Pressan - 25.10.1990, Síða 21

Pressan - 25.10.1990, Síða 21
21 LISTAPÓSTURINN Yoko Ono Reynt að fá Yoko Ono til að fremja gjörning Eins og kunnugt er verður í apríl næstkomandi sett upp á Kjarvals- stöðum sýning á verkum myndlist- arkonunnar Yoko Ono, ekkju bítils- ins Johns Lennon. Töluverður við- búnaður er vegna komu Yoko, en hún mun dvelja hér í a.m.k. tíu daga vegna sýningarinnar. Forvarsmenn Kjarvalsstaða eru nú að reyna að ná samkomulagi við Yoko um að hún fremji gjörning á meðan á dvölinni stendur. Jafnframt sýningu á verk- um Yoko Ono verður í austursal Kjarvalsstaða sett upp yfirlitssýning á verkum fluxus-hreyfingarinnar, sem Yoko tilheyrir, og hafði gífurleg áhrif á marga íslenska myndlistar- menn á sjöunda áratugnum ... Frá sýningu Leikfélags Kópavogs. „Skítt með’a“ Leikfélag Kópavogs sýnir nk. iaugardag nýtt íslenskt leikrit, „Skítt með’a" eftir valgeir skag- FJÖRÐ, í leikstjórn höfundar. Leikrit- ið fjallar um unglinga, dóp, brenni- vín, foreldravandamál, erjur og ást- ir. Valgeir hefur verið afkastamikill leikritahöfundur síðustu þrjú ár. Eft- ir hann hafa verið sýnd þrjú leik- verk hjá atvinnuleikhúsum og í sjónvarpi, en „Skítt með’a” er sjötta verkið frá honum. Auk þess hefur Valgeir sjálfur leikið í fjölda sýn- inga, sem einnig lauk námi frá Leik- listarskóla íslands fyrir þremur ár- um. í leikritinu eru tólf sönglög eftir Valgeir, sem einnig hefur verið af- kastamikill dægurlagahöfundur, m.a. samið nokkrar þekktar Júró- vísjón-ballöður. Sautján leikarar eru í sýningunni, á aldrinum sextán ára til þrítugs, en alls taka 50 manns þátt í henni. Arthúr Björgvin skrifar bók um „Ljóshærða villidýrið“ íslendingasögurnar og íslenskar fornbókmenntir misnotaðar í þágu nasismans „Ljóshœröa villidýrið er úttekt á því hvernig Þjóðverjar og sér í lagi nasistar fóru með menningararf okkar á sínum tíma. Rakin er saga þess hvernig Ijóshœrðir og bláeygir menn urðu að þjóðhetjum á nasistatímanum. Ég fjalla um arískan aðal og hvernig nasistar notuðu íslendingasögurnar og Eddukvœðin í áróðri fyrir þessu fyrir- myndarfólki. Þeir tefldu fram hetjum úr Islendingasögunum og forn- bókmenntum okkar og stilltu þeim upp sem fyrirmynd fyrir Þjóð- verja og almennilega nasista, segir Arthúr Björgvin Bollason um Norræn goð og nasistar tengjast enn, segir Arthúr Björgvin en hann hefur m.a. nýja bók sína, Ljóshœrða villidýrið, sem kemur út hjá Máli og menn- kynnt sér þýska ásatrúarsöfnuði sem taldir eru eidisstöðvar fyrir nýnasista. ingu í nœsta mánuði. íslenskar hetjur fyrirmynd nasista Viðfangsefni Arthúrs hefur aldrei fyrr verið rannsakað sérstaklega og í bókinni koma fram ýmsar nýjar upplýsingar um samskipti íslenskra fræðimanna og menningarfrömuða við þýska kollega sína. Birtur er kafli úr bréfi Gunnars Gunnarssonar til Norræna félagsins í Þýskalandi, sem leiðir fram nýjar upplýsingar um viðhorf Gunnars til vinnubragða nasista. KENNARARNIR LÖGÐU HETJUNUM ORÐ í MUNN Áróðurinn fór ekki síst fram í skói- unum og um það fjallar Arthúr Björgvin