Pressan


Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 4

Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur átt erfitt uppdráttar vegna rimmunnar um bráðabirgðalögin. Davið Oddsson hefur verið í sviðsljósi fjölmiðlanna en Þorsteinn farþegi i aftursætinu. „Hann er ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir að vera því að það er Davíð Oddsson sem hefur staðið á bak við vitlausustu ákvarðanirnar," segir sjálfstæðismaður. „Hann er staðfastur í skoð- unum og ég þekki engan sem dregur heiðarleika hans í efa. Þekking hans á þjóðmálum er_ ótrúlega mikil," segir Ólafur G. Einarsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Hann er þægi- legur í allri samvinnu og ég hef aldrei staðið hann að óheiðarleika," segir Árni Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokks. „Hann getur verið góður liðsmaður þótt mér finnist hann ekki vera flokksforingi," segir Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, þingmaður Borgaraf lokks. „Þorsteinn er prýðismaður sem ég ber traust til þótt ósammála sé í pólitík. í kjara- samningum áður fyrr var hann mjög lipur samningamaður," segir Geir Gunnars- son, þingmaður Alþýðubandalags. DEBET KREDIT Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins „Um hann má segja eins og sagt var um Chamberlain: Hann hefði getað rækt- að dásamlegar rósir í garði sínum,“ segir sjálf- stæðismaður. „Veikleiki hans sem stjórnmála- manns er sá að hann trú- ir því að aðrir gangi jafn- hreint til verks og hann sjálfur og sér því ekki alltaf við þeim sem eru ótrúir,“ segir Ólafur G. Ein- arsson. „Helsti veikleiki hans er að hafa Davíð Oddsson sér við hlið,“ segir Árni Gunnarsson. „Staða hans er afar veik og var hún þó nógu slök fyrir,“ segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. „Eins og á málum hefur verið haldið er staða hans og fiokksins mjög erfið. Það hvílir skuggi yfir honum og líka Davíð Oddssyni þessa dagana,“ segir Geir Gunnarsson. „Sléttur aðutan, krumpað- ur að innan,“ segir stjórnarsinni. DV-MYND EJ Sandpokahlaupapinn stepkup í Þýskalandi „Eg geri ráö fyrir aö ég heföi ekki komist í liöiö efnýi þjálfarinn hefdi ekki trú á mérý sagöi Eyjólfur Sverris- son knattspyrnumaöur meö Stuttgart í Þýskalandi. Gár- ungarnir tala um aö Eyjólfur sé eini atvinnumaöur okkar íslendinga sem fœr aö spila þessa dagana en hvaö sem um þaö skal segja þá hefur Eyjólfur svo sannarlega hresst undanfarnar vikur. Eyjólfur sagðist ekki hafa átt von á að komast í liðið strax en greinilegt væri að þjálfarinn hefði trú á honum. Það hefur verið haft eftir Daum að hann hafi strax tek- ið eftir Eyjólfi á æfingum fyr- ir það hve vel hann barðist. „Það er ljóst að það verður að taka vel á enda erum við fimm að keppa um sömu stöðuna," sagði Eyjólfur en neitar því að hann gangi und- ir viðurnefninu „Villidýrið" á æfingum — það sé helst að Þjóðverjarnir stríði honum með víkingunum. Hann seg- ist hafa sama viðurnefni og á Sauðárkróki eða „Jolli". Eyjólfur varð frægur fyrir það á Króknum að hlaupa um með sandpoka festa við fæt- urna. Varð hann landsfrægur fyrir stökkkraft sinn sem meðal annars nýtist honum vel í skallaeinvígjum í bund- esligunni. Eyjólfur sagðist vera hættur slíku en æfing- arnar væru strangar. Hann kvaðst eiga von á því að leika með á laugardaginn þegar leikið verður gegn Hamburg- er SV. Eyjólfur varðist allra frétta þegar hann var spurður um laun en sagðist hafa það gott í Stuttgart þar sem hann býr með unnustu og fjögurra mánaða gömlum syni. Þær eru komnar: "ungu, stökk- breyttu víga- skjald- bökumar" Þótt bíómyndin sé enn ekki komin til landsins leikur æðið lausum hala í leiktækjasölum borgarinnar. „Teenage Mut- ant Ninja Turtles" heitir það og þykir svo snúið í þýðingu að Háskólabíó, sem sýnir samnefnda mynd um jólin, kallar hana einfaldlega „Skjaldbökurnar". „Ungu, stökkbreyttu vígaskjaldbök- urnar" hljómar hins vegar ekkert svo illa eða hvað? Krakkarnir í leiktækjasalnum Spilatorginu í Hafnarstræti kjósa hins vegar að nota ensku styttinguna „Ninja Turtles", en þar nýtur leikur að þessum nýju fígúrum mik- illa vinsælda. „Teenage Mutant Ninja Turtles" fjallar um skjaldbök- ur á stærð við menn, sem lifa í ræsum stórborgar. Þær vaða í gegnum græna slepju, kjarnorkuúrgang og það veldur því að þær stækka og fá meiri kraft og vit. Meistari þeirra er risarotta sem hefur kennt þeim ýmsar bardaga- listir og hundakúnstir. Svo eru auðvitað á sínum stað ljótir karlar sem skjaldbök- urnar berjast við. Krakkarnir í Spilatorginu stýra skjald- bökunum og leikurinn snýst um að slátra sem flestum hinna grimmu, frelsa risarott- una úr klóm þeirra og drepa að lokum aðalskúrkinn. Þess má