Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
Notar Höfða tíl að
hressa upp á
hlettóttan orðstír
Japanski auðjöfur-
inn aem byggði eftir-
mynd af Höfða í Japan
mun alla ekki vera aá
fíni papptr aem ætla
mætti.
Komið hefur í ljós að
hann byggði Höfðaeftir-
rnyndina meðal annars til
þess að reyna að bæta
orðstír sinn en hann hafði
áður verið bendiaður við
vafasöm viðskipti ýmiss
konar. Honum varð að
ósk sinni. Þar sem forseti
íslands mætti við opnun
hússins flyktust þangað
einnig ýmsir japanskir
merkismenn. Þegar Vig-
dís klippti á borðann losn-
aði japanski kaupsýslu-
maðurinn því jafnframt
úr prísund sinni. Honum
hefur tekist að komast
inn í almennilegar
„kreðsur" í Japan.
Þessi vafasama fortíð
japanska viðskiptajöfurs-
ins hefur ekki vakið
mikla athygli hérlendis.
Hins vegar hefur komið
fram að Japanar voru
ekki nema tvo mánuði að
byggja húsið og allar inn-
réttingar með.
íslenskir ^byggingar-
verktakar fengu í mag-
ann þegar þetta fréttist.
Blómasúlur
leymslum
Heildsalar og aðrir
bisnessmenn leggja
mikið á sig fyrir hver
jól til þess að detta í
lukkupottinn. Sumum
hefur tekist þetta eftir-
minnilega eins og
kennarahjónunum
sem hófu innflutting á
fótanuddtækjum um
árið eru lýsandi dæmi
um. Aðrir hafa slegið í
gegn með töfrasprot-
um, litlum lesálfum og
fleiri nauðsynlegum
hlutum.
Nú hefur verið kynnt á
markaðnum nokkuð sem
gæti orðið jólagjöfin í ár.
Það er rekki undir geisla-
diska og gagnast jafn-
framt sem blórhásúla. Súl-
an er álíka breið og kass-
arnir utan um geisladisk-
ana. Hún tekur u.þ.b. 70
diska.
Sérfræðingar PRESS-
UNNAR segja að þeir sem
á annað borð eiga plötur
svo nokkru nemi eigi vart
færri en um 300. Til þess
að koma þeim öllum í
geymslu í súlum þarf því
tæplega fimm súlur.
Ef geisladiskasúlurnar
slá í gegn er Ijóst hvernig
iandslag mun einkenna
betri stofur landsmanna í
framtíðinni. Þar verður
svipað um að litast og við
Dauðsmannsdranga þar
sem háar klettasúlur rísa
upp úr eyðimörkinni.
KRÓKÓÞÍIA
MAOURINN
FUNDINN
íslenskir áhugamenn
hafa sent spurningar um
krókódíiaeidi til Harrys
Messel, skriðdýrasér-
fræðings í Perth í Astralíu.
Harry, sem er mikill ævin-
týramaður, fannst hug-
mynd íslendinganna hins
vegar einum of ævintýra-
leg.
„Það verður erfitt, enginn
vafi á því,“ sagði hann við
fréttamann Reuter-fréttastof-
unnar um möguleika á
krókódílaeldi hérlendis.
PRESSUNNI er ekki kunn-
ugt um hvaða áhugahópur
það er sem hefur leitað hóf-
anna hjá Harry í Ástralíu. Hitt
er ljóst hvaðan þessi hug-
mynd er komin. Það var sjálf-
ur atvinnumálafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar með aðsetur í
umhverfismálaráðuneytinu,
Guttormur Einarsson, upp-
finningamaður og fyrrum
bruggmeistari Ámunnar, sem
fyrstur manna kom fram með
þessa hugmynd. Það var á
fundi í Mývatnssveit þar sem
Guttormur fjallaði um at-
vinnutækifæri í sveitinni. Það
sem honum fannst helst
koma til greina var krókó-
dílaeldi og ræktun á rauðu
ginsengi.
Ef einhverjum þykja þessar
hugmyndir skringilegar má
benda á að Guttormur stakk
upp á því á sínum tíma að
reist yrði víkingaþorp á Hellu
þar sem bæjarbúar gætu
sprangað um íklæddir vík-
ingabúningum og grætt reið-
innar býsn á ferðamönnum.
