Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 23
S.PÓR FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER 23 Aldís Jóna Ásmundsdóttir EKKI SÉRLEGA SKUGGALEGT SKUGGAHVERFI Aldís Jóna Ásmundsdóttir er sex- tíu og átta ára gömul húsfreya sem hefur aliö allan aldur sinn við Hoerfisgötu. Húsið keypti faöir hennar áður en hann gifti sig og Aldís og maður hennar, Jóhannes Guðnason, sem nú er nýlátinn, bjuggu þar öll sín hjúskaparár. Gunnsteinn Sigurjónsson og Halldór Geir Lúdvíksson HVERFISMIÐSTÖÐ /Lúllabúð ráða ríkjum þeir Steini Skúlagata ber nafn Skúla Magnússonar landfógeta. En þar var áður ýmiss konar starfsemi sem ekki var talin eiga heima í bænum sjálfum. Þar voru fiskreitir og slaturhus, járn- og trésmiðjur. Við Lindargötu stendur faliegt hús með skemmtilega sögu. Þetta hús sem núna er Tónmenntaskóli Reykjavíkur var reist árið 1903 af frönskum aðil- um til að reka hér spítala fyrir franska sjómenn á íslandsmiðum. Þegar þessar veiðar höfðu að mestu lagst niður tók Reykjavíkurborg húsið á leigu. Það mun hafa verið árið 1920. Þar hefur síðan veríð starfrækt mötu- neyti fyrir atvinnuleysingja, barnaheimili og skóli. Frakkastígur dregur nafn sitt af spítalanum. og ég slapp lifandi. Við hímdum síð- an í kössunum fram á kvöld en í myrkrinu freistuðum við þess að klifra yfir vegginn. Það var þó hel- ber óvitaskapur eins og nærri má geta en við höfðum erindi sem erf- iði.“ í kýlóbolta á Hverfisgötu ,,Ég man svo langt að það var hægt að leika kýlóbolta við Hverfisgötu. Það mundi víst engum detta í hug núna. í þessari íbúð, sem hefur verið stækkuð síðan, voru þá tvær litlar íbúðir. Hér bjuggu tvær fjölskyldur ^ með samtals tíu börn auk okkar fjöl- 2 skyldu en við vorum fjögur. Auk “ þess dvaldi oft hérna tímabundið fólk sem var í húsnæðishraki. Þetta þótti nú ekki mikið á þessum árum. Við krakkarnir lékum okkur mik- ið hérna á götunni. Við fórum á samkomur í heimatrúboðinu á sunnudögum. Það var ægilegt sport. Presturinn átti það til að verða svo æstur að hann fór að tala um laugardaginn langa í staðinn fyr- ir föstudaginn svo þú getur ímyndað þér hvort ekki hefur verið gaman. Við krakkarnir settum upp leikhús í kjallara hjá einni okkar og seldum inn fyrir tvo aura stykkið. Ég man eftir einni slíkri sem fór út um þúfur þegar prinsessan neitaði að kyssa Aldís Bestu hasarmyndir í bænum ,,Bestu hasarmyndir í bænum voru á hermannasýningum í Hafnarbíói. Við laumuðum okkur ósjaldan þar inn. Við fengum yfirleitt óblíðar móttökur þegar við vorum gripnir. „Það var mikill rottugangur í hverfinu og fengu íbúarnir oft að kenna á því. Afi minn hafði þó svo- lítið sérstakan hátt á við rotturnar. Hann gat ekki hugsað sér að meiða þær og hannaði því sérstaka gildru sem veiddi rottumar en drap þær ekki. Hann gekk síðan með gildr- una niður að sjó og sleppti rottunum lifandi. Amma hafði ímugust á þess- ari linkind í afa og var vön að segja að rotturnar væru á undan honum heim aftur. Kanarnir fóru stundum á rottuveiðar í fjörunni vopnaðir skammbyssum. Það var þó aðeins fyrst eftir að þeir komu enda var fljótlega tekið fyrir þetta tóm- stundagaman þeirra." Hörð fífsbarátta Mannlíf var þó meira á þessum árum en Kaninn og Bretinn. „Afi var fisksali á