Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 31. maí 1990 •25 sfúkdómar og fólk Um slag l>ei»ar ég var lítill sai>ði hún móúir mín mér frá manni, sem hefði allt í eiiiu fengið slag. — Hvað er nú það? spurði ég, og gat ekki látið mér detta annað í hug en slagi í Vist eða Marías. I öllum spilum sem ég kunni skipti miklu að fá sem flesta slagi, svo ég skildi ekki hversu leið hún var yfir þessu. — Slag er það kallað. þegar einhver fær blóðtappa í höf- uðið, sagði hún, og lamast. Mér fannst skrítið, að þetta einfalda orð þýddi tvennt svona ólíklegt en hugs- aði ekki meira um það. Löngu seinna komst ég að raun um, hvað slag er. Blœöing eöa tappi Slag er annaðhvort heilablæðing eða tappi í einhverri af stóru æðun- um til heilans. í heilablæðingu virð- ist heilaæð rifna og blóð flæðir út í heilavefinn og veldur skaða. Þegar um blóðtappa er að ræða myndast tappi eða blóðsegi í hjartanu eða stóru slagæðunum í hálsinum, losn- ar og berst með blóðstreyminu upp í heilann og hindrar blóðflæðið i einhverri af æðum hans. Við blæð- ingu fær sjúklingurinn stundum snögglega mikinn höfuðverk og kastar upp en einkennin koma yfir- leitt hægar ef um tappa er að ræða, en oft er erfitt að greina á milli blæð- ingar og tappa. Kinkennin stafa af þeim truflunum sem verða á eðli- legri starfsemi heilans og eru undir því komin hvaða æðar skaðast. Æð- arnar til heilans eiga að sjá ákveðn- um svæðum fyrit súrefni og nær- ingu og verði blóðrennslið fyrir áfalli skaðast þær stöðvar heilans sem æðin átti að næra og einkennin má rekja til þess. Flókin starfsemi heilans Starfsemi heilans er ákaflega margbrotin og flókin. Þar á hugsun- in upptök sín, myndun tungumáls og stjórn hreyfinga. Öll boð frá skynfærum berast til heilans og hann vinnur úr þeim og metur. Minni og nænti eiga aðsetur í heil- anum, heyrn, sjón og stjórnun horntónakerfa. Klæðing eða tappi sent skemmir heilastöðvar getur því haft viðtæk áltrif sent þó eru ákaf- lega mismunandi eftir því hvaða æð eða svæði eiga i hlut. Kf önnur hvor stóra heilaæðin (a. cerebri media) verður fyrir áfalli fær viðkomandi lömun í annan líkamshelminginn, ef áfallið er vinstra ntegin er lömun- in hægra megin en sé það hægra megin fylgir því vinstri lömun. Flestir fá dofa eða minnkaða skynj- un í sama líkamshluta. Slíkt áfall hefur auk þess áhrif á sjónina og stöðu augnanna. Auk þess fær sjúki- ingur með skaða í vinstri heilahelm- ingi yfirleitt alltaf taltruflanir, þvi stjórn tungumálsins er þar, svo eitt af einkennunum er hin svokallaða afasía eða erfiðleikar að tjá sig og skilja mælt mál. Bakhlutar heilans fá blóð frá tveimur stórum æðum sem liggja til hnakkans. Ff þessar æðar skaðast eru einkennin oft dofi. skerðing á sjón, svimi, ógleði og ýmiss konar jafnvægistruflanir. Ff æðarnar til litla heilans skemmast minnkar stjórn sjúklingsins á fínum hreyfingum útlima. Oft er ákaflega erfitt að greina nákvæmlega hvar tappinn situr, en best er að gera það með sneiðmyndatöku af heila. Horf- ur sjúklinga eru betri eftir blóð- tappa en blæðingu og versnti til muna ef sjúklingurinn missir með- vitund lengi. Guöbrandur biskup og sr. Oddur Því er lýst í Skarðsárannál frá 17du öld hvernig Guðbrandur bisk- up Þorlákssón fékk í Hja í hvíta- sunnu l(i24 „aflleysi í hægri hönd og tunguna svo hann talaði ekki í .senn fjórum orðum íleira og var rúmfastur uppfrá því til