Pressan - 06.12.1990, Síða 21

Pressan - 06.12.1990, Síða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER 21 Hjörleifur Quttormsson alþingismadur ##Mér finnst ég vera frjáls, ég hef verið bindindis- maður langan tíma" Ekhi á stífum gormum Eins og klipptur út úr módinsblaði: sléttur og felldur, teinréttur og hraustlegur. Sumum þykir hann jafnvel of „akkúrat“ Slíkt fer stundum í taugarnar á fólki. Hann er sagður mikill málafylgjumaður, svo mikill að jaðri við þráhyggju. Hjörleifur Guttormsson kippir sér ekki upp við þetta og brosir bara þegar blaðamaður minnist á mœlieininguna „hjörl" sem kennd er við hann og notuð um langar og leiðinlegar rœður í þinginu. Hjörleifur átti óvænta leiki í vik- unni. Þrátt fyrir hrakspár stóð hann uppi sem sigurvegari í forvali Al- þýðubandalagsins á Austurlandi. Og á mánudag bað hann um orðið í þinginu til að lýsa yfir að hann sæti hjá við atkvæðagreiðslu um bráða- birgðalögin umdeildu og kom þar með á síðustu stundu í veg fyrir þingrof. F.KKI VITUND SÁR „Ég var ekkert allt of viss á tíma- bili,“ segir Hjörleifur um baráttuna eystra þar sem hann fékk sam- keppni frá Einari Má Sigurðssyni, bæjarstjórnarmanni í Neskaupstað og formanni Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Mótframboðið átti sér nokkuð langan aðdraganda og ágreiningur virtist rista djúpt. — Varstu búinn ad hafa pata af því lengi ad þú fengir mótframboð? ,,Ég hafði haft það á tilfinningunni um skeið þótt ég vissi ekki hvernig það bæri að. Þetta hafði því nokk- urn aðdraganda og eflaust margar ástæður sem leiddu til þess. Ég legg ekki dóm á þær. En vafalítið á af- staða mín til stjórnarsamstarfsins einhvern þátt í því, sem og sú tog- streita sem ríkt hefur innan Alþýðu- bandalagsins á landsmælikvarða. Þá má gera ráð fyrir að haft hafi áhrif það ákall frá miðstjórn að rétt væri að skipta um forystu sem víð- ast.“ — Kom Olafur Ragnar, formaður flokksins, að málum? „Um það skal ég ekki dæma. Ég sá eitthvað eftir honum haft í viðtali í fjöllesnu tímariti. Menn geta reynt að lesa þar á milli línanna en ég legg mig ekki eftir því.“ — Fulltrúi úr forystu flokksins í höfuðvíginu Neskaupstað to' gegn þér. Þú hlýtur að vera svolítið skaddaður eftir þetta jafnvel þótt þú hafir náð fyrsta sœtinu. „Nei, ég er alls ekki skaddaður, ekki vitund sár. í rauninni er ég mjög sáttur við niðurstöðuna og þakka hana mörgum. Ég vil leitast við að fyrirgefa það sem fram hefur komið og kannski verið sagt í hita leiksins um mig og mína fram- göngu. Það er nú svo að hver og einn verður að kjósa sinn stíl í póli- tík. Ágætir félagar í bæjarstjórn í Neskaupstað höfðu auðvitað allan sinn rétt til að ýta við mér sem þing- manni. En þetta er nýr stíll; ég er ekki viss um að hann sé farsæll til lengdar fyrir stjórnmálaflokk. Ég hef einmitt haft áhyggjur af þessum stimpingum í Alþýðubandalaginu mjög lengi, finnst sem flokkurinn sé að ganga ansi nærri sér. Stundum hugsar maður sem svo: Af hverju í ósköpunum leitar fólk, sem virðist vera komið málefnalega jafnlangt frá þeirri stöðu sem vinstriflokkur í ætt við Alþýðubandalagið ætti að hafa, ekki á aðrar slóðir? Ef menn eru komnir yfir á miðjuna í póiitík eiga þejr að finna sér stað í miðju- flokki. Ég tel að það sé þörf fyrir Al- þýðubandalagið með þeim áhersl- um sem ég, ásamt mörgum öðrum, hef reynt að halda á lofti.