Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER APOTEKARAR ÞÁTTTAKENDUR í STORFELLOUM LYFJAÞJÚFNADI Embætti ríkissaksóknara hefur til ákvöröunar mál þar sem Jón Grétar Ingvason, sem var yfirlyfjafrœöingur á Landakotsspítala og St. Jósepsspítala í Hafnarfiröi, er grunaöur um að hafa svikiö át milljónir króna meö lyfja- stuldi úr lyfjabúrum spítalanna sem hann starfaöi á. Ríkisendurskoöun komst aö því aö ekki var allt meö felldu í rekstri lyfjabúranna. írannsókninni kom íljós aö lœknar utan ríkisspítalanna og apótekarar tengdust málinu. Þar sem gjöröir manna utan ríkisgeirans eru ut- an lögsögu ríkisendurskoöunar sendi stofnunin máliö til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR beindist rann- sókn ríkisendurskoöunar aö viöskiptum Jóns Grétars viö lœkna sem vísuöu sjúklingum til hans, og eins aö viö- skiptum Jóns Grétars viö apótekarana í Ingólfsapóteki og Vesturbœjarapóteki. Rannsóknarlögreglan hefur skil- að málinu til ríkissaksóknara. Að sögn Jóns Erlendssonar saksókn- ara er ekki langt að bíða þess að ákvörðun um hvort ákært verður í málinu eða ekki liggi fyrir. ÓLÖGLEG LYFJASALA Jón Grétar Ingvason seldi lyf úr lyfjabúri Landakotsspítala til sjúkl- inga á spítalanum. Slík sala er óheimil þar sem lyfjabúrum sjúkra- húsa er einungis ætlað að þjónusta spítalana. Þau eru ekki ætluð til þess að selja lyf fólki úti í bæ. Sjúklingarnir sem komu í lyfja- búrið til að kaupa lyf komu þangað eftir ráðleggingum lækna, aðallega lækna sem starfa í næsta nágrenni við spítalann. Flestir læknanna starfa einnig á Landakotsspítala. Mest var um að gamalt fólk og las- burða keypti lyf í lyfjabúrinu. Það vissi ekki að um ólöglega lyfjasölu var að ræða. SAMSPIL MEÐ APÓTEKURUM Eftir að Jón Grétar hafði selt lyfin og fengið lyfseðla í hendur fór hann með þá í apótek. Hann átti aðallega viðskipti við tvö apótek, Ingólfsapó- tek og Vesturbæjarapótek. Tvær aðferðir voru notaðar við meðferð lyfseðlanna. Annars vegar tóku apótekin þá og sendu með öðr- um lyfseðlum til Tryggingastofnun- ar. Þegar það var gert barst greiðsla fyrir lyfjasölu þó viðkomandi apó- tek hefðu ekki látið nein lyf af hendi. Ágóðanum skiptu apótekar- arnir og Jón Grétar á milli sín. Hin aðferðin var sú að apótekar- arnir létu Jóni Grétari í té lyf, sams- konar og skrifuð voru á lyfseðlana. Þau lyf setti Jón Grétar í lyfjabúr spítalanna. Með því gat hann lag- Werner Rasmusson, apótekari í Ingólfsapóteki og formaöur stjórnar lyfjafyrir- tækisins Delta. Lyfjafræðingurinn á Landakoti naut aöstoöar hans við aö breyta lyfseölunum í peninga. 55 ÞÚSUND FYRIR NÁNAST EKKERT Eitt það feitasta sem apótekarar komast í er þegar þeir selja hin nýju og dýru krabbameinslyf. Dœmi eru um að hundrað daga skammtur kosti allt að 300 þúsund krónum. Samkvœmt núgildandi verðskrá fá apótekarar um 55 þúsund krónur fyrir að afgreiða eina slíka lyfjaávís- un. Það mun vera mjög sjaldgœft að apótek eigi slík lyfá lager. Það sem gerist eftir að lyfseðill er lagður inn í apótek er mjög einfalt. Lyfin eru pöntuð frá heildsala og sótt þangað í snatri. Eftir að lyfin eru komin í apótekið eru þau afhent kaupand- anum og allt að 40 þúsund krónum verður eftir í kassa apóteksins fyrir þessa litlu fyrirhöfn. Flestir krabbameinssjúklingar fá lyf sín á sjúkrahúsum en ekki