Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER 27 ... fær hún Rut Róberts- dóttir fyrir aö segja svo fallega að hún „gái" í Al- fræöioröabókina í aug- lýsingunni. S1ÖÐ2 Hjálparhellan The Desperate Mission fimmtudag kl. 23.35. Vestri um mexíkanska þjóðhetju í gervi Hróa hattar. Bara við tvö Just You and Me, Kid föstudag kl. 01.35. George Burns rembist við að halda frek- ar slappri gamanmynd á floti. Það reynist of erfitt. ópskur sjónvarpsmyndaflokkur um samvinnu Evrópuþjóðanna í löggæslu. Fær alla til að sakna Bjarka og félaga. Játningar True Confessions föstudag kl. 22.15. Nafnarnir Ro- bert de Niro og Duvall eru fanta- góðir leikarar. Það bætir annars sæmilegan þriller. Ólsenliðið sér rautt Olsen- banden ser rödt laugardag kl. 21.55. Ótrúlegt en satt. Sjónvarp- ið ætlar að halda áfram að sýna Olsenbanden. Van Goghbræðurnir Vincent and Theo sunnudag kl. 22.40. Splunkuný bresk sjónvarpsmynd eftir þann gamla ref Robert Alt- man. Enn á ný er fjallað um karl- inn hann Vincent sem hefur sjálf- sagt gert svo marga brjálaða að hans eigin geðveiki fer að verða aukaatriði. Henry og June Henry and June Laugarásbíói kl. 5, 8.45 og 11,15. Svakaleg, alls ekki síðri en Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Stanley og íris Stanley and Iris Bíóborginni kl. 5, 7, 9 og 11.05. Fonda er tvímælalaust versta uppfinning Vadims. Hvar er Bardot? Ekki segja til mín Don’t Tel! Her It’s Me Háskólabíói kl. 5, 7, 9 og 11. Mynd fyrir menn sem nota skó númer 45 og stærri. Steve Guttenberg er eini leikarinn í Hollywood sem getur pantað lyftu án aðstoðar. Dóttir kolanámumannsins Co- al Miner’s Daugther laugardag kl. 23.25. Sissy Spacek vann Ósk- ar fyrir frammistöðu sina í þess- ari mynd en gamli trommuleik- arinn í The Band, Levon Helm, er ekkert síðri. Myndin fjallar um Lorettu Lynn, sem við elskum öll. Tveir í stuði My Blue Heaven Bíóhöllinni kl. 5,7,9 og 11. Steve Martin er góður. Hitt dótið er þokkalegt. Úr öskunni í eldinn Men at Work Regnboganum kl. 5,7,9 og 11. Ææææ, mikið grín, mikið grin. En ekki mikil kvikmynd. Skikkjan The Robe sunnudag kl. 23.45. Þessi mynd er þekkt sem fyrsta cinemascope-mynd- in en sjónvarpsáhorfendur fá að sjálfsögðu ekki notið þess. Bur- ton fékk Óskarinn en leikur hans hefur elst illa. Fjallar um hvaða áhrif það hefur á hundraðshöfð- ingja að vera viðstaddir aftöku Jesú Krists. SJÓNVARPID Evrópulöggur Eurocops fimmtudag kl. 21.00. Sýnishorn af þvi sem koma skal; samevr- Glæpir og afbrot Crimes and Mr. Minus Háskólabíói kl. 7.10, 9.10 og 11.10. Það er sama hvað Woody Allen reynir, hann mun aldrei búa til snilldarverkið sem hann bíður eftir. En á meðan hann reynir fáum við hin hörku- fínar myndir sem aðeins skortir herslumuninn. Óvinir — ástarsaga Enemies — A Love Story Bióborginni kl. 4.45, 6.55,9 og 11.10. Mín vegna má framleiða sex hundruð Bat- manmyndir svo framarlega sem ein svona flýtur með. ÞUN6A 6ÁTAN LÁRÉTT: 1 vegalengd 6 gjálfurhljóðs 11 hyskni 12 blót 13 hangsað 15 leifar 17 þramm 18svigi 20 krot 21 sviptivindur 23 orka 24 mátt- laus 25 álpaðist 27 haggar 28 óslitinn 29 messuskrúði 32 mjög 36 atóm 37 bleytu 39 leiktæki 40 fönn 41 vinna 43 lánað 44 karlmanns- nafn 46 virtur 48 eldstæða 49 inn 50 trjónunnar 51 vætuna. LÓÐRÉTT: 1 ósannindamann 2 lánleysi 3 blunda 4 rykkur 5 sundra 6rót 7 Óvissa8deila9 reiðmenn 10 vinnur 14 biblíunafn 16 lærdómi 19 tíðum 