sérstaklega: „Þeir gerðu ís- lenskar fornbókmenntir að samger- mönskum menningararfi, sínum eigin menningararfi. Reyndu að koma þeirri hugmynd inn hjá krökkunum að þetta væru þeirra eigin forfeður og þeir ættu að haga sér eins og þeir. Sem dæmi vildu þeir efna til sérstakra Eddukvölda, þar sem menn kæmu saman í and- akt. Einhver góður þulur færi með kafla úr Eddunum og síðan sætu aðrir viðstaddir í tilbeiðsluástandi.” Kvenpersónur íslendingasagna fóru heldur ekki varhluta af áróðri nasista. „Þeir stilltu Guðrúnu Ósvíf- ursdóttur og Auði konu Gísla Súrs- sonar upp sem fyrirmynd þýskra kvenna,” segir Arthúr. Fékk þessi áróöur nasistanna hljómgrunn? „Já, sérstaklega meðal æskufólks. Þeir sem héldu honum á lofti voru einkanlega menntamenn, menn- ingarmafía nasismans og mjög margir sem voru inni í skólakerfinu. Einkum var ieitast við að troða áróðrinum upp á menntaskóla- og háskólafólk.” Hvernig var þetta matreitt, voru þýöingarnar góðar? „Það var allur gangur á því. Að vísu var útgáfa á Islendingasögum hafin áður en nasistar komust til valda, en eftir valdatöku þeirra varð mikill fjörkippur. í kennslunni þótti mörgum kennurum ekki nógu gott að nota kórréttu þýðingarnar. Þeim fannst einfaidlega íslendingasög- urnar ekki segja nógu mikið á köfl- um og á forkastanlegan hátt skáld- uðu þeir sjálfir upp úr sögunum efni fyrir nemendur. Þegar t.d. einhver hetja dró spjótið úr banasári ætt- ingja síns lögðu þeir henni orð í munn. Undir slíkum kringumstæð- um sögðu menn yfirleitt fátt í íslend- ingasögunum, enda ekki mjög mái- glaðir menn, en þýsku kennararnir skálduðu þá gjarnan einskonar ein- ræður sálarinnar, hvaða tiifinningar bærðust hetjunum í brjósti þannig að nemendur skildu hverslags sómafólk þar væri á ferðinni.” ÞJÓÐVERJA VANTAÐI BÓKMENNTAARF Hvad var það öðru fremur sem olli því aö íslendingasögurnar voru notadar, eda réttar sagt misnotaðar, meb þessum hœtti? „Áhugi Þjóðverja á íslendinga- sögunum og miðaldabókmenntum okkar vaknaði á nítjándu öldinni í tengslum við rómantísku hreyfing- una, í tengslum við störf manna eins og Jakobs Grimm og Grimms- bræðra. Jakob Grimm stóð t.d. fyrir Edduþýðingum. Undirrótin að þessu öllu saman er sú, að þegar þjóðernisvakningin hófst í Þýska- landi áttuðu Þjóðverjar sig á því, að þeir eiga engan almennilegan bók- menntaarf til að styðjast við.” Einn af stórmennum nasismans sem gengu fram í þessu var Himml- er, „en hann var mikill germanna- unnandi og aríaunnandi”, segir Art- húr Björgvin. „Annar maður var Rosenberg, sem var verndari Nor- ræna félagins í Þýskalandi á þessum árum. Hann var tekinn af lífi eftir Nflrnberg-réttarhöldin, einn af svæsnustu skrifborðsmorðingjum Þriðja ríkisins.” GUNNARI FANNST NÓG UM Langur kafli í bókinni fjallar um gestagang í Þriðja ríkinu. Sagt er frá heimsóknum íslenskra menningar- frömuða til Þýskalands og píla- grímsferðum þýskra nasista til ís- lands til þess að skoða aríana. í þess- um kafla er á vissan hátt brugðið nýju ljósi á tengsl Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar