Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. júlí 1990
9
FLEKKUVÍK, Vatnsleysuströnd
Sumarhúsaland, enginn búskapur, lítið ræktað.
Eigendur: Pétur O. Nikulásson heildsali og Finnur
Gíslason verktaki.
Mynd: Mai(nús Reynir.
ALJARÐIRNAR ÞRJÁR
GILSBAKKI, Eyjafirdi
Bóndinn hættur búskap, kvóti Ieigður. Fleiri jarðir í
myndinni.
Eigandi: Ólafur H. Baidvinsson bóndi.
Mynd: Dagur.
SLÉTTA, Reydarfiröi
Takmarkaður búskapur vegna riðuskurðar.
Eigandi: Sigurður Baldursson bóndi.
Mynd: Austri.
EIGENDUR ÁLVERSJARÐA BÍÐA
Eigendur jarðanna á þeim þremur stöðum sem
nú koma til greina undir nýtt álver eiga það sam-
merkt að við þá hefur ekkert verið rætt um kaup
eða leigu á jörðum þeirra. Þeir eru heldur ekkert
yfir sig hrifnir af því að selja jarðirsínar. Það erlík-
legt að þeir fái mjög gott verð fyrir eignir sínar, en
verða að vara sig á því að setja markið of hátt —
hægt er að taka land þeirra eignarnámi. Viðkom-
andi jarðeigendur eru annars vegar athafnamenn
í Reykjavík og hins vegar bændur sem hættir eru
búskap að hluta eða að öllu leyti.
EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
Eigendur Flekkuvíkur,
Gilsbakka og Sléttu
hafa ekki verið
spurðir hvort þeir
vilja selja jarðir sínar
undir álver. Búast má
við því að sá eða þeir
heppnu fái mjög gott
verð við sölu — en
þráist þeir við er
eignarnám í myndinni.
I september er von á að rík-
isstjórnin og Atlanlal-hópur-
inn taki ákvörðun um stað-
setningu fyrirhugaðs álvers.
íbúar þriggja byggðarlaga
bíða spenntir eftir ákvörðun-
inni: íbúar Vatnsleysu-
strandarhrepps fyrir sunnan.
Arnarneshrepps fyrir norðan
og Reyðarfjarðarhrepps fyrir
austan. Ákvörðunin getur
skipt sköpum fyrir þessa staði
— enda er mikið togast á um
staðsetninguna, bak við tjöld-
in jafnt sem opinberlega.
Nánari staðsetning álvers
innan þessara hreppa hefur á
köflum verið á reiki, en verk-
smiðjulóðin þarf að vera að
minnsta kosti 100 hektarar
að stærð og að auki þarf lík-
lega að gera ráð fyrir „vernd-
arsvæði" eða „þynningar-
svæði" vegna mengunar.
Samkvæmt upplýsingum
iðnaðarráðuneytisins er ál-
málið ekki komið svo langt
að rætt hafi verið við landeig-
endur um kaup á jörðum
þeirra. Hins vegar er fyllilega
gert ráð fyrir því að viðkom-
andi sveitarfélag eða ríki
kaupi land og leigi það síðan
til langs tíma. Einnig er inni í
myndinni að Atlantal-hópur-
inn kaupi viðkomandi land,
en til þess þarf þó undanþágu
vegna ákvæða um eignar-
hald útlendinga hér á landi.
Slíka undanþágu þarf hvort
eð er vegna verksmiðjuhús-
næðisins. Ekki er talið heppi-
legt að leigja beint af einka-
aðila.
Heildsali, verktaki
og bændur
á tímamótum
Núverandi áætlanir gera í
öllum tilfellum ráð fyrir lönd-
um sem eru í eigu einkaaðila.
i Vatnsleysustrandarhreppi
er reiknað með álveri í land-
inu Flekkuvík (ranglega hef-
ur verið talað um Keilisnes).
Flekkuvíkurlandið er alls
rúmlega 400 hektarar að
stærð, en umrætt verksmiðju-
svæði er innan 180 hektara
svæðis frá ströndinni upp að
gamla Keflavíkurveginum.
