Pressan - 13.09.1990, Blaðsíða 22
22
Fimmtudagur 13.-sept .1S90l
„Nú þurfa stjórnmálamennirnir okkar að fara taka sig saman
og ákveða hvað á að gera við okkur sauðfjárbændur. Það er
ekki nóg að koma blaðskellandi rétt fyrir kosningar og gera
svo ekkert meira í málunum. Stjórnvöld hafa staðið sig illa og
óbreytt stefna er sama og dauðadómur fyrir mörg stór byggð-
arlög,“ segir Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Stað-
arhreppi.
TEXTI OGMYNDIR: BJÖRG EVA ERLENDSDÓTTIR
Gunnar Sæmundsson fjárbóndi hefur um
árabil tekið virkan þátt í baráttunni fyrir til-
verurétti bænda. Hann á sæti á búnaðar-
þingi og er formaður búnaðarsambandsins
fyrir Vestur-Húnavatnssýslu og situr á aðal-
fundi Stéttarsambands bænda fyrir sína
sýslu. Gunnar á hátt á fjórða hundrað fjár, en
til viðbótar við búskapinn vinnur hann við
snjómokstur á Holtavörðuheiði yfir vetrar-
tímann.
Útlitið í sauðfjárrækt er dökkleitt og
mikil fækkun virðist blasa við í bænda-
stétt. Hvað er til ráða?
„Við neitum því að staðan sé vonlaus og ég
trúi því ekki að það sé nauðsynlegt að fækka
sauðfjárbændum um 30—40% í viðbót. Svo
mikil fækkun gæti, svo dæmi sé tekið, þýtt
endalokin bæði fyrir Strandirnar og Húna-
vatnssýslu og þyrfti þó að fækka á fleiri
stöðum. Það getur ekki verið að það sé vilji
íslendinga að heil byggðarlög leggist í eyði.
Það er ýmislegt til ráða ef stjórnvöld vilja
taka á vandanum, í stað þess að taka undir
áróðurinn sem í mörg ár hefur verið beitt
gegn okkur bændum og sem við höfum ekki
verið nógu duglegir að bregðast við."
Bændur eiga engan flokk
Eiga bændur ekki virka stuðnings-
menn meðal stjórnvalda og inni á Al-
þingi?
„Bændur eiga ekki neinn sérstakan flokk
og einstakir stjórnmálamenn standa sig yfir-
leitt ekki vel heldur. Fylgi bænda skiptist
fyrst og fremst milli Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks. Alþýðubandalagið á sér
líka stuðningsmenn meðal bænda, en eng-
inn þessara flokka beitir sér sérstaklega fyrir
bændur. Alþýðuflokkurinn hefur það hins-
vegar ákveðið á sinni stefnuskrá að fækka
bændum og vinnur þannig opinskátt gegn
þeim. Ýmsir áhrifamenn í þjóðfélaginu hafa
einnig beitt sér gegn bændum með linnu-
lausum neikvæðum áróðri í mörg ár, eins og
Jónas Kristjánsson ritstjóri og hans
menn á DV. Eg skil ekkert í því að fólk á
landsbyggðinni skuli kaupa þetta dagblað.
Kannski hafa bændur verið of hikandi við
að hella sér í umræðuna í þéttbýlinu, því
hluti af þessu vandamáli og áróðri sem við-
gengst skapast af því að til er ný kynslóð í
landinu sem hefur engin tengsl við dreifbýl-
ið. Ég held að bændur verði að fara að svara
meira fyrir sig, en reyndar hef ég ekki mikla
trú á að það hjálpi að skrifa langhunda í
blöð.“
Lúxusfæði í snobbklúbbum
En hvernig á að leysa offramleiðslu-
vandann án þess að fækka sauðfé og þar
af leiðandi bændum?
„Við þurfum að selja meira kindakjöt á inn-
anlandsmarkaði. Síðustu árin hefur salan
dregist saman og þeirri þróun ætti að vera
hægt að snúa við. Útflutninginn megum við^
heldur ekki gefa upp á bátinn, þó hann kunni
að virðast fjarlægur draumur í dag. Við þurf-
um í auknum mæli að leggja áherslu á hreint
og ómengað land við kynningu lambakjöts á
erlendum markaði. Mér vitanlega hefur ekki
verið gert raunhæft átak í því að komast inn
á markaði erlendis, sérstaklega á stóra mark-
aði eins og Ameríkumarkað. Hver hefði trú-
að því fyrir nokkrum árum að við ættum eft-
ir að flytja út vatn og því skyldi ekki eins vera
hægt að selja heilnæmt og ómengað fjalla-
lamb? En það er ekki nóg að flytja út kjöt
sem lendir í geymslum erlendis. Það þarf að
fylgja þessu eftir og senda færa matreiðslu-
menn með kjötinu. Við þurfum að gera
lambakjötið að eftirsóttu, heilnæmu lúxus-
fæði í snobbklúbbum erlendis. Ný hugmynd
í því sambandi er að hver bóndi leggi fram
einn til tvo dilka í kynningarátak erlendis.
Eftirspurn eftir lambakjöti fer vaxandi í ýms-
um löndum Evrópu þó hún dragist saman á
Islandi."
Fíflast á sundlaugarbakka
Hvernig stendur á að aðgerðir eins og
auglýsingaherferðir hafa ekki skilað
árangri í sölu innanlands?
