Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 29.11.1990, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. NÓVEMBER 19 egar eru komnar á flot vanga- veltur um hver verður kosinn íþróttamaður ársins 1990 og beinast augu manna eink- um að tveim mönn- um. Það eru þeir Pétur Guðmunds- son kúluvarpari og Bjarni Friðriks- son júdómaður. Bjarni hefur unnið glæsileg afrek að undanförnu og er talinn sigurstranglegri þrátt fyrir að Pétur hafi sett glæsilegt íslandsmet fyrir skömmu. Það spillir fyrir möguleikum Péturs að hann hefur ekki unnið neinasigra á mótum. Þá mun það hafa sitt að segja að íþróttafréttamenn eru enn með samviskubit yfir því að Bjarni fékk KAFFIFILTER 1 SÍMI: 91-24000 ekki titilinn 1984 þegar hann vann bronsið á Ólympíuleikunum ... Ef þeir Einar Már Sigurðsson og Björn Grétar Sveinsson ná ekki að velta Hjörleifi Guttorms- syni úr sessi í forvali Alþýðubandalagsins á Austurlandi, þá þykir næsta víst að þeir taki ekki sæti á listanum. Sá mögu- leiki er sagður opinn að þeir taki sæti á lista heimastjómarmanna eystra, en sjálfir munu þeir gjarnan vilja setj- ast ofarlega á lista Aiþýðuflokks- ins . . . lEkkert þokast áleiðis varðandi íþróttahöll þá sem á að byggja fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik. Innan bæjarstjórnar Kópa- vogs er stöðugt rætt um málið en niður- staðan lætur á sér standa. Kemur fyrir lítið þó Jón Hjalta- lín Magnússon, formaður Handknattleikssambands íslands, reki stöðugt á eftir því. Nú munu menn hins vegar vera farnir að spá í þann möguleika að kaupa stálgrindarhús frá Bandaríkjunum. Það er talið geta orðið mun ódýrari kostur en að steypa upp nýtt hús... lELginn asi er við undirbúning lista Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Hins vegar bætast smátt og smátt fleiri nöfn á lista yfir hugsanlega kandídata. Nú hefur Magnús Jónsson veðurfræðingur lýst því yfir að hann gefi kost á sér. Þá hefur komið fram í PRESSUNNI að Birgir Árnason hagfræðingur hjá EFTA, fyrrum aðstoðarmaður viðskipta- og iðnaðarráðherra, íhugi málið, svo og Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri KRON, og Össur Skarphéðinsson, aðstoðarfor- stjóri Reykvískrar endurtryggingar. Og þá gerist sá orðrómur æ sterkari að Ellert B. Schram, ritstjóri DV og fyrrum þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, skelli sér í slaginn ... Varðan opnar viðskiptavinum Landsbankans leið inn í bankaþjónustu framtíðarinnar. Varða er nafn á víðtækri fjármála- þjónustu Landsbankans sem er sérsniðin fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Með Vörðunni vill Landsbankinn efla sérstaklega tengslin við þessa viðskiptavini sína, sem margir hverjir hafa skipt við bankann áratugum saman, og veita þeim persónulegri bankaþjónustu sem er mun yfirgripsmeiri en áður hefur þekkst. Varðan er samsett úr mörgum þjónustu- þáttum. Þar á meðal er að sjálfsögðu ávöxtun sparifjár, verðbréfaþjónusta, lánafyrirgreiðsla og greiðslukorta- viðskipti. En í Vörðunni er einnig veitt ráðgjöf og þjónusta á sviði trygginga- og skattamála, aðstoðað við gerð fjár- hagsáætlana og leiðbeint um útfyllingu ýmissa gagna og umsókna, s.s. til Trygg ingastofnunar. Ennfremur er Vörðu- félögum veitt aðstoð vegna húsnæðis- skipta. Hafðu samband við Vörðu- þjónustufulltrúann á næsta afgreiðslustað bankans og fáðu nánari upplýsingar. Varðan er félagsskapur sem borgar sig að eiga aðild að. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.