Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 2

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER Þaö geta ekki allir al- þingismenn fyllt þing- pallana af konum. Þaö tókst þó tveimur ágæt- um þingmönnum Fram- soknarf lokksins á þriðju- daginn. Þeir GUÐNI ÁG- ÚSTSSON og JÓN HELGASON njóta greinilega meiri kven- nylli en flestir aörir því framsóknarkonur á Suð- urlandi efndu til hóp- ferðar í höfuðstaðinn gagngert til þess að berja þessi tvö goð sín augum. Þá eru olíufélögin búin að ákveða jólagjöfina í ár en olíufurstar Islands tala fjálglega um að eng- in bensínhækkun verði fram til jóla og þykjast bara góðir. Það á reyndar eftir að koma i Ijós hve vel þetta samkomulag stenst því hinn þríhöfða olíurisi hefur einn óþæg- an strák innanborðs. Það er OLI KR. SIGURÐS- SON, forstjóri OLÍS. Hann hefur sýnt að hann gerir ekki alltaf eins og hinir þannig að það má búast við ýmsu. Forsetar þingsins mega nú hafa sig alla við að verja einn starfsmanna sinna fyrir áreitni alþing- ismanna. Þetta er sjálfur umboðsmaður Alþingis en það eru sérstaklega þeir HREGGVIÐUR JÓNSSON og STEFÁN VALGEIRSSON sem vilja misnota hann. Hákon, eruð þið hættir að pexa í okkur hérna heima? „Nei, nei, við gerum bara hlé á meðan.“ Hákon Sigurgrímsson hyggst taka þátt í mótmælum í Brussel fyrir hönd Stéttarsambands bænda. Mótmælt er áformum um lækkun styrkja til landbúnaðarframleiðslu. „Það er nóg að gera, en auðvitað þarf smáheppni að fylgja með,“ segir Sigríður Stefánsdóttir sem ásamt þremur öðrum íslenskum stúlkum gerir það gott sem fyrirsæta í Tókýó í Japan. Sig- ríður, sem er 22 ára, varð í öðru sæti í keppninni Ungfrú ísland í fyrra. A íslandi starfar Sigríður með umboðsskrif- stofunni Model 79 og það var í rauninni í gegnum það starf sem hún var uppgötvuð. Frá því 1. október hefur Sigga, eins og hún er kölluð í fyrirsætubransanum, verið á þönum að kynna sig og notið liðsinnis umboðsskrifstof- unnar Gap-models í Tókýó. Skrifstofan sendir upplýsing- ar um hverja stúlku til við- skiptavina sinna, sem síðan velja það sem þeim hentar hverju sinni. En hvernig fékk Sigga þetta tækifæri? „Það kom japönsk kona frá fyrirtækinu til íslands og var að leita að stelpum. Hún valdi þrjár. Síðan kom ein út á eigin Tókýó er yndisleg borg, segir Sigríður Stefánsdóttir, fyrir- sæta i Japan. vegum og fékk inni hjá sömu skrifstofu, þannig að nú erum við fjórar hér, Begga, Júlíana, Ásta og ég.“ Sigga neitar því ekki að samkeppnin er hörð. „Það er mikið af stelpum og strákum hér alls staðar að úr heimin- um, frá Bandaríkjunum, Evr- ópu og víðar. Það er einmitt gaman að kynnast þessu fólki og ekki sakar að Tókýó er yndisleg borg.“ Ertu ánægð með starfið? „Mér finnst það skemmti- legt og það er líka ágætlega borgað." Verkefnin eru margs konar, myndatökur fyrir tímarit, tískusýningar og sjónvarps- Tregafullt en svalt Það mæta svalir gæjar og flottar píur á Blúsbarinn við Laugaveg, einn alminnsta bar norðan miðbaugs. Þar ómar stanslaust tregafullur blús en blúsinn hefur tekið þjóðina á löpp að undanförnu. Það eru allir komnir á bullandi blús. Blúsbarinn er við hliðina á Landsbankanum á Laugavegi 77, þar sem Lánasjóðurinn og Húsnæðis- stofnun voru áður. Þar var einu sinni spilaður svaka- legur blús. auglýsingar. „Mjög fjöl- breytt." Sigga veit ekki hvort hún kemur heim fyrir jólin, að minnsta kosti gæti hún haft haft nægan starfa ytra, því það er ekkert sem heitir jólafrí í Japan. hann sé mesta efni sem komið hefur fram hér á landi í borðtennis. Nýverið keppti Guðmundur á borðtennismóti og sér lítið fyrir