22 þátttaka 24 lokar 26 svelgur 27 hlykk 29 sæti 30 riða 31 tregan 33 hnöttinn 34 lítilfjörleg gæfan 37 landakort 38 fátækur 41 bráðlega 42 ganga 45 mæla 47 stingur. Ég er engin hetja, ég er læknir ^GÍSLI SIGURÐSSON LÆKNIR Nýneminn The Freshman Stjörnubíói kl. 5, 9 og 11. Góð mynd. Frábær Brando. LEIKHÚSIN Elsku Míó minn, barnaleikrit eftir Astrid Lindgren í Hlégarði í Mosfellssveit. Það er Leikfélag Mosfellssveitar sem sýnir. Næsta sýning er á sunnudag klukkan 15.00. Aldrei fer ég suður heitir nýtt ungir sovéskir myndlistarmenn sýna í Listasafni íslands. Áhuga- verð sýning sem gefur mynd af þeirri neðanjarðarlist sem lifði af alræði kommúnismans. Sigfús Halldórsson og Gísli Sigurðsson sýna á Kjarvalsstöð- um. Tveir ástkærir amatörar sem hrifa gamlar konur. Rúna Gísladóttir sýnir i FÍM-salnum Garðastræti 6. Coll- agemyndir og málverk. Notaleg sýning. Daníel Magnússon sýnir í Gall- eríi Sævars Karls, á loftinu í fata- versluninni á horni Ingólfsstræt- is og Laugavegar. Athygliverð og skemmtileg sýning, tilvalið að bregða sér inn í stressinu fyrir jólin. Sigríður Kjaran sýnir þjóðlífs- myndir sínar í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Listavel gerðar brúður með öllu tilheyrandi. PLATAN Gling gló með Björk Guð- mundsdóttur og Tríói Guðmund- ar Ingólfssonar er komin út. Það eitt eru tíðindi en ekki dregur úr að platan er hin skemmtilegasta LJÓSMYND: SIGURÞÓR HALLBJÖRNSSON íslenskt leikrit eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskars- dóttur, sem áhugaleikfélagið Hugleikur sýnir á Galdraloftinu. Leikgleðin leynir sér ekki enda unnið kauplaust hörðum hönd- um. Sigrún Ástrós eftir Willy Russ- el. Sýning sem áhorfendur klappa upp aftur og aftur í Borg- arleikhúsinu. Margrét Helga Jó- hannsdóttir fer á kostum í ein- tali. Fló á skinni, ærslaleikur eftir Georges Feydeau. Klassiskur I fíflaskapur sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir með áratuga millibili og gerir það alltaf jafn- gott. Ég er hættur. Farinn (Ég nenni ekki að taka þátt í svona asna- legu leikriti). Síðasta sýning er auglýst á föstudag. Nýtt íslenskt leikrit sem hefur fengið dræmari viðtökur en það á skilið, að mati leikhússpekúlanta. Ég er meistarinn eftir Hrafn- hildi Hagalín á'litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Því miður: UPPSELT, uppselt, uppselt upp- selt. MYNDLISTIN Brynhildur Kristinsdóttir sýn- ir i Djúpinu Hafnarstræti 15. Brynhildur er ung listakona sem á eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum. Samtímalist frá Sovét. Fimm Chateau Mouton- Þetta vín er einfaid- lega fullkomið. Alit er eins og best verður á kosið, anganin, liturinn, bragðið og eftirkeimur- inn. 1986-árgangurinn, sem seldur er í léttvíns- búðinni í Mjódd, er lík- lega sá besti fram að þessu. Gæði vínsins koma líka fram í verðinu en ein flaska kostar hátt níu þúsund krónur. Sannir vínáhugamenn mæla með neyslu þessa víns á árunum 1999 til 2040. áheyrnar og á eflaust eftir að verða ein af þeim sígildu i safn- inu. Eftir kenjum kokksins er heiti matreiðslubókar eftir Rúnar Marvinsson. Bókin hefur að geyma uppskriftir úr eldhúsi Rúnars sem er kunnur fyrir mat- argerð sína frá Hótel Búðum á Snæfellsnesi og nú á veitinga- húsinu Við Tjörnina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti sem Rúnar er einna þekktastur fyrir. „Eftir kenjum kokksins" er falleg og