Pressan - 25.10.1990, Side 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER
5
Erjurnar í söfnuðinum á Sel-
tjarnarnesi eiga sér lengri aðdrag-
anda en komið hefur fram í
fréttum. Þær munu
síður en svo vera
bundnar við
óánægju með verk-
lag séra Guðmund-
ar Arnar, sem
gegnir nú starfi
sóknarprests í
barnsburðarleyfi Solveigar Láru
Guðmundsdóttur. Fyrir fimm ár-
um, þegar átti að vígja kirkjuna,
mun Solveig Lára hafa sótt fast að fá
annan kirkjuorganista, en sóknar-
nefndin vildi ekki una því og hafði
betur. Síðan þá hefur verið kýtingur
öðru hvoru á milli prests og sóknar-
barna. ..
B^Bú er ljóst að Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra er kominn í
raðir frambjóðenda Alþýðuflokks-
ins í Reykjaneskjör-
dæmi. Það eru eink-
um sjálfstæðismenn
sem líta á þetta sem
slæm tíðindi, því vit-
að er að margir laus-
bundnir flokksmenn
eru reiðubúnir til að
styðja Jón vegna álmálsins. Þetta
helst í hendur við það sem sumir
kalla „vangadans" Davíðs Odds-
sonar og Sigurjóns Péturssonar í
stjórn Landsvirkjunar, en þeir félag-
ar hafa verið samstiga í andófi
vegna álmálsins. Sjálfstæðismenn
óttast að þetta tvennt dragi úr kjör-
sókn í prófkjöri þeirra og, sem er
mikilvægara, höggvi stórt skarð í
fylgið í komandi kosningum...
A
síðasta ári sagði Lilja
Mósesdóttir upp starfi sínu sem
hagfræðingur ASÍ og bar fyrir sig
launamisrétti kynja.
Þessa skoðun sína
áréttaði Lilja í viðtali
við Dag á Akureyri í
síðustu viku. Við
heyrum að athuga-
semdum hafi rignt
yfir norðanblaðið
síðan; ASÍ var nóg boðið. Nú hefur
ASÍ sent Láru V. Júlíusdóttur á
vettvang til vitnis um að Lilja fari
með bábiljur einar. Samkvæmt túlk-
un Láru, sem sjóuð er í jafnréttis-
málum, gerði Lilja sér einfaldlega
ekki grein fyrir því að hún væri
komin út úr hinu akademíska and-
rúmslofti Háskóla íslands og út á
vinnumarkaðinn...
Tveir útvarpsráðsmenn, Guðni
Guðmundsson og Magnús Er-
lendsson, lögðu fram bókun á út-
varpsráðsfundi þar sem þeir mót-
mæltu frétt Páls Benediktssonar,
fréttamanns hjá sjónvarpinu, af
leyniskýrlu allaballa um álmálið. í
bókuninni lýsa þeir yfir undrun og
hneykslan á að Páll skuli hafa flutt
efni skýrslunnar með blandi af spá-
manns- og dómsdagsblæ og sérstak-
lega fyrir það, að þetta skuli hafa
verið gert í fréttaskýringaþætti. Það
telja þeir ekki bara vonda frétta-
mennsku heldur óskiljanlegan skort
á dómgreind. Aðrir útvarpsráðs-
menn lýstu sig sammála því að
ámælisvert væri að tíunda efni
skýrslu sem enginn vildi leggja nafn
sitt við. Síðan héldu útvarpsráðs-
menn áfram að skeggræða dagskrá
sjónvarpsins og frammistöðu ein-
stakra starfsmanna ...
ÍELki virðist ganga þrautalaust
fyrir Guðjón B. Olafsson að treysta
stöðu sína innan SÍS. Guðjón mun
hafa sótt eftir því að
verða stjórnarfor-
maður í hinu nýja
sjávarútvegsfyrir-
tæki Sambandsins,
en hafa verið hafn-
að. Sem sárabót fær
hann að sitja í for-
sæti sameinaðs verslunarfyrirtækis
SÍS, sem er talið eiga mátulega
bjarta framtíð fyrir sér ...