dauðadags 16/7 1627". I Kjósarannál er því lýst hvernig Oddur prestur i Gaul- verjabæ „varð magnlaus og mál- laus", og lá rúmfastur i 3 ár. Þessir menn báðir hafa fengið blóðtappa upp í vinstri helming heilans og lamast hægra megin og fengið veru- legar taltruflanir. Lýsingin á Guð- brandi er mjög dæmigerð; hann get- ur greinilega ekki myndað nema ör- fá orð i einu og er magnlaus í hægri hendinni. Höfundur annálsins segir biskup hafa verið lamaðan í tung- unni en það er misskilningur hjá honum, tungan lamast aldrei alveg þó krafturinn minnki í henni. Bisk- upinn er rúmfastur eftir þessar hremmingar, sem síðan draga hann til dauða. Annars staðar í annálum (Fitjaannál) er sagt frá Fyjólfi Fy- leifssyni, guðhra'ddum og öldruð- um manni, sem svaf í fjögur dægur og varð strax þungur kararmaður á eftir, iiálfvisinn i átta ár. Mér finnst liklegast að Fyjólfur hafi fengið tappa eða blæðingu i hægri heila- helminginn úr því að annálshöfund- ur getur ekki um málleysi. Alvarlegur sjúkdómur Heilablóðfall eða slag er ennþá ein af helstu dánarorsökum hér- lendist eins og víðar um hinn sið- menntaða lieim enda yfirleitt um eldra fólk að ræða. I Bandaríkjunum eru þessir sjúkdótnar 3ja algengasta dánarorsökin á eftir krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Akveðn- ir áhættuþættir auka mjög hættuna á slagi, eins og hár blóðþrýsting- ur, sykursýki, æðakölkun, reyk- ingar, hjartasjúkdómar og loku- gallar, áfengisdrykkja og offita. Meðferðin er erfið og lítið hægt að gera annað en styðja og styrkja sjúklinginn og biðja og vona að skaðinn sé sem minnstur. Fftir að slagið er hafið virðist lítið ha*gt að aðhafast til að breyta gangi mála. Varðandi endurhæfingu þessarti sjúkliuga gegna sjúkraþjálfarar stóru og viðamiklu hlutverki og flýta fyrir einhverjum bata og koma í veg fyrir að sjúklingurinn kreppist og verði enn meiri örkumlainaður. Yfirleitt er reynt að hjálpa þessum sjúklingum strax með þjálfun og kenna þeim að nýta þann kraft sem fyrir hendi er og talkennarar eru til- kallaðir, ef um taltruflanir er að ræða. Oft kemur einhver kraftur til baka og er það mjög mismunandi hversu mikið af einkennunum geng- ur til baka. Meöferö Jónassens Meðferð þessara sjúklinga hefur því lítið breyst frá því aö Jónassen landlæknir gaf út Lækningabók handa alþýðu á Islandi árið 18H4 en þar stendur á bls. 341: „Hvaö snertir lækninguna er hún innifalin fyrst í j)ví að reyna að koma í veg fyrir slagið, i öðru lagi i því aö veita sjúklingnum alla j)á hjálp sem hægt er bæöi meöan hann liggur í slaginu og eins eftir á, þegar hann raknar úr því." Svo þrátt fyrir allar framfarir í heimi læknavísindanna á þessum 106 árum hefur meðferðin lítiö breyst. Núna tekst þó læknum betur en áður að fást við þá áhættuþætti sem oft eru undanfari þessara sjúk- dóma eins og hár blóðþrýstingur. sem veldur miklu um það aö tíðni þeirra fer lækkandi. Þó virtist Jón- assen hafa haft skoðanir á þessu 'líka, því hann segir í sama kafla: „Sjerhver sá, sem á þá í ætt sinni sem hafa fengiö slag, ætti ávallt að gæta |)ess að lifa sem kyrrlátustu lífi, forðast allar miklar áreynslur, hafa stillingu á geði sínu, og forðast ofát og áfenga drykki og sterkt kaffi og hafa hinar nákvæmustu gætur á |)ví að ganga eigi lengi meö harðlífi en liafa liöugar hægðir." Þessar ráð- leggingar flestar eru enn í gildi við liáum blóðþrýstingi, svo .lónassen