Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 24
24 i framhjáhlaupi Ólafur G. Einarsson þingmaöur Sjálfstæðisflokksins „í læknisfræði ef ég vaeri yngri" — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Mestu áhrifavaldar í lífi mínu eru án efa foreldrar mínir, svo ólík sem þau þó voru. Ég var í foreldrahúsum þar til ég var 21 árs aö aldri. Af sjálfu sér leiðir aö þeir sem maöur hefur nánust skipti viö á þessum fyrstu árum ævinnar móta menn mest. Aö foreldrunum frátöldum nefni ég Þórarinn Björnsson skólameist- ara. Hann var einstakur maöur." — Án hvers gætirðu síst verið — þ.e. fyrir utan mat, drykk og súrefni? „Hér ætti ég auðvitað aö nefna fjölskylduna og þá sem eru mér nákomnastir. En þú „getur" veriö án alls annars en þess, sem nefnt var í spurning- unni. Þaö, sem verst er aö missa og vera án, er heilsan." — Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Aö ganga frá fötum og bún- aöi eftir ferðalög, sem eru nokk- uð mörg hjá mér." — En skemmtilegast? „Það mætti ýmislegt nefna. Vera með líflegu fólki, syngja og hlýöa á sögur og Ijóð. Svo er öngvu líkt aö veiða lax í Sandá í Þistilfirði, feröast um hálendið og vera á réttri hillu i lífinu, þ.e. njóta vinnunnar." — Hvaða eiginleiki finnst þér eftirsóknarverðastur í fari fólks? „Heiðarleiki í öllum samskipt- um. Hann er ekki talinn ráöandi á mínum vinnustaö, en er þó til. Þaö kann ég aö meta." — Við hvaða aðstæður líöur þér best? „í kyrrö, heima hjá mér." — Geturðu nefnt einn kost þinn og einn galla? „Þaö er illa gert aö biöja mann sjálfan um mat á eigin kostum og göllum. En ef ekki er vikist undan að svara verö ég aö segja þaö kost á mér aö vera heldur já- kvæður og heiðarlegur, þótt menn í mínu starfi þyki ekki vera fulltrúar slíkra eiginleika. Þaö er hins vegar oft rangmetið af al- menningi. Galli er sá eiginleiki, sem viö finnum ekki í fari okkar sjálfra, hefur einhver sagt. Ég veit þó af afspurn aö ég hef þá marga. Heima hjá mér eru þeir taldir verstir hversu erfitt ég á meö að segja nei, þegar ég er beðinn aö gera eitthvað annars staðar en heima." — Við hvað ertu hræddur? „Ég hef orðið hræddastur í skriðum og klettabeltum í fjöll- um og svo þegar ég hef verið viö það aö fljóta upp úti í straum- vatni. Þaö er alveg ferleg tilfinn- ing." — Hvaða starfsgrein myndirðu velja þér, ef þú yrðir að skipta um starf? „Þaö er auðvitað of seint núna, en væri ég miklu yngri færi ég í læknisfræði, eins og ég raunar gerði fyrst eftir stúdents- próf." — Hver er eftirlætisbíltegund- in þín? „Ég hef ekið Mazda bílum frá 1974 og hef ekki orðið fyrir von- brigöum." — Hefurðu farið á miðilsfund? „Nei, en hef þó öngva for- dóma gagnvart slíku." — Hvaða hugmynd gerirðu þér um lif eftir dauðann? „Þær eru svo vanþróaöar aö ég kem ekki orðum aö þeim." kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Kvíði — helsti andstæðingurinn 26. juÍí Í990 ' spáin 26. júlí — 1. ágúst (21 murs—20. upritj Þú hefur áform á prjónunum sem ekki falla vel i kramiö meðal ýmissa náinna vina þinna. Þú ert samt ákveöinn í að hrinda þeim i framkvæmd hvaö sem þaö kostar. Hugs- aöu þig vel um því ekki er vist aö þaö veröi aftur snúiö og þú gætir borið minna úr být- um en þú ætlaðir. i'-l upril—20. muit Veikindi i fjölskyldunni valda þér áhyggjum. Þaö er þó engin ástæöa til aö