Pressan - 17.01.1991, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN17. JANÚAR 1991
UHENDINGA
HERSVailN
ERALGJOM
GEDVEim
íslendingur sem slapp lifandi úr
frönsku útlendingahersveitinni
lýsir dvölinni þar sem vítis-
kvölum.
* Ji ■l; * -U , - . - ; * - ■ ff
i}¥
ffjfp'
* * i
» »-
■
„Ef maður er ekki þjófur
þegar hann kemur þangaö
er vissara aö læra það
strax," segir íslendingurinn
um félagsskapinn í frönsku
útlendingahersveitinni.
„Pad veröur aö stööva þessa stráka," segir 28 ára gam-
all íslendingdr, fyrrum liösmaöur í frönsku útlendinga-
hersveitinni og bandaríkjaher, um þann mikla áhuga
sem ungir íslenskir piltar hafa sýnt á aö ganga í frönsku
útlendingahersveitina. Eftir umfjöllun PRESSUNNAR í
lok nóvenjber, um 19 ára Vesturbœing sem gekk til liös
viö sveitina í hittiöfyrra, hefur fyrirspurnum bókstaflega
rignt inn til franska sendiráösins. Sendiráösmenn geta
hins vegar litlar upplýsingar veitt og því má búast viö aö
einhverjir strákanna setji sig í beint samband viö skrif-
stofur sveitarinnar sem staösettar eru víöa í Frakklandi.
Viðmælandi PRESSUNNAR vill
halda nafni sínu leyndu því annars á
hann á hættu að missa bandarískt
vegabréf sitt en hann fæddist í
Bandaríkjunum og á bandarískan
föður. Hann vill hins vegar fyrir alla
muni vara íslenska stráka við því að
ganga í frönsku útlendingahersveit-
ina. „Þetta er algjör geðveiki," segir
hann um eins og hálfs árs reynslu
sína í hersveitinni.
SAMA SPRAUTAN NOTUÐ
Á FIMMTÁN MENN
Eftir því sem viðmælandi PRESS-
UNNAR lýsir er tiltölulega auðvelt
að komast í samband við útlend-
ingahersveitina en öllu erfiðara að
fá inngöngu. „Þeir eru með stöðvar
út um allt, í flestum borgum Frakk-
lands. Þar er mönnum safnað sam-
an og þeir fluttir til Au Bahn sem er
skammt frá Marseille. Þegar þangað
er komið er búið að klippa menn og
taka öll föt og persónuskilríki. í Au
Bahn fara fram yfirheyrslur sem við
kölluðum gjarnan Gestapo. Spurt er
um nánast allt í lífinu, foreldrana,
heimilisfang fjölskyldunnar, allt
sem hefur á daga manns drifið. Síð-
an er spurst fyrir um menn í við-
komandi löndum. Ég held að allar
þessar upplýsingar fari beint til Int-
erpol."
Það tekur um mánuð að fara í
gegnum þetta og um 80 af hundraði
er hafnað. Eftir fyrsta mánuðinn í
Au Bahn fara þeir sem fá grænt Ijós
til Castel Notre. „Fullfrískur íþrótta-
maður þyrfti ekki nema tvo mánuði
þar til að verða aumingi. Menn fá lé-
legan mat, verða veikir og fá stans-
lausan niðurgang. Þeir fluttu reynd-
ar í nýjar búðir árið 1988 en ég hef
enga trú á því að þetta hafi breyst
mikið." Hann bætir við að um 90
prósent af liðinu hafi verið stans-
laust veik og litlu hafi breytt að leita
aðhlynningar á læknastofunni. „Við
lærðum fljótt að fara ekki þangað
inn. Eitt sinn var verið að bólusetja
okkur og ég man að þeir notuðu
sömu sprautuna á 10 til 15 manns.
Þetta var um áramótin 1985—86 og
auðvitað höfðu þeir vitneskju um
eyðni á þeim tíma en það hefði ekki
þýtt neitt fyrir okkur að mótmæla."
