Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
Það fer vist ekki framhjá
neinum að einn íslensk-
ur rithöfundur fær meiri
auglýsingu en aðrir í Rík-
isútvarpinu fyrir jólin.
Það er jjjóðhóttagrúsk-
arinn ARNI BJÖRNS-
SON en undantekning-
arlaust er viðtal við hann
í fréttatíma auk þess
sem lesið er úr nýjustu
bók hans. Þessi árlega
fimm mínútna auglýsing
kom í kvöldfréttatíma
Ríkisútvarpsins um síð-
ustu helgi og eru aðrir
rithöfundar grænir af öf-
und. Ekki er hægt að átta
sig á því hvers vegna
Árni fær þessa umfjöllun
þó að bækur hans séu
athyglisverðar. Er líklegt
að efni þeirra standi
nærri fréttamati frétta-
stofunnar. Sem sagt:
fornar og þjoðlegar frétt-
ir.
Harmsaga EINARS VIL-
HJALMSSONAR heldur
áfram því að enn veit
hann ekki hvaða spjóti
hann á að kasta. Einar er
því hættur að kasta og
farinn að skrifa um spjót-
kast.
Er BJARNI FEL. dansk-
ur? Þessarar spurningar
spyrja handboltaáhuga-
menn sig eftir að hafa
hlustað á stutta lýsingu
hans á landsleiknum við
Dani. Bjarni var nefni-
lega hinn ánægðasti
þegar Danir jöfnuðu
með ólöglegu marki í
lokin. Þá muna allir eftir
áhuga hans á danska
dýnamítinu.
Árni, stjórnar Hans
klaufi nokkuð viðgerð-
unum?
„Þaö getur vel veriö; hann
kom þó konungsdóttur-
inni til aö hlœja.“
Arni Johnsen er formaður bygging-
arnefndar Þjóðleikhússins en nú er
Ijóst að kostnaður við viðgerð á hús-
inu fer að minnsta kosti fjórðungi
fram úr áaetlun. Er talið að heildar-
kostnaður við endurreisn hússins
muni nema tæplega 800 milljónum
króna við verklok áriö 1992.
ÞRáBmiftKftBTffiETT
Enn ein skraiitfjöðrin bætist nú í fjörugt næturlíf Reyk-
víkinga. Þessi kemur frá London og nefnist The Tofu
Twins. Hins vegar eru ekki tvíburar á ferðinni heldur þrí-
burar og flytja óvenjulegan kabarett, blanda saman
söng, tónlist og spaugi. Veitingahúsið Gay 22 stendur fyr-
ir komu þríburanna sem munu skemmta þar tvær næstu
heigar. Er þetta ekki tilvalið með jólaglögginu?
Það voru írskir sér-
fræðingar sem settu
skiltið upp. Hér eru
þeir góðglaðir að
verki loknu.
Risafjölmiðill hóf göngu sína á mánudaginn. Það er
. .risaskilti sem hangir utan á Kringlunni. Talið er að um
\ 70 þúsund manns muni sjá skiitið á degi hverjum, eða
\ rétt tæpur fjórðungur þjóðarinnar. Þetta er álíka og
horft er á vinsælustu þætti sjónvarpsstöðvanna.
Útsendingar þessa fjölmiðils eru frekar
\ einhæfar enn sem komið er: auglýsingar frá
V verslununum í Kringlunni. Það kann hins
\ vegar að breytast. Víða erlendis getur
almenningur fengið að setja inn skilaboð
á svona skilti. Þannig hafa nokkrir New
Yorkbúar krækt í sína heittelskuðu með því að biðja hennar á
risaskiltinu á Time Square. Forsvarsmenn Kringlunnar segja að
það sé hugsanlegt að íslenskir elskhugar geti gert það sama ein-
hvern tíma í framtíðinni.
En þangað til verða auglýsingarnar alls ráðandi. Sá sem
stjórnar útsendingum þeirra er Kristján Karlsson auglýsinga-
teiknari. Hann mun sitja næstu mánuðina við tölvuna og spila
á skiltið fyrir bílstjórana á Miklubraut. Eins og óvætturin í óper-
unni er Kristján Miklubrautaróvætturin.
úýutáan <£
faió&ituti
Kraftafólk í World Class fékk óvæntan glaðning á mánudags-
kvöldið þegar fram spruttu íturvaxnar tískusýningarstúlkur á
nærbrókinni einni saman. Þar voru komnar stúlkur úr Módel '79
sem sýndu nærföt með sjálfa ungfrú ísland í fylkingarbrjósti.
