Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER 9 HVHCSU LANGT BGIIM VIB AB GANGA MD NOTKIIN Á DÝRUNILYFJUM? — spyr Davíö A. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna „Lœknar; stjórnendur sjúkra- stofnana, Alþingi og ríkisstjórn veröa ad fara að svara áleitnum spurningum um hversu langt við eigum að ganga í að heita dýrum lyfjum, sem geta lengt líf, dregið úr þjáningum og hugsanlega leitt til þess að sjúklingar geti verið leng- ur heima og jafnvel viö vinnu, í stað þess að liggja á sjúkrahús- um," sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna. Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfja- verslunar ríkisins, og Davíð A. Gunnarsson eru sammála um að íslendingar standi frammi fyrir ákvörðunum um hvert beri að stefna í þessu máli. Ný og mjög dýr krabbameinslyf eru gefin í ríkari mæli en áður. Þessi lyf geta lengt líf sjúklinga og gefið þeim kost á að vera lengur heima og stundað vinnu. Ekki er vitað fyrirfram hversu stór hópur þeirra sem fá lyfin mun ná fullum bata. Talað er um að hugsanlega fái tveir til þrír af hverjum fimmtíu fullan bata. — Er stœtt á að draga úr þessum lyfjagjöfum? „Eg er afar hræddur við hvernig á að taka slíka ákvörðun. Aðals- merki heilbrigðisþjónustu okkar hefur verið jafn aðgangur ríkra og fátækra. Ef ekki er hægt að beita bestu lækningameðferðinni, ekki bestu lyfjunum, þá er hugsanlega verið að taka áhættuna á því að einhversegi: „Þávil égfáaðborga fyrir þetta sjálfur." Þá mundi aðals- Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Rík- isspítalanna. merki heilbrigðisþjónustu okkar riða til falls,“ sagði Davíð Á. Gunn- arsson. TÖLFRÆÐIN „Ég þekki ekki nógu vel til hvernig þetta er gert í öðrum lönd- um. Hjá fjölmennum þjóðum er tölfræðinni beitt af miklu meiri hörku en hér á landi. í sumum löndum er lækningum, sem lækna lítinn hluta, ekki beitt í sama mæii og hér. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hjá öðrum þjóðum er meira metið hvað annað er hægt að gera fyrir peningana. Hjá tugmilljóna- þjóðum eru þetta bara tölur á blaði. Hjá okkur er hver einstak- lingur hins vegar svo stór hluti þjóðarinnar að við eigum erfitt með að sætta okkur við að hver og einn fái ekki bestu læknishjálp sem völ er á,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson. — Nú hefur notkun þessara dýru lyfja aukist mikið; er farið að draga úr notkun þeirra vegna kostnaðar? „Ekki beinlínis. En það er gert undir mun markvissara eftirliti nú en áður. Segja má að notkun þess- ara dýru lyfja í svo miklu magni hafi hafist í fyrra. Fyrst var það þannig að nánast einn sérfræðing- ur gat ákveðið slíka meðferð. Nú eru þessi lyf ekki skrifuð út úr lyfjabúrinu okkar nema til eins dags í senn. Áður en það er gert fer fram umræða í stærri hópi um hvort lyfjagjöfin sé forsvaranleg," sagði Davíð Á. Gunnarsson. ÞJÓÐFÉLAGIÐ ER KOMIÐ f VANDA „Þjóðfélagið er komið í vanda. Ég ætla að nefna eitt dæmi. Stóran hóp fólks vantar gervimjöðm. Það er að vísu ekki lífshættulegur sjúk- dómur. En þetta fólk verður að bíða þar til röðin kemur að því. Ef menn eru ekki tilbúnir að auka fjárveitingar til heilbrigðisþjón- ustu þá stöndum við frammi fyrir að þurfa að raða sjúklingum í for- gangsröð og taka meðal annars til- lit til verðs á lyfjum. Slík röðun er óþægileg. Getum við sagt við sjúkling að við höfum læknað annan, sem kostaði mjög mikið, og því sé ekki hægt að setja í hann gervimjöðm þar sem kvótinn okk- ar sé búinn? Við sitjum uppi með að þurfa að velja og hafna fyrir fólk sem við eigum ekkert með að vera að velja og hafna fyrir — og við höfum ekkert leyfi til þess,” sagði Davíð Á. Gunnarsson. Þór Sigþórsson segir að þeir sem ráða þessum málum verði að fara að svara hversu miklu má kosta til í notkun þessara dýru lyfja. ÞEGAR ORÐIN RÖSKUN Nýju krabbameinslyfin eru þeg- ar farin að raska starfsgrundvelli