Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 12

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER KAIVIBSU- FYMKTflnN HRFA MUJAHM SPHÞAU FABHI LIND Afkoman betri en ennþá vantar 114 milljónir í eigið fé. FEFANG Á leið inn í Glitni og íslandsbanka. GLITNIR Ennþá stórt en umsvifin hundruðum milljóna króna minni en í fyrra. LYSING Hraður vöxtur og enn meiri vaxtarverkir. — Róttœk uppstokkun óhjákvœmileg. Rœtt um sameiningu Glitnis og Féfangs annars vegar og Lindar og Lýsingar hins vegar. Gósentíö eignarleigufyrirtœkjanna er lokiö. Til aö halda í horfinu þurfa viðskipti þeirra að aukast um millj- arða króna en við blasir að markaðurinn hefur stórlega dregist saman eða um 7 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rœtt er um að sameina stœrstu fyrirtœkin, Féfang og Glitni annars vegar og á hinn bóginn Lind og Lýsingu. Astœðan er fyrst og fremst sú að dregið hefur úr útlánun- um en sum fyrirtœkjanna munu alls ekki þola frekari samdrátt. Það á einkum við um Lind sem þrátt fyrir bœtta afkomu á þessu ári hefur ekki náð að standa við lágmarksskilyrði um eigið fé. Franski bankinn, Banques Indosuez, vill losa sig út úr fyrirtœkinu en hann á um 40 prósent. Líklega þarf Landsbankinn að kaupa hlut franska bankans áður en afsameiningu verður, eða Lýs- ing að kaupa Lind. Heildareignir eignarleigufyrir- tækjanna, þ.e. samningar vegna kaupleigu og fjármögnunarleigu, voru um 80 milljónir króna á verð- lagi ársins 1985 en ruku upp í tæpan milljarð árið eftir. Þá fyrst hófst slag- urinn fyrir alvöru og heildarumfang miðað við eignir fjórfaldaðist á milli áranna 1986 og '87, eins og fram kemur á meðfylgjandi mynd. Hins vegar varð nánast engin aukning á milli áranna 1988 og ’89. í lok sept- ember voru heildareignir fyrirtækj- anna um 7,3 milljarðar, sem er um 7% minna en á sama tíma í fyrra. LÍTIL VON UM STÆRRI MARKAÐ Þau fyrirtæki sem stækkuðu hrað- ast, eins og t.d. Glitnir, Lýsing og Fé- fang, þurfa að auka viðskiptin veru- lega á hverju ári til að viðhalda sér, sem er útilokað miðað við samdrátt- inn í ár. Nú þyrfti Lýsing t.d. að auka við sig einum milljarði til að halda sínum hlut, að sögn eins heimildar- manna PRESSUNNAR, þannig að ljóst er að markaðurinn þyrfti að stækka um milljarða króna ef fyrir- tækin eiga að geta haldið í horfinu í óbreyttri mynd. Óformlegar viðræður um samein- ingu hafa verið í gangi á milli for- svarsmanna Féfangs og Glitnis. Fyr- irtækin tengjast í gegnum íslands- banka, sem á þriðjung í Fjárfesting- arfélaginu sem aftur a um 66,5 pro- sent í Féfangi. Að auki á íslands- banki 10,7 prósenta beinan hlut í Fé- fangi. Aðrir eigendur eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á rúm 10 prósent, og Trygg- ingamiðstöðin sem á 10 prósent en hlutur Sparisjóðs vélstjóra er 1,4 prósent. LEITAÐ MEIRI HAGKVÆMNI íslandsbanki er einnig aðaleig- andi Glitnis. Þessi fyrirtæki eru stærst á markaðnum miðað við stöðuna um síðustu áramót. Hlut- deild Glitnis er um 36 prósent og Fé- fangs um 27 prósent. Eignir, þ.e. leigusamningar þessara fyrirtækja, voru samtals um 6,1 milljarður króna, sem þýðir að heildarmarkað- urinn hefur verið um 10 milljarðar um síðustu áramót. „Eins og í öðrum rekstri er fyrst og fremst verið að leita aukinnar hagkvæmni," sagði Friðrik Jóhanns- son, forstjóri Fjárfestingarfélagsins, í samtali við PRESSUNA. Friðrik sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin af hálfu eigenda fyrirtækjanna varðandi þessi mál, þau væru ein- ungis til skoðunar enda félögin bæði í góðum rekstri. Annar for- svarsmaður fyrirtækjanna sagði í samtali við PRESSUNA að nú væri slagnum um msirkaðinn lokið og „komið að því að hámarka hagnað- inn“. LIND VANTAR 114 MILLJÓNIR Eiginfjárhlutfall Lindar er nú 3,4 prósent, en þarf lögum samkvæmt að vera 10 prósent. Fyrirtækið þarf að auka eigið fé um 114 milljónir fyr- ir áramót til að ná 10 prósentunum. „Það verður gert fyrir 31. desem- ber,“ sagði Þórður Ingvi Guðmunds- son framkvæmdastjóri. Eigendur fyrirtækisins eru Lands- Gullæðinu lokið millinrflar , 85 'B6 ‘87 '88 '89 W Útistandandl samningar allra kaupleigu- fyrirtækjanna á verðlagi dagsins í dag bankinn sem á 30 prósent, Banques Indosuez sem á 40 prósent og Sam- vinnusjóður íslands sem á 30 pró- sent. Nú hefur Banques Indosuez ákveðið að selja sinn hlut. Þórður Ingvi segir að bankinn hafi tekið ákvörðun um að losa sig út úr öllum eignarleigufyrirtækjum, hér á landi sem annars staðar „Þeir ætla ein- faldlega að einbeita sér að færri verkefnum." Eigendur Lýsingar eru Lands- banki og Búnaðarbanki sem eiga 40 prósent hvor, Sjóvá-Almennar sem eiga 10 prósent og Vátryggingafélag íslands sem á 10 prósent. Til þess að sameina Lind Lýsingu þarf einn aðili sem á hlut í Lýsingu að eignast Lind eða helming í fyrirtækinu á móti Búnaðarbankanum. Landsbankinn hefur sýnt áhuga á að auka hlut sinn í fyrirtækinu og þykir líklegast að hann muni kaupa hlut Frakkanna. Einnig er til í dæminu að Lýsing kaupi hreinlega Lind. Þórður segir markaðshlutdeild Lindar nú um 20 prósent eða aðeins meiri en Lýsingar. Fyrir áramót skýrist hvaða aðili eða aðilar verða eigendur Lindar. Þórður segir að ákvörðun um sameiningu verði ekki tekin fyrr en að því loknu og of snemmt að fullyrða nokkuð um nið- urstöðu. Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.