Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER VERÐA ALLAR KONUR EINS OG MÆÐUR ÞEIRRA? Hver kannast ekki vid hinar ofsa- fengnu tilfinningar unglingsáranna þegar heimurinn er svartur og hvít- ur og baráttan fyrir því ad komast undan valdi foreldra er í algleym- ingi? Þar fá foreldrar nidurstöðurn- ar úrþví uppeldisprófi sem náttúran lagði fyrir óþvegnar í andlitið. Hvaöa foreldri hefur ekki að ein- hverju leyti upplifað höfnun barns síns þegar unglingsárin skutu upp kollinum? Við könnumst öll við þessar tilfinningar að meira eða minna leyti hvort sem við viður- kennum það fyrir sjálfum okkur eða ekki. Sumir burðast með slíkar tilfinningar til barna sinna eða for- eldra allt lífið. ÓVINIR Þegar þið mamma þín getið ekki verið vinir er nafn á bók eftir Vict- oriu Secunda og fjallar um samband dætra við mæður sínar. Secunda byggir bók sína á viðtölum við full- orðnar konur sem hafa ekki getað unnið úr sárum tilfinningum gagn- vart mæðrum sínum, tilfinningum er áttu upptök sín í bernsku. Sec- unda segir viðmælendur sína að öllu leyti eðlilegar konur nema því sem snertir bernskuna. Ótrúlegt sé hvernig ungar, gáfaðar, viðkvæmar konur sem séu samkeppnishæfar í öllu öðru tilliti geti orðið máttlausar Því eldri sem ég verö því meira sé ég af mömmu minni í sjálfri mér. Ég heyri þeim mun meira af rödd móður minnar í minni eisjin rödd eftir því sem líf okkar og hugsanir veröa ólíkari. NANCY FRIDAY „Stundum hvarflar að mér að móðir sé samstofna orðinu mæða“ — segir Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra. „Konur tengjast dætrum sínum annars vegar og sonum hins vegar á ákaflega ólíkan hátt. Það sést best þegar þær verða háðar börn- um sínum og tengjast þeim þannig á röngum forsendum. Þá kemur upp sú tegund móðurumönnunar sem ég kalla mæðrun. Þegar við mæðrum drengina erum við að mæðra valdakynstofninn en þeg- ar við mæðrum dæturnar erum við að afhenda ákveðinn kvenna- arf sem í flestum tilvikum er sjálfs- fyrirlitning kvenna og valdaleysi. af hryggð eða skolfið af heift þegar þær tala um mæður sínar. Secunda segir valdið sem mæður hafa yfir dætrum sínum á fullorðins- árum eiga upptök sín i minning- unni. Þegar þessar konur tala um mæður sínar verði þær aftur „varn- arlaust barn andspænis foreldri sem með augnaráðinu einu saman getur hryggbrotið það“. ÁSTARSAGA Ef jafnáhrifamikill þáttur og vond tengsl við móður í bernsku er látinn afskiptalaus stofnar það öllum öðr- um samböndum dætranna í hættu, hvort sem er við elskhuga, vini, maka, samstarfsmenn eða börn. Dæturnar dragast þá sérstaklega að fólki sem minnir á móðurina. Það er þá yfirleitt síðbúin tilraun til að öðlast viðurkenningu móðurinn- ar. Slíkt leiðir þó nær undantekning- arlaust aðeins til nýrra árekstra. Sumar reyna að gera úr börnun- um sínum þær mæður sem þær ekki áttu. Þannig fara börnin á mis við þann styrk og umhyggju sem foreldrar eiga að veita. Enn aðrar velja sér maka sem minnir á móðurina. Þannig getur dóttirin gengið makanum í móður- stað. Að lokum eru þær dætur sem ekki geta sett mæðrum sínum nein mörk í samskiptum. Mæðurnar stjórna þá lífi og fjölskyldum dætr- anna langt fram á fullorðinsár. Victoria Secunda segir að það sé vissulega til leið fyrir dætur út úr slæmum mæðgnasamböndum. Mæðrun er hörkulega fram sett krafa um sameiginlegt skipbrot kvenna. Konur eru sífellt að ala upp konur sem setja aðrar reglur fyrir sig en drengina. Kvennabar- áttu miðar síðan lúshægt enda er hún rekin í orði en ekki á borði meðan uppeldisþáttum er ekki sinnt.