Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. júlí 1990 5 Týndur Frakki sást síöast á íslandi DULARFULLT MANNSHVARF Bernard Journet: Sidasta myndin sem tekin var af Bernard í vor birtist svohljóðandi tilkynning i Lögbirtingarbiaðinu: Tilkynning um mannshvarf Samkvæmt beiðni dagsettri 21. desemb- er 1989 áritaðri af saksóknara franska lýðveldisins, er þess farið á leit við yfirrétt Lyonborgar (Tribunal de Grande Instance de Lyon) að hann lýsi hvarfi Bernard Jour- net, semfæddurer9.júní 1946í Amberieu en Bugey (Ain). Síðast var Bernard Journet búsettur í Reykjavík á íslandi og hefur ekki birst á heimili sínu né látið frá sérheyra síðan 12. maí 1969. EFTIR GUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR Ástæðan fyrir því að fram- angreind auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu er peningalegs eðlis. Fjölskylda Bernards, sem býr í smábæn- um St. Didier de Formans í Ardennafjöiium í Norð- ur-Frakklandi óskaði eftir því að saksóknari franska lýðveldisins léti lýsa yfir hvarfi hans og að hann yrði síðan lýstur „löglega látinn" — því yngsta systir hans vill fá greiddan arfshiut sinn. Enginn kannast við manninn Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, komu þrír ung- ir Frakkar til íslands og lét- ust hér — að því er talið er. Fyrstur þeirra kom sá sem lýst var eftir í vor, Bernard Journet. Það er eins og jörð- in hafi gleypt hann. Enginn man lengur eftir honum. Hvorki lögreglan í Reykja- vík né í Vestmannaeyjum kannast við málið. Landar hans sem voru búsettir í Reykjavík þekktu ekki Bern- ard. I franska sendiráðinu í Reykjavík hafði enginn heyrt hans getið eða frétt af auglýs- ingunni í Lögbirtingarblað-' inu. Á tuttugu árum fyrnist allt — nema ástir og stríðs- glæpir. Svona gamlar lögreglu- skýrslur eru ekki settar inn i tölvur, heldur í geymslur þar sem tímafrekt er að leita. Tuttugu ár virðast nægja til þess að senda mann endan- lega inn í eilífðina — nema þegar peningar eru í húfi. Það virðist ekki hafa verið mikill áhugi fyrir hendi á að grafast fyrir um afdrif Bern- ard Journet. Þó segir lög- fræðingur fjölskyldu hans, Monsieur Jeantet í Lyon, að franska utanríkisráðuneyt- ið og sendiráðið hér hafi á sínum tíma látið rannsaka hvarf hans en án árangurs. Nú mætti ætla að leitað væri að týndum frakka, þegar spurst var fyrir hjá opinber- um aðilum — svo lítill var áhuginn. Það er ekkert vin- sælt að verið sé að draga fram í dagsljósið óupplýst mál sem búið er að leggja til hliðar fyrir fullt og allt. Ætlaði í hnattferð Hversvegna kom þessi franski piltur til íslands — til þess að deyja hér aðeins 22 ára að aldri? „Bernard var ævintýramaður í eðli sínu," segir elsta systir hans Made- leine sem enn býr í fæðingar- bæ þeirra systkinanna og virðist vera eina manneskjan í heiminum sem enn hefur snefil af áhuga á að komast að því hver urðu afdrif þessa manns. „Hann lagði af stað skömmu eftir maí-uppreisn- ina 1968. Það var í júní sem hann fór að heiman í síðasta sinn. Hann ætlaði að fara í hnattferð og leggja upp í hana í Kanada, en af ein- hverjum ástæðum fór hann

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.