allir. Sjúkrahúsin taka ekkert fyrir að út- vega lyfin og því fá smásalar ekkert í sinn hlut þegar þau eru afhent á sjúkrahúsum. OFSAGRÓÐINN MINNKAR Þrátt fyrir að tekjur apótekara af einstökum afgreiðslum séu ótrúleg- ar voru þær enn meiri ekki alls fyrir löngu. Nýverið tóku gildi breytingar á álagningu lyfja. Áður var föst álagningarprósenta en 1. október var álagningunni breytt þannig að hún fer stiglækkandi eftir því sem lyfin eru dýrari. Fyrir þessa breyt- ingu hefði apótekari fengið 90 þús- und krónur fyrir að afgreiða krabba- meinslyfið í dæminu hér að ofan. Nú er 63 prósenta álagning fyrir lyf sem kosta allt að 800 krónum. 57 prósenta álagning er á lyf sem kosta frá 800 til 3.000 krónur, auk 48 króna fastagjalds. Álagning á lyf sem kosta frá 3.000 til 5.000 krónur er 50 prósent og 258 króna fasta- gjald. Álagning á lyf sem kosta 5.000 til 15.000 krónur er 40 pró- sent og 758 króna fastagjald. Á lyf sem kosta meira en 15.000 krónur er álagningin 30 prósent og fasta- gjaldið er 2.258 krónur. Þá veita þau apótek sem selja Tryggingastofnun lyf fyrir meira en 30 milljónir á ári afslátt. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á smásöluálagningunni á þessu ári áætlar heilbrigðisráðu- neytið að tekjur apótekanna dragist saman um allt að 25 prósentum. Heildsöluálagning hefur lækkað um 20 prósent það sem af er þessu ári, úr 17 prósentum í 13,5 prósent. Apótekarar eru ekki sammála ráðuneytinu um samdrátt tekna af þessum völdum. „Þessar breytingar munu ekki skerða tekjur apótekanna um 25 prósent. Það er ekki svo mikið. Tekj- ur apótekanna minnka mismikið vegna þess afsláttar sem stærri apó- tekin eru látin veita Tryggingastofn- un," sagði Guðmundur Reykjalín, framkvæmdastjóri Apótekarafélags íslands. FLEIRI BREYTINGAR í SMÍÐUM Nefnd sem Guðmundur Bjarna- »on heilbrigðisráðherra skipaði og vinnur að frekari lækkun á lyfja- kostnaði og lyfjadreifingu er að vinna að mun róttækari breytingum á þessu kerfi en gerðar hafa verið til þessa. Þar er gert ráð fyrir að sett verði á stofn fyrirtæki, með eignar- aðild ríkisins, sem annist innkaup á lyfjum og bjóði út smásöluna. Með því telur nefndin að von sé um að komast inn á tilboðsmarkaði með öðrum þjóðum. Ef það tekst er hugs- anlegt að lyfjaverð hér á landi geti lækkað umtalsvert. Önnur breyting sem rætt er um er að sett verði á stofn embætti Lyfja- málastjóra ríkisins. Hans hlutverk, ef af verður, er að safna öllum upp- lýsingum um lyfsölumál en þá verð- ur öll vitneskja um markaðinn á einni hendi. Grunur er um að einhverjir apó- tekarar rukki fyrir lyf sem ekki hafa verið sótt til þeirra. (Sjá annars stað- ar í opnunni.) Ef verður af stofnun fyrirhugaðs embættis verður lyfja- málastjóri ráðandi afl í lyfjamálun- um, sambærilegt við embætti land- læknis. í nefndinni sem fjallar um þessi mál er einhugur um að útfæra þess- ar tillögur betur. Nefndin mun hafa fleiri tillögur til meðferðar. DÝRUSTU LYFIN Með aukinni tækni berast sífellt dýrari og betri lyf á markaðinn. Dýrustu lyfin í dag eru hátæknilyf fyrir krabbameinssjúklinga. Al- gengur 100 daga skammtur getur kostað frá 100 þúsund krónum og allt að 300 þúsund krónum. Þrátt fyrir þetta háa verð er eitt til- felli þar sem sjúklingur hefur fengið mun dýrari lyf. Ársskammtur af lyfj- um þess