Pressan - 25.10.1990, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER
Símaþjónusta Rauðakrosshússins
NEYBAR
FRA
Umfjöllun PRESS-
UNNAR í síðustu
viku um sjálfsvíg
ungra manna vakti
mikla athygli og
umræður.
WM
UNGMENIU
Um 2.600 símtöl þaö sem af er þessu ári,
sjálfsvígshugleiðingum
„Þaö er tíu ára stelpa sem hringir. Foreldrarnir eru ab
slást. Þau eru bœdi ívímu um miðja nótt. Svo heyrir mab-
ur bara öskrin þegar foreldrarnir koma og rífa símtóliö
af krakkanum. Maöur veit ekkert hvaban hún hringir
eba hver hún er, getur ekkert gert, situr bara eftir galtóm-
ur og vonar ab stúlkan hringi aftur. Þetta er þaö erfiöasta
viö starfiö, aö heyra slík neyöaróp án þess aö geta hjálp-
aö,“ segir Hans Henttinen, forstööumaður Rauöakross-
hússins, Tjarnargötu 35 í Reykjavík, þar sem rekin er
símaþjónusta fyrir börn og unglinga allan sólarhringinn,
auk þess sem þar er staösett neyöarathvarf fyrir 18 ára
og yngri.
Grein PRESSUNNAR um sjálfs-
morð ungmenna, sem birtist í síð-
asta blaði, vakti mikla athygli. Ekki
síst sú staðreynd að sjálfsmorðstíðni
ungmenna er mun hærri á lands-
byggðinni en á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta er í samræmi við reynslu
starfsfólks Rauðakrosshússins.
Meira en heimingur símtala er við
ungt fólk á landsbyggðinni.
Síðan rekstur Rauðakrosshússins
hófst hefur komið í ljós að gífurleg
vandamál eru á ferðinni á heimilum
landsins. Vandamál, sem fáa óraði
fyrir að væru eins alvarleg og raun
ber vitni. Það sem af er þessu ári
hafa 2.600 notfært sér símaþjónust-
una, þar af 94 í sjálfsmorðshugleið-
ingum.
VÍMUEFNl EKKI
STÆRSTA VANDAMÁLIÐ
Rauði krossinn hóf rekstur at-
hvarfsins í desember árið 1985 og
var það fyrst og fremst hugsað sem
neyðarathvarf fyrir börn og ungl-
inga sem neyttu fíkniefna. Eftir sex
mánaða tilraunatímabil sáu að-
standendur hússins að miklu stærri
hópur þurfti á þjónustu að halda og
því var starfsemin miðuð við þarfir
sem flestra.
Nýtingin hefur verið góð eða um
100 til 110 komur á ári, en nokkuð
er um að sömu krakkar komi oftar
en einu sinni. Af þeim sem í athvarf-
inu hafa dvalið eiga um 34% við
mikla vímuefnaneyslu að glíma.
„Áfengi og önnur vímuefni eru ekki
stærsta vandamálið. Ýmsir aðrir
þættir koma til; samskiptaerfiðleik-
ar á heimilum, krakkar sem eru hús-
næðislausir, ofbeldi á heimilum,
vímuefnaneysla foreldra og margt
annað,“ segir Hans Henttinen.
2.600 SÍMTÖL Á ÞESSU ÁRl
Símaþjónustunni var hrundið af
stað að norskri fyrirmynd í janúar
árið 1987. Sú reynsla sem komin var
á rekstur Rauðakrosshússins sýndi
mikla þörf fyrir slíka þjónustu, því
mikið var um að krakkar hringdu og
óskuðu eftir upplýsingum um marg-
vísleg mál, svo sem getnaðarvarnir,
samskiptamál og fleira. Síðan þá
hefur símtölum fjölgað ár frá ári.
Fyrsta árið voru símtölin 428, árið
1988 voru þau 565 og 1989 urðu þau
1491. Það sem af er þessu ári eru
símtöl orðin um 2.600.
Meira en helmingur símtalanna er
við ungt fólk úti á iandi og Hans
Henttinen segist ekki í vafa um
hvers vegna: „Eitt af markmiðunum
þar af 94 frá fólki í
var að koma til móts við krakka úti
á landi. Það er staðreynd að félags-
leg þjónusta er þar víða mjög tak-
mörkuð. Krakkar sem eiga í ein-
hverjum erfiðleikum eða þurfa að
ræða viðkvæm mál eiga miklu
minni möguleika en krakkar í
Reykjavík og í stærri kaupstöðum.
