Pressan - 13.09.1990, Blaðsíða 26

Pressan - 13.09.1990, Blaðsíða 26
Fimmtudagur 13. sept. 1990 I%nn hefur alid all- í sinn aldur ú Ha- %ii og í Kaliforníu. \mt talar hann og kilur íslensku og í Vestmannaeyjum tas hann hœkur Johns Steinbeck um þœr slóðir sem hann hýr á nú. lan Watts starfar með slökkviliðinu í Carmel í Kaliforníu. Hann segist kunna vei við sig í því starfi og eftir reynslu sína af kvikmynda- leik hyggst hann ekki snúa sér að þeirri grein. IAN WATTS, Pessi maður var greinilega ekki íslenskur. Hann var dökkur á hör- und með tinnusvart hár. Pað sem fékk mig til að halda að hann væri jafnvel íslenskur var eitt einasta orð. Erla. Ekki „Ördla“ eða „Eðrla“ eins og aðrir í Bandaríkjunum bera fram nafnið heldur sagt með hörðu erri á íslenskan máta. TEXTI OG MYNDIR: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR „Ekki ertu íslenskur?" spurði ég varfærnis- lega. „Nei, nei! Ég er fæddur í San Franc- isco og ólst upp á Hawaii," var svarið. Ian Watts starfar sem slökkviliðsmaður í Car- mel og skýringuna á hve góða íslensku hann talar má rekja til þess að hann bjó og starfaði í Vestmannaeyjum í eitt ár. Ævintýragjarn „Ég á ættir að rekja til Hawaii, en bæði for- eldrar mínir og amma og afi eru fædd þar,“ segir hann þegar við setjumst niður nokkr- um dögum síðar til að ræða saman. „Ég bjó á Hawaii til ársins 1978 en þá fór ég í háskóla í Reno í Nevada-fylki. Þar fór ég til náms í vélaverkfræði en líkaði ekki vel í þeim skóla. Ég var hreinlega ekki tilbúinn til að setjast í „helgan stein". Ég var alltof ævintýragjarn til þess, enda ekki nema 18 ára þegar þetta var. Mér leist ekkert á að framtíðin fæli ekkert í sér nema skóla, skóla, skóla og síðan vinnu, vinnu, vinnu — við það sama. Ég sneri aftur til Hawaii í stuttan tíma og í ágúst 1979 flutti ég hingað til Carrnel." Hann fékk strax vinnu, enda alvanur á veitingastöðum: „Pabbi minn er matreiðslu- meistari og ég hafði því verið með annan fót- inn á veitingastöðum alla tíð og unnið á mörgum slíkum stöðum. Ég fór hingað því ég vissi að hér yrði auðvelt að fá starf á ein- hverju veitingahúsi, því þau eru mörg í Car- mel. Á því fyrsta, Lodge á Pebble Beach, kynntist ég fyrsta íslendingnum, Einari Sig- urðssyni, sem þar starfaði sem þjónn eins og ég“ Síðar starfaði Ian á öðrum veitingastað en hélt vináttunni við Einar: „Árið 1983 fórum við Einar í Evrópuferð," segir Ian. „Við flug- um með Flugleiðum frá New York og ákváð- um að verða eftir á íslandi í heimferðinni. Við fórum til Lúxemborgar og ókum þaðan til Genfar í Sviss þar sem við bjuggum hjá ís- lenskri stúlku sem var starfsmaður sendi- ráðsins. Þaðan lá leiðin til Suður-Frakklands þar sem við bjuggum einnig hjá íslenskri stúlku, vinkonu Einars. Eftir þá dvöl héldum við til íslands." ísland minnti á Hawaii Svolítið ólíkt því umhverfi sem Ian hafði séð, hvort sem litið er á Carmel, Genf eða Suður-Frakkland. „Ég sá ísland í fyrsta skipti um vor. Það var örlítið farið að grænka en ennþá snjór í Esjunni," segir hann eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að hann nefni nöfn á fjöllum hér á landi. Hann segir að Hawaii og ísland eigi hins vegar margt sameiginlegt: „Fyrst og fremst tekur maður eftir náttúrunni á báðum þess- um eyjurn," segir hann. „Þegar ég stóð í fjör-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.