„Auglýsingaherferðirnar hafa verið skelfi-
lega misheppnaðar. Dæmi um slæma sjón-
varpsauglýsingu er ástfangið par í róman-
tísku umhverfi sem allt í einu fær kassa af
kindakjöti nánast í hausinn. Mér líkar heldur
ekki við spaugstofumennina þar sem þeir
eru að fíflast á sundlaugarbakka í auglýsingu
fyrir lambakjöt á lágmarksverði. Við þurfum
markvissar auglýsingar en ekki smekklaus-
ar. Það er ekki nógu vel staðið að sölumálun-
um innanlands. Eitt af því sem gæti hjálpað
til þess að bæta söluna og lækka verðið væri
að greiða bændum niðurgreiðslurnar beint,
í stað þess að niðurgreiðslur komi á heild-
sölustigið eins og nú er. Þetta myndi verða til
þess að milliliðirnir þyrftu að takmarka
álagninguna.“
Eru fleiri úrlausnir mögulegar til þess
að bæta söluna innanlands og fá íslend-
inga til að snúa sér að kindakjötinu á ný?
„Ég hefði viljað sjá Búvörudeild sam-
bandsins og Sláturfélag Suðurlands samein-
ast í því að vinna að sölu á kindakjöti og
framleiðslu á nýjum afurðum. Eins og stend-
ur bíða fyrirtækin hvort í sínu lagi eftir því að
hitt fari á hausinn og þangað til gerist ekkert.
Osta- og smjörsalan er fyrirmyndin, þeir eru
sífellt að koma nýjum afurðum á markað,
sem dreift er um allt landið Þetta gerist ekki
með kjötið. Sem dæmi má nefna þurrkrydd-
að grillkjöt sem framleitt var í Borgarnesi og
gerði mikla lukku þar, en þessi nýjung var
ekki fáanleg annars staðar. Það er ekki nóg
að kaupfélög hér og þar um landið komi með
nýjungar ef þeim er ekki komið á markaðinn
með réttum hætti.“
Kvótakerfið hindrar menn í
að hætta búskap
Ef marka má umræður í haust liggur
ljóst fyrir að sauðfé verður fækkað.
Hvernig á að standa að þeirri fækkun?
„Það er ljóst að eitthvað af jörðum mun
fara í eyði. Það verður líka að hjálpa ein-
hverjum til þess að hætta. En hitt er mjög
mikilvægt að fara varlega í að stjaka við eldri
bændum. Það verður að gefa þeim kost á að
geyma fullvirðisréttinn, vilji þeir draga sam-
an búskapinn. Eins og stendur er kvótakerfið
svo óheppilegt og ósveigjanlegt að menn
geta ekki hætt án þess að missa eigur sínar.
Fullorðnir bændur, sem hvorki vilja búa né
geta búið, eru að þrjóskast við til þess að
missa ekki fullvirðisréttinn og gera jarðirnar
verðlausar. Ef meiri sveigjanleiki væri fyrir
hendi gætu fleiri bændur leyft sér að hætta
búskap.
Ég er ekki lengur þeirrar skoðunar að
skipta eigi landinu í mismunandi fram-
leiðslusvæði og taka fyrir sauðfjárrækt á
ákveðnum svæðum. Hinsvegar þarf að
skoða hverja einstaka jörð fyrir sig og taka
mið af því hvar hagstæðast sé að búa miðað
við gróðurfar og byggingar. Auðvitað er ekki
ástæða til þess að hvetja fólk til að halda
áfram fjárbúskap á rýrum jörðum með léleg-
um húsum.“
Skelfilegur áróður
Stundum er talað um bændur sem af-
ætur á skattgreiðendum og sauðkindina
sem afætu á viðkvæmum gróðri lands-
ins. Myndir þú ráðleggja börnum þínum
að taka við búskapnum við aðstæður
eins og þær eru í dag?
„Auðvitað er ekkert glæsilegt að taka við
búskap í dag og ég myndi ekki ráðleggja öll-
um börnunum mínum þremur að fara út í
þetta. Engu að síður er ég það bjartsýnn að
ég held að þróunin eigi eftir að breytast í
rétta átt. Hér hefur sama ættin búið síðan
1860 og manni finnst að þetta megi ekki fara
í eyði. Margar búgreinar hafa staðið sig
miklu verr en hefðbundinn sauðfjárbúskap-
ur, sem byggir á aldagömlum grunni. Það er
óþarfi að fara út í nánari lýsingar á nýju bú-
greinunum eins og loðdýraræktinni og lax-
eldinu. Þær sögur þekkja allir.
Áróðurinn sem bændur hafa orðið að þola
er skelfilegur og allar þessar yfirlýsingar um
ofbeit og bændur sem bagga á skattgreið-
endum eru ýmist ósannar eða stórýktar. Af-
leiðingarnar af því ef heil héruð færu í eyði
er ekki auðvelt að sjá fyrir, en atvinna í dreif-
býli byggir að miklu leyti á tilveru bænda.
Hringverkanir af búskapnum eru miklar og
líklega gæti orðið erfitt að skapa atvinnu-
tækifæri fyrir allt þetta fólk sem myndi lenda
á suðvesturhorninu. Á næstunni verður
Byggðastofnun beðin að gera úttekt á því
hvaða áhrif 30—40% fækkun bænda (um
1000 ársverk) myndi hafa á lífið í landinu.
Stefnan í landsbyggðarmálum verður kosn-
ingamál sveitafólksins."
Áhrifin á lífið í landinu
Hefur óvissan um framtíðina mikil
áhrif á fólk sem stundar búskap í dag?
Gunnar Sæmundsson er réttarstjóri í Hrútatungurétt í Staðarhreppi.
(Mynd Jón Daníelsson)