Pressan - 25.10.1990, Side 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Þorvaldsson
Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Þórdís Bachmann
Ljósmyndari: Sigurþór Halibjörnsson
Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson
Prófarkalesari: Sigríður H. Gunnarsdóttir
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið.
Aumt siðferði
í PRESSUNNI í dag er fjallað um nafnbreytingar á steypu-
verksmiðjunni Ósi. Eigendur fyrirtækisins hafa flutt rekst-
ur þess og helstu fasteignir yfir á annað fyrirtæki í sinni
eigu.
Við þau skipti verða allar lausaskuldir fyrirtækisins, sem
safnast hafa upp á undanförnum árum, eftir hjá gamla fyr-
irtækinu. Það er hins vegar nánast ekki neitt nema nafnið
tómt. Það stundar engan rekstur og á litlar sem engar eign-
ir upp í skuldirnar.
Eigendurnir reka hins vegar fyrirtækið áfram undir nýja
nafninu. Reksturinn gengur mun betur að sögn aðaleig-
andans, sem segist rígmontinn af þeim sökum.
Það er kannski ekki furða þó reksturinn gangi betur, því
í einu vetfangi hafa allar lausaskuldir verið höggnar burtu.
Að veðskuldum slepptum hefur fyrirtækið því skyndilega
hreint borð. ■
Þeir sem lánuðu fyrirtækinu í góðri trú standa hins vegar
eftir með kröfur sem eru lítils virði. Þeir munu tapa hundr-
uðum milljóna króna.
Sögur um svona brögð í viðskiptum hafa gengið á undan-
förnum árum en hafa að mestu verið bundnar við tískubúð-
ir og myndbandasjoppur.
Ós hf. er hins vegar ekkert smáfyrirtæki. Velta þess á síð-
asta ári var um 560 milljónir króna. Það skuldar ríkisrekn-
um sjóðum og bönkum hundruð milljóna. Nafnbreyting
þess sýnir að nánast allt er hægt í íslensku viðskiptalífi. Þar
gilda engar siðareglur. Ef einhver heldur að þær séu til ættu
fjölmörg dæmi um það gagnstæða að afsanna það fyrir
þeim sama.
Annað nýlegt dæmi er Arnarflug. í mörg ár hafa forsvars-
menn þess komið fram fyrir alþjóð og Iýst tilraunum sínum
til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Þegar þeir leituðu síðan
eftir greiðslustöðvun benti borgarfógeti þeim kurteislega á
að lögum samkvæmt hefðu þeir átt að lýsa fyrirtækið gjald-
þrota fyrir þremur árum eða jafnvel fyrr.
Allt frá þeim tíma hafa forsvarsmenn fyrirtækisins hins
vegar verið að stofna félaginu í allskyns skuldbindingar
sem ljóst var að það gat á engan hátt staðið við. Þeir léku
sér í raun að fjármunum þeirra sem veittu þeim greiðslu-
frest eða lánuðu þeim.
Því miður er siðferðið hjá Ósi og Arnarflugi ekki eins-
dæmi. Það er alltof lýsandi fyrir siðferðið í íslensku við-
skiptalífi.
Sýnið hvað i ykkur býr
Ein helsta ástæða þess að
EFTA-ríkin leita nú sérstakra
samninga við Evrópubanda-
lagið í stað þess að sækja um
aðild að því er að þessi ríki
hafa ekki viljað eða treyst sér
til að framselja hluta af efna-
hagslegu hvað þá stjórnmála-
legu sjálfstæði sínu til yfir-
þjóðlegrar stofnunar eins og
Evrópubandalagið er. Þetta
viðhorf er svo sannarlega
ríkjandi á íslandi. Það er litið
á það sem sjálfgefin sannindi
að sjálfstæði í efnahagsmál-
um sé af hinu góða í öllum
atriðum.
Þetta er úrelt viðhorf.
Þeirri skoðun hefur vaxið
mjög fiskur um hrygg á und-
anförnum árum að árangurs-
ríkustu ráðstafanirnar í efna-
hagsmálum geti verið fólgnar
í formlegu afsali efnahags-
legs sjálfstæðis.