“ — Má af því ráöa að við stönd- um ísömu sporum og mœöur okk- ar? „Já, vissulega. Mæðrun er eitt voldugasta tækið til að viðhalda misrétti. Móðurhlutverkið er því aðeins fyrir hendi að barn sé til staðar. Þess vegna er mæðrunar- Dætur geti vingast við mæður sínar eða að minnsta kosti gert sér grein fyrir að mæðurnar gáfu það sem þær gátu þótt það hrykki skammt — og hætt að ásaka þær. AÐ VERA EN VERA SAMT EKKI Samband mæðra og dætra bygg- ist oftast á falslausri aðdáun fyrstu árin og afstaða dætra til mæðra nálgast tilbeiðslu. Þegar unglingsár- in nálgast með allri þeirri dulúð og spennu sem fylgir því að þroskast úr barni í fullorðna manneskju vill þó koma annað hljóð í strokkinn. Eitt frægasta samband móður og dóttur úr íslenskum bókmenntum er án efa samband Sigurlínu og Sölku Völku í Sölku Völku Halldórs Laxness: „Kanski var alt líf hennar í senn bardagi fyrir málstað móður hennar og flótti undan honum." Á sama tíma og Salka Valka legg- ur grunn að sjálfstæði sínu til að forðast örlög móðurinnar hefur hún tekið í arf sjálfsfyrirlitningu hennar. ... OG VERA HRÆDD í bókinni Öskubuskuáráttan segir Colette Dowling: „Allar tilraunir stúlkna til að fikra sig í átt til sjálf- o stæðis eru skipulega kæfðar í fæð- S ingu eins og stúlkurnar séu í lífs- hættu við það eitt að þreifa sig áfram og taka áhættu.“ Þetta er vissulega alhæfing en umhugsunarverð. Sumum mæðrum hættir nefnilega til að ofvernda dæt- ur sínar og vitna þá gjarnan í ljóta kallinn sér til halds og trausts. En þótt ljóti kallinn sé áhrifamikill á bernskuskeiðinu öðlast hann nýja og viðkvæmari merkingu á ungl- hlutverkið eins og sogskál á barn- inu, með öðrum orðum, börn eru til án mæðra en mæður án barna eru ekki til. Hefurðu til dæmis heyrt um barnlausar mæður? Þeg- ar barnið kemst á þann aldur að það fer að hafa þörf fyrir fleira fólk er móðirin orðin hagsmunatengd barninu. Konur hafa í gegnum tíðina átt allt of mikið undir börnunum. Það er bæði skelfilegt fyrir mæðurnar og börnin. Þessi sígilda sektar- kennd mæðra sem svo mikið er talað um er einfaldlega óttinn við að sleppa og missa hinn göfuga móðurtitil." — En er þessi togstreita þá ná- ingsárunum. Sé hræðsluáróðrinum þá haldið áfram án viðeigandi skýr- inga tekur dóttirin aðeins óútskýrð- an ótta í arf en ekki það frumkvæði sem þarf til að sigrast á honum. Ætl- aðist móðirin til þess? Eða ... ÞJÓNUSTUARFURINN Til eru kenningar um að sumar mæður séu ansi tvöfaldar í roðinu skyld erfiðleikum milli mœðgna? „Já, þær konur sem þrjóskast við að meðtaka arfinn skapa að sjálfsögðu ótta hjá móðurinni. En flestar táningsstúlkur taka við arf- inum fyrr eða seinna. Þegar á tán- ingsaldurinn er komið þurfa börn ákveðinn aðskilnað frá foreldrum sínum. Stelpur skilja sig frá þeim með enn meiri nálægð hversu mótsagnakennt sem það kann að hljóma. Sé móðirin í mæðrun verður hún elskaðasta og hatað- asta manneskjan í heiminum og allt lífið snýst um að komast að henni og um leið sem lengst frá henni.