geta að hingað til hefur enginn komist á leiðarenda fyrir 50 krónur. KYNLÍF Getnadarvarnir fyrir karlmenn ónframleiðslu og þar með sæðisframleiðslu. Ókostur- inn við slík lyf er sá að þau bæla niður kynhvötina og kyneinkenni eins og skegg- myndun og lítil brjóst. Til að koma í veg fyrir þessar aukaverkanir þyrfti að taka önnur lyf að auki. Steroidhormón, annað- hvort androgenar, (kyn- hormón karla) einir sér eða ásamt progestin (einu af kynhormónum kvenna), .. . lyfjafyrir- tækið sem aug- lýsti lykkjuna kallaði hana „kadilakk“ getn- aðarvarna! hefta framleiðslu heilading- ulshormóna sem stýra sæð- isframleiðslu. Ókostirnir eru þeir að ekki er hægt að bæla algerlega alla sæðis- framleiðslu og það yrði að gefa þessi lyf vikulega með sprautugjöf. Inhibin (amínósýrupró- tínefni) er framleitt í eistum og hemur framleiðslu á heiladingulshormóninu FSH (follicle stimulating hormone). Fræðilega séð ætti inhibin að bæla sæðis- framleiðslu án þess að hafa áhrif á testosterónfram- leiðslu og þar með kyn- hvötina. En það er svo stutt síðan inhibin var fundið upp (1985) að rannsóknir eru enn í fullum gangi. Verið er að kanna notkun áhalds sem veldur tíma- bundinni ófrjósemi hjá körlum. Þegar þungunar er óskað er áhaldið fjarlægt. Klínískar rannsóknir hafa samt enn ekki hafist svo vitað sé. Fyrir löngu las ég að gossypol, fenílefni sem finnst í fræjum, stilkum og rótum baðmullarplöntunn- ar, væri talið orsök lágrar fæðingartíðni á ákveðnum svæðum í Kina á sjötta ára- tugnum. Klínískar rann- sóknir hófust 1972 og leiddu í ljós fáein vand- kvæði. Nokkrir karlmenn fengu hypokalemíu (lágt magn kalíums í blóði) en það var hægt að bæta með því að gefa kalíum. En verra var að sæðisfram- leiðslan náði sér ekki á strik hjá nokkrum þeirra sem hættu að taka gossy- pol. Rannsóknir miða núna að því að finna efnasam- bönd sem svipar til gossy- pols eða sem virka á sam- bærilegan hátt. Ég heyrði um daginn nokkrar konur láta í ljós áhyggjur sínar varðandi getnaðarvarnir fyrir karla. Margar sögðust mundu eiga örðugt með að treysta þeim fyrir að nota slíkt væri það í boði. En það eru líka til karlar sem eiga erfitt með að treysta konum fyrir ábyrgri getnaðarvörn. Þurfa kynin ekki að læra þetta eins og margt annað í kynferðismálum? Eins og er hvílir ábyrgðin á getnað- arvörnum aðallega á herð- um kvenna. Það væri gott að geta dreift þessari ábyrgð að hluta yfir á „breiðu bökin". En sem stendur er um fátt að velja í þeim efnum. JÚNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Einhvern tíma las ég háðsgrein um ímyndaða getnaðarvörn fyrir karl- menn. Áhaldið var sýnt á mynd og virtist ekki ósvip- að kínversku skrautregn- hlífunum. Síðan átti að smeygja þessari getnaðar- vörn inn í liminn og spenna hlífina upp. Lýsing greinar- höfundar á því hvernig áhaldið virkaði var ekki óáþekk fræðilegri grein í fagtímariti þvagfæraskurð- lækna. Síðan voru tíndar til ýmsar hugsanlegar auka- verkanir, t.d. dauðsföll af völdum blóðtappa, sýking og erfiðleikar við samfarir. Tíðni aukaverkana væri reyndar alls ekki há og að þeim undanskildum væri þetta hin ákjósanlegasta getnaðarvörn fyrir karl- menn. Vafalaust fundu sumir karlmenn hrollinn hríslast um sig við lestur- inn. En hefði þeim fundist þetta óhugnanlegt ef grein- in hefði verið um getnaðar- vörn fyrir konur? Það er spurning. í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi farið fram rannsóknir á þægileg- um afturkræfum getnaðar- vörnum fyrir karla. Engin getnaðarvörn fyrir þá hef- ur enn litið dagsins Ijós. Sé miðað við öll tækniundrin í nútíma læknisfræði verður það að teljast slakur árang- ur svo ekki sé meira sagt. Því er ekki óeðlilegt að spyrja hvort lyfjafyrirtæki, sem oft eru í samkrulli við lækna og hafa þá jafnvel á sínum snærum, sjá sér ein- hvern hag í því að finna ekki getnaðarvörn fyrir karla. Þá er ég komin út í kynjapólitík en hún er efni í annan pistil. Mér er enn í fersku minni reynsla vin- konu minnar sem býr er- lendis. Á sínum tíma fékk hún Dalkon-lykkjuna sem var stórhættuleg; hún olli nærri því dauða vinkonu minnar. Læknir nokkur laug upp rannsóknum, sem aldrei höfðu verið gerðar, um þessa lykkju og lyfjafyr- irtækið sem auglýsti lykkj- una kallaði hana „kadil- akk" getnaðarvarnanna! En að kaldhæðni slepptri — hvað líður rannsóknum á getnaðarvörnum fyrir karla? Lítum á helstu við- fangsefnin. Rannsóknirnar beinast aðallega að því að setja hömlur á sæðisfram- leiðslu með hormónagjöf eða með því að trufla sjálf- ar frumurnar sem fram- leiða sæðið. Lyf sem virka eins og LHRH (luteinizing hormone releasing hor- mone) takmarka testoster-

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.