Eg vil hér taka dæmi af
evrópska myntkerfinu —
EMS — sem er fastgengiskerfi
Evrópubandalagsríkjanna og
undanfari væntanlegs mynt-
bandalags þeirra. Ríki sem
taka þátt í þessu myntkerfi
hafa sjálfviljug þrengt til
miina svigrúm sitt til sjálf-
• stæðra ákvarðana í efnahags-
málum þar sem verulegum
erfiðleikum er bundið að
breyta gengi einstakra gjald-
miðla gagnvart öðrum innan
myntkerfisins. Setur það rík-
isfjármálastefnu en þó sér-
staklega peningamálastefnu
viðkomandi ríkja þröngar
skorður. En það er líka til-
gangurinn, að skapa hag-
stjórnarákvörðunum stjórn-
valda utanaðkomandi aga.
Evrópska myntkerfið, sem
komið var á fót árið 1979,
hefur skilað ótvíræðum
árangri, sérstaklega í því að
draga úr og jafna verðbólgu í
þátttökuríkjunum. Á undan-
förnum vikum hafa tvö ríki
tengst evrópska myntkerfinu
nánari böndum en áður,
gagngert í því skyni að njóta
þessa árangurs. Fyrir um það
bil mánuði gerðist Bretland
fullgildur aðili að myntkerf-
inu til að stuðla að hjöðnun
verðbólgu þar í landi, sem
hefur verið nálægt tvöfalt
meiri en að meðaltali í
Evrópubandalagsríkjunum.
Á föstudaginn í síðustu
viku lýstu Norðmenn því yfir
að framvegis yrði gengi
norsku krónunnar bundið við
evrópsku mynteininguna —
ECU — sem myndar kjarn-
ann í evrópska myntkerfinu.
Yfirlýstur tilgangur Norð-
manna með þessari ráðstöf-
un er að treysta í sessi þann
árangur sem þeir hafa náð í
baráttunni við verðbólguna á
undanförnum misserum.
Sú spurning ve/ður auðvit-
að áleitin hvort íslendingum
er fær svipuð leið og Norð-
mönnum til að varðveita
árangur þjóðarsáttarinnar frá
síðasta vetri.
Svarið við þeirri spurningu
liggur í raun í svarinu við
annarri: Væri yfirlýsing
stjórnvalda um að gengi ís-
lensku krónunnar yrði fram-
vegis óbreytt trúverðug?
Grunur minn er sá að ýmsir
myndu ekki taka slíka yfirlýs-
ingu mjög hátíðlega og þá
væri verr af stað farið en
heima setið.
Islensk stjórnvöld hafa á
liðnum árum haldið illa á
gengismálum og borið litla
virðingu fyrir verðgildi krón-
unnar.
í raun má segja að þau hafi
misnotað það sjálfstæði sem
þau hafa haft við stjórn efna-
hagsmála og þar með átt
drjúgan þátt í því að verð-
bólga á íslandi hefur allt fram
undir það síðasta verið marg-
falt meiri en í nágrannalönd-
unum. Áður en formleg eða
óformleg tenging við
evrópska myntkerfið getur
átt þátt í því að stuðla að stöð-
ugu verðlagi á íslandi þurfa
stjórnvöld að sýna fram á að
þau ráði við að halda genginu
stöðugu lengur en í nokkra
mánuði í senn. Nú hafa lands-
feðurnir tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr.
SKRAMBINN, LOKSINS ÞEGAR EINHVER ER KOMINN UPPÍ TIL MANNS,
ÞÁ ER EKKI HÆGT AÐ VEKJA HANNI
TEIKNING: ÓMAR STEFÁNSSON
PRÓFKJÖR
Davið á að fá tækifæri til þess að gera það sem Þorsteini
mistókst, segir Jón Óttar.
Einmitt á þeim tímamót-
um þegar ísiendingar eru
að lokast öfugu megin við
járntjaldið og Alþingi er
orðið líkara líkhúsi en
æðstu valdastofnun þjóðar-
innar er prófkjör hjá íhald-
inu í Reykjavík og Reykja-
nesi.
Stjórnarandstaða Sjálf-
stæðisflokksins hefur verið
með afbrigðum slöpp, kerf-
isstimpillinn loðir æ fastar
við flokkinn og öllum er
orðið augljóst að hann er
bókstaflega að hruni kom-
inn.
