Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 27
Firti&tÍicifeííj uteft' ‘ffi
kvikmyndir helgarinnar
a?
27
dagbókin
hennar
dúllu
FIMMTUDAGUR
26. júlí
Stöö 2 kl. 22.15
HVERJUM ÞYKIR
SINN FUGL FAGUR**
(To Each His Own)
Ný bresk sjónuarpsmynd
Leikstjóri: Moira Armstrong
Við höfum fáar upplýsingar um
þessa sjónvarpsmynd og kvik-
myndahandbækur geta hennar að
engu. Virðist vera hér á ferð býsna
vönduð saga sem greinir frá mistök-
um á fæðingardeild þar sem börn-
um er ruglað saman. Þegar sann-
leikurinn kemur í Ijós reynist hæg-
ara sagt en gert að leiðrétta mistök-
in og senda króana til sinna réttu
foreldra.
Stöð 2 kl. 00.15
NÆTURKOSSAR***
(Kiss the Night)
Áströlsk bíómynd frá 1988
Leikstjóri: James Ricketson
Adalhlutverk: Patsy Stephens,
Warwick Moss og Gary Aron Cook
Vönduð smíð frá Astralíu. Spennu-
mynd sem er engan veginn við hæfi
barna. Segir hér frá ungri stúlku
sem lifir djörfu næturlífi og veitir
blíðu sína endurgjaldslaust hverjum
sem vill. Hún tengist einum við-
skiptavini sínum tilfinningaböndum
en það reynist henni dýrkeypt þeg-
ar hún kemst að ýmsu vafasömu úr
fortíð mannsins.
FOSTUDAGUR
27. júlí
Stöö 2 kl 21.20
LESTARRÁNIÐ
MIKLA**1/2
(The Great Train Robbery)
Bresk bíómynd frá 1978
Leikstjóri: Michael Crichton
Adalhlutverk: Sean Connery,
Donald Sutherland og Lesley-Anne
Down
Sean Connery er hér í hlutverki
glæsilegs en ófyrirleitins náunga
sem velur sér félaga til að hjálpa sér
við að ræna gullstöngum úr járn-
brautarlest. Til þess að ráðabruggið
heppnist þurfa þau að bregða sér í
ýmis dulargervi og hafa heppnina
með sér. Þetta er viðfelldin útfærsla
á gamalli glæpasögu en verður
stöku sinnum á í messunni hvað
varðar hraða og smekkvísi.
Ríkissjónvarpiö kl. 21.55
TUNGLSKINS-
SKÓLINN**'/Í
(Full Moon High)
Bandarísk bíómynd frá 1981
Leikstjóri: Larry Cohen
Aöalhlutverk: Adam Arkin, Alan
Arkin, Ed McMahon og Elizabeth
Hartman
Sé skopskynið í lagi má hafa ærið
gaman að þessari fáránlegu skop-
mynd sem er bráðfyndin á köflum.
Fjallar hún um fótboltahetju (Alan
Arkin) sem leggur land undir fót
ásamt föður sínum og halda þeir
feðgar til Transylvaniu. A ferðalagið
eftir að hafa mikil áhrif á þá. Litríkar
persónur og furðuleg grínatriði gera
myndina að bærilegri afþreyingu.
Stöð 2 kl. 23.30
HÚS SÓLAR-
UPPRÁSARINNAR**
(House of the Rising Sun)
Ný bandarísk bíómynd
Leikstjóri Greg Gold
Adalhlutverk: John York, Bud
Davis og Deborah Wakeham
Fréttakona í Los Angeles fær þær
upplýsingar hjá vændiskonu að eitt-
hvað stórt sé í aðsigi í undirheimum
borgarinnar. Fréttakonan lætur
ekkert aftra sér frá góðri frétt og
dulbýr sig sem vændiskonu og
stofnar lífi sínu í hættu í samskiptum
við stórglæpona. Þetta er spennu-
mynd sem töluvert hefur verið lagt
í en útkoman er samt ekkert sérstök
þrátt fyrir sannfærandi handrit og
góða myndatöku. Frumleikann
skortir. Rokkstjörnurnar Tina Turn-
er og Bryan Ferry voru fengin til að
ljá myndinni kraftmikla rokkmúsík
sína.
Stöö 2 kl. 01.00
LEYNIFÉLAGIÐ**
(The Star Chamber)
Bandarísk bíómynd frá 1983
Leikstjóri: Peter Hyams
Adalhlutverk: Michael Douglas,
Hal Holbrook og Yaphet Kotto
Osköp venjuleg sakamálamynd um
ungan dómara sem kemst á snoðir
um leynilegt réttarkerfi sem þrífst á
bak við tjöldin. Það skortir ekki að
myndin er vel gerð og vel leikin en
öll framvinda sögunnar er fyrirséð
og því kemur ekkert á óvart.
