Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 32

Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 32
HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 6818611 ruggt er að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, verður í fyrsta sæti á lista flokksins á Reykjanesi. Reiknað er með að Sólveig Þórðardóttir, ljós- móðir og bæjarfull- trúi í Njarðvík, verði í öðru sæti listans. Sólveig skipaði efsta sæti á framboðslista vinstri manna við bæjarstjórnarkosningarnar í vor sem leið. . . í máli ákæruvaldsins gegn Ómari Kristjánssyni og Guð- mundi Þórðarsyni var þess krafist að Ómar yrði svipt- ur verslunarleyfi. Dómurinn varð ekki við þessari kröfu sækjandans í mál- inu, Atla Gíslason- ar hæstaréttarlög- manns. Astæðan er sú að Ómar hefur ekki verslunar- leyfi og þess vegna ekki hægt að svipta hann því... K kaupsýslumönnum tekst mis- vel upp þegar þeir kaupa fyrirtæki og selja. Jón Ólafsson i Skífunni keypti fyrir fáum misserum gjald- þrotafyrirtækið Ör- tölvutækni. Jóni tókst að byggja fyrir- tækið upp og koma því í góðan rekstur. Werner Rasmus- son, apótekari í lngólfsapóteki, keypti fyrirtækið af Jóni fyrir skömmu. Ágóði Jóns af viðskiptun- um er sagður vera tuttugu og tvær milljónir króna .. . eykvíkingurinn Jón Þ. Walt- ersson var úrskurðaður gjaldþrota fyrir skömmu. Kröfur í bú hans voru samtals 53,4 milljónir króna. Engar eignir voru í búinu. Jón rak pappírs- pokaverksmiðju. Gjaldheimtan í Reykjavík og tollstjóri töpuðu mest í þessu mikla gjaldþroti. . . A Llþýðubandalagsmenn á Snæ- fellsnesi munu sækja fast að fá ann- an mann á lista flokksins á Vestur- landi. Jóhann Ársælsson Skaga- maður er öruggur um fyrsta sætið. Um annað sæti koma fjórir Snæfell- ingar til með að keppa, tveir Grund- firðingar, Ragnar Elbergsson og Ólafur Guðmundsson, og tveir Sandarar, systurnar Drífa og Hulda Skúladætur, Alexanderssonar fráfarandi þingmanns . . . I æsta byggingarævintýri Reykjavíkurborgar, Kjarvalssafn á Miklatúni, er komið á borð bygging- I ið umdeilda skattframtal Þýsk-íslenska var samið af Guð- mundi Þórðarsyni héraðsdóms- lögmanni. Nokkrum árum áður en Guð- mundur hóf störf hjá Þýsk-íslenska starf- aði hann á rann- sóknardeild ríkis- skattstjóra. . . ■■kki hefur enn náðst saman í viðræðum fjármálaráðuneytisins og fulltrúa Sláturfélags Suðurlands um kaup á Laugarnes- húsinu. Starfshópur ríkisstjórnarinnar, sem fjallaði um mál- ið, lagði til að húsið yrði keypt en menn munu hins vegar ekki vera tilbúnir að gleypa verðhugmyndir SS-manna. Þeir vilja fá á milli 500 og 600 millj- ónir fyrir. Þá vill svo til að það mun vera til smuga í fjárlögum fyrir kaupum á húsinu því þar var til- greindur liður undir kaup á húsi undir Myndlista- og handíðaskóla íslands. Einnig hefur verið rætt um eignaskipti þannig að SS fengi eitt- hvað af húsum ríkisins sem auðveld- ara væri að losna við. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, gæti því orð- ið umsetinn meðal fasteignasala á næstunni... arnefndar borgarinnar. Byggingar- deild borgarverkfræðings hefur sótt um leyfi til að reisa Kjarvalssafnið, 1.660 fermetra að stærð, þar af er fyrsta hæðin 712 fermetrar og önn- ur hæð 910 fermetrar. Afgreiðslu umsóknarinnar var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og henni vísað til slökkviliðsstjóra. . . ■ ■ UM LANGAN ALDUR HOFUM VIÐ ■ ■ SEÐ LANDSMONNUM FYRIR FLUTNINGUM Á SJÓ 5 í 60 ár hefur Ríkisskip annast flutninga til hafna um land allt. Áralöng reynsla, ásamt góóum skipakosti og þrautþjálfuðu starfsfólki, gerir okkur kleift að búa vel um hvers kyns vöru og koma henni örugglega á áfangastað. Kynntu þér þjónustu okkar ogjáðgjöf. Við höfum ávallt að leiðarljósi að uppfylla óskir viðskiptavina okkar og laga þjónustuna að þörfum hvers og eins. Nýttu þér þjóðbraut okkar á sjó. Það er þér í hag. RIKISSKIP Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, pósthólf 908, sími (91) 28822, myndsendir (91) 28830

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.