og lagði frækna andstæðinga. að velli; meðal annars, Ástu Urbancic, en hún hefur leikið marga landsleiki. „Eg æfi tvisvar í viku. Það er erfitt að spila við fullorðna. Ég er líka í fótbolta," sagði Guðmundur í viðtali við PRESSUNA. Þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að verða Islandsmeistari þegar hann yrði eldri játti hann því. „Til að ná að spila borð- tennis verður hann að hafa yfirsnúning á boltanum. Óðruvísi nær hann ekki að spila þar sem hann er það lágur í loftinu," sagði starfs- maður hjá borðtennissam- bandinu. Sá sagði að Guð- mundur nyti þess í keppni að hann stressaðist aldrei og gæfi sig allan í hvern leik. Guðmundur Stephensen er aðeins átta ára. Þrátt fyrir það segja kunnáttumenn að V»Of dr ncr *t f * bor® LÍTILRÆÐI af fáklæddum konum Ég er alveg rosalega svag fyrir fáklæddum konum. Ég hef ekkert verið að hafa orð á þessari stað- reynd heimahjá mér, enda er þetta nokkuð sem kem- ur mér einum við og ég kæri mig ekki um að vitn- ist., Ég hugsa að þetta flokk- ist, svona öðru fremur, und- ir hugrenningasynd og svo ég segi nú hug minn allan, svona í trúnaði, þá er ég stundum svolítið sakbitinn útaf því að vera svona svag fyrir fáklæddum konum. Stundum verður sektar- kenndin nær óbærileg og þá á ég enga ósk heitari en að geta talað um það við einhvern hvað ég er svag fyrir fáklæddum konum. En þegar ég ía að þessu vandamáli við vini mína og kunningja fær það ekki nokkurn hljómgrunn. Það er einsog kunningja- kreðsinn gefi skít í það hvort konur kappklæðast eða fækka fötum. Menn virðast þá yfirleitt fremur með hugann við það hvort olíufötunum fækki í veröldinni og hvort verðið á olíufatinu sé tutt- ugu eða fjörutíu dollarar. Og það er á hreinu að fá- klæddar konur eiga ekki aðgang að hugskoti þeirra vina minna sem knúnir eru áfram af vitsmunum, enda hafa þeir annað og þarfara að hugsa um, einsog til dæmis það hvort grískir harmleikir eigi erindi til ís- lendinga i dag. Sem er þó að mínum dómi deginum ljósara. Hér á árum áður fannst mér stundum að áhugi minn fyrir fáklæddum kon- um einsog einangraði mig frá öðru fólki og stundum leið mér einsog væri ég ein- hver andskotans öfuguggi en nú hefur þetta breyst. Það þakka ég blessuðum fjölmiðlunum. Sá maður hlýtur að vera meira en lítið skrítinn, sem flettir blöðunum reglulega og horfir að staðaldri á sjónvarp, og heldur jafn- framt að hann sé aleinn um eldlegan áhuga á fáklædd- um konum. Fáklæddar konur eru oft meginuppistaðan í efni fjöl- miðla. Mér er nær að halda að fáklæddar konur séu bók- staflega ær og kýr sjón- varps og blaða. Hálfsíður, heilsíður og opnur sem sanna mér að fá- klæddar konur höfða held- ur betur til lesendaskarans. Og ég hugsa sem svo: — Maður er, þegar öllu er á botninn hvolft, svosem ekkert einn á báti. En stundum einsog finnst mér að áhugi minn á fá- klæddum konum sé á öfug- um forsendum. Þegar ég sé myndir af fá- klæddum konum í blöðum fer ég strax einsog að vor- kenna þeim. Mér finnst þær eiga svo bágt. „Litlu greyin,“ hugsa ég þegar ég sé stelpukrakkana sem virtir herramenn þurfa að græða á í fegurðarsam- keppnum. Og þegar ég sé fatafellur finnst mér alltaf einsog ég skynji einhverja angist í augunum á þeim eða ör- væntingu. Og ég fer að vorkenna þeim. En það hefur nú verið sagt að þær séu systur vor- kunnin og væntumþykjan, svo Iíklega er ég svona svag fyrir fáklæddum konum af því ég vorkenni þeim að vera svona illa búnar og varnarlausar og svo endar þetta með því að mér fer að þykja vænt um þær. Litlu greyin.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.