Pressan - 13.09.1990, Blaðsíða 31
kvikmyndir helgarinnar
-'•sJl
FIMMTUDACUR
13. september
Stöö 2 kl. 23
EKKI MÍN
MANNGERÐ***
(But IMot for Me)
Bandarísk bíómynd frá 1959
Leikstjóri: Walter Lang
Aðalhlutverk: Clark Gable, Carroll
Baker, Lilli Palmer
Fáguð gamanmynd af gamla skól-
anum með úrvalsleikurum. Gable í
hlutverki leikhúsmanns sem verður
fyrir ágangi ástsjúks ritara, en hann
telur hag sínum betur borgið hjá
annarri konu sem þykir fágaðri og
fínni.
FOSTUDACUR
14. september
Stöö 2 kl. 21.25
BEINN í BAKI’2
(Walk Like a Man)
Bandarísk bíómynd frá 1987
Leikstjóri: Melvin Frank
Adalhlutverk: Howie Mandel,
Christopher Lloyd, Cloris
Leachman
Hallærisleg og ófyndin gaman-
mynd í samræmi við aulalegan
söguþráð: Bobo Shand varð viðskila
við fjölskylduna í óbyggðum þegar
hann var barn en úlfar tóku hann í
fóstur. Tuttugu og fimm árum síðar
er honum komið til fjölskyldu sinn-
ar á ný en fyndni myndarinnar á að
byggjast á skorti hans á mannasið-
um. Akaflega barnaleg hugmynd að
gamanmynd og leiðinleg afskræm-
ing á efni sem á sér hliðstæður og er
í raun allrar athygli vert, hinum svo-
nefndu villibörnum.
Ríkissjónvarpið kl. 22.30
BORGARASTRÍÐ***
(Latino)
Bandarísk bíómynd frá 1985
Leikstjóri: Haskell Wexler
Aðalhlutverk: Robert Beltran,
Annetta Cordona, Tony Plana
Stríðsmynd um bandarískan hern-
aðarráðgjafa kontraskæruliða sem
fær efasemdir um réttmæti þeirra
aðferða sem honum er ætlað að
beita í baráttunni við sandinista. Þó
að myndin geti orkað sem áróður á
suma (á meðan aðrir eru sammála
boðskapnum) verður að hrósa að-
standendum hennar fyrir vönduð
vinnubrögð. Góð stríðsmynd sem
vekur til umhugsunar, þó þetta mál
sé e.t.v. ekki í brennidepli núna.
Stöö 2 kl. 23.15
GLÆPAHEIMAR**
(Glitz)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1988
Leikstjóri: Sandor Stern
Aðalhlutverk: Jimmy Smiths,
Markie Pbst, John Diehl
Sæmileg spennumynd gerð eftir
metsölubók Elmores Leonard. Sag-
an greinir frá lögreglumanni sem er
að rannsaka morðið á vinstúlku
sinni. Hann nýtur aðstoðar söng-
konu sem leiðir hann um refilstigu
undirheimanna þar sem mannslíf
eru lítils virði. Meðalmynd með
meðalleikurum, dæmigerð sjón-
varpsmynd af skárri sortinni.
Stöö 2 kl. 00.50
BRESTIR***
(Shattered Spirits)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1986
Leikstjóri: Robert Greenwald
Aðalhlutverk: Martin Sheen,
Melinda Dillon, Matthew
laborteaux, Lukas Haas
Atakanleg mynd um örlög fjöl-
skyldu þar sem heimilisfaðirinn
hneigist til flöskunnar. Sheen stend-
ur sig vel í hlutverki fyllibyttunnar.
LAUCARDACUR
15. september
Ríkissjónvarpið kl. 21.00
í MESTU VINSEMD***
(Just Between Friends)
Bandarísk bíómynd frá 1986
Leikstjóri: Allan Burns
Aðalhlutverk: Mary Tyler Moore,
Ted Danson, Christine Lahti, Sam
Waterston
Tvær konur kynnast og verða vin-
konur, en hvorug þeirra veit að þær
deila einum og sama karlmannin-
um. Önnur er gift honum en hin er
ástkona hans. Myndin er mjög vel
leikin en of slétt og felld miðað við
sláandi söguþráðinn. Vönduð fram-
leiðsla.
Stöð 2 kl. 21.20
f NÆTUR-
HITANUM****
(ln the Heat of the Night)
Bandarísk bíómynd frá 1968
Leikstjóri: Norman Jewison
Aðalhlutverk: Rod Steiger, Sidney
Poitier, Warren Oates
Margföld óskarsverðlaunamynd og
ein frægasta mynd Sidneys Poitier.
Lögreglustjóri í Suðurríkjunum
verður að leita aðstoðar þeldökks
lögregluþjóns í erfiðu morðmáli.
Spennumynd sem tekur á kynþátta-
hatrinu. Frábær leikstjóri, frábærir
leikendur, mynd sem gleymist ekki.
