Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
KÆRUR VERNA
RAGNSLAUSRA
UTTEKTA
VERKFRÆRINGA
Kœrur streyma til Neytendasamtakanna vegna steypuviðgerða á f/ölbylishúsum
Neytendasamtökin eru nú meö til skoðunar alls átta
kœrur eda kvartanir frá húsfélögum vegna mikillar
magnaukningar og verdhœkkunar á húsaviögeröum.
Dœmi eru um ad reikningar íbúa fjölbýlishúsa hafi allt
aö því þrefaldast þrátt fyrir verkfrœöilega úttekt og út-
boö.
Neytendasamtökin vildu ekki gefa upp hverjir kœrend-
ur vœru, en athugun PRESSUNNAR leiddi fljótlega í Ijós
fjögur til fimm nýleg dœmi. í fjórum tilvikum var þaö
Verkvangur sem annaöist verkfrœöilega úttekt á viö-
geröarþörf og sá um útboö.
Lítum á fjögur dæmi:
FELLSMÚU: 160% HÆKKUN
Við Fellsmúla 5—7 tók Verkvang-
ur að sér úttekt og útboð snemma
sumars. Níu aðilar buðu í verkið; í
kjölfarið var samið við lægstbjóð-
anda, Verk hf, um viðgerðir. Tilboð-
ið hljóðaði upp á 2,4 milljónir króna
og átti verkið að taka einn mánuð. í
Ijós kom að skemmdir voru mun
meiri en úttekt benti til og í sept-
ember hljóðaði reikningurinn upp á
6,2 milljónir og var hann þó ekki
endanlegur.
í Fellsmúla 5—7 eru 22 íbúðir. Eig-
endur þeirra töldu að kostnaður
þeirra yrði að meðaltali um 109 þús-
und krónur. Miðað við að reikning-
urinn verði endanlega 6,2 milljónir
verður meðalkostnaðurinn hins
vegar 282 þúsund. Bakreikningur-
inn hljóðar því upp á 178 þúsund
krónur á íbúð að meðaltali, sem er
nær 160% hækkun á tveimur til
þremur mánuðum.
Að sögn eins íbúans í þessu húsi
hafa greiðslur til verktakans verið
stöðvaðar meðan reikningarnir eru
skoðaðir nánar. „Við sjáum ekki bet-
ur en að sum verk hafi íarið tvisvar
á reikninginn og að verið sé að
rukka fyrir óunnin verk. Þetta hefur
ekki fengist leiðrétt."
KLEPPSVEGUR: 200.000 KR.
BAKREIKNINGU R
Við Kleppsveg 136—140 voru
sömu aðilar að verki í sumar. Hús-
eigendurnir fengu ábendingu frá
Rannsóknarstofnun byggingariðn-
aðarins um að leita til Verkvangs
um úttekt en Verkvangur var ein-
mitt stofnaður af starfsmönnum
stofnunarinnar meðal annarra. Eftir
að tíu tilboð bárust var samið við
Verk hf. um framkvæmdir upp á 6
milljónir króna. Var það þriðja
lægsta tilboðið. Skemmdir reyndust
meiri og núverandi áætlun, sem
ekki er endanleg, hljóðar upp á um
10 milljónir króna.
Hækkunin er því 67%. í þessu fjöl-
býlishúsi eru 20 íbúðir og hækkaði
því meðalkostnaðurinn á íbúð úr
300 þúsund krónum í 500 þúsund.
Verklok áttu að vera 20. september
en var frestað tvisvar og standa
framkvæmdir enn yfir.
Einn íbúanna í þessu fjölbýlishúsi
sagði í samtali við PREÍSSUNA að
ætla mætti að fólkið hefði verið
blekkt frá upphafi til að samþykkja
hækkanir. „Verkvangur á að heita
hagsmunagæsluaðili okkar en hef-
ur í reynd virkað sem málamiðlun-
araðili. Þeir sögðu aldrei að þetta
gæti hækkað. Hefðum við haft grun
um kostnaðarþróunina hugsa ég að
við hefðum frekar kosið klæðn-
ingu.“
BLÖNDUBAKKI: „VERKFRÆÐI-
STOFAN Á PRÓSENTUM"
Þriðja dæmið er Blöndubakki
6—20. Verkvangur tók að sér úttekt
og í framhaldi af því var samið við
verktaka um framkvæmdir upp á
4,6 milljónir króna. Verklok áttu
samkvæmt samningi að vera um
mánaðamótin ágúst/september.
Þrátt fyrir útboð og úttekt hefur
mikil magnaukning orðið og áætl-
aður kostnaður hækkað upp í 9,2
milljónir króna. Kostnaðurinn dreif-
ist á 48 íbúðir og hækkunin er því að
meðaltali frá 96 þúsund krónum
upp í 192 þúsund krónur eða um
nær 100%.
Einn íbúanna sagði við PRESS-
UNA að íbúarnir stæðu uppi varnar-
lausir. „Verkfræðistofan á að hafa
eftirlit með framkvæmdunum en
virðist standa með verktakanum.