ÍEins og fram kom í síðustu
PRESSU var Fjárfestingarfélag ís-
lands rekið með tapi á síðasta ári,
eitt fjársýslufyrirtækja. Tapið má að
mestu rekja til Vogalax hf., dóttur-
fyrirtækis fjárfestingarfélagsins,
sem nú er gjaldþrota. Á þessu ári
hafa tveir framkvæmdastjórar síðan
farið frá fyrirtækinu; þeir Gunnar
Helgi Hálfdánarson og Gunnar
Óskarsson. En þó litið sé framhjá
tapinu vegna Vogalax er staða fjár-
festingarfélagsins ekki góð þar sem
rekstur fyrirtækisins skilaði ekki
nema 50 þúsund króna hagnaði á
síðasta ári. Fjárfestingarfélagið
vann því ekki mikið fyrir eigendur
sína á síðasta ári þó starfsmenn fyr-
irtækisins og viðskiptavinir hafi not-
ið góðs af rekstrinum ...
egar tölvufyrirtækin Skrif-
stofuvélar og Gísli J. Johnson fóru á
hausinn losnaði um Microsoft-um-
boðið og renndu margir aðilar hýru
auga til þess. Meðal þeirra voru
Friðrik Friðriksson og aðrir að-
standendur Skrifstofuvéla-Sunds,
en það fyrirtæki var stofnað upp úr
rústum hinna fyrstnefndu. Þetta er
lykilumboð í bransanum og var því
hart barist þegar hinir erlendu aðil-
ar leituðu að nýjum umboðsaðila.
Svo fór að Skrifstofuvélar-Sund
misstu af þessum feita bita og sömu-
leiðis IBM, því endanlega varð fyrir
valinu Einar J. Skúlason...
o
^^^liklegt er talið að nokkur
yngri mannanna í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins; þeir Guðmundur
Magnússon,
Hreinn Loftsson
og Ólafur ísleifs-
son, nái góðu kjöri.
Búist er við að Olaf-
ur geti fengið verstu
útreiðina þar sem
hann hefur minnst-
an kjarnann í kringum sig og er
heldur ekki svo aumur að menn hafi
afskrifað hann. Hann fær því ekki
atkvæði frá fylgismönnum sterku
mannanna sem munu dreifa at-
kvæðum sínum á minni spámenn til
að tryggja að aðrir sterkir menn
komi ekki alltof vel út úr prófkjör-
inu...
Y
■ firlýsing Davíðs Oddssonar
um stuðning við Björn Bjarnason,
aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hefur
valdið gífurlegum úlfaþyt á meðal
annarra þátttakanda í prófkjöri
flokksins. Sárast svíður núverandi
þingmönnum yfirlýsingin, en þeir f
telja Davíð með þessu sýna tak-
markaðan þroska til forystu...
OPNUNARTHBOÐ
NYIR GEISLADISKAR: VERÐ FRA KR. 590-1490
w,œi©PucciNi
y3 AiOA • DON CARLOS MANQN LESCAUT NAOUCCQ • IL TRQVATORE 1
PLACIDO DOMINCO
KLASSÍSK TÓNUST:
Metnaðarfullt úival frá ýmsum helstu útgefendum heims á þessu svtði, s.s. Deutsche
Grammophon, Harmonia Mundí, Decca, Hungaroton, Bis o.fi. Hágæða útgáfúr á góðu
verði, sem og vandaðar seriur, ýmsar í fyrsta sinn hér á landí. Kfassisb tónlíst á geisladisk-
um frá kr. 590.
œNTEMPOKARY
AND HIS PALScínF
SHELLY MANNEpiyt
& red iviitchellSTORY
DJASS, BLÚS, HEIMSTÓNLIST: Höfúm á boðstóium heis.u
upptökur og nýjar útgáfur ýmissa fremstu tónlistarmanna djass-, blús- og heimstónlíst-
arinnar, t.a.m. Duke EUington, Billy Holiday, B.B. King, Albert King. Safif Keita, Ali
Fraka Toure o.s.ftv.
, *
POPP, ROKK:
Ört vaxandi deíld sem býður upp á popp og rokk á breiðum grundvelli. Allt frá :
endurútgáfum frá upphafsárum rokksíns og seinní tima tíl þess sem er að gerast á
sviði rokktónlístar i dag - á morgun og allt þar á millí. Wassísk rokktónlist, rokka-
billi, vinsreiir daegurlagasöngvarar, sáltónlist, þungarokk o.fl. o.fl.
Lægra vöruverð, Qölbreytt úrval og ýmislegt sem þig hefur
aldrei dreymt um að sjá í verslunum hérlendís. Sérpantanir
og bætt þjónusta við viðskiptavini er markmið okkar. Komdu
og kynntu þér töfraheim tónlistarinnar i Japís, Brautarholti 2.
SENDUM í PÓSTKRÖFU SAMDÆGURS.
JAPISS
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 625200