Hverjir svo sem fara út í
krókódílaeldið, ef einhverjir
láta verða af því, er víst að
Guttormur er krókódílamað-
urinn sjálfur.
Spilavífi
Kringum tí-
unda dag hvers
mánaðar fá
bótaþegar hjá
Trygginga-
stofnun ríkis-
ins útborgað.
Þá eykst líka
örtröðin fyrir
framan spila-
kassana á Um-
ferðarmiðstöð-
inni. Þeir sem
leið eiga þar um
geta gengið að
sama fólkinu að
leik dag eftir
dag. Þótt um-
búnaðurinn sé
ekki jafnglæsi-
legur og í spila-
vítishöllunum í
Monte Carlo svíf-
ur sami andinn
yfir vötnunum.
Og í hvert sinn
sem einn kass-
anna gefur vel
gjóa ailir öfund-
araugum á þann
heppna.
Hætta af
súrheysturni
Komið hefur í ljós að súr-
heysturninn við Grund í
Svínadal ógnar öryggi
skólabarna í sveitinni.
Skólabílstjórar hafa skor-
að á almannavarnanefnd
Austur-Húnavatnssýslu að
vinna að því að turninn
verði rifinn.
Það er hins vegar ekki
hægt. Turninn
er aðalsönn-
unin í mála-
ferlum bónd-
ans á Grund
gegn Glób-
usi sem
seldi honum
turninn.
Bóndinn
segir turn-
inn hafa
verið gall-
aðan en
Glóbusar
þráast við.
Á meðan
mun skóla-
börnum og
öðrum veg-
farendum í
Svínadal
stafa hætta af turninum.
6Ó0MÁIMAR Á
STEINASTRÝTU
Nú hefur komið í ljós að
allir erfiðleikar Islend-
inga eru brátt að baki. Am-
eríkanar hafa nefnilega
fundið heljarinnar ósköp
af mangani út af Reykja-
neshrygg. Þótt enginn hafi
vitað áður hvað mangan
var vita það allir í dag. Það
er fágætur málmur sem á
eftir að gera alla íslend-
inga ríka.
Einum manni stendur þetta
mál nær en öðrum en það er
hann Steingrímur Þorvalds-
son, skipstjóri á Vigra. Mang-
anið fannst nefnilega á svo-
kallaðri Steinastrýtu, en
strýtan sú er nefnd í höfuðið
á Steingrími. Það stendur
honum því næst að gera til-
kall til góssins.
JOIASVEINAR TIL ÚTFUITNIN6S
Hrekkjóttu, skrítnu jóla-
sveinarnir eru óplægður
útflutningsakur. Það segir
að minnsta kosti Jónas
Þór, fyrrverandi ritstjóri
Lögbergs-Heimskringlu
og núverandi kennari
barna og unglinga varnar-
liðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli.
Jónas Þór hefur samið og
gefið út bókina „Christmas
trolls". „Þetta er lítið ævintýri
sem hefst í Bandaríkjunum.
Níu ára vestur-íslensk stúlka
frá Minnesota kemur til ís-
lands að heimsækja ættingja
sína, eftir að hafa unnið ferð
á vegum Flugleiða. Á íslandi
kynnist hún undirbúningi jól-
anna og heyrir um jólasvein-
ana, þessa hrekkjóttu og
þjóðlegu. Ég verð var við það
á Vellinum að börnunum
finnst þessi hugmynd um
þrettán hrekkjótta jólasveina
mjög spennandi og nýstárleg,
eitthvað annað en bara
Sánkti Kláus.“
Jónas Þór hefur sett sig í
samband við íslendingafélög
í Bandaríkjunum og einnig
bókaútgáfuna Scolastic Inc. í
New York. „Þeir eru að skoða
bókina en enn eru ekki nein
áform uppi um samning. En
bókabúðir hér hafa tekið
bókinni vel. Þær hafa selst
nokkuð, fólk á kunningja og
ættingja fyrir vestan og vill
gjarnan senda þeim eitthvað
sérstætt tengt Islandi."