Daihatsu Charade Sedan er nýr rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með sérstaklega stóra farangursgeymslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er að hlaða. Charade Sedan er ríkulega búinn staðalbúnaði sem talinn er til aukahluta í mörgum öðrum bílum. Þúverðarað reyns/uaka kraftmiklum Charade Sedan Ótrúlega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra kr. 767.000 stgr. á götuna Daihatsu Charade Sedan SG sjálfskiptur kr. 829.000 stgr. á götuna Fjölskyldubíll með skemmtilega öfluga 90 hestafla vél Daihatsu Charade Sedan er búinn nýrri 90 hestafla, 1.3 lítra, 16 ventla vél með beinni innspýtingu og mengunarvörn sem uppfyllir ströngustu kröfur. Þessi vél er ótrúlega kraftmikil og gerir hún aksturinn auðveldan og skemmtilegan. Vélin er hljóðlát og einstaklega sparneytin eins og ávallt frá Daihatsu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.