Þetta var að sjálfsögðu blúndunærfatnaður af bestu gerð og nátt-
kjólar í stíl. Að sögn Björmu Didriksen, eiganda Misty, eru íslensk-
ar konur mjög vandlátar. „Þær eru vanar góðu og það þýðir ekk-
ert að bjóða þeim neitt rusl.“
Eftir því sem PRESSAN kemst næst er þetta fyrsta tískusýningin
í líkamsræktarstöð en af hverju fór sýningin fram þar?
„Ég er að reyna að ná til yngri viðskiptavina og vildi sýna á stað
þar sem áfengi væri ekki haft um hönd. Reynslan hefur sýnt að
nærfatasýningar á vínveitingastöðum ganga ekki,“
sagði Bjarma.
Miklubrautaróvænupin
LITILRÆÐI
af ráðherrum í sér
Voðalega virðist það
koma flatt uppá fólk hvað
það er dýrt fyrir ráðherra
að hleypa heimdraganum,
eða réttara sagt hvað langt
þarf að seilast ofaní al-
menningspyngjuna þegar
ráðherrar þurfa „nesti og
nýja skó“ til að fara til út-
landa.
Stundum er mér nær að
halda að fólkið í landinu og
fjölmiðlar haldi að það sé
bara „afþvíbara" sem okk-;
ur langar öll svo ósegjan-
lega mikið til að verða ráð-
herrar.
Einsog fólk skilji það ekki
að með ráðherradómi
höndlar maður lífsnautn-
ina frjóvgu — gradís.
Auðvitað fórnar maður
hendi, fæti, hári og tönn og
loks ástkonunni sjálfri til að
verða ráðherra, einfaldlega
af því það er svo rosalega
gaman að vera ráðherra.
Heimsreisurnar verða
svo miklu hagkvæmari og
notalegri og dýrari heldur-
en þegar maður þurfti að
borga þær sjálfur.
Sérstaklega ef maður er
frá skaparans hendi mikill
ráðherra í sér.
Og það er bara í mann-
legu eðli að grípa gæsina
meðan hún gefst ef maður
sér framá að maður verði
bara ráðherra einusinni á
æfinni og voða stutt.
Ferðast ekki í einhverjum
hundsrassi aftast í flugvél-
um eða búa á pensjónötum
einsog Steingrímur J„ Ólaf-
ur Ragnar og Jóhanna.
Hafa klassa.
Vera ráðherra.
En ráðherra sem ekki er
ráðherra í sér fær þess
aldrei notið til fullnustu að
vera ráðherra.
Ég skrapp til Finnlands
um síðustu helgi og hefði
svosem fullvel getað verið
ráðherra að því leytinu til
að allt var borgað fyrir mig.
Á leiðinni heim las ég svo
í blöðunum hvað svona
finnlandsför kostaði fyrir
ráðherra.
Og ég hugsaði sem svo:
— Heppnir voru þeir hjá
íslendingafélaginu í Finn-
landi að ég er bara venjuleg
manneskja.
Ég fékk meiraðsegja að
sitja á Sagaklass á heim-
leiðinni vegna þess að flug-
stjórinn sagði yfirflugfreyj-
unni að hann væri frændi
konunnar minnar.
Samt kostaði ferðin
hvorki hálfa né eina miljón
og ekkert þar á milli, eins-
og þegar Óli Þorn skreppur.
Líklega er ég ekki ráð-
herra í mér.
Og þó talaði flugstjórinn
meiraðsegja við mig og
spurði mig hvort frúin væri
ekki með.
Og þegar ég sagði hon-
um að hún hefði orðið eftir
heima svaraði hann:
— Nú þetta hefur verið
skemmtiferð.
Mér svona einsog dettur
þetta í hug af því að þessa
dagana eru allir að fjarg-
viðrast útaf því hvað ráð-
herrafrúrnar séu dýrar í
rekstri.
Þetta er mesti reginmis-
skilningur.
Eiginkona á erlendri
grund sem hefur ekki úr
nógu að spila verður
ólukkuleg.
Og ólukkuleg ráðherra-
frú er til alls vís og getur
orðið bónda sínum fjötur
um fót ef hún hefur ekki
skotsilfur.
Og þeir sem verða ráð-
herrar snöggvast og bara
einusinni á æfinni geta ekki
hætt á slíkt.