Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
„Ég setti mér snemma þaö markmið
að bækurnar gætu sífellt höfðað til
ungs fólks."
,,Nei, ekki bara, ég fór þangað
austur og hafði það ágætt í
Moskvu," segir Ármann og bætir
við að hluta af ritlaunum hafi hann
fengið greiddan í doliurum, þ.e. fyrir
seinni bókina. Sovétmenn voru hins
vegar ekki gengnir í Bernarsam-
bandið árið 1964, þegar fyrri bókin
kom út, og því neituðu þeir að
greiða öðruvísi fyrir en með rúbl-
um. Síðan hafa tímarnir breyst þótt
bækur Ármanns Kr. eigi ennþá fullt
erindi til ungra lesenda.
Ármann Kr. með
fertugustu bók sína
Róska sýnir
heima eftir 15
ára hlé
RÓSKA opnar sýningu í Ný-
listasafninu um helgina. Þar sýn-
ir hún málverk, ljósmyndir,
tölvugrafík og fleira en 15 ár eru
liðin frá því að hún hélt síðast
einkasýningu hérá landi. í haust
sýndi hún í Róm en síðustu ár
hefur hún nokkrum sinnum
framið gjörninga hér á landi og
erlendis. Róska er einnig kvik-
myndagerðarmaður en hefur lít-
ið sinnt kvikmyndagerðinni
undanfarin ár.
„Ég held ég geti ekki látiö það
vera að skrifa. Maður getur ekki
hœtt, eftir að hafa lifað sig inn í
þetta svo langa œvi',“ segir Armann
Kr. Einarsson, einn allra afkasta-
mesti og vinsœlasti barna- og ungl-
ingabókahöfundur landsins. Ar-
mann sendir frá sér nýja bók fyrir
jólin, söguna „Gegnum fjallið" sem
gerist í samtímanum t litlu sjávar-
þorpi. Þetta er fertugasta bók höf-
undar en fimm ár eru liðin frá því
hann sendi síðast frá sér bók. Ár-
mann er á áttæðisaldri. Fyrir fimm
árum stofnaði hann íslensku barna-
bókaverðlaunin í samstarfi við
bókaútgáfuna Vöku, síðar Vöku-
Helgafell, og síðan þá hafa fimm
verðlaunabækur komið út. Með
þessu vill Ármann hvetja höfunda til
að einbeita sér að ritun bóka fyrir
börn og ungiinga. Viðbrögðin hafa
ekki látið á sér standa því fjöldi
handrita hefur borist og úr vöndu
verið að ráða fyrir dómnefndina. Af
tilviljun hafa verðlaunin í öll skiptin
farið til höfunda sem voru að senda
frá sér fyrstu bók sína og allir hafa
þeir haldið skriftum áfram.
Ármann var 19 ára þegar hann
sendi frá sér fyrstu bókina. ,,Eg setti
mér snemma það markmið að bæk-
urnar gætu sífellt höfðað til ungs
fólks,“ segir Ármann. Ekki er hægt
að segja annað en þetta markmið
hans hafi náðst bærilega því margar
bóka hans hafa verið endurútgefnar
oft og lesnar af tveimur til þremur
kynslóðum. Fyrstu Árnabækurnar,
sem fylltu átta bóka flokk, komu út
á árunum 1950 til 1960. Ef marka
má útlán bókasafna kunna ungir nú-
tímalesendur vel að meta þær.
Fyrstu útgáfur voru yfirleitt í 5—
6000 eintökum en síðan var fljót-
lega bætt við 2000 eintökum auk
þess sem bækurnar hafa verið gefn-
ar út aftur síðar.
Tvær af Árnabókunum voru á sín-
um tíma gefnar út í Rússlandi í 100
þúsund eintökum, „Niður stromp-
inn" og „Víkingaferð til Surtseyjar".
Þýðandi bókarinnar sagði í bréfi til
Ármanns að bækurnar hefðu selst
upp á þremur dögum.
— Fékkstu greitt fyrir í rúblum?
Bókaflóðið
Þýddum skáldsögum fjölgar
Samkvæmt upplýsingum sem
finna má í Bókatíðindum 1990
fjölgar þýddum skáldsögum í
jólabókaflóðinu núna. Hjá HEiMi
PÁLSSYNI, framkvæmdastjóra
Félags íslenskra bókaútgefenda,
kom fram að þýddum skáldsög-
um fjölgaði um 12 ef miðað er
við Bókatiðindi 1989. Einnig er
um að ræða fjölgun frumsam-
inna barnabóka og í heild eykst
framboð barna- og unglinga-
bóka mikið. Á hinn bóginn sýn-
ist ævisögum og viðtalsbókum
fækka nokkuð. Heimir sagði að
þrátt fyrir að þessar upplýsingar
segðu ekki alla söguna væri hér
þó á ferðinni merkileg vísbend-
ing um hvernig bókamarkaður-
inn þróaðist.
Halla Bryndís:
„Ég hlýt að
geta bætt
mig“
„Maður hættir aldrei að setja
sér markmið. Ég hlýt að geta
bætt mig,“ segir HALLA bryndís
GYLFADÓTTIR, 26 ára gömul, 1.
sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar
Islands, en í kvöld leikur hún í
fyrsta skipti einleik með hljóm-
sveitinni á áskriftartónleikum í
Háskólabíói.
Halla Bryndís leikur einleik í
konsert fyrir knéfiðlu eftir
SCHUMANN en að auki verða á
tónleikunum verkin Hughreyst-
ing (fyrir strengi) eftir JÓN leifs
og Sinfónía nr. 5 eftir bruckner.
Hljómsveitarstjóri er petri sak-
ari, aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníunnar.
Bryndís Halla var ráðin til
hljómsveitarinnar síðastliðið
haust, sem fyrsti knéfiðluleikari.