hefur haft ágæta þekkingu á for- varnargildi þessara ráðstafana. Nú- tímalæknirinn getur sótt til Jónas- sens ýmislegt sem lifir enn góðu lííi þrátt fyrir alla tækni- og tölvuvæð- ingu tuttugustu aldarinnar. ÓTTAR GUÐMUNDSSON 0 lófalestur draumar I þessari viku: Kópur (karl, fæddur 17.7. '64) Það ætti eflaust vel við þennan mann að vinna við eitthvert svið tengt fjármálum eða jafnvel lög- fræði. Þetta er mikill fagurkeri, sem vill njóta lífsins og hafa það svolítið gott. Æska hans hefur ver- ið nokkuð erfið og hann hefur ver- ið viðkvæmt barn. Á aldrinum 18 til 22 ára hefur honum gengið vel og komist það, sem hann vildi. Undanfarin ár hafa hins vegar að öllum líkindum verið honum erfið og tengist það fjölskyldumálum. Það verða þáttaskil hjá þessum manni, þegar hann er 31 til 34 ára gamall. Árið 1991 getur reynst honum jákvætt fjárhagslega, ef hann tekur ekki of stór skref. Bestu ár hans í einkalifinu verða eftir árið 2000. Þessum manni hættir til að vera of smámunasamur. AMY ENGILBERTS Ef þig dreymir hund. . Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að verða svo fróð um draumahunda sem ég nú erorðin. Fg má til meðað leyfa ykkur að sjá hér í heilu lagi kaflann um hundana úr drauma- ráðningum Margeirs .lúnssonar frá 1936. . . . Ff hundur eða hundar elta mann sem eiganda sinn tákiiar það trúlynda þjóna. ()g yfirleitt eru vinalegir hundar í draumi fyrir góðu, nema þeir hlaupi á undan manni, þá merkja þeir falska vini og rógbera. Hvitir hundar tákna gleöi eða snjókomu ef þeir eru margir og fara ófriðlega. Svartur hundur: svik og saurlifi (liklega þó því aðeins að maður þekki hann ekki, innsk.) Vera bitinn af hundi: fjársvik eöa ill- gjarnan óvin. Margir hundar ýmis- lega litir: gestakomu, og séu þeir ró- legir eru gestirnir frekar vinveittir, annars undirförulir. Leika sér við hund: samtal við andstæðing sinn. Gulur hundur: veikindi. Mórauður hundur: gróða. Sjá hunda fljúgast á: ósamlyndi. Grár hundur: frostviðri. Sjá hund bíta bein: allsnægtir. Heyra hunda gelta: óvinaíal. Sem sagt — takið vel eftir ef ykkur dreymir hunda. Sitthvað fleira hafði gamla fólkiö að segja um hin ýmsu dýr, smá og stór, sem áöur voru miklu stærri þáttur í daglegu lífi en nú er. Þannig var það taliö íyrir gleði að sjá mýflugur. Maðkar voru hins vegar sagðir ills viti, boðuðu annaöhvort veikindi, fátækt eða (alska vini. Þaö kemur einnig fram í þessum ráöningum að álftir í draumum voru taldar tákna stúlkur eða konur. Að heyra þær syngja dapurlega var ekki talið gott. Fn létu þær blíölega var það talið ungu fólki fyrir ástum. Og að finna álftarfjööur í draumi boöaði komu ástarbréfs. Fn þætti manni álftirnar svartar táknuðu þær sorg. Dreymi mann gæsir er þaö fyrir gleöi. Geitur eru sagðar boða dreym- anda happ. Hreindýr kváðu einnig vera jákvætt draumtákn. Nema þau séu veidd eða drepin í draumnum. Á það raunar við um flesta dýra- drauma aö dýrin boöa svo fremi gott að þau séu á lífi. Að dreyma kanínur er sagt fyrir auösæld og störri fjölskyldu. Þessi ráöning er vafalaust ný hér á landi, þar sem kanínur eru hér um bil nýfluttar til landsins. Kaunar geta svo indæl dýr varla boðað annað en gott. Áö dreyma dýr eða fugla með fallega unga eða afkvæmi táknar að börn komi á heimili manns eða vina manns, en veit á sorg ef manni þykir ungarnir deyja.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.