óttast að þau séu alvarleg. Einbeittu þér að vinnunni og faröu nú aö sýna árangur af því sem þú hef- ur verið aö undirbúa alltof lengi. Fimmtudagur (21. mui—21. júni) Einhver hefur sýnt óþolinmæöi gagnvart þér en þú veröur að sjá málið i réttu Ijósi til að geta brugðist rétt við. Láttu ekki hótanir draga úr þér kjarkinn. (22. júni—22. júlí) Náinn vinur þinn mun aðstoða þig þegar þörfin er mest. Varaöu þig á óvissuþáttum sem setja strik í reikninginn. Ekki þykjast vera of sjálfsöruggur. Þá gætiröu tapaö dýr- mætum stuðningi. (23. júli—22. áifúsl) Þetta verður góöur timi fyrir skemmtanir. Slepptu fram af þér beislinu og geföu gaum manneskju sem þú hefur lengi haft auga- staö á. Þú getur átt von á skyndilegum breytingum á vinnuhögum. (23. úfpist — 23. se/jl.) Þaö sem þig vantar nauðsynlega verður þér boöið ef þú leitar til réttu manneskjunnar. Vinir veröa sérstaklega hjálplegir. Vikan er líka tilvalin til aö leggja sig fram viö aö hjálpa þeim sem minna mega sin. Fylgdu öllum leiöbeiningum bókstaflega. (23. sept—24. oht.) Mikilvæga fundi eöa stefnumót skal höndla með ýtrustu varfærni. Ástin i lífi þinu er í engu skapi til aö taka vel afþrýðisemi af þinni hálfu. Æskilegast væri aö þú gætir slegið öllu upp i grin. Rómantik af þinni hálfu getur hæglega endað meö rifrildi. Við gerum okkur öll grein fyrir því að til sé slæmur kvíði og góður kvíði. Góður kviði getur virkað sem drifkraftur á að gera eitthvað i mál- inu hvort sem kvíðinn stafar af yfir- vofandi prófi eða viðtali vegna at- vinnuumsóknar. Það má tala um að kvíði sé slæmur verði hann til þess að viðkomandi lamast og getur ekk- ert gert til að leysa vandann sem eykst bara fyrir vikið. Fœr hún þad íþetta skipti? Kvíði er sá þáttur sem oft hefur mikið að segja í þróun og viðhaldi kynlífsvandamála. Margar og merk- ar bækur hafa verið skrifaðar til að hjálpa lesendum að glíma við kvíð- ann en að mati Barböru Keesling sem skrifaði nýlega bókina „Sexual healing" (Hunter house 1990) gerðu æfingarnar í þeim bókum oft illt verra. Æfingar eins og það að beina athyglinni að viðbrögðum makans — í stað þess að beina athyglinni inn á við að eigin viðbrögðum — leiddu til meiri frekar en minni kvíða. Kvíðinn í samlífinu getur birst á margvíslegan hátt og er í raun blanda af líkamlegum viðbrögðum, til dæmis hraðri öndun, og sálræn- um áhyggjum eins og þessu: „Fæ ég sáðlátið of fljótt?", „Ætli ég geti fengið það núna?“ eða „Hvað ætli henni finnist langbest að ég geri við hana?“ Stöðugt verið að spá og spekúlera. Afleiðingarnar verða þær að samlífið er orðið troðfullt af væntingum yfir eigin frammistöðu og það leiðir til kvíða. Kvíðinn við- heldur svo kynlífsvandamálunum hvort sem um er að ræða fullnæg- ingarerfiðleika eða stinningar- vanda. Hvernig get ég látiö mér líöa vel? Ein besta aðferðin til að losna við frammistöðuáráttuna og kvíðann sem fylgir er að læra að beina at- hyglinni inn á við á kynsvörun og ánægju. Við að gera þetta hverfur líka það að setja óraunsæjar vænt- ingar og kröfur til makans. Það að einblína á eigin upplifun í stað þess að spá eingöngu í vellíðan mótaðil- ans á ekkert skylt við eigingirni eða sjálfselsku heldur heilbrigða sjálfs- ást og virðingu fyrir hinni mann- eskjunni. Er ekki mikið betra að láta sér líða vel en að vera stöðugt að hafa áhyggjur