sjúkrahúsanna. Allt bendir til að lyfjakostnaður Landspítalans fari um 50 milljónum fram úr áætlun- um á þessu ári. Það er ekki ein- ungis vegna krabbameinslyfj- anna. Einnig vegur þungt að einn sjúklingur hefur fengið, á þessu ári, lyf sem kosta yfir 30 milljónir króna. Önnur þjónusta sjúkrahús- anna er farin að líða fyrir hversu miklu er varið til kaupa á þessum dýru lyfjum. Aðspurður sagði Davíð Á. Gunn- arsson að frávik frá kostnaðar- áætlunum væru ekki að koma fram fyrst nú. Nú kæmu allar skekkjur fyrr í ljós en áður var. Hann kveður fjárlagagerð nú vandaðri en áður og eins hafi minni verðbólga mikið að segja. Ingólfsapótek er annað apótekanna sem tengjast máli lyfjafræðingsins á Landakoti. Hitt apótekið er Vesturbæjarapótek. ur króna. Þrátt fyrir þessa geysiháu veltu og miklu tekjur virðist ekki v'era mjög virkt eftirlit með viðskiptunum. LYFJASTJÓRI RÍKISINS Ef stofnað verður til embættis Lyfjamálastjóra ríkisins, eins og nefnd Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra vinnur að, gera menn sér vonir um að allt eftirlit verði auðveldara þar sem væntanlegur lyfjamálastjóri fær þá allar upplýsingar um inn- flutning lyfja, framleiðslu þeirra, sölu innanlands og dreifingu um landið. Eins og málum er nú háttað er þessum upplýsingum ekki safnað á einn stað og þess vegna ekki auð- velt að fylgjast með þessum málum. Meðan svo er ástatt verður ekki komist hjá efasemdum um að ein- hverjir þeirra fjölmörgu sem vinna við þessi mál á einn eða annan hátt geti haft rangt við Sigurjón M. Egilsson ótt fátt sé fallegra en þegar rómantík og pólitík blandast saman getur það einnig haft sínar skugga- hliðar. Það fengu fulltrúar í fjárveit- inganefnd að reyna um daginn. Þávar til umfjöllunar 3,5 milljóna króna aukafjárveiting til tilraunastöðvarinn- ar á Mógilsá. Sighvatur Björgvins- son, formaður fjárveitinganefndar, mun hafa ætlað að afgreiða þessa fjárveitingu eins og hvert annað smámál. Margrét Frímannsdóttir var því ekki sammála, en Margrét er gift Jóni Gunnari Ottóssyni, brottreknum forstöðumanni stöðv- arinnar. Margrét fann þessari auka- fjárveitingu til eftirmanna Jóns Gunnars allt til foráttu og ekki var hægt að afgreiða málið ... ví var gripið til þess ráðs að kalla til sérfræðinga landbúnaðar- og fjármálaráðuneytis. Eins og gef- ur að skilja taldi tals- maður landbúnað- arráðuneytisins þessa upphæð í hæsta máta eðli- lega. Þórhallur Arason í fjármála- ráðuneytinu sagði að sitt ráðuney ti hefði þegar fallist á þessa fjárhæð. Þrátt fyrir þetta sætti Margrét Frímannsdóttir sig ekki við þessa niðurstöðu og óskaði eftir að fá að spyrja fulltrúa ríkisendur- skoðunar frekar um málið. Eftir nokkrar spurningar gafst fulltrúinn hins vegar upp og sagðist ekkert hafa frekar um þetta mál að segja. Ekkert væri óeðlilegt við þessa aukafjárveitingu. .. egar fulltrúi ríkisendurskoð- unar var genginn af fundi fór Margrét Frímannsdóttir á eftir honum fram á gang og lýsti því þar yfir að hún mundi hætta í fjárveit- inganefnd ef þessi aukafjárveiting næði fram að ganga. Starfsmaður fjárveitinganefndar sagði henni að lítið væri hægt að gera við munn- lega úrsögn. Hún yrði að segja sig skriflega úr nefndinni. . . I ú fóru í gang allskyns hrossa- kaup. Margrét Frímannsdóttir hélt fast við ákvörðun sína og hót- aði auk þess að segja sig úr Alþýðubanda- laginu. Loks varð úr að Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra skrifaði fjárveitinganefnd bréf þar sem hann lýsti þeim vilja sínum að aukafjár- veitingin til Mógilsár yrði skorin niður úr 3,5 milljónum í 2,5 milljón- ir. Á þetta sættist nefndin. Að þess- ari afgreiðslu lokinni er nokkuð ljóst að þröngt verður um rekstur Mógils- ár þetta árið. Margrét, kona Jóns Gunnars Ottóssonar, getur hins vegar áfram setið í fjárveitinga- nefnd...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.