Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER 5 ^^^^annaskipti verða á skrif- stofu Handknattleikssambands ís- lands um næstu áramót þegar Guð- jón Guðmundsson hættir störfum. Guð- jón er líklegast þekktasti aðstoðar- þjálfari í heimi og þá undir nafninu Gaupi. Guðjón hefur starfað fyrir HSÍ um árabil en ekki er ljóst hvað hann mun leggja fyrir sig en hann hefur skrifað um handknattleik í DV í vet- ur. Ekki er vitað hver eftirmaður hans verður... l^flú þegar vetur er genginn í garð hafa flestir bíleigendur skipt yfir á vetrardekkin. Eins og kunn- ugt er hefur Ingi U. Magnússon, gatna- málastjóri í Reykja- vík, barist gegn notkun nagla- dekkja. Hugur virð- ist ekki fylgja, máli þar sem Ingi Ú. hef- ur sést á ferð með nagladekk undir einkabíl sínum ... ÍELtthvað virðist lítill kraftur í framsóknarmönnum á Austurlandi. Þegar þingmenn þeirra, Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, héldu fund á Djúpa- vogi fyrir skömmu mættu aðeins ellefu. Það er nokkur fram- för frá því er Jón hélt þar einsamall fund síðast. Þá mætti bara einn. Sagan segir að Jóni hafi orðið svo um að hann hafi rokið á brott og gleymt töskunni sinni. .. M ■ IHafn Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, er nú aftur komið upp í umræðunni um hver taki við starfi seðlabankastjóra. Eftir því sem nær dregur kosningum hafa ýmsir sjálfstæð- ismenn talið brýnt að gengið verði hreint til verks varð- andi forystu Davíðs Oddssonar í flokknum. Því verði að finna Þor- steini sæmandi stað, eyða óvissunni og koma í veg fyrir að ágreiningur blossi upp í kringum forystumenn líkt og gerðist í tíð Gunnars og Geirs. Þorsteinn mun hins vegar hafa mun meiri áhuga á starfi ritstjóra Morg- unblaðsins, sem þó er ekki laust í bráð svo vitað sé ... l svari við fyrirspurn Inga Björns Albertssonar um ferða- kostnað ráðherranna kemur fram að það sem af er þessu ári hafa ráð- herrarnir eytt um 19,7 milljónum í ferðalög. Það er heldur lægri upp- hæð en allt árið í fyrra en þá kostuðu ferðalögin um 21 milljón. Það kem- ur sjálfsagt engum á óvart að ferða- lög Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra hafa verið dýr- ust, eða um 4,2 milljónir. Þar af hef- ur það kostað um 1,1 milljón að hafa Bryndísi Schram með í ferðum. Næstur kemur Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra með kostnað upp á 3,7 milljónir. Þar af rétt tæpa milljón vegna konu hans, Eddu Guðmundsdóttur. Það vek- ur sjálfsagt undrun að næstur á eftir þessum tveimur kemur Júlíus Sól- nes umhverfisráðherra en ferðalög hans hafa kostað um 2,3 milljónir það sem af er árinu ... Flestir lögmenn keppa að því að verða hæstaréttarlögmenn og fá þar með réttindi til að flytja mál fyr- ir æðsta dómstóli þjóðarinnar. Hró- bjartur Jónatansson, sem er ung- ur lögmaður, hlaut réttindi sem hæstaréttarlögmaður í síðasta mán- uði. Hróbjartur er þar með yngsti hæstaréttarlögmaður landsins ... Panasonic SG-HM35CD er fjarstýrð samstæða sem sómir sér vel í hvaða stofu sem er. • Magnarinn er 100 wött og með fimm banda tónjafnara • Útvarpið er með 24 stöðva minni (FM/LB/MB) • Tvöfalda segulbandið er bæði með hraðyfírfærslu og raðspilun Plötuspilarinn er hálfsjálfvirkur Hátalarnir, sem eru sérlega vandaðir, eru í viðarkassa. Ekki má gleyma fullkomnum 18 bita geislaspilara. Jólatilboðsverð á samstæðunni er aðeins 59.400 kr. Technics X-10CD er fullkomnasta hljómtækja- samstæðan á jólatilboði Japis. Öll tækin eru sjálfstæðar einingar og fullkomin íjarstýring stjórnar öllum aðgerðum stæðunnar. • Magnarinn er 160 wött með tengingu fyrir „surround“ hátalara. • Útvarpið er með 28 stöðva minni (FM/LB/MB) og innbyggðri klukku („timer“). • Tvöfalda segulbandið er bæði með hraðyfirfærslu og raðspilun, auk þess sem annað tækið spilar í báðar áttir. • Plötuspilarinn er alsjálfvirkur með T4P tónhöfði. Hátalararnir eru bæði fallegir og sérlega hljómgóðir. Geislaspilarinn er 18 bita og með 20 laga minni. Með þessari samstæðu er einnig hægt að fá fjöldiska geislaspilara. Jólatilboðsverð á samstæðunni er aðeins 85.400 kr. JAPIS BRAUTARHOLTI 2 ■ SÍMI 625200 Panasonic SG-HM10CD er nútímaleg og glæsileg hljómtækjasamstæða á góðu verði. • Magnarinn er 40 wött og með þriggja banda tónjafnara • Útvarpið er með 16 stöðva minni (FM/LB/MB) • Tvöfalda seglulbandið er bæði með hraðyfirfærslu og raðspilun • Plötuspilarinn er hálfsjálfvirkur • Hátalararnir eru í viðarkassa. • í jólatilboðinu fylgir fullkominn 18 bita geislaspilari með samstæðunni og verðið er aðeins 49.800 kr. AUK k640-13

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.