LAUGARDAGUR
28. júlí
Stöð 2 kl. 14.30
Á UPPLEIÐ**1/z
(From the Terrace)
Bandarísk bíómynd frá 1960
Leikstjóri: Mark Robson
Adalhlutverk: Paul Newman og
Joanne Woodward
Paul Newman leikur hér fyrrv.
stríðshetju sem reynir að ávinna sér
virðingu föður síns með því að ná
góðum árangri í fjármálaheiminum.
Þetta verður til þess að hann van-
rækir eiginkonu sína og hún leitar á
önnur mið. Myndin er byggð á
skáldsögu James O’Hara. Þung-
lamalegt fjölskyldumelódrama. Vel
leikin en skortir neistann sem þarf
til að halda athyglinni vakandi og
skifja eitthvað eftir sig.
Ríkissjónvarpið kl. 21.10
DRENGURINN
SEM HVARF**1/2
(Drengen der forsvandt)
Dönsk bíómynd
Leikstjóri: Ebbe Nyvold
Aðalhlutverk: Mads Nielsen,
Kirsten Olesen og Millie Reingaard
Vönduð dönsk mynd við allra hæfi,
þar sem segir frá þrettán ára strák
sem er langþreyttur á erjum for-
eldra sinna og ákveður að strjúka að
heiman.
Stöö 2 kl. 21.20
SAGAN UM KAREN
CARPENTER**
(The Karen Carpenter Story)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1989
Leikstjóri: Joseph Sargent
Aðalhlutverk: Cynthia Gibb,
Mitchell Anderson og Peter Micha-
el Goetz
Þessi mynd er byggð á raunveruleg-
um atburðum um hina kunnu söng-
konu Karen Carpenter sem þjáðist
af megrunarveiki og varð það henni
að aldurtila. Greint er frá uppgangi
hennar til frægðar og frama og bar-
áttunni við þennan óvenjulega sjúk-
dóm, lystarstol. Eins og gefur að
skilja prýða mörg lög Carpent-
er-systkinanna myndina sem er hin
þokkalegasta að allri gerð.
Ríkissjónvarpiö kl. 22.30
HÆTTULEG
ÁSTRÍÐA*1/2
(Dangerous Affection)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1987
Leikstjóri: Larry Elikann
Aðalhlutverk: Judith Light, Jimmy
Smits og Audra Lindley
Spennumynd í gamansömum tón
um barnshafandi konu og son henn-
ar sem eru hundelt af morðingja
sem drengurinn einn veit hver er.
Slarkfær afþreying.
Stöð 2 kl. 22.55
HUGARFLUG**
(Altered States)
Bandarísk bíómynd frá 1980
Leikstjóri: Ken Russel
Aðalhlutverk: William Hurt og Blair
Brown
Sálarlífeðlisfræðingur notar af-
skynjunarhólk til að komast á frum-
stig mannlegrar þróunar og í því
ástandi fer hann á stúfana til að
drepa. Þetta er skondið tilbrigði við
Jekyll og Hyde. Hér er snyrtilega að
öllu staðið en-sálarlífeðlisfræðin í
sögunni er öllu forvitnilegri en
myndin sjálf sem er nokkuð brokk-
geng.
Stöð 2 kl. 01.20
ALCAP0NEi
(Capone)
Bandarísk bíómynd frá 1975
Leikstjóri: Steve Carver
Aðalhlutverk: Sylvester Stallone,
John Cassavetes og Susan Blakely
Glæpaforinginn Al Capone hefur
löngum verið kvikmyndagerðar-
mönnum hugleikið viðfangsefni.
Hér er saga Capone útfærð í gróða-
skyni og megináherslan lögð á held-
ur hvimleitt ofbeldi.
SUNNUDAGUR
29. júlí
Stöö 2 kl. 13.00
FULLT TUNGL***1/2
(Moonstruck)
Bandarísk bíómynd frá 1987
Ijeikstjóri: Norman Jewison
Aðalhlutverk: Cher, Olympia
Dukakis, Nicolas Cage, Danny Ai-
ello, Julie Bovasso og Feodor
Chaliapin
Afburða góð og raunsönn mynd um
vandamál innan fjölskyldu sem er
af ítölsku bergi brotin. Vandaður
leikur og handrit frábært. Myndin
nældi í þrenn Óskarsverðlaun á sín-
um tíma og það verðskuldað. Bestu
meðmæli.
Ríkissjónvarpiö kl 20.30
GUÐ ER EKKI
FISKMATSMAÐUR**
(God is not a Fish Inspector)
Kanadísk sjónvarpsmynd
Leikstjóri: Allan A. Kroeker
Aðalhlutverk: Ed McNamara og
Rebecca Toolan
Litlar upplýsingar er að hafa um
þessa kanadísku sjónvarpsmynd
sem gerð er eftir smásögu vestur-ís-
lenska rithöfundarins W.D. Valgard-
son. Gerist sagan á elliheimili í Gimli
og segir frá Fúsa nokkrum Bergman
sem er ekki á því að gefast upp fyrir
Elli kerlingu. Við gefum henni
tveggja stjörnu meðmæli fyrirfram
svona vegna íslandstengslanna og
frumlegrar nafngiftar.