við nasistana. Meðal annars er kafli úr óbirtu bréfi sem Gunnar skrifaði til Norræna fé- lagsins. „Ég komst yfir þetta hjá fyrrverandi ritara Norræna félags- ins í Lflbeck, sem hefur bæði bréf Gunnars og Knuts Hamsun undir höndum,” segir Arthur Björgvin. „Bréfið bregður Ijósi á viðhorf Gunnars og sýnir að hann hefur bæði áttað sig á starfsemi Norræna félagsins á þessum árum og gert sér grein fyrir því að hann er kominn út á hálan ís með því að styðja þennan félagsskap. Engu að síður hefur hann samúð með þeim og vill halda samvinnu áfram. Hann skrifaði þetta bréf vegna þess að hann hafði fengið á sig skammarbréf í þýsku blaði, fyrir að sigla undir fölsku flaggi. Hann þakkar pent fyrir sig og segist vera búinn að fá nóg af skömmum í sínu heimalandi, bjó reyndar þá í Danmörku, en biður þá að þagga niður í þessu fólki, sjá til þess að hann fái ekki fleiri slíkar ádrepur, nógu erfitt sé fyrir hann að styðja þá samt.” Lokakafli bókarinnar heitir Upp- risa guðanna og fjallar um fram- vindu ásatrúarinnar fram á okkar daga. í byrjun aldarinnar voru nokkrir öflugir > ásatrúarsöfnuðir starfandi i Þýskalandi, þar á meðal hið svokallaða Thule-félag, sem í voru ekki ómerkari menn en Hess, Göring og sjáifur Adolf Hitler. Eftir stríð lifnuðu nokkur þessara félaga aftur við, þ.á m. svokallaðir Gylfung- ar, sem kenna sig við Gylfa konung í Snorra-Eddu, og svokallaðir Arm- anir. „Þetta eru mjög sérkennileg fé- lög sem nota Eddurnar sem eins- konar helgirit, trúa á það sem í þeim stendur. Þetta fólk er ennþá í fullu fjöri í Þýskalandi og heldur sín blót.” NORRÆN GOÐ OG NASISTAR TENGJAST ENN „í gegnum þetta allt gengur þetta Ljóshærða villidýr, það sem spek- ingurinn Nietzsche kallaði þetta fyr- irbæri, germanann með blá augun og bjart hárið,” segir Arthúr Björg- vin. En hefur þessi misnotkun á ís- lenskum bókmenntum haft áhrif á vinsældir þeirra nú á tímum? „Jú, eins og með aðrar bókmennt- ir sem nasistar misnotuðu á sínum tíma fengu þær óorð á sig eftir stríð- ið, en það hefur lagast um leið og menn hafa farið að gera upp fortíð- ina og nú er farið að gefa þessar bækur aftur út í Þýskalandi.” Tileinka nýnasistar sér þessi frœbi? „Þeir kunna ekki mikið fyrir sér, en það er talið að þó nokkrir þess- ara ásatrúarsafnaða séu beinlínis eldisstöðvar fyrir nýnasista. Þannig að þar tengjast norræn goð og nas- istar einn ganginn enn. En þessir söfnuðir eru yfirleitt mjög fámennir og fólk hræðist þá ekki.” Kristján Þorvaldsson H Eskimóa-list frá Smithsonian Inúíta-listaverk verða sett upp í sölum Kjarvalsstaða í vikunni. Sýningin heitir Andleg veröld eskimóa í Alaska og verður opnuð á laugardag. Um er að ræða sýn- ingu frá Smithsonian-safninu í Washington DC. Að sögn gunn- ARS B. kvaran, forstöðumanns Kjarvalsstaða, er hér á ferðinni þjóðhátta- og mannfræði fremur en hefðbundin listsýning. „Þetta er vönduð sýning, sem fjallar um inúíta-list, hugarheim og hand- mennt,” segir Gunnar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.