þessum árum. Hann sótti fiskinn niður á höfn og keyrði hann á handvagni. Lengst af fór hann alla leið inn í Laugarnes og seldi á leiðinni. Undir það síðasta lét hann þó nægja að staðnæmast á svonefndu Vitatorgi eða Bjarnatorgi og selja þar. Fólk bjó almennt við kröpp kjör á þessum árum. Sumir fengu alltaf fisk upp í krít og gátu aldrei borgað hann aftur. Lífsbarátt- an var hörð og það setti mark sitt á fólkið." Gunnsteinn og Halldór Geir og Dóri. Þeir hafa verið innanbúðar í hverfinu áratugum saman og flest- ir hinna eldri íbúa halda tryggð við Lúllabúð. Lúllabúö minnir um margt á gömlu kaupfélögin í sveit- unum þar sem menn koma saman, kaupa það nauðsynlegasta, reifa nýjustu kjaftasögurnar og karlarnir taka í nefið. „Þetta hefur nú tekið miklum breytingum í tímans rás. Bæði hvað varðar þá sem búa hérna og versl- unarreksturinn almennt. Verslun eins og þessi þjónar ákveðnum til- gangi sem stórmarkaðirnir gera ekki. Fólk þarf að hafa litlar búðir til taks til að kaupa inn það allra nauð- synlegasta. En það virðast samt vera við smákaupmennirnir sem berum skarðan hlut frá borði. Hér áður fyrr höfðum við sendil sem fór með vör- ur út um allan bæ. Okkur líkar nú samt ágætlega að vera hérna, svo- leiðis." Bjarnaborg sem reist var í byrjun þessarar aldar. Bjarnaborg sem stendur viö Hverfisgötu 83 er nefnd eftir fyrsta eiganda sínum Bjarna Jónssyni tré- smiö. Reykjavíkurborg eignaðist húsið skömmu eftir að það var reist og voru þar leiguíbúðir á vegum borgarinnar. Dögun er byggingarfyrirtæki í Reykjavík sem hefur unnið að endurbótum á húsinu. prinsinn. Ein aðalskemmtunin var að fara hérna niður á Skúlagötu og fylgjast með slátrun. Mér býður við því núna að hugsa til þess en okkur þótti þetta óskaplega gaman þá. Stundum fengum við að fara í bíltúr á drossíu. Það kom til þannig að pabbi einnar okkar var kaupmaður og átti bíl. Á sunnudögum fengum við þess vegna stundum að fara í bíl- túr upp á Rauðavatn." Kynlegir kvistir „Hérna í Skuggahverfinu voru ýmsar skraut- fegar ,,týpur“. Helgi Pjeturss nýal- sinni, Lára miðill og Bergur greifi. Ég man óljóst eftir feðgunum á Byggðarenda en jieir voru frekar fá- tækir. Annar þeirra fleygði víst ein- hvern tíma krónu aftur fyrir sig og sagði „Það er nóg af þessu á Byggð- arenda". Það varð síðan eiginlega máltæki í Reykjavík." Pólitíkin „Ég man óljóst eftir byggingu Alþýðuhússins en pabbi og bróðir hans gáfu dagsverk í bygg- inguna. Pabbi og mamma voru alla tíð mikið alþýðuflokksfólk. Ég heyrði mömmu einhvern tíma sem oftar rífast við aðra konu um pólitík. Þegar þær voru báðar orðnar úr- vinda og úrkula vonar um að þær yrðu nokkurn tíma sammála sagði mamma: „Ég aðhyllist nú bara si- svona sömu stefnu og Jesús Kristur mundi gera." Þá svaraði hin konan: „Það er bara verst hvað mennirnir eru ómögulegir." Og þær skildu sátt- ar.“ Ekki skuggalegt „Ég hef nú bú- ið hérna alla mína hunds og kattar tíð og aldrei fundist þetta hverfi skuggalegra en önnur hverfi. Enda dregur þetta hverfi nafn sitt af bæn- um Skugga. Hins vegar sagði einu sinni við mig kona: „Mikið átt þú gott að búa svona nálægt Ríkinu." Þá uppgötvaði ég að ég hafði aldrei komið í Ríkið á ævinni."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.