Eigendur þessa lands eru
tveir, báðir athafnamenn í
Reykjavík. Þeir eru annars
vegar Pétur O. Nikulásson
heildsali í samnefndu fyrir-
tæki og mágkona hans
Margrét Kristinsdóttir og
hins vegar Finnur Gíslason
í HF verktökum.
Fasteignamat jarðanna er
ekki hátt, alls 1,3 milljónir
króna. Ræktað land er ekki
nema alls 6 hektarar og eng-
inn búskapur á jörðunum, en
sumarhús — þar af eitt veg-
legt í byggingu hjá Finni.
I Eyjafirði er nákvæm stað-
setning hugsanlegs álvers
enn nokkuð á reiki, en þó er
gert ráð fyrir að svæðið verði
að mestu í landi Gilsbakka í
Arnarneshreppi. Eigandi
jarðarinnar er Óiafur H.
Baldvinsson bóndi, en hann
hefur hætt búskap og er flutt-
ur til Akureyrar. Oljóst er
hversu jörðin er stór, en fast-
eignamat hennar og bygg-
inga er 2,8 milljónir. Sam-
kvæmt heimildum PRESS-
UNNAR er unnið að breyting-
um á staðsetningunni „til að
gera svæðið hagstæðara" og
gæti staðsetningin þá snert
aðrar jarðir. í því sambandi er
minnst á jarðirnar Búland,
Páimholt, Hvamm og Ytri-
Bakka.
í Reyðarfirði er gert ráð fyr-
ir að verksmiðjulóðin verði
að mestu í landi Sléttu, en
hugsanlega einnig á land-
svæði sem er í eigu hrepps-
ins. Sléttu á bóndinn Sigurð-
ur Baldursson. Heildar-
landareign hans er mjög stór,
þegar fjalllendi og beitarland
eru meðtalin, en sléttlendi í
hans eigu skiptir eitt sér
hundruðum hektara. Fast-
eignamatið á landinu öllu og
byggingum er aðeins 8 millj-
ónir króna.
Sigurður er a.m.k. í bili
hættur eiginlegum búskap
vegna riðuniðurskurðar fyrir
tveimur árum, en hefur haft
uppi áætlanir um að taka
lömb í haust.
Flekkuvík:
Landeigendur bíða
rólegir
Það er sammerkt með
þessum landeigendum að við
þá hefur mest lítið verið talað
um hugsanleg kaup á löndum
þeirra, þótt mælingar hafi
farið fram. Þó munu þeir hafa
fengið bréf nýverið um að
viðræður fari fram verði land
þeirra fyrir valinu.
„Við höfum tekið jákvætt í
þetta mál,“ segir Pétur O.
Nikulásson um hugsanlega
staðsetningu álvers í Flekku-
vík. „Reyndar held ég að við
höfum ekkert val í málinu,
hvort við viljum álver á jörð-
ina og þá selja eða ekki. Sem
stendur er ekkert að gerast í
málinu. Ég geri ráð fyrir að
menn reikni með kaupum á
jörðinni, líklega þá hreppur-
inn því ég hygg að útlending-
arnir megi ekki eiga jörðina.
Það hefur ekkert verið rætt
um verð og ég hef reyndar
leitt slík mál hjá mér meðan
ekkert er ákveðið ennþá. En
ég geri ráð fyrir því að um
pottþétta kaupendur yrði að
ræða."
Aðspurður sagði Pétur að
auðvitað yrði eftirsjá af jörð-
inni. „Við erum búin að njóta
þess að vera í sumarbústað
þarna í 45 ár. Það yrði fyrir bí,
því ekki yrði gaman að dvelj-
ast þarna nálægt álveri. En út
af fyrir sig get ég sætt mig við
þessa niðurstöðu, ef af verð-
ur, því ég er orðinn um sjö-
tugt og sum börnin komin
með eigin bústaði."
Finnur Gíslason tekur þess-
um hlutum rólega eins og Pét-
ur. „Það hefur út af fyrir sig
ekkert verið rætt við mig um
kaup á jörðinni eða hluta
hennar. Ég tek þessu heldur
ekkert rosalega alvarlega,
því áætlanir um álver og ann-
að í þeim efnum hafa áður
riðlast. Ég geri mér engar
gyllivonir og fyrr en samn-
ingar hefjast er ég ekkert að
velta þessu of mikið fyrir mér.