“ hvað varðar framtíð dætranna og hafi hálfgerða andúð á öllu frama- poti dætranna ef það fer fram úr þeim sjálfum. Sú bæling sem óhjá- kvæmilega hlýtur að fylgja því að lenda í þjónustuhlutverkinu getur leitt af sér rótgróna andúð og and- stöðu við að dæturnar rói á önnur mið innan samfélagsins í leit að við- urkenningu. Þá erum við aftur komin að kyn- slóðabilinu. Eflaust má afskrifa það sem liðna tíð. Við stöndum frammi fyrir því að konur ná í þá menntun sem hugurinn stendur til og sækja í sig veðrið á vinnumarkaðnum. Það er samt staðreynd að konur fara helst í þau störf sem lúta að umönn- un, svo sem barnauppeldi, hjúkrun og félagslega þjónustu. Þau störf eru síðan, í réttu hlutfalli við fjölda kvenna í stéttunum, illa metin til launa. Þegar heim er komið sinna Mamma þú hrífst af litlum húsum því minni því betri_____________ Kannski ekki betri______________ en einhvern veginn meira___________________________ GUÐLAUG MARÍA BJARNADÓTTIR Margrét Pála Ólafsdóttir MÓÐIR/MÆÐA Þegar hún var reiö sendi hún mér myrkt augnaráö. Eg óttaöist þetta hvassa augnaráö sem afskrœmdi frítt andlitiö. Éí> þurfti bros hennar. SIMONE DE BEAUVOIR FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER 23 KOLFINNA^íl BRYNDÍS konur líka í flestum tilfellum þjón- ustuhlutverkinu — og skyldu þær þá ómeðvitað færa gremjuna yfir á dæturnar? Að sjálfsögðu er eðli mæðgna- sambanda að miklu leyti háð tíðar- andanum. Tíðarandinn hefur löng- um stjórnast af hugmyndum karl- manna auk þarfa atvinnulífsins og verið duttlungafullur í garð kvenna. Þær konur sem upplifðu þvínæst gerbyltingu í atvinnuþáttöku kvenna stóðu oftar en ekki uppi í hárinu á mæðrum sínum sem ríg- héldu í ímynd hinnar heimavinn- andi húsmóður. Þær þurftu þó oftar en ekki að leita til mæðra sinna um þá þjónustu sem þjóðfélagið þrjósk- aðist við að láta konum í té, það er að segja örugga gæslu fyrir börnin meðan á vinnu stóð. VERÐA KONUR EINS OG MÆÐUR ÞEIRRA? Af hverju enda svona margar kon- ur í sama starfi og mæður þeirra þó svo að þær hafi svarið fyrir að gera það? Af hverju staðfesta kannanir að dætur táningamæðra verði frek- ar mæður á táningsaldri? Það er víst enginn algildur sannleikur í þessum málum en vissuléga bendir þetta til þess að við drögum meiri dám af mæðrum okkar en við gerum okkur grein fyrir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þegar ég banka á heimili Bryndís- ar Schram og fjölskyldu kemur ung kona til dyra. Mér finnst eitt augna- blik að þar sé Bryndís sjálfen konan er um tvítugt og ég álykta sem svo að þar sé komin Kolfinna dóttir hennar. En eru þær mæðgur tvær útgáfur af sömu manneskjunni, eða... Kolfinna: „Ég er náttúrlega hrein- skilin og mamma er það líka. Kannski svolítið ör.“ Bryndís: „Kolfinna er náttúrlega yngsta barnið mitt og yngsta barnið er einhvern veginn nánara móður- inni. Hún hefur nú eiginlega verið aftan í mér alla tíð, þar til kærastinn hennar kom inn í myndina og hrifs- aði hana frá mér.“ Kolfinna: „Það var nú vegna þess að við vorum alltaf úti. Mamma vann sem fararstjóri á Ítalíu á sumrin og ég var þar með henni.“ Bryndís: „Hún tölti líka á eftir mér þegar ég var að vinna hér heima, í stúdíóum um allan bæ, í leikhúsum og sjónvarpi.