í SVARTHOLIÐ FYRIR
AÐ HRINGJA í KÆRUSTUNA
Þegar menn ganga til liðs við her-
deildina geta þeir valið um hvort
þeir vilja útiloka sig algjörlega frá
umheiminum eða ekki. Menn geta
m.a. samið um það strax í upphafi
að fá nýtt nafn þegar þeir Ijúka störf-
um eftir 5 ár eða jafnvel nýtt þjóð-
erni. Viðmælandi PRESSUNNAR
sýnir blaðamanni mynd af skoskum
félaga sínum í herdeildinni, sem
hafði kosið að lifa algjörlega ein-
angruðu lífi, vildi hvorki láta fjöl-
skyldu sína vita af sér né aðra.
„Hann var búinn að æfa með okkur
í tvo mánuði þegar annar Skoti kom
í búðirnar, frá sömu borg og hann,
og færði honum þær fréttir að kær-
asta hans væri ólétt, komin fjóra
mánuði á leið. Stráknum brá mjög
og hann ákvað að hringja til hennar
úr símasjálfsala á svæðinu. Það
kostaði hann tveggja mánaða fang-
elsi, í svartholi, þannig að eftir það
þurfti hann að byrja þjálfunina upp
á nýtt.“ Þetta var heldur ekki neitt
venjulegt fangelsi, viðmælandi
PRESSUNNAR átti sjálfur eftir að
kynnast því. „Þetta var sannkallað
svarthol og það rigndi inn, rann
vatn niður með veggjunum."
LEIKUR AÐ LÍFI OG LIMUM
Koprarnir, þeir sem næstir stóðu
liðsforingjum að tign, skiptust á að
gæta óbreyttra liðsmanna á nótt-
unni. „Stundum voru þeir fullir og
vitlausir. Einu sinni var einn þeirra
að leika sér að kasta löngum hnífum
í trégólfið og kallaði á einn okkar og
bað hann um standa teinréttan á
meðan. Leikurinn endaði með því
að hann kastaði hníf í gegnum rist-
ina á honum og negldi hann fastan
við gólfið. Þessi strákur mun aldrei
geta gengið eðlilega aftur." Einu
sinni tóku koprarnir langan og mjó-
an strák og læstu hann inn í löngum
og mjóum skáp, létu skápinn síðan
detta og börðu hann allan að utan.
„Fyrir þessu var engin sýnileg
ástæöa44
Viðmælandi PRESSUNNAR gefur
ekki mikið fyrir vopnin sem útlend-
ingahersveitin hefur undir höndum.
„Sjáðu þetta hérna," segir hann og
bendir á mynd. „Þú gætir ekki drep-
ið mann á 25 metra færi með þessu
þótt Jjú skytir 100 skotum."
Stor hluti hersveitarmanna er al-
gjör lýður, segir íslendingurinn.
„Margir eiga enga framtíð fyrir sér.
Þeir eru gerólíkir öllum íslenskum
strákum sem ég þekki, algjörir
ruddar sem eiga ekki til neina sam-
heldni. Ef maður er ekki þjófur þeg-
ar hann kemur þangað er vissara að
læra það strax. Maður verður að
læra að stela. Flestir eru með renn-
andi drullu en það er engan klósett-
pappír að finna. Þess vegna verður
allur pappír mjög dýrmætur."
LÉLEG DAGSBRÚNARLAUN
— En launin, samkvæmt goð-
sögninni eru þau vel viðunandi?