Stofan virðist um leið hafa hag af
þessum hækkunum því hún tekur til
sín 10% af kostnaðinum. Verktak-
inn þarf ekki einu sinni að borga
dagsektir, þótt verklok hafi dregist
um 2—3 mánuði.“ Annar íbúi húss-
ins var ekki eins harður í dómum
sínum. „Úttektin var takmörkuð og
sýni ekki tekin til að sjá mætti nógu
vel fyrir hvað síðan gerðist. Enda sló
Verkvangur af sínum reikningi."
BLIKAHÓLAR: ÓNÁKVÆM
ÚTTEKT Á EIGIN HÚSI
Fjórða dæmið er einna merkileg-
ast þvi vegna viðgerða að Blikahól-
um 12 annaðist einn íbúanna úttekt
og sá íbúi er enginn annar en Ragn-
ar Gunnarsson framkvæmdastjóri
Verkvangs! „Ég skil þetta vandamál
því ég hef sjálfur lent í þessu. Sam-
kvæmt úttektinni átti kostnaðurinn
hjá okkur að vera þrjár milljónir, en
hann reyndist fimm milljónir. Ég á
10% og því hækkaði minn hlutur úr
300 þúsund í 500 þúsund krónur,"
sagði Ragnar.
I raun má tala um fimm dæmi því
í einu tilfellanna var PRESSUNNI
tjáð að húseigendur ættu í við-
kvæmum viðræðum við verktak-
ann. „Það mundi valda sprengingu
ef verktakinn fyndi lykt af því að
málið færi í blöðin," sagði viðmæl-
andi blaðsins.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir átta
mál af þessu tagi vera til skoðunar.
„Óneitanlega slær mann hvað fram-
kvæmdir geta hækkað eftir verk-
fræðilega úttekt á viðgerðarþörf-
inni. En ég get ekki tjáð mig um ein-
stök mál, þau eru til skoðunar hjá
okkar lögfræðingi." Jón Magnússon
lögfræðingur samtakanna vildi
heldur ekki ræða einstök tilvik.
VERKVANGUR: „VIÐ HÖFUM
HREINAN SKJÖLD“
Ragnar Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Verkvangs viður-
kenndi að óvenjumikið hefði verið
um magnaukningu í sumar en frá-
vikafjöldi gæti samt ekki talist mikill
þegar verkefnin væru hátt í hundr-
að hjá fyrirtækinu. „Við gerum fyrst
og fremst sjónmat og byggjum á
reynslu síðustu tíu ára. Oftast er
magnaukning vegna steypunnar en
þar getur ýmislegt komið í Ijós sem
ómögulegt er að sjá fyrir. Einnig
kemur fyrir að fólk vill hreinlega
ekki borga fyrir nákvæmar rann-
sóknir."
Ragnar sagðist mætavel skilja
gremju fólks sem lendir í miklum
aukakostnaði en telur að ósann-
gjarnt sé að ásaka verkfræðistofurn-
ar. „Það er skiljanlega áfall fyrir fólk
sem lendir í þessu en þvi má ekki
gleyma að viðbótarvinnan er ekki
til komin vegna ósanngirni og óneit-
anlega hækkar húseignin í verði.
Okkar vinna sparar um leið ýmis-
legt og auðvitað verðum við að fá
eitthvað fyrir hana. Það má út af fyr-
ir sig segja að vegna prósentuhlut-
deildar — við tökum 7—15% eftir
stærð verkefnis — þá þýði magn-
aukning meiri peninga fyrir okkur
en það er ekkert sem kemur í veg
fyrir að samið sé við okkur um ann-
að, t.d. tímavinnu. Satt að segja þurf-
um við alltaf að gefa afslátt þegar
magnaukning kemur í ljós. Hún er
okkur alls ekki í hag enda höfum við
engan áhuga á þeim leiðindum sem
þá geta skapast. Við viljum vera fag-
menn og teljum okkur vera það. Við
höfum ekkert að fela, höfum hrein-
an skjöld," segir Ragnar.
Friðrik Þór Guðmundsson
Fellsmúli 5—7. Úttekt Verkvangs og útboð géfu
til kynna 2,4 milljóna króna viögeröarkostnað
eða 109 þúsund krónur að meðaltali á íbúð. Nú
stendur upphæðin í 6,2 milljónum eða 282 þús-
undum á íbúð.
Blöndubakki 6—20. Úttekt Verkvangs og útboð
gáfu til kynna 4,6 milljóna króna viðgerðar-
kostnað eða 96 þúsund krónur að meðaltali á
íbúð. Nú stendur upphæðin í 9,2 milljónum eða
190 þúsundum á íbúð.
Kleppsvegur 136—140. Úttekt Verkvangs og út-
boð gáfu til kynna 6 milljóna króna viðgerðar-
kostnað eða 300 þúsund krónur að meðaltali á
íbúð. Nú stendur upphæðin í 10 milljónum eða
500 þúsundum á íbúð.
Blikahólar. Úttekt framkvæmdastjóra Verk-
vangs, sem þarna býr, benti til 3 milljóna króna
viðgerðarkostnaðar eða 300 þúsunda að meðal-
tali á íbúð. Nú stendur upphæðin í 5 milljonum
eða 500 þúsundum á íbúð.