Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 26. júlí 1990 17 Vekið svefn- gengilinn — áður en hann fer á stjá ■ Sögur um þá sem ganga í svefni vekja gjarnan hlátur hjá þeim sem á hlýða. Oðru máli gegnir hins vegar um þá sem með reglu- legu millibili vakna annars staðar en í rúminu sínu. Þeir geta orðið dauð- skelkaðir. Eitt af hverjum tuttugu börnum og unglingum gengur í svefni, flestir á aldrinum tíu ára. Svefngengillinn fer á stjá á dýpsta stigi svefnsins, þegar nánast ógjörningur er að vekja hann, og svefngangan á sér stað meðan viðkomandi dreymir ekki. Það þurfti hringingu frá þjófa- bjöllu til að Sue Smith áttaði sig á því að sex ára sonur hennar, Martin, væri svefngengill. Hún hafði áður heyrt einhvern hávaða að nóttu til, en það var ekki fyrr en þessa nótt, þegar hún kom að syni sínum stein- sofandi í eldhúsinu að basla við að Ijúka ritgerð (sem hann var löngu búinn að skrifa), að hún áttaði sig á að hann gengi í svefni. Martin er nú orðinn 23 ára og hann gengur enn í svefni, einkum þegar hann er undir álagi sem teng- ist skólanum eða prófum. Hann fær- ir gjarnan húsgögn og finnst sem þau séu að detta þar sem þau eru staðsett. Ein ný aðferð sem talin er koma að gagni er að vekja þá sem vanir eru að ganga í svefni skömmu áður en að því kemur. Foreldrar geta oft áttað sig á hvaða tími það er — yfir- leitt u.þ.b. tveimur klukkustundum eftir að barnið er sofnað. Með því að vekja barnið á hverri nóttu í nokkr- ar vikur er talið að hægt sé að rjúfa hringinn. Þessari aðferð hefur verið beitt hjá börnum sem fá martraðir. Slík börn eru oft með opin augun en geta alls ekki vaknað og eru skelf- ingu lostin, sjá til dæmis skrímsli í herberginu. Martröð byrjar oft á sama stigi svefnsins og svefngangan og þetta tvennt er talið náskylt. Sá sem kemur að sofandi mann- eskju á gangi um miðja nótt ætti alls ekki að reyna að vekja hana, heldur leiða varfærnislega aftur að rúm- inu. Streita, þreyta, alkóhól og alls kyns vímuefni eða lyf — þar með talin svefnlyf — geta verið orsakir svefngöngu. Hermenn sem verið hafa á Falklandseyjum eru meðal þeirra sem tilkynnt hefur verið að eigi við þetta vandamál að stríða og mörgum þeirra finnst þeir vera að heyja baráttu á nóttunni. „Það er hægt að minnka líkurnar á að ganga i svefni með því að fækka streituvaldandi þáttum i líf- inu, nota minna af lyfjum og þreyta sig ekki of mikið," segir Peter Fen- wick geðlæknir sem sérhæft hefur sig í rannsóknum á svefngenglum. Hann leggur hins vegar áherslu á að algengt sé að börn gar.gi í svefni og slíkt bendi ekki til að um veiklun á taugakerfi sé að ræða. Svo virðist sem svefnganga sé ættgeng í um 70% tilvika og erfðin getur haft undarlegar afleiðingar eins og ein rannsókn læknisins sýn- ir: „Sex manneskjur í sömu fjöl- skyldunni voru saman um jól á heimili eins þeirra. Þau gengu öll í svefni og vöknuðu upp við að þau sátu öll sex við borðstofuborðið og biðu eftir jólamatnum — um miðja nótt." Yfirleitt er ekkert að óttast þótt barn gangi í svefni, þótt flestir for- eldrar hafi af því nokkrar áhyggjur. lan Oswald, prófessor við Edinborg- arháskóla, segir að flest börn hafi einhvern tíma gengið í svefni en það virðist hins vegar eldast af þeim. Hann varar við því að sumir þeirra sem ganga í svefni geti valdið sjálf- um sér og öðrum skáða, geti jafnvel brotið rúðu eða gengið út á götu fyr- ir bila. „Strákar eru yfirleitt „verri" og meiða sig oftar en stelpur," segir hann og ráðleggur foreldrum að vera vel á verði. í fáum undantekningartilvikum hafa svefngenglar framið glæpi, að sjálfsögðu óafvitandi. Peter Fenwick læknir hefur verið kallaður til að meta þrjú til fjögur slík tilvik árlega, þegar verjendur hafa borið þvi við að viðkomandi hafi verið sofandi þegar þeir frömdu verknaðina. Við réttinn í Bristol í Englandi var í fyrra sýknaður maður sem ásakað- ur hafði verið fyrir áð berja vinkonu sína með myndbandstæki og reyna síðan að kyrkja hana. Vörn hans byggðist á því að hann hefði verið sofandi. Dómarinn sem sýknaði hann lét þó jafnframt bóka að glæpsamlegt athæfi, framkvæmt í svefni, benti til geðrænna truflana sem þyrfti að leysa með sálfræðilegri meðferð. Verjandi sakbornings hefur áfrýjað til Hæstaréttar í Bretlandi en þang- að til málið verður tekið fyrir þar og séð verður hvort Hæstiréttur er sammála dómaranum eða ekki ættu þeir sem búa með svefngengl- um að reyna tveggja vikna prófið, sem felst í að vekja viðkomandi áð- ur en hann fer á stjá Snemma beygist krókurinn. . . æmdlBIEI fOROlST og iennai RÚSSLAND fULLVALOA NÚTÍMABLAÐ FYRIR NÚTÍMAFÓLK í-m, * IJbl. Illlll I II I ■ n L.j, ■ ■ ■ I I I I I I M I TVJJT Þú færð myndirnar á QQ mínútum. iTiii fiunmmiiMininT LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF.I Laugavegi 178 ~ Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) I ■ iiiiummiinmn'iTTTiiil Opnum kl. 8.30 ■ ' i'.’i i m

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.