Það getur t.d. verið mjög erfitt fyrir
fjórtán eða fimmtán ára stúlku sem
heldur að hún sé ólétt að leita til
læknis eða fara í apótek á stað þar
sem allir þekkja alla.“
Eru beinlínis neyðaróp frá mörg-
um þessara krakka?
„Já, en það er rætt um nánast allt
milli himins og jarðar. Stærsti hóp-
urinn hringir til að ræða samskipti
við jafnaldra og foreldra og sam-
skipti við gagnstæða kynið. Þetta
eru spurningar um ástina, kynlífs-
mál, getnaðarvarnir, kynsjúkdóma
og ýmislegt sem tengist kynþroska-
skeiðinu. Svo er líka talsvert um al-
varleg símtöl; kynferðislegt ofbeldi,
alvarleg eineltismál, sjálfsvíg og
ýmiss konar ofbeldi. Af þessum
'sRdaí. í.
— Bág félagsleg þjónusta er helsta
skýringin á neyöarópunum, segir
Hans Henttinen, forstööumaöur
Rauðakrosshússins.
2.600 símtölum það sem af er árinu
eru 94 þar sem viðkomandi er í
sjálfsvígshugleiðingum."
ELLEFU HÖFÐU REYNT AÐ
FYRIRFARA SÉR
En hvaða ástæður eru gefnar
varðandi sjálfsvígshugleiðingar?
Þær eru margvíslegar og oftast eru
fleiri en ein skýring. Ef þau 94 sjálfs-
vígssímtöl sem borist hafa á þessu
ári eru flokkuð sérstaklega má
greina allt að sextán ástæðum.
Þannig geta margar ástæður legið
að baki einu símtali:
í sautján símtölum kemur fram að
viðkomandi eru í mikilli vímuefna-
neyslu, en í flestum tilfellum er
neyslan afleiðing einhvers sem hef-
ur gerst, segir Hans Henttinen. Tólf
einstakiingar eru mjög einmana,
eiga enga vini og lifa mjög einangr-
uðu lífi. Níu eru með mjög lélega
sjálfsmynd og tíu eru að hugsa um
að svipta sig lífi vegna þess að ein-
hver nákominn þeim hefur fyrirfar-
ið sér stuttu áður.
Af börnunum eru tíu sem tala um
mikla vímuefnaneyslu foreldra sem
orsök fyrir þessum hugsunum. Ell-
efu hafa reynt að fyrirfara sér áður
en þau hringja. Sex strákar á aldrin-
um 15—17 ára halda að þeir séu
hommar og eiga erfitt með að lifa
með þeirri hugsun. Átta karlmenn á
aldrinum á aldrinum 20—35 eru ný-
búnir að ganga í gegnum erfiðan
skilnað, þar sem m.a. hefur verið
barist fyrir forræði barna. Níu ein-
staklingar hafa lent í miklum úti-
stöðum við foreldra og í nokkrum
tilfellum er um að ræða líkamlegt
ofbeldi. Fjórum stúlkum hefur verið
nauðgað.
Alls minnast sex á áfall í námi á
menntaskóla- og háskólastigi, ungt
fólk sem hefur fallið í skóla og telur
sig undir álagi vegna kröfu foreidra
um árangur. Sex einstaklingar
nefna fjárhagserfiðleika og gjald-
þrot, þar af fimm karlmenn. Átta
einstaklingar nefna þunglyndi,
óskilgreint, Fjórar stúlkur urðu
óléttar mjög ungar og gengust undir
fóstureyðingu. Tveir drengir eru í
sjálfsmorðshugleiðingum vegna
eineltis og ofbeldis í skóia.
Af allri þessari upptalningu er
ljóst að skýringarnar eru margar og
oftast fleiri en ein þegar unga fólkið
hugleiðir sjálfsmorð. Ennfremur er í
Hvers vegna er hringt í neyðarsímann?