Hún stundaði nám í Barnamús-
íkskólanum og Tónlistarskóla
Kópavogs í nokkur ár uns hún
flutti með foreldrum sínum til
Halifax í Kanada. Þar stundaði
hún frekara nám um fimm ára
skeið. Þegar heim kom hélt hún
áfram námi í Tónlistarskólanum
í Reykjavík og lauk einleikara-
prófi hjá GUNNARI kvaran árið
1984. Þá hélt hún til New Eng-
land Conservatory of Music í
Boston í Bandaríkjunum og út-
skrifaðist þaðan með masters-
gráðu. í fyrra nam hún hjá einka-
kennara í Hollandi og kom heim
t vor. Halla Bryndís hefur haldið
tvenna einleikstónleika hér,
1988 og 1989, auk þess sem hún
hefur leikið ein og með kammer-
sveitum í Kanada, Bandaríkjun-
um og Hollandi.
Franskir kvik-
myndadagar
Franskir kvikmyndadagar
standa yfir í Regnboganum og
lýkur þeim á laugardaginn. Þar
er hægt að sjá kvikmyndir sem
valdar hafa verið til sýninga í
þrjátíu löndum, þar á meðal á ís-
landi. Þær eru: Hvalamennirnir
(1956), gerð af MARIO RUSPOLI;
Hafnargarðurinn (1962), gerð af
CHRIS MARKER; NÓtt Og þoka
(1955), gerð af alain resnais;
„Joconda" (1958), gerð af henri
GRUEL; Ovenjulegt einkasafn
(1974), gerð af walerian
BOROWCZYK; Dökkrauða tjaldið
(1952); gerð af alexandrie
ASTRUC; Strandarmegin (1958),
gerð af AGNES VARDA; Hirosima
ástin mín (1959), gerð af alain
resnaiS; París að nóttu (1955),
gerð af jean valere; Karlkyn
kvenkyn (1966), gerð af je-
an-luc GODARD; Ringulreið um
tvítugt (1966) eftir JACQUES rozi-
ER; París, hin fagra (1928—1959)
eftir JACQUES PREVERT Og M. DU-
HAMEL; Af tilviljun Balthazar eft-
ir ROBERT BRESSON; Á morgun
verður litla stúlkan of sein í skól-
ann (1978) eftir walerian
BOROWCZYK; Á valdi ástríðunnar
(1978) eftir nagisa OSHIMA; A
(1964) eftir JAN LENICA; Líknar-
höggið (1976) eftir volker
SCHLÖNDORFF; Paris, Texas
(1984) eftir wim wenders. Og að
síðustu má ekki gleyma mynd
andreis tarkovski, Fórninni,
sem verið er að sýna hér á landi
í annað sinn. í henni leikur guð-
rÚn gíSLADóttir leikkona.
„Sæki hugmyndir mínar bara í mitt eigið þunglyndi."
Minnisvarði um hversdagslegar hugsanir
— segir Daníel Magnússon um sýningu sína í Galleríi Sævars Karls
,,Sýningin er minnisvarði um
hversdagslegar hugsanirý segir
Daníel Magnússon myndlistarmað-
ur um sýningu sína í Gallerti Sœvars
Karls Bankastrœti 9. „Það er fjallað
um veðurfar, hið hversdagslega ís-
lenska veður, í hœðum og lœgðum
hugsunarinnarý bœtir Daníel við.
Hann segist vera á mörkum þess
að fara út í klám. „Ef ég væri kvik-
myndagerðarmaður mundi ég gera
það,“ segir hann en snýr sér aftur að
veðurfarinu í myndum sínum. „Sem
dæmi má taka myndina „Veðurlík-
ið“ (corpus metero); hún er eigin-
lega tilraun til að taka veðrið eftir
munnlegri lýsingu, veðurskeyti. Ég
geri mynd sem kemur í rauninni í
staðinn fyrir veðrið enda er ég ein-
ræðisherra yfir verkinu. Þess vegna
útbý ég veður úr ýmsum hlutum.
Kem því fyrir í kassa og bý því graf-
skrift þar sem sólin trónir yfir verk-
inu. Svipað og í myndinni „Útför Or-
gasar greifa" ..
Daníel lauk námi frá höggmynda-
deild Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. Síðan vann hann um skeið
sem aðstoðarmaður Jóns Gunnars
heitins Árnasonar myndlistar-
manns. „Ég mat hann mikils. Hann
lagði mér áríðandi lífsreglur og ég
vitna töluvert í málfræði hans.”
Síðast sýndi Daníel í Kaupmanna-
höfn ásamt fimm íslendingum en
síðasta sýning hans hér heima var í
menntamálaráðuneytinu.
„Spurðu mig hvernig mér líkaði
að sýna í Kaupmannahöfn," segir
hann.
— Hvernig líkaði þér að sýna í
Kaupmannahöfn?
„Danirnir voru ofsalega sárir,"
svarar hann.
— En hvernig er að vera myndlist-
armaður á íslandi?
„Fínt, því ég sæki hugmyndir
mínar bara í mitt eigið þunglyndi."
— Liggur vel á þér þegar þú ert að
vinna myndir þtnar?
„Fyrir mér er hver mynd ákveðin
lausn á vanda. Og yfirleitt hef ég
tvær lausnir sem ég verð að velja á
milli, eins og í góðri „polymóníu".
Um leið og ég sættist á útkomuna og
þar með lausnina hefur mér þokað
áleiðis til þess markmiðs að vera
hamingjusamur maður.“
— Liggur þokkalega á þér núna?
„Já, það liggur þokkalega á mér
en sennilega lægi betur á mér ef ég
hefði verið beðinn um að hanna
nýja tíuþúsundkallinn."
S.ÞÓR