“ GREIÐIR EKKI ATKVÆÐI FYRIRFRAM — Má ekki segja að þú hafir átt að sýna meira umburðarlyndi? „Það má vel vera en ég tel mig ekki hafa verið á stífum gormum gagnvart öðrum. Menn geta einnig spurt um aðlögun mína gagnvart flokknum. Þrátt fyrir allt hef ég þol- að það sem hefur gengið á en auð- vitað haldið fram skoðunum mín- um.“ Hjörleifur hefur þótt sérlundaður stjórnarliði. Hann hefur áskilið sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála og ósjaldan hafa sjónvarps- áhorfendur séð hann stíga í stólinn og gera grein fyrir atkvæði sínu. „Þau eru jafnvel teljandi á fingr- um annarrar handar málin þar sem ég hef haft sérstöðu en það vekur ef- laust alltaf athygli þegar stjórnarlið- ar taka sjálfstæða afstöðu til ein- stakra mála,“ segir Hjörleifur og er greinilega ósáttur við þá mynd sem gefin er í fjölmiðlum af starfi hans. — En ertu ekkert hræddur um aö verða álitinn „kverúlant“? „Nei, nei, út af fyrir sig óttast ég það ekkert. Hins vegar veit ég að margir, þar á meðal fólk á minni heimaslóð, kann að fá dálítið sér- staka mynd af mér í gegnum fjöl- miðla. Hún er ekki af mínum dag- legu störfum heldur af einhverju andófi, eða „kverúlans" sem þú kallar svo. Núna er ég formaður í þremur þingnefndum og auk þess þátttakandi í utanríkismálanefnd og Evrópustefnunefnd. í þessum nefndum hef ég auðvitað unnið eins og þræll fyrir stjórnarsamstarfið. Það er drjúgur hluti af mínu starfi. Ég hef einmitt gaman af því að vinna í flóknum málum og leiða fólk til samstarfs um þau. Um þetta er aldrei fjallað; mér finnst ég hafa leitt mörg góð mál til lykta." Fjölmiðlar gengu út frá því sem vísu að Hjörleifur mundi greiða at- kvæði gegn bráðabirgðalögunum margumræddu enda hafði hann lýst harðri andstöðu sinni við setningu þeirra í sumar. „Menn geta leitað í svörum mín- um í fjölmiðlum. Þeir geta leitað í þingræðum og víðar en hvergi hag- aði ég orðum mínum þannig ótví- rætt að ég mundi greiða atkvæði á móti. Af hverju ekki? Vegna þess að þingmaður verður að vera undir það búinn að meta aðstæður hverju sinni. Maður greiðir ekki atkvæði fyrirfram. Þetta er svona ákveðin varfærni sem maður viðhefur gagn- vart sjálfum sér en fjölmiðlarnir eiga mjög erfitt með að skilja. Þetta mál var allt of þröngt til að láta kjósa um það í alþingiskosningum." ÁRÁTTA AÐ VILJA SÍFELLT LÆRA — Sumir segja að þú hafir hrein- lega bjargað heiðri Sjálfstæðis- flokksins með yfirlýsingu þinni? „Ég hef ekkert á móti því ef svo hefur verið. Mér er annt um allra heiður. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur heimild til leiðréttinga sinna gjörða eins og aðrir." — Stundum er sagt að Hjörleifur heyri fyrst og fremst menntamönn- um til enda sjálfur vel menntaöur líffræðingur. Er hann kannski meiri vísindamaöur en stjórnmálamað- ur? „Nei, ekki meiri en ég er jafn- framt vísindamaður," svarar hann og um ágallana bætir hann við að eflaust megi halda fram að hann skipti sér af of mörgu. „Ég hef áhuga á flestum málum. Kannski er ákveðin árátta hjá mér, ákveðin full- nægja, að vera sífellt að læra. Þetta hefur fylgt mér alla tíð. Þessi vinnu- aðferð tengist vafalaust fræðilegri nálgun minni, að vilja greina lands- lagið og aðstæðurnar og draga ályktanir út frá því. Ekki svífa inn á sviðið og segja: „Þetta er lausnin," án þess að vera búinn að athuga málavöxtu." MENN EIGA AÐ KLÆÐA SIG VIÐ HÆFI Það þykir venjulega tíðindum sæta þegar þekktir menn úr þjóðlíf- inu fara í meðferð. Og sjaldnast nota þeir sér slíka þjónustu hérlendis, fara yfirleitt frekar á hliðstæðar stofnanir erlendis. Hjörleifur er einn örfárra íslenskra stjórnmálamanna sem farið hafa í meðferð hjá SÁÁ. „Ég tók mér tak einu sinni og fékk til þess aðstoð vegna þess að ég var ekki sáttur við sjálfan mig. Það finnst mér hafa verið rétt og ganga vel. Síðan var það búið.“ — Er þetta kannski spurning um aga? „Já, ætli það ekki. Það er brýnt fyrir hvern og einn að grípa inn í ef honum finnst að eitthvað sé farið að áreita hann og leiða annað en hann vill sjáifur. Mér finnst ég vera frjáls, hef verið bindindismaður langan tíma. Það háir mér ekki. Þetta er viss glíma sem margir þurfa að eiga í við sjálfa sig. Það er andstætt eðli mínu að láta eitthvað annað ráða ferðinni en minn eigin vilja." — Þú ertyfirleitt vel til hafður, vel klœddur og sjaldnast þreytulegur. Viltu vera „akkúrat"? „Ég tel mig hafa gífurlegt úthald en fer þó oft illa með sjálfan mig í vinnu. Þó hefur það ekki orðið til vandræða enda gef ég mér tíma til að stunda líkamsæfingar, skokka, syndi og er útivistarmaður. Um klæðaburðinn er það að segja að hann er hluti af sjálfum mér. Ég vil hafa reiðu í kringum mig og að menn séu klæddir við hæfi. Reynd- ar má setja stórt spurningarmerki við þessa „jakkafatamúnderingu" hérna í þinginu. Líklega er hún þó nauðsynleg því við yrðum fljótlega svo durtslegir ef við færum að ganga hér um á peysunni, settum líkast til ekki nógu skemmtilegan svip á þjóðarsamkunduna þegar við værum í þingsölum." Hjörleifur brosir og ítrekar að auðvitað þurfi menn að vera klæddir við hæfi. „Ég hef iðulega fataskipti nokkrum sinn- um á dag, bara til þess að vera í þeim galla sem hentar. Ég fer t.d. ekki í hlaupagallanum niður á þing.“ Flestar kjaftasögur um Hjörleif fjalla um kvenhylli hans. Ekki ber þeim þó öllum saman. Nokkrum sinnum á hann að hafa verið skilinn við konu sína sem starfar sem lækn- ir á fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Hins vegar var nú í vik- unni látið að því liggja í slúðurfrétt- um að eiginkonan hefði veitt hon- um dyggan stuðning með því að smala sjúklingum og gamalmenn- um til þess að styðja sinn mann í for- valinu eystra. „Jú, jú, það er nóg af sögunum og þær ber ekki að taka illa upp,“ segir Hjörleifur. „Þegar ég var ráðherra eignaðist ég t.d. barn með einni sem ég hafði aldrei séð. Svo hitti ég hana einhvern tíma á förnum vegi og tók henni fagnandi eins og gömlum vini enda voru svo margir kunningjar búnir að segja mér frá þessu. Ég þekkti hana úr sjónvarpinu. Þetta fylgir því að vera í sviðsljósinu." Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.