Stöð 2 kl. 22.45
S0FÐU RÓn
PRÓFESSOR ÓLÍVER*1
(Sleep Well Professor Oliver)
Bandarísk bíómynd frá 1989
Leikstjóri: John Patterson
Aðalhlutverk: Louis Gosset Jr. og
Shari Headley
Óhugguleg spennumynd um pró-
fessor nokkurn sem fer að rannsaka
óupplýst sakamál sem hann telur að
eigi rætur meðal djöfladýrkenda.
Engan veginn við hæfi barna.
Mér hefur aldrei á ævinni liðið
jafnhræðilega. Það hefur nefnilega
eitthvað ægilegt komið fyrir hann
Magga og 'ég fæ ekki nokkurn
stuöning frá fjölskyldunni, þó ég sé
að drepast á sálinni.
Pabbi og mamma hafa verið alveg
viðurstyggileg við mig frá því ég
kynntist Magga, en eftir að við trú-
lofuðum okkur hafa þau bókstaf-
lega verið í herferð gegn honum,
greyinu. (Auðvitað er hann kannski
ekki nákvæmlega eins og foreldrar
vilja helst að tengdasynir séu, en ég
elska hann út af lífinu og þá finnst
mér að þau ættu a.m.k. að reyna að
láta sér líka við hann. En þau bara
leita uppi gallana á honum með
stækkunargleri.) Við Maggi höfum
ekki enn fengið samþykki fyrir því
að búa saman í herberginu mínu og
það hefur ékki verið sjéns að fá
mömmu til að plana brúðkaupið
með mér. Það átti sko að vera í sept-
ember, en núna er ég ekki viss hvað
gerist. Það er soldið erfitt að undir-
búa brúðkaup, þegar brúðguminn
er horfinn sporlaust af yfirborði
jarðar...
Þetta byrjaði allt með því að lögg-
an mætti hérna á tröppurnar um
síðustu helgi, þegar við Maggi vor-
um í ellefubíó. Yfirlöggan sagðist
vera að rannsaka dópmál og hann
þyrfti að spjalla aðeins um það við
Magga. Pabbi trompaðist alveg og
sat fyrir okkur, þegar við komum
blásaklaus heim úr bíóinu og ætluð-
um að kela smá í bílnum fyrir utan.
Sá gamli vippaði upp hurðinni, dró
mig út með harðri hendi og sagði
Magga að löggan væri að leita að
honum og það væri best fyrir hann
að láta ekki sjá sig hér aftur. Aum-
ingja Magga dauðbrá náttúrulega,
þó hann sé að sjálfsögðu sárasak-
laus, og bíllinn barasta hvarf á
tveimur hjólum fyrir næsta horn.
Ég hef ekkert séð hann síðan, en
dóplöggurnar eru alltaf hringj-
andi og komandi og allt. Þær segja,
að Maggi hafi sent „kærustuna sína"
í kókaíninnkaupaferð til Amster-
dam og hún hafi verið gripin glóð-
volg í tollinum fyrir helgi. En það
getur sko ekki verið, því Maggi er
harðtrúlofaður mér með hring og
öllu saman! Það er greinilega verið
að rugla honum saman við ein-
hvern annan gaur, þó löggan þykist
vera alveg pottþétt á þessu og pabbi
og mamma trúi þeim eins og fífl.
Ég má varla vera að því að vera
reið út í gamla settið, vegna þess að
ég hef svo svakalegar áhyggjur af
honum Magga. Hann er gjörsam-
lega gufaður upp og vinir hans
verða voða vandræðalegir, þegar ég
spyr um hann. Ég er skíthrædd um
að löggan hafi tekið hann í yfir-
heyrslu og slasað hann hryllilega
eða eitthvað. Maður hefur nú oft séð
í bíó hvernig löggur fara með alsak-
lausa menn, sem þeir yfirheyra þeg-
ar enginn sér til. Ég fæ svoleiðis fer-
legar martraðir, þar sem löggur
henda Magga ósjálfbjarga út í Hafn-
arfjarðarhraun eða Þingvallavatn.
Það er á mörkunum að ég þori að
sofna á kvöldin, maður. Eg meina
það. ..
Núna er ég búin að panta tíma hjá
forseta íslands og ætla að biðja hana
um að láta rannsaka hvað varð um
Magga minn, blásaklausan borgar-
ann í þessu lýðræðisríki. Amma á
Einimelnum ætlar m.a.s. að koma
með mér, því hún er alvön að mæta
hjá forsetanum út af ýmsum málum.