Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
Fólk af þeirri kynslód sem
nú situr í helstu valdastödum
í þjódfélaginu er einstakt.
Þessi kynslód hefur líka búid
vid einstakar aðstœður. í
raun eru þœr svo einstakar
ad engin von er til þess ad
nokkur önnur muni búa vid
annaö eins nokkurn tíma.
Þetta er kynslódin sem stal
sparifé foreldra sinna, steypti
börnum sínum og barna-
börnum í skuldir og bjó til
velferdarríki — en bara fyrir
sjálfa sig.
Þetta er Drakúlakynslódin.
í raun er nafnið á þessari
kynslóð bara tilbúningur
PRESSUNNAR. Öfugt við
flestar aðrar kynslóðir hefur
hún aldrei kallað sig neitt.
Kynslóðin sem kom á eftir
kallar sig 68-kynslóðina, sú
sem fór á undan hefur verið
kölluð nýríka kynslóðin og á
undan henni gekk kreppu-
kynslóðin. En þessi hefur far-
ið hljótt.
Áhrif hennar eru þó sjálf-
sagt afdrifaríkari en allra
hinna.
LrriL SAGA ÚR
GARÐABÆNUM
Hvernig má þekkja fólk af
þessari kynslóð?
í Garðabæ var skipulagt
hverfi fyrir lítil einbýlishús
fyrir fáeinum árum. Búið var
til skipulag sem tilgreindi
byggingarflöt hvers húss og
hámarksstærð og hæð hús-
anna.
í fyrstu gekk allt eins og í
sögu. Það var einkum ungt
fólk sem keypti lóðir. Síðan
réð það til sín arkitekta til að
teikna hús sem rúmuðust inn-
an skipulagsins.
Vandamálin hrönnuðust
hins vegar upp þegar foreldr-
ar unga fólksins fengu áhuga
á húsbyggingunum. Þeir
lögðu leið sína til arkitekt-
anna og bentu þeim á að
miklu huggulegra væri að
stækka stofuna aðeins til
vesturs, búa til smíðaloft fyrir
ofan bílskúrinn og setja skála
í garðinn. Eftir að arkitekt-
arnir höfðu látið undan sóttu
foreldrarnir um undanþágur
frá skipulaginu þar sem húsin
voru flest orðin mun stærri
en skipulagið sagði til um. í
flestum tilvikum var látið
undan kröfum þeirra.
Áhrif foreldranna á hverfið
sjást glögglega nú þar sem
húsin eru miklu stærri en ráð
var fyrir gert. Þau fylla nán-
ast út í garðinn. Hægt er að
teygja sig á milli margra hús-
anna. En mestan svip setur á
hverfið að fjölmargir hús-
byggjendur hafa sprengt sig á
byggingunum. Þeir höfðu
einfaldlega ekki efni á að
byggja svona stór hús með
stækkuðum stofum, smíða-
loftum og garðhýsum. Hálf-
karaðar byggingar eru því
eitt af megineinkennum
hverfisins.
Ekki þarf glöggskyggnan
mann til að sjá hver það var
sem lagði hornsteininn að
harmsögu þessa hverfis. Það
var Drakúlakynslóðin.
GULLÖLD DRAKÚLA
Gullöld Drakúlcikynslóðar-
innar hófst á sjöunda ára-
tugnum en náði hámarki á
þeim áttunda.
Samkvæmt lauslegum út-
reikningum má telja að á
þeim tíma hafi átt sér stað
millifærsla á um 150 milljörð-
um króna frá sparifjáreigend-
um til skuldara. Þetta var gert
með því að halda vöxtum
langt undir verðbólgunni.
Þeir sem skulduðu bönkum
og sjóðum fitnuðu á sama
tíma og fólkið sem hafði lagt
fyrir eitthvert fé var gert
eignarlaust.
Gylfi Þ. Gíslason, prófessor
í hagfræði og fyrrverandi ráð-
herra, fjallaði um áhrif þessa
fyrirkomulags í fyrirlestri
sem hann hélt í Jónshúsi í
Kaupmannahöfn í byrjun átt-
unda áratugarins. Hann sagði
að verðbólga breytti mönn-
um í villidýr.
Sú varð raunin á íslandi á
gullöld Drakúlakynslóðar-
innar. Hver sem hafði að-
stöðu til fékk eins mikið af
lánum og hann gat. Hann
þurfti aldrei að borga nema
hluta þeirra aftur. Hins vegar
hélt hann eftir því sem hann
keypti fyrir lánin, húsi, bíl,
menntun, fyrirtækjum, frysti-
kistum og guð má vita hverju.
Það gekk kaupæði yfir þjóð-
félagið. Einkenni þess voru
þau að enginn þurfti sjálfur
að borga það sem hann
keypti. Allsherjar þjófnaðar-
alda reið yfir þjóðfélagið og
það besta var að enginn tók
almennilega eftir frá hverjum
var stolið.
Hins vegar lá það alltaf ljóst
fyrir. Eldri kynslóðin borgaði
brúsann. Það eru nefnilega
einkum börn og eldra fólk
sem safnar sparifé.
Þau sem blæddu voru eink-
um foreldrar Drakúlakyn-
slóðarinnar.
