Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 25
25 LISTAPÓSTURINN „Það er sem doktor Bjarni lesi yfir öxlina á mér“ — Guðrún Helgadóttir sendir frá sér tvær barnabækur fyrir jólin. Hún segist ekki hafa neina þörf fyrir að skrifa fullorðinsbækur, með bókum sínum fyrir yngstu kynslóðina sé hún líklega að endur- gjalda þá umhyggju sem gömlu kennaramir sýndu henni í æsku. Mynd um „spútníkk- inn“ Ólaf Jóhann Saga-film og GUÐJÓN arn- GRÍMSSON, fyrrum fréttamaður á Stöð 2, eru að huga að undir- búningi sjónvarpsmyndar um ÓLAF JÓHANN ÓLAFSSON, rithöf- und og framkvæmdastjóra hjá Sony í Bandaríkjunm. Frami 01- afs Jóhanns vestan hafs hefur verið ævintýri líkastur, en hann er aðeins 27 ára gamall. Tökur á myndinni hefjast eftir áramót og er ráðgert að hún verði sýnd í sjónvarpi á næsta ári. Myndir eftir Sigurð Guð- mundsson málara á uppboði Um 80 verk verða á listmuna- uppboði sem Gallerí Borg og Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar standa fyrir á Hótel Sögu í kvöld og hefst klukkan 20.30; þar af eru tvær myndir eftir SIGURÐ GUÐMUNDS- SON málara. Nær öll verkin eru eftir þekkta íslenska myndlistarmenn. Af yngri listamönnum má nefna KRISTJÁN DAVÍÐSSON, TRYGGVA ÓLAFSSON, ÁGÚST PETERSEN, VALTÝ PÉTURSSON, JÓNAS GUÐ- MUNDSSON, PÉTUR FRIÐRIK, HRING JÓHANNESSON, ALFREÐ FLÓKA Og KARÓLÍNU LÁRUSDÓTT- UR. Af eldri listamönnum má nefna jóhannes S. kjarval, GUNNLAUG BLÖNDAL, BRYNJÓLF ÞÓRÐARSON, MUGG, JÓN ENGIL- BERTS, NÍNU TRYGGVADÓTTUR, ÁSGRÍM JÓNSSON, ÞORVALD SKÚLASON, KRISTÍNU JÓNSDÓTT- UR Og ÞÓRARIN a ÞORLÁKSSON. Stúlkuandlit 1852. Sigurður Guðmundsson málari. Þá verða boðnar upp tvær olíu- myndir eftir SIGURÐ GUÐMUNDS- SON listmálara. Þær eru af ung- um stúlkum, málaðar 1853. Myndirnar eru úr einkasafni í Danmörku en hvorki þar í landi né hér er vitað til þess að myndir eftir Sigurð hafi verið á uppboð- um, að sögn forsvarsmanna list- munauppboðsins. ,,Madur er í pólitík af einhuerri löngun til að deila kjörum með fólki og reyna að gera lífið ofurlítið nota- legra. Pað sama er maður að gera sem rithöfundur. Þessi störf eru því síður en svo óskyld og engin tilviljun að margir stjórnmálamenn hafa jafnframt verið listamenn," segir Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og forseti sameinaðs þings, en hún sendir nú frá sér tvœr bœkur: „Und- an illgresinu", spennusögu fyrir vel lœsa krakka og „Nú heitir hann bara Pétur“ fyriryngstu lesendurna. Það er létt yfir Guðrúnu þegar blaðamaður og ljósmyndari PRESS- UNNAR líta inn hjá henni á virðu- legri skrifstofu forseta sameinaðs þings. Það er mánudagsmorgunn og hún er að „fara yfir litteratúr dags- ins“, eins og hún orðar það, bréf og erindi sem þingforseta hafa borist í morgunsárið í upphafi erilsamrar viku. Ljósmyndarinn vill ljúka verki sínu og biður Guðrúnu að setjast í stól andspænis málverkum af for- verum hennar. „Þá verður þetta svolítið erótísk mynd,“ segir hann og Guðrún tekur því með sínu hlý- lega brosi. Fyrsta bók hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni, kom út árið 1974. Síðan eru bækurnar orðnar 13, að með- töldu leikritinu Ovitum og bókun- um tveimur fyrir þessi jól. Á sama tíma hefur Guðrún verið í fullu starfi, fyrst sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun og síðan sem al- þingismaður. — Er hvíld fyrir þig að skrifa? „Nei, stundum þarf ég að kvelja mig að ritvélinni, það er að segja að tölvunni nú í seinni tíð.“ Guðrún segir að „Undan illgres- inu“ hafi verið að mótast í þrjú ár en í sumar settist hún niður og skrifaði hana. Hin bókin, „Nú heitir hann bara Pétur“, átti sér mun lengri að- draganda: „Hún er satt að segja 20 ára göm- ul, búin að vera svona flökkusaga í fjölskyldunni. Reyndar óraði mig aldrei fyrir að hún ætti eftir að koma út á prenti. En börn hafa haft gaman af henni og hún hefur verið til í ýmsum útgáfum. Svo kom ég við hjá syni mínum i Árósum í sumar. Hann á tvo stráka sem byrjuðu að rella í mér að segja sér þessa sögu. Faðir þeirra sagði því við mig hvers vegna í ósköpunum ég færi ekki að koma henni á prent, svo ég gæti far- ið að lesa hana fyrir börnin. Þá kast- aði ég því fram að best væri að ég eyddi vikunni í að skrifa bókina en þá yrði hann að myndskreyta hana. Og það gerði hann.