Pressan - 13.09.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 13.09.1990, Blaðsíða 20
20 FimmtuclagUr 13. sept. 1990 PRESSAN HELDUR STÖÐUPRÓF í ENSKU: 4 Engin svipbrigöi voru sjáanleg á Þórunni, en eins og hin fullnýtti hún tímann í skriflega prófinu. Svanhildur sökkvir sér niður i skriflega hlutann. Til vinstri: „Þetta var skrýtiö," sagöi Davíð Scheving Thor- steinsson, þegar hann frétti aö hann heföi dúxað. Þórunn Hjart- ardóttir var líka ánægð með ár- angurinn. „Ég les mikiö á ensku og heföi ekki tekið þátt í þessu nema af því ég bjóst viö að þaö yrði í lagi." Svanhiidur Kaaber fjærst á myndinni sat lengst frá segulbandinu og átti í erfiðleik- um meö hlustunarprófið. „Ég er bara farin að heyra illa, ætli það sé ekki ellin," segir hún. „Ótrúlega góður árangur hjá öllum,“ segir Ing- veldur Sveinbjörnsdóttir enskukennari. „Eg hefði aldrei trúað því að neinn fengi eins háa einkunn og Davíð Scheving Thorsteinsson í svona þungu enskuprófi“ Tveir aðrir nemendur, Þórunn Hjartardóttir og Svanhildur Kaaber, stóðu sig einnig með prýði, en sá fjórði, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, féll á mætingu. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON fræði. Davíð og Þórunn eru með toppeinkunn og þyrftu líklega ekki að læra meiri málfræði í mennta- skóla, en slyppu þó varla við að taka eina önn í viðbót í 3. bekk, með áherslu á bókmenntir. Svanhildur Kaaber slyppi við fyrstu þrjár ann- irnar en yrði að byrja eftir jól í 2. bekk og blaðamaður kemst á sama stig, en þyrfti trúlega að læra betur heima. Af Svavari Gestssyni er það eitt segja að hann yrði að byrja í fyrsta bekk. Enskuprófið, sem áðurtaldir aðil- ar tóku fyrir PRESSUNA, er vísinda- lega samið stöðupróf, til þess ætlað að prófa menntaskólanema sem eiga von um að sleppa við einhverja áfanga eða bekki í menntaskóla. Davíð Scheving Thorsteinsson var maðurinn úr viðskiptalífinu sem kom sá og sigraði. Þórunn Hjartar- dóttir, sjónvarpsþula og myndlistar- kona, náði einnig mjög hárri ein- kunn og nokkuð fast á hæla henni fylgdi Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands. Blaða- maður PRESSUNNAR, náði slakasta árangrinum en lenti þó á sama þrepi og Svanhildur. Svavar Gestsson menntamálaráðherra, sem einnig hafði lofað að taka þátt í leiknum, komst ekki í prófið vegna anna, þrátt fyrir að reynt væri að sníða próftímann sérstaklega að þörfum hans. ISiðurstöður Endanlegar einkunnir urðu þann- ig að Davíð náði 196 stigum af 200 mögulegum, sem er ótrúlegur árangur. Hann var jafnvígur á hlust- un og málfræði og með 93 stig í hvorum tveggja hlutum prófsins. Þórunn var næsthæst með 182 stig, 93 stig í hlustun eins og Davíð, en 89 stig í málfræðinni. Svanhildur fékk 174 stig, henni gekk vel í mál- fræðinni með 91 stig en fór niður í 83 stig í hlustun. Lestina rak svo blaðamaður PRESSUNNAR með 166 stig, 87 í hlustun og 79 í mál- Ingveldur Sveinbjörnsdóttir enskukennari útskýrir stöðuprófið, en þetta próf er haldið í Hamrahliö á hverju hausti fyrir nemendur fjölbrauta- og menntaskóla sem vilja sleppa einhverjum áföngum í ensku.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.