Ríkissjónvarpiö kl. 22.50
HEFNDARÞORSTI *
(Hennessy)
Bresk bíómynd frá 1975
Leikstjóri: Don Sharp
Aðalhlutverk: Rod Steiger, Lee
Remick, Trevor Howard
íri reynir að koma fram hefndum
gegn Englendingum eftir að fjöl-
skylda hans verður fyrir skotum frá
enskum hermanni í götuóeirðum í
Belfast. írinn hyggst greiða fyrir sig
með því að sprengja þinghúsið í
London í loft upp. Óskiljanlega
smekklaus mynd sem fjallar á
subbulegan hátt um viðkvæmt mál-
efni. Útilokað að sjá tilganginn með
þessu nema verið sé að halda þeirri
skoðun fram að allir írar séu brjál-
æðingar. Furðulegt að þessir úrvals-
leikarar sem hér eru á ferðinni skuli
hafa látið hafa sig út í þetta.
Stöð 2 kl. 23.05
TIGER WARSAW*1/z
(Tiger Warsaw)
Bandarísk bíómynd frá 1987
Leikstjóri: Amin O. Chaudri
Aðalhlutverk: Partick Swayze,
Barbara Williams, Piper Laurie
Tiger snýr aftur til heimabæjar síns
eftir 15 ára fjarveru og kemst að því
að margt hefur breyst. Ekki eru allir
jafnánægðir með endurkomu hans
því seint fyrnast gamlar syndir.
Heldur slöpp spennumynd og
Swayze ekki sannfærandi í hlut-
verki fyrrverandi dópista. Þegar
einlægni og ákveðni vantar í mynd-
ir sem taka á erfiðum vandamálum
er ekki von á góðri útkomu.
Stöö 2 kl. 00.35
LESTARRÁNIÐ
MIKLA***
(The Great Train Robbery)
Bresk bíómynd frá 1982
Leikstjóri: Michael Crichton
Aðalhlutverk: Sean Connery,
Donald Sutherland, Lesley-Ann
Down
Spennumynd um eitt glæfralegasta
lestarrán 19. aldar. Sean Connery er
hér í hlutverki illræmds snillings
rem kgi
eftir Mike Atkinson_
I KISI/R EL-SKT/j NÝJA 1
1 /<ATT4M4TfKlM
ÞVKKU KIÖT-
SOSUNNI
EG SfClL þ»ErTA
EKKI. . .
KAKIN5KI ER
PAV TÆfcNI IEGT
VANJ D4HAI------
E'KKI QOtTIÐ
í HOG...
'lHMsLL-
EM ÞAÐER VERr
UMHU6SUAJAR-
EFbJ/...
AF HVERJU FR
EKKI T)L
KATTAMATl/R
ME£> MÚSA-
sem með aðstoð fagurrar konu og
dugmikils manns tekst á hendur að
ræna verðmætum úr járnbrautar-
lest. Vönduð og skemmtileg afþrey-
ing með úrvalsleikurum. Meðmæli.
16. september
Stöð 2 kl. 21.50
L0F0RÐ UM
KRAFTAVERK***
(Promised a Miracle)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1988
Leikstjóri: Steven Gillenhaal
Aðalhlutverk: Rosanna Arquette,
Judge Reinhold
Byggð á sönnum atburðum: Ung
hjón eiga sykursjúkan son. Prédik-
ari nokkur sannfærir þau um að guð
hafi læknað drenginn og hann
gangi nú heill til skógar. Þau hætta
því allri lyfjagjöf en án lyfja getur
drengurinn ekki lifað lengi. Atakan-
leg mynd um afleiðingar trúarof-
stækis, vel gerð og leikin. Meðmæli.
Ríkissjónvarpiö kl. 22.00
SPAGHETTI
(Spaghetti)
Ný dönsk sjónvarpsmynd
Leikstjóri: Peter Eszterhas
Aðalhlutverk: Carmen Zahrau,
Jesper Olsen, Birthe Neumann,
Henrik Larsen
Franka er 14 ára og skráir marga
ímyndaða og óhugnanlega atburði í
dagbókina sína. Þó kemur að því að
þeir atburðir gerast í nánasta um-
hverfi hennar sem ekki eru síður
ógnvekjandi. Við höfum ekki séð
þessa mynd en hún er álitleg; Danir
hafa gert góðar myndir undanfarin
ár og söguþráðurinn virðist spenn-
andi.
Stöð 2 kl. 23.25
HÆTTULEG KYNNI**
(Fatal Attraction)
Bandarísk bíómynd frá 1987
Leikstjóri: Adrian Lyne
Aðalhlutverk: Michael Douglas,
Glenn Close, Anne Archer
Ofmetin kvikmynd um framhjá-
hald. Vakti gríðarlega athygli á sín-
um tíma en er lítið annað en vel
gerð, innantóm og tilgangslaus
spennumynd nema fólk taki eftirfar-
andi boðskap alvarlega: Þú skalt
ekki halda framhjá konunni þinni,
viðhaldið gæti verið haldið morð-
æði!