“ Bókin er sem sagt myndskreytt af syni Guðrúnar, Herði, sem er tölv- unarfræðingur og sagan er loksins komin á bók, eftir 20 ára tilvist. í hinni bókinni, „Undir illgresinu", er Guðrún að takast á við nýtt verk- efni. „Ég fór að reyna að skrifa reyf- ara fyrir börnin," segir hún, „fyrir krakka 10 ára og upp úr, vel læsa. Auðvitað veit ég ekki hvernig til hef- ur tekist en ég vona að hún sé spennandi". — Það er ekkertá dagskrá hjá þér að skrifa beinlínis fyrir fullorðna? „Ég hef ekkert sett mig niður við það. Það er líklega miklu gagnlegra að sk.rifa af alvöru fyrir krakka. Það verður lítið um lesendur í framtíð- inni ef börnin venjast ekki á bóklest- ur. Börn eiga alveg þá virðingu skilda að höfundur skrifi fyrir þau bækur sem hann þarf ekki að skammast sín fyrir gagnvart full- orðnu fólki.“ Guðrún var elst í hópi 10 systkina. Hún segist ekki hafa alist upp á neinu sérstöku bókaheimili en hins vegar las hún allt sem til var og síðar lærðist henni að nýta sér bókasafnið í Hafnarfirði. „Þar átti ég sannar- lega hauk í horni sem var Magnús Ásgeirsson skáld og bókavörður. Hann hafði gaman af að láta mig lesa erfiðar bækur. Honum hefur ef- laust fundist ég lítil og skrítin enda ætlaði ég aldrei að ná upp á borðið sem hann sat við. Meðal þess sem hann sendi mig heim með var Man- freð eftir Byron. Ég man að mér þótti Manfreð ansi strembinn en þorði auðvitað ekki annað en lesa hann. Svo kom ég að skila og skipta bókum og þá horfði hann á mig og spurði hvprt ég væri búin að lesa Manfreð. Ég sagði auðvitað já en sá að hann trúði mérekki. Hann fór þá að spyrja mig út úr og ég gat auðvit- að svarað því. Þá hallaði Magnús sér afturábak í stólnum og skellihló. En það gerði hann nú ekki oft.“ — Þú hefur örugglega verið svolít- ið skrítin stelpa. Þaö hefur til dœmis ekki verið samkvœmt hefðinni að sjómannsdóttir frá barnmargri fjöl- skyldu í Hafnarfirði fœri í mennta- skóla? „Ég á það nú hreinlega að þakka kennurum mínum í Flensborg, þeim Benedikt Tómassyni og doktor Bjarna Aðalbjarnarsyni og fleirum. Þeir gengust beinlínis í því að ég héldi áfram í skóla. Flensborg var mjög góður skóli. Doktor Bjarni var íslenskukennarinn minn og mér finnst eiginlega alltaf að hann lesi yfir öxlina á mér þegar ég er að skrifa. — Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, Þóroddur skáld frá Sandi, Benedikt Tómasson skóla- stjóri: þetta voru engir aukvisar og skólinn ekki stærri en svo að það var hægt að fylgjast með þeim strá- um sem þar voru.“ Guðrún talar um gömlu kennar- ana af djúpri virðingu og það færist ró yfir hana: „Þegar ég tók lands- próf gaf doktor Bjarni mér gjöf sem ég mundi grípa með mér fyrst af öllu ef eitthvað kæmi fyrir heimili mitt. Hann gaf mér orðasafn Sigfús- ar Blöndals í tveim bindum. Hafði látið skipta henni í tvennt. Ég var svo lítil að hann hefur ekki treyst mér ti! að halda á svo stórri bók. Hún er í óskaplega fallegu bandi og árituð með hans smágerðu og fal- legu rithendi. Hann var afskaplega umhyggjusamur fyrir mér þótt við þéruðumst alltaf. Hann þúaði aldrei nemendur sína. Það skiptir engu smámáli fyrir krakka að vera ein- hvers virtur. Kannski er ég að reyna að endurgjalda þessa lífsreynslu mína.“ Guðrún fór snemma að skrifa nið- ur sögur, sendi nokkrar undir dul- nefni til Æskunnar og fékk þær birt- ar. „Ég var alltaf jafnundrandi þegar þær birtust. Og þegar ég var þrettán ára sendi ég meir> að segja bók til útgefanda en ætli ég hafi nokkuð gert mér allt of rniklar vonir." Eins og aðrir stfómmálamenn býr Guðrún við óvissu um aðalatvinnu sína. Þarhefurhún vœntanlega líka lœrt að gera sér ekki allt of miklar vonir. Framundan er forval hjá Al- þýðubandalaginu í Reykjavík þar sem rœðst hverjir skipa efstu sœtin. Hvað gerirðu ef flokkssystkinin hafna þér? „Ég mundi hugsa: Óttalegir bján- ar eru þetta. En að sjálfsögðu yrði ég að taka því. Ég vil minna á að ég fór fyrst inn í fjórða sætið í Reykja- vík, síðan tók ég það þriðja og svo annað sæti. Þetta hef ég túlkað sem svo að ég hafi notið vaxandi stuðn- ings innan flokksins. Og ekki hef ég neina ástæðu til að halda að sá stuðningur hafi minnkað þótt ein- hver lítill hópur kunni að vera á ann- arri skoðun. En hann hefur alltaf verið það,“ segir Guðrún með sínum sposka svip og fer ekkert í grafgötur um að hún ætlar sér að vera áfram í pólitík. Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.