HVER OG EINN FÉKK
2,5 MILLJÓNIR
í SINN HLUT
Ef miðað er við að Drakúla-
kynslóðin samanstandi af
fimmtán árgöngum jafngildir
þessi 150 milljarða miili-
færsla því að hver einasti ein-
staklingur af þessari kynslóð
hafi tekið til sín um 2,5 millj-
ónir króna á núvirði.
En ekki er öll sagan sögð.
Frá miðjum sjöunda áratugn-
um og fram á þann níunda
jukust erlendar skuldir ís-
lendinga um 100 milljarða á
núvirði. Sumt af lánunum var
notað til gagnlegra hluta:
kaupa á togurum, virkjana og
annarra hluta sem hafa skap-
að verðmæti. En stór hluti
þessara lána fór í að halda
hérlendis uppi lífsmáta sem
engin efni voru fyrir.
Það var einkum á seinni
hluta gullaldar Drakúlakyn-
slóðarinnar sem erlendu lán-
in jukust. Einnig þá fóru þau
í nánast ekki neitt. Næstum
ekkert hefur gerst í íslensku
atvinnulífi á undanförnum
árum sem kallar á erlendar
lántökur, engar stórfram-
kvæmdir, engin alvöru upp-
bygging.
Þær fjárfestingar í atvinnu-
lífi sem þó var lagt í fyrir
þetta lánsfé eru svo óhag-
kvæmar að þær munu standa
í vegi fyrir eðlilegri þróun ís-
lensks atvinnulífs á næstu ár-
um og áratugum.
En erlendu skuldirnar eru
ekki þær einu sem þessi kyn-
slóð skilur eftir. Bygginga-
sjóður ríkisins, lífeyrissjóðirn-
ir, Lánasjóður íslenskra
námsmanna og fleiri horn-
steinar velferðarkerfisins eru
í raun engir sjóðir heldur risa-
stór skuldasúpa fyrir kom-
andi kynslóðir að greiða upp.
KENNINGAR SMÍÐAÐAR
ÚR RUGLINU
Það er kannski skiljanlegt
að fólk af Drakúlakynslóð-
inni hafi att börnum sínum út
í húsbyggingar í Garðabæn-
um — sem þau réðu síðan
ekki við. Þegar Drakúlafólkið
byggði voru fyrstu misserin
strembin en svo sá verðbólg-
an um afganginn. Sá sem tók
lán hjá Byggingasjóði ríkisins
árið 1971 greiddi þannig ein-
ungis um þriðjung af því til
baka. Afgangurinn brann
upp í verðbólgunni.
Fólk sem lifir slíka gósentíð
verður því að vonum dálítið
ruglað í ríminu. Það býr til
kennisetningar um að sér-
eignarstefnan sé hornsteinn
íslensks samfélags Það segir
við börnin sín að leiðin til
þess að koma þaki yfir höfuð-
ið sé fyrst og fremst sú að
stökkva út í. Þegar það sé bú-
ið komi fljótlega í Ijós að
húsakaupin séu miklu léttari
en nokkurn óraði fyrir.
Þeir sem hafa brennt sig á
slíkum ráðleggingum eru
börnin og sumir foreldranna
reyndar einnig; að minnsta
kosti þeir sem hafa skrifað
upp á skuldabréfin fyrir börn-
in sín.
En Drakúlakynslóðin hefur
ekki einungis búið til kenn-
ingar um húsakaup. Hún hef-
ur búið til heila efnahags-
stefnu þar sem lánsfé er lyk-
illinn. Samkvæmt henni get-
ur það bjargað heilu byggðar-
lögunum fái þau nógu mikið
lánað.
Fjöldagjaldþrot undanfar-
inna ára hafa hins vegar leitt
í Ijós að þessi stefna gengur
ekki upp, ekki eftir að gullöld
Drakúlakynslóðarinnar leið.
Börn Drakúlakynslóðar-
innar standa hins vegar
frammi fyrir því að þau munu
hafa það miklu verra en for-
eldrarnir. Á meðan foreldr-
arnir voru komnir með skuld-
lausar íbúðir upp úr þrítugu
verða börnin að greiða sínar
íbúðir langt fram eftir aldri.
Börnin standa jafnvel frammi
fyrir því að þau þurfi að spara
nokkur ár áður en þau geta
látið sig dreyma um eigin
íbúð.
í sjálfu sér er það ekkert
AÐ HAFA ÞAÐ
MIKLU VERRA EN
FORELDRARNIR
Sjálfsagt er það sameigin-
legt öllum kynslóðum á þess-
ari öld að telja sig geta haft
það um 10 prósentum betra
en foreldrarnir. Drakúlakyn-
slóðinni tókst þetta og miklu
meira en það.
öðruvísi en flest fólk á Vestur-
löndum þarf að gera. Munur-
inn er á hinn bóginn sá að
ungt fólk á íslandi hefur sam-
anburð við Drakúlakynslóð-
ina. Það verður að sætta sig
við að hafa það um þriðjungi
verra en foreldrar þess.
Það verður síðan ekki fyrr
en einhvern tíma á næstu öld
að einhver kynslóð getur haft
það jafnnáðugt og Drakúla-
kynslóðin.
Gunnar Smári Egilsson
„Ekki þarf glögg-
skyggnan mann til
aö sjá hver það var
sem lagði horn-
steininn að harm-
sögu þessa hverfis.
Það var Drakúlakyn-
slóöin."