Á sama tíma og íhaldið
talar um einkavæðingu
verndar það og stýrir flest-
um þeim stofnunum sem
við áttum að einkavæða
fyrir löngu, þ.á m. Ríkisút-
varpinu og Húsameistara
ríkisins (svo aðeins tvennt
sé nefnt). Hvílík hræsni.
í auglýsingaskruminu og
bramboltinu tala allir um
að þeir vinni gegn kerfinu,
en einungis Davíð, Eykon
og Friðrik hafa af einhverju
að státa og nokkrir vænleg-
ir nýgræðingar eru líklegir
til þess ef þeir fá færi.
DAVÍÐ, ÞURÍÐUR,
GUÐMUNDUR MAGNÚS-
SON OG BJÖRN
Öfugt við Þorstein Púls-
son — sem hefur endan-
lega mistekist að sannfæra
þjóðina um að hann ætli og
geti dregið hana á hárinu út
í frelsið — hefur Davíð
breytt Reykjavík úr stein-
dauðu sveitaþorpi í sæmi-
lega lífvænlega smáborg.
Davíö Oddsson ættu allir
í þessum flokki að kjósa og
hann á að fá eitt tækifæri til
þess að gera það sem Þor-
steini mistókst, en aðeins
eitt. Takist honum ekki að
þvo kerfisstimpilinn af
flokknum þarf að stokka
hann upp frá grunni.
Af öðrum sem eru í fram-
boði á Þuríður Púlsdóttir
erindi á þing. Þuríður er
nákvæmlega sú tegund
kvenna sem íhaldið vantar
sárlegast eftir að barbí-
dúkkurnar voru endanlega
búnar að láta karlana
kveða sig í kútinn.
Guömundur Magnússon
er annar sem á skilið að fá
sitt tækifæri. Hann er sá
eini fyrir utan Þuríði og
Davíð sem maður getur
treyst sæmilega til þess að
stokka upp ríkisfjölmiðl-
ana, landbúnaðarkerfið,
dómskerfið o.s.frv.
Björn Bjarnason er að
vísu afsprengi kolkrabbans,
þ.e. eignarhaldsfélags ís-
íenska þjóðfélagsins hf.
(sem Jón Baldvin kallar
fjölskyldurnar fjórtán),
enhann er heiðarlegur,
hefur þor, hefur vaxið og á
að fá tækifæri.
Eykon hefur staðið sig
vel og með aðstoð frænda
síns, Baldvins Jónssonar
auglýsingastjóra, ekki mis-
tekist í auglýsingunum. En
Eykon hefur barist lengur
og með meiri árangri við
kerfið en flestir aðrir og á
skilið að fá kosningu.
Friðrik Sophusson er
ekki maður sem á að veita
íhaldinu forystu, en hann
er góður maður númer tvö.
Hann er farsæll, frjálslynd-
ur og hvers manns hugljúfi.
Hann á því skilið að fá góða
kosningu.
í þessum hópi saknar
maður hins vegar fleiri eld-
huga. Kjartan Gunnarsson,
Magnús Gunnarsson og
Hannes Hómsteinn eru allt
menn sem eiga að vera á
Alþingi til að glæða þenn-
an sviðna akur nýju lífi.
BURT MEÐ KERFIS-
LIÐIÐ
í Reykjavík er Guömund-
ur H. Garðarsson sá sem
Reykvíkingar eiga ekki að
kjósa eina ferðina enn.
Þessi hjólsmurði kerfis-
pólitíkus er búinn að hafa
nægan tíma til að afsanna
frjálslyndi sitt í verki. Út
með hann.
Sömuleiðis Ólaf G. Ein-
arsson, fyrirgreiðslu-kerfis-
pólitíkus Reyknesinga, sem
er búinn að fá næg tæki-
færi. Hafa sjálfstæðiskonur
nú möguleika að koma
Salóme Þorkelsdóttur í
efsta sætið og ættu að
reyna það.
Því miður hefur prófkjör-
ið mistekist í Reykjanes-
kjördæmi og er sjónarsvipt-
ir að hinum ljúfa Matthíasi
Mathiesen. Áf þeim sem
bjóða sig fram og maður
þekkir er einungis hægt að
treysta Salóme Þorkelsdótt-
ur til að gera sitt til að
brjóta flokknum og þjóð-
inni braut úr frumskógin-
um ... út í frelsið.
Höfundur er rithöfundur og
fyrrverandi sjónvarpsstjóri.