Pressan - 17.01.1991, Síða 9

Pressan - 17.01.1991, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991 9 Helgi Þórðarson. stiórnarformaður Freviu SIABAN VERBUR ÁFRAM ÚTRYGG 62 milljónir, Freyja/Hlaösvík 378 milljónir og Bylgjan 131 milljón. EINA HALDREIPIÐ: ÞRIGGJA MILLJARÐA JARÐGÖNG Öll þessi lánafyrirgreiðsla hefur komið að litlu gagni í Ijósi stöðunnar nú og stór hluti afskrifaður. Þriðj- ungur íbúanna er horfinn á braut. Hreppurinn er í greiðslustöðvun og með sérstakan fjárhaldsmann yfir sér. Framkvæmdir hafa legið niðri og öil þjónusta af skornum skammti. 011 nýbreytni í atvinnulifi hefur misheppnast. Freyja/Hlaðs- vík býr við afar bágborna fjárhags- stöðu eftir taprekstur um árabil og er komið í meirihlutaeign opinbers sjóðs. Það eina sem getur breytt þessari stöðu og bjargað byggðarlaginu eru jarðgöng sem eiga að tengja Suður- eyri við ísafjörð. Upphaflegar áætl- anir gerðu ráð fyrir því að fram- kvæmdir vegna jarðganganna hæf- ust 1992 og stæðu yfir í sjö ár. Á síð- astliðnu vori samþykkti Alþingi hins vegar að flýta framkvæmdunum, sem kostar sérstaklega 1,3 milljarða króna. Kostnaðaráætlun nemur í heild að minnsta kosti þremur millj- örðum króna og eiga framkvæmdir að hefjast í sumar. Ef stjórnvöld standa við sitt eiga göngin að vera tilbúin 1995. Lífslíkur hreppsins eru háðar því að þessar áætlanir stand- ist. Friðrik Þór Guðmundsson ,,Freyja er búin ad vera i upp- skurdi meira og minna í tvö ár. Mér sýnist Ijóst aö þad verði ekki hœgt ad leysa þetta svo vel ad þad veröi á öruggu skridi — siglingin hlýtur áfram ad veröa ótrygg," segir Helgi Þórdarson, stjórnarformadur Freyju, annar tveggja fulltrúa Hluta- fjársjóds. Hvorki hann né Baldur Jónsson forstjóri vildu láta PRESS- UNNl ársreikninga í té. ,,Það sem þarf ekki síst eru hag- kvæm skilyrði og gott verð. Síðasta vertíð einkenndist hins vegar af ógæftum og bilunum á togaranum þannig að ýmislegt þarf að breytast. Þá minni ég á að í lögum Hlutafjár- sjóðs er ákvæði um að sjóðurinn verði að bjóða hlu tabréf sín til kaups að fjórum árum liðnum. Á Suður- eyri er mikið af dugnaðarfólki og það þarf að taka við fyrirtækinu og veita því forystu þegar okkar hlut- verki er lokið. En til að allt fari vel þarf helst góðæri um nokkurt skeið og það meira en góugróður," sagði Helgi. ,,Þetta gengur einfaldlega svipað og hjá öðrum sem berjast við kvóta- og aflaleysi," sagði Baldur. Hann sagði að Freyja og Hlaðsvik berðust við miklar skammtímaskuldir og hefðu verið rekin með tapi á undan- förnum árum. „Reksturinn sem slík- ur er þolanlegur, og tapið einkum vegna vaxtaokursins. Staðan lagað- ist talsvert á síðasta ári með inn- komu Hlutafjársjóðs og niðurfell- ingu skulda frá gamla Utvegsbank- anum, Sambandinu og fleirum. Nú vantar okkur bara meiri fisk enda eigum við að þola þetta í eðlilegu ár- ferði og með eðlilegan rekstrar- grundvöll. Eu ég vil hvorki draga upp skrautmynd né lýsa einhverjum táradal," sagði Baldur. Baldur benti sérstaklega á að afli Súgfirðinga hefði minnkað veru- lega á undanförnum árum. Heildar- aflamagn til vinnslu á Suðureyri hef- ur minnkað úr alls 9.444 tonnum ár- ið 1979 í nálægt 4.300 tonn á síðasta ári eða um 54 prósent. Stærsti hluti aflans hefur verið þorskur. Af honum bárust 5.942 tonn árið 1979 en í fyrra aðeins um 2.900 tonn. Samdrátturinn nemur því um 52 prósentum. A ^WMndstæðingar núverandi stjórnar Dagsbrúnar eru óhressir með hve lítið pláss þeir fá í félags- — blaði Dagsbrúnar. Segja þeir að mót- || framboðið fái nán- ast enga umfjöllun þar þrátt fyrir að i ítrekaðar tilraunir |l hafi verið gerðar til iLl að koma inn efni. Kenna þeir því um að ritstjóri blaðs- ins sé Omar Valdimarsson blaða- maður og ævisöguritari Guðmund- ar J. Guðmundssonar, núverandi formanns ... l bréfi sem Jón Oddsson hæsta- réttarlögmaður hefur skrifað til Ól- afs Ragnars Grímssonar segir meðal annars: „Framkoma yðar þetta varðandi er í samræmi við fjármálaspillingu þá er viðgengst nú hjá ríkissjóði, þar sem raunhæfum aðhaldsaðgerðum er hafnað en hærri skattheimta boðuð á grund- velli sovéskra viðhorfa í því nátt- trölli er nefnist Alþýðubandalag hér á landi." Tilefni bréfsins er að aðstoð sem Jón bauð til að fá leiðréttingu á hótelreikningi vegna dvalar dóms- málaráðherra, Óla Þ. Guðbjarts- sonar, í Finnlandi. . . M ■ V ■jög liklegt er að gamla kempan Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi þingmaður, dembi sér í prófkjörsslag al- þýðuflokksmanna i Reykjavík. Gamlir flokksmenn eru að- alhvatamenn að framboði hans og eru fæstir þeirra miklir aðdáendur Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns flokksins. Ef Jón Ármann slær til mun hann bjóða sig fram í efstu sæti listans og slást þannig við formanninn. Sumir þeirra sem styðja Jón Ármann vilja ekki fyrir nokkurn mun að sjálfkjörið verði i efstu sætin eins og síðast. Aðrir vilja gjarnan sjá „kallinn i brúnni" lenda í ólgusjó . .. C ABú nýbreytni hefur verið tekin upp í morgunþætti útvarpsstöðvar- innar EFF EMM að í stað þess að dagskrárgerðarmenn lesi upp úr dagblöðunum er blöðunum boðið að senda sína fulltrúa til að velja hvað er lesið, frá hverju er sagt og hvernig. Morgunþátturinn er í um- sjá Steingríms Ólafssonar sem áður var á Aðalstöðinni og Bylgj- unni þar áður og EFF EMM þar áð- rr . . . || ■ ■ æstaréttarlögmönnum verð- ur nú gert skylt að mæta fyrr í vinn- una á morgnana, að minnsta kosti þá daga sem þeir flytja mál í Hæsta- rétti. Erla Jónsdóttir hæstaréttar- ritari hefur sent út bréf þar sem til- kynnt er að frá og með 4. febrúar hefjist málflutningur í Hæstarétti klukkan níu í stað hálf tíu. Þetta er gert til að málflutningi í minni mál- um ljúki fyrir hádegi...

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.