Skilnaöir
Einmanaleiki
Vímuefnaneysla
Einelti
Ofbeldi
Jákvæð símtöl
Léleg sjálfsímynd
Samskiptavandamál
Samskipti kynjanna
Kynlífsvandamál
5 10 15 20 25
Ástæður innhringinga til neyöarslmans (prósentum
91-622266
Brot úr símtölum
ungs fólks í sjálfs-
vígsh ugleiðingum
„BESTI VINUR MINN FYRIR-
FÓR SÉR. ÉG GET EKKI
ÍMYNDAÐ MÉR HVER
ÁSTÆÐAN VAR . . ."
19 ÁRA STRÁKUR
„STJÚPPABBI NOTAÐI MIG í
TVÖ ÁR. ÉG REYNDI AÐ
SEGJA MÖMMU, EN HÚN
TRÚÐI MÉR EKKI . . ."
16 ÁRA STELPA
„ÉG Á ENGA VINI. ENGINN
VILL NOKKUÐ MEÐ MIG
HAFA . . ."
14 ÁRA STRÁKUR
„BRÓÐIR MINN DÓ í SLYSI.
EG HEFÐI FREKAR ÁTT AÐ
FARA . . ."
16ÁRA STRÁKUR
„ÉG HELD AÐ ÉG SÉ HOMMI
— GET EKKI LIFAÐ MEÐ
ÞVÍ . . ."
16 ÁRA STRÁKUR
„EINU SAMSKIPTIN Á MILLI
MÍN OG FORELDRA MINNA
ERU BARSMÍÐAR OG
ÖSKUR . . ."
18 ÁRA STÚLKA
„MAMMA LEMUR MIG EINS
OG TUSKU. HÚN VILL
ÖRUGGLEGA LOSNA VIÐ
MIG . . ."
17 ÁRA STÚLKA
sumum tilvikum um geðræn vanda-
mál að ræða.
Hvað varðar sjálfsvígssímtöl
skera einkum tveir hvaða landshlut-
ar sig úr, en vegna þess hve við-
kvæm þessi mál eru sér Hans ekki
ástæðu til að tilgreina þá. Sam-
kvæmt heimildum PRESSUNNAR
er einkum um að ræða Norðurland
og Austfirði, en Hans vildi ekki stað-
festa það.
BETUR HLÚÐ AÐ FÓLKI í
NÁGRANNALÖNDUNUM
En hvað geta starfsmenn Rauða-
krosshússins gert þegar þeir vita að
mjög alvarleg mál eru á ferðinni úti
á landi? Geta þeir hringt í aðila í við-
komandi byggðarlögum og beðið
um að skorist verði í leikinn?
„I fæstum tilfellum getum við
það,“ segir Hans, „og krakkarnir
gefa sjaldnast upp nafn. Langoftast
er þó vitað frá hvaða landsvæði er
hringt og hvað viðkomandi er gam-
ail. En við vísum alveg miskunnar-
laust á aðra aðila sem eru betur í
stakk búnir að sinna svona málum,
t.d. Samtökin um sorg og sorgarvið-
brögð, félagsmálafulltrúa, kennara
og auðvitað vísum við á foreldrana.
Það er nefnilega oft sem krakkarnir
gera sér ranghugmyndir um við-
brögð foreldranna."
Núna hringja ekki eingöngu börn
og unglingar, því um 13% símtal-
anna eru við fólk yfir tvítugu. „Það
sýnir okkur hvað fullorðnir hafa
mikla þörf fyrir þetta líka,“ segir
Hans, en hann er nýkominn frá
fundi í Svíþjóð með fólki sem starfar
við símaþjónustu. Þar kom fram.að
á íslandi er símaþjónustan langmest
notuð og þá ekki bara miðað við
höfðatölu. En hver er skýringin? „í
nágrannalöndunum er félagsleg
þjónusta miklu fullkomnari en hér á
landi. Þar er miklu betur hlúð að
einstaklingum og fjölskyldum, bæði
fjárhagslega og félagslega," svarar
Hans að bragði. „Ég held það hljóti
að vera skýringin á því að fólk í Sví-
þjóð, Finnlandi, Noregi og Dan-
mörku hefur ekki jafnmikla þörf og
fólk hér fyrir að notfæra sér slíka
símaþjónustu."
Kristján Þorvaldsson