„Ef maður fékk kaup voru þeir
'fljótir að hirða það af manni aftur,
komu með kassa, t.d. með nagia-
klippum, saumadóti og fleiru sem
maður varð að kaupa. Þetta þættu
léleg dagsbrúnarlaun á íslandi.“
íslendingurinn fékk skárri útreið
en margir félaga hans, ekki síst
vegna þess að hann var góður í
íþróttum. Hann fékk líka að keyra
liðsflutningabílana, sem var nokkuð
eftirsótt. Engu að síður mátti hann
þola sömu raun og flestir, sofa úti
undir berum himni í 15 stiga gaddi,
ganga sleitulaust í þrjá sólarhringa
næringarlítill og illa á sig kominn,
var barinn að tilefnislausu, svo
dæmi séu tekin. „Eftir tvo mánuði
eru allir orðnir meira eða minna
ruglaðir á svona stað. Ekkert er upp-
byggilegt, hvorki andlega né líkam-
lega. Þarna eru menn bara barðir.
Þetta er hreinasta geðbilun."
Það var fyrir tilviljun að hann
losnaði úr þessu víti. Eftir að hafa
gengið í gegnum mikla þraut í eitt
og hálft ár. Hann var kominn til Par-
ísar ásamt nokkrum félögum úr
sinni deild og beið þess að fara til
Djibuti þar sem framundan var
tveggja ára þjónusta nánast í eyði-
mörk. Ætlunin var að dvelja einn
sólarhring í París og héldu liðsmenn
að þeir fengju frí þetta eina kvöld í
stórborginni en annað kom á dag-
inn. Þeir sem höfðu haft viðkomu
þarna áður í sömu erindum vissu
hins vegar að fyrir því var hefð að
bregða sér í bæinn, þegjandi sam-
komulag um að segja engum frá.
Þegar Islendingurinn, viðmælandi
PRESSUNNAR, og þrír af félögum
hans létu hins vegar verða af því að
fá sér næturrölt greip vaktmaður til
vopna, einmitt í þann mund er ís-
lendingurinn var uppi á múrnum
með einum félaga sínum, spænsk-
um strák. Þá riðu skotin af, sá
spænski særðist á læri og vai" ófær
um að halda áfram en fyrir íslend-
inginn var annaðhvort að hrökkva
eða stökkva og hann valdi síðari
kostinn. I fyrstu vissu þeir þó engan
veginn hvað var að gerast enda
hafði ferðin gengið vel hjá félögum
þeirra sem fóru á undan og vakt-
menn áreiðanlega séð til ferða
þeirra líka.
FÁLEGA TEKIÐ í
SENDIRÁÐINU
„Þegar inn í borgina var komið
settist ég niður í ölstofu og hugsaði
ráð rnitt," segir hann, „en augljós-
lega blöstu vandræði við ef ég sneri
til baka. Ég ákvað því um nóttina að
leita að íslenska sendiráðinu. Það
var ekki létt verk, jafnvel þótt ég
hefði áður verið í París. Eftir langa
göngu fann ég loks smáskilti á auð-
um vegg og bankaði upp á. Enginn
kom til dyra og engar upplýsingar
var að finna um neyðarsíma". Hann
ákvað að finna stað til að sofa á og
heilsa upp á sendiráðsmenn morg-
uninn eftir. Hótelherbergi hefði
hann ekki getað fengið, án skilríkja.
Hann fann sér næturstað undir bíl í
neðanjarðarbílageymslu.
Sendiráðsmenn byrjuðu á því að
hafa samband við fjölskyldu hans á
Islandi, m.a. til að tryggja að pening-
ar kæmu fyrir veitta þjónustu og
flugfar. „Það var eins og peningarn-
ir væru það eina sem þeir hugsuðu
um,“ segir hann. Eftir að peningar
komu að heiman fundu þeir hótel
handa honum, útveguðu skilríki og
pöntuðu flugfar. Eftir eina nótt á
hóteli óku sendiráðsmenn honum
út á flugvöll, „en þeir virtust ekki
þora með mér inn í flugstöðiná'.
Hann fór því einn, beið þar fullur
ótta í nokkrar klukkustundir uns
vélin fór í loftið og andaði ekki létt-
ara fyrr en vélin lenti í Lúxemburg.
Kristján Þorvaldsson