Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER „Hæ, hæ öll sömul, þetta er Hilli. í þetta sinn er ég staddur 70 kíiómetra frá Iandamærum Kúvæt. Við erum staddir í tjald- búðum í miðri eyðimörkinni í Saudi-Arabíu. Á daginn er 30 til 40 stiga hiti en á nóttunni er 10 til 15 stiga frost.“ Á þermart hátt byrjar bréfsem fiöl- skyldart á Skeljagranda 4 í Reykja- vík fékk sídastlidinn þridjudag. Á medan íslenska þjódin mœnir með öndina í hálsinum til átakasvœdis- ins fyrir botni Persaflóa er 19 ára piltur ad hreinsa byssuna sína í eyði- mörkinni um leið og hann biður til guðs að stríð hefjist ekki. Efþaö ger- ist hins vegar verður hann einn þeirra fyrstu sem lenda í átökum. Líf þessa pilts, Hilmars Þórs Arn- arssonar, hefur verið ævintýri líkast síðan hann tók örlagaríkustu ákvörðun lífs síns í septembermán- uði í fyrra. Þá hélt hann að heiman um miðja nótt og skildi aðeins lítið bréf eftir þar sem hann bað móður sína að hafa ekki áhyggjur af sér. Hann ætlaði til Frakklands að ganga dofa með þessum mesta stríðsundir- búningi síðan í heimsstyrjöldinni síðari en um leið og eitthvað gerist verður íslenskur piltur úr vestur- bænum í fremstu víglínu. „TRÚÐI ÞESSU EKKI“ „Þetta hafði alltaf verið draumur hans frá því hann var smástrákur en ég trúði því aldrei að hann mundi gera alvöru úr þessu. Ég get ekki lýst því með orðum hvernig mér varð við þegar ég fann bréfið frá honum þar sem sagði að hann væri farinn. Ég gekk um í örvilnun í viku og reyndi allt sem ég gat til að hafa uppi á honum,“ sagði Guðrún Peter- sen, móðir Hilmars, en hún segist vera búin að sætta sig við það núna að hann skyldi taka þessa ákvörð- un. Guðrún, sem starfar sem hunda- þjálfari, segist reyndar vera viss um að þessi ákvörðun verði Hilmari til góðs þó að auðvitað sæki efasemdir að fjölskyldu hans þegar ástandið er jafnóvisst og nú. Guðrún segir að Hilmar hafi alla tíð haft óskaplega mikinn áhuga á Á ferð í frumskóginum með eldflaugabyssu í fanginu. í Frönsku útlendingahersveitina. Einu útskýringarnar sem móðir hans fékk voru þær að þetta væri ákvörðun sem hann yrði að taka og um leið sagðist hann mundu sjá hana eftir fimm ár! Með hersveit sinni hefur hann far- ið til landamæra Kúvæts þar sem hundruð þúsunda hermanna bíða grá fyrir járnum eftir því að átökin hefjist. Heimsbyggðin fylgist agn- öllu sem viðkemur hernaði. „Hann var ekki gamall þegar hann gat þul- ið upp sögu seinni heimsstyrjaldar- innar og vissi allt um hernaðar- tæknina. Fljótlega fór hann að tala um að ganga í Frönsku útlendinga- hersveitina og undir það seinasta vorum við orðin svo þreytt á þessu að við sögðum gjarnan við hann: „Allt í lagi — farðu bara.“ Ég átti ekki von a því að hann gerði alvöru úr þessu.“ Hópurinn sem Hilmar útskrifaöist meö úr Frönsku útlendingahersveitinni í sumar. Hilmar er annar frá hægri í þriðju röö. Að öðru leyti var Hilmar venjuleg- ur íslenskur piltur sem hangsaði með félögum sínum og var kannski ekki allt of áhugasamur um skól- ann. Hann hafði ekki mikinn áhuga á íþróttum en það er kannski tákn- rænt að hann stundaði bogfimi lítil- lega, meðal annars vegna áhuga ömmu hans á þeirri íþrótt. Bogar og örvar duga þó skammt í þeim hild- arleik sem sumir spá fyrir botni Persaflóa. HEFUR EKKI TRÚ Á AÐ ÁTÖK BRJÓTIST ÚT Móðir Hilmars segir að gersam- lega ómögulegt sé að hafa samband við hann nema með bréfaskriftum þó að hann geti hugsanlega hringt heim þegar hann dvelst í aðalstöðv- um Útlendingahersveitarinnar í Marseille í Frakklandi. Hún hefur ekki heyrt í Hilmari síðan í septem- ber og bréfin frá honum eru því eini tengiliðurinn við föðurlandið. Ef við grípum aftur niður í síðasta bréfið sem hann skrifaði 19. nóvember, suður í Saudi-Arabíu, fáum við að sjá hvernig líf hermanna er þar: „Annars er allt fínt að frétta. Það gengur vel nema hvað maga- pína og niðurgangur hrjá okkur mikið, iíklega vegna þess að mat- urinn er svo einhæfur. Við erum í stanslausum æfingum og eru neyðarútköll í æfingarskyni svo til allar nætur. Persónulega held ég að það verði engin árás gerð. Það eru allir aðilar of hræddir við þær hörmungar sem mundu fylgja í kjölfarið. Annars er stórkostlegt að vera hérna og get ég varla lýst því Hilmar með sprengju í fanginu en um það snýst líf hermannsins. hvernig það er að skreppa í einn og hálfan mánuð til Suður-Amer- íku og vera svo strax sendur til Saudi-Arabíu!“ Það er ekki hægt að segja annað en að líf þessa 19 ára pilts sé ævin- týralegt því áður en hann fór til Persaflóasvæðisins var hann sendur til Suður-Ameríku, nánar tiltekið Frönsku-Gvæönu. Það var fyrsta verkefni hans eftir að æfingatíman- Mamma mætt í heimsókn í herbúð- irnar og blað er brotið í sögu hersveit- arinnar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.