Pressan


Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 9

Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER 9 GREIÐUM EKKI MEÐ ÞEIM PENINGUM SEM VIÐ NÁUM EKKIINN — segir Ólafur Björnsson, aöaleigandi Oss „Ég greidi ekki med þeim pening- um sem ég fœ ekki. Fyrirtœkib var byggt hratt upp og hefur mjög lítid tapþol og vid eigum mjög óhœgt med að greiða með þeim peningum sem við náum ekki inn, “sagði Ölaf- ur Björnsson, aðaleigandi Óss hf. byggingarfélags og Oss hf. húsein- inga, þegar PRESSAN spurði hann hvort ekki vœri líklegt að lánar- drottnar gamla fyrirtœkisins töp- uðu fjármunum vegna eignaskipt- anna á fyrirtœkinu. Ertu ekki að velta þínum vanda yfir á þá sem hafa lánað þér með þessum eignabreyting- um? „Ég tel menn ekki verr setta. Svo má skaða fyrirtækið að það verði óstarfhæft og ef það er gert þá blæða þessir fimmtíu starfsmenn okkar. Ég vil meina að við semjum um þetta. Dæmin segja okkur að gjaldþrot er það allra versta. Það væri ljúf hugsun að reyna ekki að bjarga þessu, en hún er ekki í far- teskinu hérna.“ Hver er ástæðan fyrir því að yngra fyrirtækið var látið taka yfir rekstur þess gamla og hús- eign þess? „Ég horfi til þess að steypuverk- smiðjan verði gerð að almennings- hlutafélagi eftir tvö ár þegar við er- um búnir að sanna að reksturinn gangi einn og óstuddur. í öllu þessu „Ef ntenn lenda i vanskilum og lög- frœðingum vaxa skuldirnar en eignirnar standa i stað. Og ef þœr seljast ekki sigur ó ógæfuhliðina.## basli hefur reksturinn skilað hagn- aði í ár.“ Þó ekki byggingarfélagið Ós, því það hefur enga starfsemi: „Byggingarfélagið hefur reynt að selja eignir sínar og gera upp skuld- ir.“ Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR eru skuldir félagsins gagnvart Tollstjóranum í Reykja- vík um 50 milljónir og gagnvart Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi hátt í 30 milljónir og eru þá bara tveir lánardrottnar upp- taldir: „Ég rengi ekki þessar tölur en eignir eru meiri en þetta." Skipta þær hundruðum millj- óna? „Nei, ég segi það ekki. Ef menn lenda í vanskilum og lögfræðingum vaxa skuldirnar en eignirnar standa í stað. Og ef þær seljast ekki þá sígur á ógæfuhliðina." Hefði ekki verið eðlilegra að gera byggingarfélagið einfald- lega upp um síðustu áramót? „Það veit hver maður að gjald- þrotin eru ekki til bóta. Við erum að reyna að borga skuldir okkar og við höfum ekki gefist upp við það.“ Hafið þið selt einhverjar eignir byggingarfélagsins frá því fyrir- tækið lagði niður starfsemi? „Við höfum losað um aura. Við höfum innheimt gamlar skuldir en eigum eftir sem áður útistandandi um 60 til 80 milljónir um síðustu áramót. Ég hef lent í miklum erfið- leikum. Ég var til dæmis með alla steypuna í Alviðru og ég var með Hamra sem viðskiptavin og það vita allir hvernig fór með þau fyrirtæki. Ég borga ekki með þeim peningum sem ég fæ ekki.“ Nú segir þú orsök erfiðleik- anna vera vanskil annarra gagn- vart þér. En eru þessir erfiðleik- ar ekki sjálfskaparvíti þitt fyrst og fremst? „Það má segja það, en þessi fram- kvæmd á eftir að standa um ókomin ár hvað svo sem verður um persón- una Ólaf Björnsson. Það má segja að það þurfi vissa brjálsemi til að hafa lagt út í hana en ég er rígmont- inn af því að fyrirtækið skuli skila 16 milijóna króna hagnaði á þessu erf- iða ári.“ Er það eftir fjármagnskostn- að? „Nei.“ Var hagnaður á síðasta ári? „Nei, það var tap á síðasta ári og þá sérstaklega á viðskiptakröfum." Eignabreytingin hefur því bætt reksturinn umtalsvert. Hvaða hag sérð þú í henni? „Það gefur okkur möguleika. Ef ég ætlaði til dæmis að selja fyrirtæk- ið eða breyta því í almenningshluta- félag þá kaupir enginn í því ef það stendur jafnframt í byggingarfram- kvæmdum og allskonar starfsemi." Mun það skaða Ós hf. húsein- ingar á einhvern hátt ef gamla fyrirtækið fer í gjaldþrot? „Það eru náttúrulega allir með plúsmerki á milli Óss byggingarfé- lags, Óss húseininga og Ólafs Björnssonar. Það er óséð. Að minnsta kosti tel ég, þó ég sé ekki löglærður maður, að það hafi ekki verið gengið á hlut eins eða neins með þeim gerningum sem gerðir hafa verið," sagði Olafur Björnsson.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.