Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER 17 A Mvinnurekendur lýðsforingjar meðai manna voru og verka- sjálfstæðis- orðnir afar órólegir þegar þingrof eða fall bráðabirgðalag- anna blasti við í kjöl- far samþykktar þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Var legið í þingmönnum flokksins að skipta um skoðun. Þessir menn voru um leið meðal allra fyrstu landsmanna sem fréttu um sinnaskipti Hjörleifs Guttormssonar. Áður en Hjörleif- ur hafði tilkynnt þetta formlega í þingpúlti var Davíð Oddsson far- inn að hringja í verkalýðsforingja sjálfstæðismanna og tilkynna þeim að málið væri í höfn: Hjörleifur mundi bjarga því. Viðmælendum Davíðs létti og óneitanlega fannst þeim kostulegt að Davíð væri orð- inn blaðafulltrúi Hjörleifs . . . A spástefnu Stjórnunarfélags- ins síðastliðinn mánudag endurtók Steingrímur Hermannsson for- ------------ sætisráðherra þau ummæli sín að í Ijósi vaxtamálanna væri eina vitið að erlend- ir bankar fengju að keppa við hina ís- lensku hér á landi. ------------ Við hlið Steingríms sat Björn Björnsson, bankastjóri Islandsbanka, og svaraði hann Steingrími á þá leið að með hliðsjón af því hversu snarvitlausir íslenskir stjórnmálamenn væru dytti erlend- um bönkum ekki einu sinni í hug að drepa litlutá á landið . . . ■ réttamenn Ríkisútvarpsins og sjónvarpsins svo og dagskrárgerðar- fólk verður að sætta sig við hinar ýmsu athugasemdir útvarpsráðsmanna, sem telja sig oft hafa meira vit á faginu en fagfólkið sjálft. Á síðasta fundi var m.a. rætt um þátt Árna Snævarr fréttamanns um Pétur Thorsteins- son sendiherra. Að mati útvarps- ráðsmanna var þátturinn vel unn- inn „en almennt söknuðu menn þess að Pétur Thorsteinsson skyldi ekki inntur álits á fyrirkomu- lagi og starfsháttum utanríkisþjón- ustunnar svo ríka reynslu sem hann hefur af henni“ . . . M okkrir þjóðkunnir íslending- ar spá fyrir um næsta ár í nýútkom- inni Frjálsri verslun. Þeir eru Þórð- ur Friðjónsson, Vilhjálmur Egils- son, Þórarinn Við- ar Þórarinsson og Amy Engilberts. Amy gerir ráð fyrir að Álþýðubandalag- ið fari verst allra flokka út úr næstu kosningum. Hún segir að Framsóknarflokkurinn verði heppinn, Sjálfstæðisflokkur- inn þurfi ekki að kvarta, Alþýðu- flokkurinn fái þokkalega útkomu og líklegt sé að Kvennalistinn taki þátt í næstu ríkisstjórn. Amy minnist ekki á Borgaraflokkinn. Þá gerir Amy ráð fyrir að tvær konur verði ráðherrar í næstu ríkisstjórn . . . A 3067. fundi útvarpsráðs var kynnt beiðni frá Félagi heyrnar- lausra um að áramótaskaup sjón- varpsins yrði textað svo heyrnardaufir gætu notið þess bet- ur. Á þeim fundi var ákveðið að skoða textað brot úr síð- asta skaupi og var það gert á 3069. fundi ráðsins í byrjun nóvember. Jafnframt las Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarpsins bréf frá Rúnari Gunnarssyni upp- tökustjóra, þar sem vitnað var til álits Sveins Einarssonar dagskrár- stjóra og Sigmundar Arnar Arn- grímssonar, sem mælir gegn því að skaupið verði textað því texti mundi óhjákvæmilega draga at- hygli áhorfenda frá hraðri atburða- rás. í framhaldi af upplestri Péturs var ákveðið að leita frekari upplýs- inga um notagildi texta fyrir heyrn- arlausa áður en ráðið tæki afstöðu til erindisins . . . Dúetinn Sýn heldur uppi miðbæjarf jörinu um helgina. OPIÐ TIL KL. 3.00 hefur sannað ágæti sitt í vetrarakstri, hann er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll, sparneytinn, þægilegur í akstri og á frábæru verði. Kr. 469.900,- ATHUGIÐ! vetrarhjólbarðar fylgja öllum nýjum r^/rvr^mrnnrr -bílum til áramóta, ásamt rúðusköfu, lásaolíu, rúðu- og tjöruhreinsi, vinnuhönskum og gólfmottum. Komdu og reynsluaktu (J*á$Z7ŒJLnQ'u‘ hann kemur þér þægilega á óvart. Opið alla virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 13-17. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, sími 42600

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.