af kynlífsþörfum hins? í meðferð kynlífsvandamála er farið ofaní kjölinn á þessu atriði með kvíðann og frammistöðuárátt- una. Hjálpsemi maka sem vill hjálpa manni sínum með of brátt sáðlát getur til dæmis virkað á öfugan hátt og magnað þess í stað upp vænting- ar og viðhaldið síendurteknum von- brigðum. Kvíöi og slökun fara ekki saman En hvernig tengist kvíði líkaman- um? Við vitum að hugur og líkami eru eitt. Vinna með hugann hefur þá áhrif á líkamann og öfugt. Symp- atíska taugakerfið (drifkerfið eða spennutaugakerfið) örvar líkams- starfsemina. Ef það er virkt finnur einstaklingurinn fyrir líkamlegum einkennum, svitinn sprettur fram, hjartslátturinn eykst skyndilega og sálræn einkenni eins og kvíði koma í ljós. í raun eru þetta eðlileg við- brögð líkamans við hugsanlegri hættu eða árás. Parasympatíska taugakerfið (sefkerfið eða slökunar- taugakerfið) hægir aftur á móti starfsemi líkamans og er virkt til dæmis þegar við meltum matinn eða finnum fyrir slökun. Þessi tvenn viðbrögð líkamans — kvíði og slökun — geta ekki gerst samtímis. Mörg kynlífsvandamál stafa af kvíða — þá er spennutaugakerfið í gangi þegar það ætti ekki að vera það. Kvíðinn kemur svo í veg fyrir að viðkomandi nái að örvast kyn- ferðislega. Þáö er ekki hægt að „slökkva á“ spennutaugakerfinu með því að reyna að slökkva á því. Það einungis magnar upp kvíðann. Eina leiðin til að slökkva á kvíðan- um er að „kveikja á“ slökunar- taugakerfinu. Það er hægt með því að snerta líkamann á vissan hátt — hægt og rólega, slaka á öllum vöðv- um, beina athyglinni inn á við og á þann stað líkamans sem er snertur og viðhalda jafnri og hægri öndun. Það er allt of algengt að manneskja sem er hrædd við eitthvað í samlíf- inu spenni sig upp. Þá eflast kvíða- viðbrögðin og vítahringurinn er hafinn. (24. okl.—22. núu.) Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af heilsufari þinu, dríföu þá i þvi aö panta tima hjá lækni. Ef einhver nákominn á viö svipaöan vanda aö stríöa skaltu hvetja hann til aö komast strax til botns i málinu. Þetta viöhorf mun margborga sig. (23. núu.—2l. des.) Övæntiratburöir eru handan viö hornið. Vik- an veröur því i heild ánægjuleg og spenn- andi. Einhver sem þú hefur veriö aö vonast til aö hitta á eftir aö birtast á ólíklegasta staö. Ástalífiö mun einnig taka á sig óvæntan hnykk. (22. des.—2U. jun.) Varaöu þig á því aö gefa loforð eöa segja eitthvað sem þú getur ekki staöið viö. Ef þú hefur ekkert aö segja skaltu frekar þegja. Ef þú gefur loforð sem bregst getur þaö haft slæmar afleiðingar og trúlega sært þá sem treystu á þig. Raunar væri best að vinna sem mest á eigin vegum næstu daga. (21 janúur—W. febrúar) Þeir eiginleikar þinir sem fylgja merkinu munu nýtast þér vel í náinni framtíð. Ekki hika viö aö berjast fyrir settu marki, sérstak- lega ef þaö tengist ástalífinu. Ef makinn full- nægir þér ekki á andlega eða líkamlega sviö- inu, skaltu koma honum verulega á óvart. Dirfska og þor eru aðalsmerki þín. (20. íebrúar—20 mars) Ekki trana þér fram i samskiptum við fólk. Háttvisi getur reynst dýrmæt og þér mun vegna vel í aðstæðum undir fjögur augu. Sannfæröu frekar en aö hóta, þá mun þér áskotnast það sem stefnt var aö. Ekki lána peninga nema víst sé aö þú fáir endurgreitt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.