sjúklings kostar yfir 30 milljónir króna. Þetta dýra lyf er flutt inn á vegum Lyfjaverslunar ríkisins. Lyfjaversl- unin selur ríkisspítölunum lyfið og þar fær sjúklingurinn það án endur- gjalds. Því fær enginn milliliður ágóða vegna lyfjatöku þessa sjúkl- ings. Lyfjaverslun ríkisins fær heild- söluálagningu fyrir þau lyf sem fyr- irtækið selur. I fyrra skilaði lyfja- verslunin 25 milljónum króna í ríkis- sjóð. Áætlað er að fyrirtækið fái yfir 40 milljónir í hreinan hagnað á þessu ári. Ágóðinn rennur í ríkis- sjóð. fært birgðastöðuna. Apótekararnir sendu lyfseðlana frá þessum viðskiptum einnig til innheimtu í Tryggingastofnun. Tryggingastofnun greiddi þá sem og aðra lyfseðla. EINN SÆTT KÆRU Þrátt fyrir að heimildir PRESS- UNNAR segi að læknar og apótek- arar hafi starfað með Jóni Grétari er hann einn meintur sakamaður í þessu máli. Hvorki Jón Erlendsson hjá emb- ætti ríkissaksóknara né Hörður Jó- hannesson hjá rannsóknarlögregl- unni vildu tjá sig um málið að öðru leyti en því að Jón Erlendsson sagði að aðeins væri að finna nafn Jóns Grétars Ingvasonar sem meints sak- bornings á þeim rannsóknarskjöl- um sem embætti saksóknara hefur fengið frá rannsóknarlögreglunni. ERFITT AÐ SANNA Einn þeirra sem þekkja vel til í lyfjaviðskiptum segir að grunur sé um að þetta mál sé ekki einstakt. Grunur leiki á að apótekarar sendi lyfseðla til innheimtu hjá Trygginga- stofnun án þess að lyf hafi verið af- hent á móti. Það sé gert á þann hátt að lyfseðl- ar á lyf sem höfðu verið pöntuð en aldrei sótt eru send til Trygginga- stofnunar. Það mun vera nokkuð al- gengt að fólk sæki ekki öll þau lyf sem læknar panta. Sérstaklega á þetta við um lyf sem eru pöntuð í gegnum síma. Nær óvinnandi vegur er að stað- festa þennan grun en þetta er mjög umtalað meðal þeirra sem að þess- um málum vinna. Til að fá úr því skorið hvort svik eru viðhöfð þyrfti að yfirfara alla lyfseðla sem gefnir eru út, en þeir eru um 1,5 milljónir á ári, og bera saman við birgðabók- hald allra apóteka. Þetta mundi krefjast svo mikillar vinnu að það er sagt nánast óvinnandi. SEINT FUNDIÐ FULLKOMIÐ EFTIRLITSKERFI Bolli Héðinsson, formaður tryggingaráðs, sagði að sennilega yrði seint fundið upp það eftirlits- kerfi sem er svo fullkomið að engir misbrestir verði á. „í þessu máli kom í ljós að það var eitthvað misjafnt á ferðinni og þessu var vísað til rannsóknarlögreglu og þaðan til ríkissaksóknara. Eg get ekki fullyrt hvort það fer mikið frarphjá eða ekki“ sagði Bolli. „Eg held að hja stóru spítölunum sé mjög öflugt eftirlit og það veitir ekki af. Hér er um stórar fjárhæðir að ræða sem fara hækkandi," sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Rikisspítalanna. Davíð sagði að á stórum og fjöl- mennum vinnustöðum væri alltaf sú hætta fyrir hendi að einhverjir starfsmenn brygðust trausti. 3,4 MILLJARÐAR TIL APOTEKANNA Áætlað er að velta apótekanna fyrir lyfjasölu verði um 3,4 milljarð- ar króna á þessu ári. í fyrra var lyfja- söluvelta apótekanna 2,7 milljarðar króna. Alls eru rúmlega fjörutíu apótek á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðisráðuneytinu og Apótekarafé- laginu um meðalálagningu apótek- ara á lyf lætur nærri að tekjur þeirra af álagningu séu rétt tæpur milljarð-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.