Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 26. júlí 1990
23
Til hægri: Lögreglan lokar
Tunglinu rétt fyrir tólf á
föstudagskvöldið. Hér má
sjá sex lögregluþjóna.
Breska sjónvarpsstöðin
BBC 2 var að gera sjón-
varpsþátt í Tunglinu og að
sögn viðstaddra voru
gerðar upptökur af þætti
lögreglunnar. Æsileg land-
kynning það.
Lengst til hægri: Alþjóð-
lega tímaritið Newsweek
gerði úttekt á nýju tónlist-
ar- og hippabylgjunni sem
gengur yfir heiminn og gat
þess að „æðið" hefði náð
allt til íslands.
staönum Tunglinu. Aðstandendur hátíðarinnar voru Pakkhús postulanna,
í samvinnu við 26. maí-hópinn.
Eins og flestir vita varð hátíðin íTunglinu heldur snubbótt, því lögreglan ruddi
staðinn á föstudagskvöldið og lokaði honum það sem eftir var helgarinnar.
Á föstudagskvöldið náði The Band of Holy Joy ásamt Júpiters að halda
fyrstu tónleika hátíðarinnar og Mark Wigan og Konfekt sýndu lifandi mynd-
list. Hápunktur kvöldsins nálgaðist. Hljómleikar The Brain Club með villtri
tónlist. Þrjár hljómsveitir áttu að spila, Mr. Monday með MC Eusebee, Or-
bital og If. Plötusnúðarnir Glen Gunner, Harvey og Sean Mc Clusky ásamt
trumbuslagaranum Pablo áttu að reka endahnútinn á kvöldið með heitri
danstónlist og sveittri trumbublöndu.
En þá þustu að stórir og sterkir lögregiuþjónar, að sögn unglinganna í tugatali.
Lögreglunni sjálfri telst til að þeir hafi ekki verið mjög margir. Ástæðan fyrir
Listahátíöarfólk úti á götu, áöur en lögreglan leysti
upp hópinn. „Sorglegt aö lögreglan skuli hafa svona
neikvæð viðhorf gagnvart hóp sem berst fyrir nýjum
gildum og vímulausum skemmtunum," segir tals-
maður 26. maí-hópsins.
Breskir næturhrafnar. Fremst er D.J. Harvey,
hippi og víðfrægur plötusnúður í sérflokki.
Nýja línan: Tvær íslenskar stúlkur á tískusýn-
ingu.
að Tunglið var rutt mun
hafa verið öðrum þræði
að veitingastaðurinn
hafði farið frjálslega
með vínveitingaleyfið,
en einnig lágu aðstand-
endur Listahátíðar næt-
urlífsins undir grun um
að hafa fleiri vímuefni en
áfengi um hönd. Pakk-
hús postulanna og 26.
maí-hópurinn ætla ekki
að sitja þegjandi undir
aðdróttunum lögregl-
unnar og íhuga meið-
yrðamál. Það er engin
nýjung að tónlistar- og
lífsstílsbyltingar unga
fólksins þurfi að þola
grunsemdir um eitur-
lyfjaneyslu og sá grunur
hefur oft átt við rök að
styðjast.
Það gæti orðið erfitt að
sakast við lögregluna
fyrir að vera ekki frum-
legri í hugsun en að
sér detta í hug að nætur-
hrafnar nýju stefnunnar
væru dópaðir. Hinsvegar
á það eftir að koma í Ijós
hvort harkaleg viðbrögð
lögreglunnar um helgina
áttu rétt á sér eða ekki.
Eftir að hafa verið fleygt
út úr Tunglinu hélt
Listahátíð næturlífsins
ótrauð áfram í Holly-
wood á laugardags-
kvöldið og fór vel
við mikla stemmningu,
að sögn viðstaddra.
Mr. Monday
viö hljóm-
borðið.