“ Kolfinna: „Það var svo gaman að vera með mömmu, hún var alltaf á svo skemmtilegum stöðum." Bryndís segir að Kolfinna hafi not- ið þess að vera yngsta barnið. And- rúmsloftið sé yfirleitt afslappaðra gagnvart yngstu börnunum. Þá séu væntingarnar ekki jafnmiklar og þau ráði sér meira sjálf. Kolfinna: „Ég var nú send í ballett." Bryndís: „Það var nú bara vegna þess að systur hennar voru í baliett og ég vildi að hún fengi tækifæri líka.“ — En hvernig var með unglingsár Kolfinnu, skyldu engin átök hafa verið milli þeirra mceðgna þá? Bryndís: „Ég man að það urðu ein- hver átök þegar hún var fimmtán og sextán ára. En þá talaði hún um að ég sinnti henni ekki nóg.“ Kolfinna: „Ég man að þú varðst einu sinni brjáluð þegar ég hélt partí." Bryndís: „Það var nú vegna þess að sparifötin hans pabba þíns hurfu og ég hef ekki séð þau síðan. Krakk- arnir áttu það öll til að halda partí þegar við Jón vorum að heiman. Þar sem við búum miðsvæðis gat orðið fjölmennt og hlutirnir farið úr böndunum." Kolfinna: „Ég get nú ekki kvartað yfir of miklum aga. Við krakkarnir fengum mikið að ráða okkur sjálfir. Það er stundum verið að ásaka mæður fyrir að vera ekki alltaf til staðar en ég held að börn verði síð- ur sjálfstæð ef mæðurnar eru of mikið heima." Bryndís: „Ég hef nú stundum staðið mig að sektarkennd yfir því að vera ekki nóg með börnunum. Það er kannski vegna þess að ég átti móð- ur sem var alltaf heima. Því er hins vegar ekki að neita að í dag eru heimilisstörf mun léttari en þau voru þegar ég var að alast upp.“ Kolfinna: „Það var náttúrlega alveg æðislegt að vera dóttir hennar mömmu. Ég var alltaf á ferð og flugi. í leikhúsi, sjónvarpsstúdíóum og útlöndum. Það voru ekkert allir krakkar sem áttu slíka mömmu. Ég dáist að henni að geta allt sem hún gerði. Núna þegar ég er sjálf búin að eignast barn hugsa ég stundum um mömmu, hvernig hún kom öllu í verk með okkur fjögur. Það er náttúrlega svolítið undar- legt að heyra fólk tala um mömmu. Mamma er eiginlega eign allrar þjóðarinnar. Það er oft skrítið að eiga þekkta foreldra að því leyti að maður er sí og æ að taka upp hansk- ann fyrir þá.“ — Við víkjum talinu að menntun og starfsvali. Nú fást þœr mœðgur við ólíka hluti, og Bryndís valdi aðra hluti en móðir hennar gerði sem heimavinnandi húsmóðir. Kolfinna leggur stund á sagnfrœði, og alþjóð veit að Bryndís hefur lagt gjörva hönd á margt. Kolfinna: „Þjóðfélagið segir þér mikið til hvað þú átt að gera. Eins og til dæmis í stríðinu. Þá var þörf fyrir útivinnandi konur og þær flykktust út á vinnumarkaðinn. Þegar stríð- inu lauk komu kallarnir heim og þá var allt í einu fínt að vera heima- vinnandi húsmóðir aftur." Bryndís: „Það er nú ekki spurning um hvort það er fínt eða ekki. Ef fólk ætlar að uppfylla nútímakröfur þarf tvær fyrirvinnur. Hins vegar var ég alveg staðráðin í að verða listdansari þegar ég var ung og auð- vitað var það svolítið á skjön við raunveruleika þess tíma.“ Kolfinna: „Ef þú hefðir verið karl- maður hefðirðu kannski ætlað að verða forsætisráðherra. Ef amma hefði verið karlmaður hvað ætli hún hefði orðið? Ég var send í ballett en ekki skák. Hver veit nema það búi skákmeistari í mér, það var aldrei látið reyna á það.“ Bryndís: „Ég er ósammála því að maður sé algerlega mótaður af sam- félaginu. Ég held að þarna skipti skapgerðin miklu meira máli en maður gerir sér grein fyrir.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.