Pressan - 13.09.1990, Blaðsíða 17
17
Fimmtudagur 13. sept. 1990
Pressan heimsækir Ræktina í nýju húsnædi
og spjallar við Hallqrím Valberq Jónsson
Úr leikfimisal.
„FJÖLDI NÝRRA VIÐSKIPTA-
VINA Á HVERJUM DEGI"
Ræktin heitir líkamsræktarstöð sem lengi vel
var starfrækt íÁnanaustum, íhúsi Stjórnunarfé-
lagsins. Þessi stöð hefur nú verið flutt um set og
erkomin í næsta nágrenni félagsaðstöðu Vestur-
bæjarljónanna í Frostaskjólinu, KR. Þar hefur
verið byggt u.þ.b. 600 fermetra húsnæði undir
starfsemina og er ekki annað að sjá en aðstaðan
sé öll hin glæsilegasta. Það er hátt tii lofts og vítt
til veggja í Ræktinni en húsnæðinu er skipt í
tækjasali, leikfimi/þolfimisal, þarsem dýna þek-
ur allt gólfpláss, búningsklefa karla og kvenna,
gufuböð, Ijós og fleira.
Hallgrímur Valberg Jónsson,
eigandi Ræktarinnar, segir það
muna miklu að vera kominn í nýtt
húsnæði. „Fólk dæmdi gjarnan
húsnæði okkar við Ánanaust sem
alltof lítið en nú hefur svo sannar-
lega verið bætt úr slíku enda lætur
árangurinn ekki á sér standa. Ég
myndi giska á að hingað kæmu
6—10 nýir viðskiptavinir á hverj-
um degi og á meðan er ekki nokk-
ur leið að kvarta.“
„Mest ungt fólk sem
hingað sækir“
„Uppistaðan í viðskiptavina-
hópnum er ungt fólk, jafnvel þó
innan um sé eldra fólk. Ég held nú
reyndar að þannig sé það víðast
hvar nema kannski einna helst hjá
Mætti. Pað er algengt að fólk hópi
sig saman og komi hingað til
dæmis af vinnustöðum, kunn-
ingjahópar eða skólafélagar. Við
veitum þeim að sjálfsögðu hópaf-
slátt sem slíkt gera.
Áhuginn á líkamsræktinni er að
mínu mati enn að aukast, saman-
ber þann fjölda nýrra viðskipta-
vina sem kemur hingað á hverjum
degi. Vafalaust á breytt staðsetn-
ing þar einhvern hlut að máli en
ég verð samt var við að fólk vill í
enn auknum mæli komast í að
halda sér í formi og jafnvel byggja
meira upp."
, ,Ofurh ugarnir
gefast upp“
„Við fylgjumst grannt með þeim
sem hingað koma því það er einu
sinni svo að margir þeir sem eru
að byrja að æfa eru nokkurskonar
ofurhugar. Þeir gera sér ekki grein
fyrir í hvaða ástandi líkami þeirra
er og ráðast oft í prógrömm sem
þeir ráða engan veginn við. Afleið-
ingarnar láta heldur ekki á sér
standa. Þetta eru þeir sem iðulega
gefast upp eftir 1,2,3 vikur og
koma ekki aftur.
Við erum leiðbeinendur hér og
það er okkar starf og okkar hagur
að fylgjast með fólkinu sem æfir
hérna. Við ráðleggjum fólki að
byrja hægt og fylgjumst með því
þróa æfingar sínar. Það er rétta
leiðin að góðum árangri; byrja á
byrjuninni.
Til að fólk geti fylgst enn betur
með eigin ástandi bjóðum við líka
upp á þrekpróf, fitumælingar og
bióðþrýstingsmælingar. Þessir
hlutir eru unnir af læknanemum
sem hjá okkur starfa og eru hluti
af réttri uppbyggingu."
„Ymsir möguleikar“
„Hjá okkur starfa sex rnarrns,
þjálfarar og fleiri. Við bjóðum upp
á þolfimi, leikfimi, tækjaþjálfun og
nú í haust hefjum við á ný kennslu
í karate. Hjá okkur verður norskur
þjálfari sem er með svarta beltið
og ég hef trú á að þetta mælist vel
fyrir. Við verðum með kennslu í
öllum aldurshópum frá 7 ára og
upp úr.“
I Ræktinni er öll aðstaða önnur
en ljósaböð innifalin í verði mán-
aðarkorta, þar með talið gufubað.
Nuddpottar, sem verið er að setja
upp, verða það einnig. Fyrir þá
sem vilja ná brúnum lit á kroppinn
jafnharðan og hann stælist eru
hinsvegar tilboðspakkar í gangi
þar sem mánaðarkort og tíu tíma
ljósakort fást fyrir sanngjarnt
verð.
/ ••
/ /
Medal annars bækur
• p* * /1 * • /
• / X • X . 1 • , •
stjornun,
ipti,
auglýsingabækur, EB-bækur
ALVÖRU BÓKABÚO
bók/&.lk /túdeivtö.
Sérpantanir • Bækur • Ritföng • Ljósritun
Disklingar ■ Gjafapappír ■ Kort ■ Tfmarit
Sendum bóka- og verðlista • Póstkröfuþjónusta
Bóksala stúdenta við Hringbraut.
Sími: 615961, fax: 19113.
Opið I ágúst frá 9-17 og
frá 1. september frá 9-18.
Erum flutt í Nútíð -Faxafeni 14-108 Reykjavík. Símar68 7480,68 75 80 og 37878
Síðustu innritunardagar, fimmtudag og föstudag.
Kennsla hefst á laugardag.
OKKAR DANSAR ERU SPENNANDI
ÞAÐ GETA ALLIR LÆRT AÐ DANSA
Innritun daglega í símum 68 74 80 og 68 75 80 og í Faxafeni 14.