Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagúr 26. júlí 1990 15 Af sviðtnu íffósið - afbvíta tjaldinu í barnafatabúðina EFTIR GUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR M YNDIR KRISTÍN BOCADÓTTIR, MAGNÚS REYNIR JÓNSSON OFL. Á ári hverju útskrifar Leiklistarskóli Is- lands 7—8 nemendur. Þar við bætist svipað- ur fjöldi sem kemur heim frá námi í leiklist erlendis, aðallega á Bretlandi og Bandarikj- unum. Á sl. tíu árum hafa þarafleiðandi bæst a.m.k. eitt hundrað nýir leikarar í hóp þeirra sem fyrir voru — og börðust um hlutverk í örfáum leikhúsum. Þeir sem leggja á sig langt, strangt og kostnaðarsamt nám vilja líka nýta það á upp- byggjandi hátt fyrir sjálfa sig og aðra. Þeir sem leggja út á hina þyrnum stráðu braut leikarans gera það af brennandi áhuga en ekki útfrá „praktísku" sjónarmiði og því er enn átakanlegra ef þeir fá ekki að nýta sína menntun og vinna við það sem hugur þeirra stendur til. Uggandi um sinn hag Nær útilokað er að vita með vissu um tölu menntaðra leikara. Við Þjóðleikhúsið starfa um 35 fastráðnir leikarar en um 20 við Borgarleikhúsið. Leikfélag Akureyrar ræður til sín 5 fasta leikara á ári en engir fast- ir leikarar starfa hjá litlu leikfélögunum. Það eru því aðeins um það bil 60 fastir leikarar starfandi á landinu. Hvað eru allir hinir leik- ararnir að gera? Þeir eru að vinna fyrir salti i grautinn eins og svo oft hefur orðið hlutskipti íslenskra listamanna og ekki aðeins leikara. Þar við bætist að laun fastráðins leikara við Þjóðleik- húsið eru aðeins um 70 þúsund krónur á mánuði svo þeir neyðast líka til að taka að sér aukastörf. Margir eru uggandi um sinn hag um þessar mundir því starfsemi Þjóð- leikhússins hefur verið skorin niður. í hitti- fyrra voru frumsýnd þar 23 verk en aðeins 4 í vetur. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, sem er fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu, segir þetta „ógnvænlega þróun", eins og hún kemst að orði. „Hér áður fyrr,“ segir hún, „gat ég alltaf hlaupið í afleysingar á skrifstofu og i af- greiðslu hja Fálkanum, en síðan ég varð fastráðin hef ég dottið út úr slíkri vinnu og nú er ég ekki lengur gjaldgeng á markaðnum. Ég kann ekki annað en að leika núorðið. Ég kann ekki á tölvu og hef ekki fylgst með. Ég hygg að ýmsir séu á sama báti og ég.“ Arnór Benónýsson leikari, fyrrum for- maður Félags íslenskra leikara er einn þeirra sem hefur gengið vel eftir að hann út- skrifaðist úr leikskóla. Hann hefur að vísu ekki verið stöðugt á fjölunum en hann hefur unnið störf sem tengjast leiklist. Hann var leikhússtjóri á Akureyri í eitt ár og hefur unnið mikið að félagsmálum leikara. Arnór var á föstum samningi hjá Þjóðleikhúsinu í tvö ár en í vetur var hann starfsmaður Al- þýðuflokksins. „Stór hluti þeirra leikara sem útskrifast heltist úr lestinni," segir Arnór. „En mjög margir fá hlutverk öðru hvoru og vinna svo þess á milli við því sem næst hvað sem er. Ég held að það megi fullyrða að sá sem ekki hef- ur fengið fastráðningu eftir tíu ár frá náms- lokum sé endanlega farinn í önnur störf og teljist ekki til leikarastéttarinnar lengur." Leikararnir Halla, Harald, Valgeir, Jónína og Sigurveig: Bóndi, reiðhjólasali, hljómlist- armaður, kennari og auglýsingasölumaður. Trésmiður og leikari eins og Harrison Ford Einn þeirra sem hefur tekist að fara bil beggja er Kjartan Bjargmundsson. Síðan hann útskrifaðist fyrir 8 árum hefur hann leikið öðru hvoru. En þar fyrir utan er hann trésmiður og líkar það vel, ekki síður en koll- ega hans í Hollywood, Harrison Ford. Ellert A. Ingimundarson er einn þeirra sem hafa tekið að sér ýmiskonar störf til þess að geta leyft leikdraumnum að lifa. Hann Bóndi, bankastarfsmaður, sjómaður, fararstjóri, dagmamma, verslunarmaður, trésmiður, verkamaður. Hvað skyldi þetta fólk eiga sameiginlegt? Jú — eitt. Pau áttu Sér öll sama draum- inn íæsku. Drauminn um að standa á sviði — og leika kannski allar áðurnefndar persónur! Þau eru nefnilega öll leikarar! \ hefur meðal annars starfað hjá pökkunarfyr- irtæki á Keflavíkurflugvelli og í Eldsmiðj- unni. Harald G. Haralds afgreiðir i reið- hjólaversluninni Örninn þegar hann er ekki að leika. Vilborg Halldórsdóttir hefur unnið við verslunarstörf, Ragnheiður Tryggvadóttir hefur verið dagmamma og unnið á skrifstofu og Sigurveig Jónsdóttir hefur starfað við ferðamannaþjónustu, rekið Ijósastofu og selt auglýsingar. „Frá því ég kom frá Akureyri fyrir 10 árurn," segir hún, „hef ég tekið allt sem til fellur til þess að geta haldið áfram að leika." María Ellingsen hef- ur líka snúist í ýmsu. Einn mánuðinn fékk hún til dæmis launaseðla frá 5 fyrirtækjum. En hún hefur líka verið svo heppin að geta starfað að ýmsu sem tengist leiklistinni og þar sem menntun hennar nýtist, svo sem í út- varpi, en hún hefur unnið á Bylgjunni. Að- alsteinn Bergdal hefur unnið við farar- stjórn. Þröstur Leó Gunnarsson fór á sjó- inn. Tinna Gunnlaugsdóttir hefur stund- um unnið við afgreiðslu í barnafataverslun tengdamóður sinnar í Bankastræti, aðal- lega fyrir jól og á sumrin. Hún hefur unnið íhlaupastörf í útvarpi, sjónvarpi og við kvik- myndir, auk starfsins í leikhúsinu. Umdeildar auglýsingar Ótal margir leikarar hafa unnið við auglýs- ingar sem auðvitað má segja að sé starf sem tengist leiklist. Aðrir vilja gera sem minnst af því og sumir neita því alveg. Sá sem hefur auglýst bjór og Ajax og birst á sjónvarps- skjánum vikum eða mánuðum saman hefur sett fram ákveðna ímynd af sjálfum sér í hug- um áhorfenda og henni er ekki svo auðvelt að kollvarpa þegar staðið er á sviði Þjóðleik- hússins í hlutverki Antigónu eða Hamlets. Sigurður Sigurjónsson er óhræddur við að koma fram í auglýsingum. „En það þarf að fara gætilega í það eins og annað," segir hann. „Það getur verið býsna skemmtilegt að vinna við auglýsingar og það þarf ekki að koma niður á leikferlinum. Þetta er hins veg- ar tvíeggjað og maður má ekki misnota sig. Ég játa fúslega að ég þarf að fara að passa

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.