smekkleg matreiðslubók sem er gott að glugga í um jólin innan um fagurbókmenntirnar. VEITIN6AHÚSIN ■ Jónatan Livingston mávur er staðurinn i dag. Eftir að Óperu hnignaði hefur Mávurinn tekið við smarta fólkinu. Staðurinn hentar því líka vel. Flott innrétt- ing, ungir og fallegir þjónar og maturinn vel frambærilegur. En eins og á öðrum stöðum sem eru í tísku um tíma þá spila gestirnir stærstu rulluna á Mávinum. Og fyrir þá sem vilja hafa gott útsýni yfir á næstu borð: enginn býður betur en Mávurinn í því efni. NÆTURLÍFIÐ Amma Lú verður sjálfsagt aðal- staðurinn í bænum á næstu miss- erum. Eins og Tomma er von og vísa er varla veikan blett að finna í innréttingunni. Þetta er bara alveg eins og í útlöndum — og það er einmitt það sem Islend- ingar vilja. Amma Lú er það nýr staður að ómögulegt er að sjá Vinsœlustu myndböndin 1. Hunt for Red October 2. An Innocent Man 3. Stell Magnolians 4. Born on the 4th of July 5. Chances are 6. Harlem Nights 7. Fabulous Baker Boys 8. See no Evil, Hear no Evil 9. Sea of Love 10. Driving Miss Daisy fyrir hvers konar gestir munu taka hann yfir. Miðað við fyrstu kvöldin þá veðjum við á meðal- tekjur frá 200 á mánuði, flagara- klúta, Cartier og gin og tónik. Aldurinn: svona rétt eftir fyrsta skilnað. FJÖLMIDLAR Kannski er það vegna hins landlæga hátíðleika gagnvart skrifuðu máli sem íslensku fjölmiðlarnir eru svona yfirmáta tepru- legir. Ég veit það ekki. Ef til vill er það fámennið eða bara eitthvað í blessaðri þjóðarsálinni. Að minnsta kosti getur þessi tepru- skapur stundum verið nán- ast óþolandi. Tökum eitt dæmi: Fikniefni hafa verið nokkuð stór þáttur í ung- lingamenningu hér heima allt frá upphafi áttunda áratugarins. Samkvæmt þvi ætti töluvert stór hópur fólks sem er á fertugsaldri eða yngri að hafa prófað fíkniefni; sumir sjaldan en aðrir oftar. Fjölmargir nota þau reglulega þegar þeir fara út að skemmta sér. Sumir hafa misst tökin á fíkniefnunum og neyta þeirra oftar en góðu hófi gegnir. En hvað um það. Að minnsta kosti bendir ekk- ert til annars en fíkniefnin séu álíka útbreidd hér og annars staðar á Vestur- löndum. Þau eru notuð af fólki á öllum aldri, í öllum atvinnugreinum, í öllum sveitarfélögum. Sú mynd sem fjölmiðl- arnir gefa af fíkniefnum er hins vegar allt önnur. Hún er af fámennum hópi ungl- inga sem hefur flosnað upp af heimilum sínum og er vís til alls, heldur sig niðri á Hlemmi og rænir blaðburðarbörn fyrir næsta skammti. Sjálfsagt finnst einhverj- um þetta ágeng og raunsæ mynd af fíkniefnaneyslu. Það finnst mér ekki. Með því að láta i veðri vaka að fíkniefnaneysla sé bundin við takmarkaðan hóp á jaðri þjóðfélagsins sleppa fjölmiðlarnir tiltölu- lega auðveldlega. Afskap- lega fáir geta samsamað sig þessum hópi ógæfu- fólks. Fíkniefnavandamál verður flestum álíka fjar- lægt og Beirút. Eg held nefnilega að ein af ástæðum þess að fjöl- miðlar fjalla ekki um al- menna fíkniefnanotkun sé sú að blaðamenn og frétta- menn eigi erfitt með að fjalla um vandamál sem standa þeim nærri. Það er auðveldara að láta vanda- málagemsana vera í leður- jökkum en tvídjökkum. Ein hugvekja um tepru- skapinn i lokin: Hvernig stendur á því að eini mað- urinn, fyrir utan fáeina þurrkaða alka, sem hefur tekið fíkniefni í viðtali er Jón Óttar Ragnarsson og af hverju gerði hann það i New York og bara einu sinni? Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.