Pressan - 17.01.1991, Síða 18
,,Michael er algerlega laus
vid alla helgislepju og þad
heillar fólk. Hartrt segir ad
menn skapi adstœdur sínar
sjálfir, menn velji sér adstœd-
ur. Og þaö er ekkert rétt og
rangt, segir Michael, heldur
adeins jákvœtl og neikvœtt.
Boðskapur Michaels á til
dœmis ágœtlega við um Bjart
í Sumarhúsum," sagði Helga
Ágústsdóttir, eigandi Hug-
ræktarhússins sem býður
meðal annars upp á nám-
skeið i frœðum Michaels.
Og hver er þessi Michael
eiginlega? Jú, hann er sam-
heiti á „sálnafjölskyldu" sem
telur hvorki meira né minna
en 1100 meðlimi. Þessi fjöl-
skylda hefur aðsetur á öðru
tilverustigi en lætur sig hag
mannfólksins miklu varða og
miðlar því margvíslegri
speki. Michael byrjaði að láta
að sér kveða í Bandaríkjun-
um fyrir 20 árum en á að
sögn miklu eldri rætur. Þar
vestra hafa vinsældir hans
vaxið ár frá ári og nú er Mich-
ael kominn til íslands: skilget-
inn sonur „nýaldaræðisins".
Helga Ágústsdóttir lagði
áherslu á að Michael boðaði
ekki ný trúarbrögð heldur
fræðslu. Grunnstefin í mál-
flutningi Michaels væru sátt
og kærleikur. „Fræðsluaflið,
eins og sálnafjölskyldan
Michael er kölluð, segir að líf-
ið sé spennandi og lærdóms-
ríkur leikur þar sem mark-
miðin eru sköpun og tjáning."
Michael skiptir mönnum í
sjö sálnagerðir: þjón, prest,
hagleiksmann, sögumann,
stríðsmann, konung og lær-
dómsmann. Allir hafa
ákveðnu hlutverki að gegna,
flestir eru þjónar en konung-
ar eru fæstir. Helga kvað
Michael hins vegar ekki gera
upp á milli sálnagerða, allir
væru jafnmikilvægir í al-
heimsspilverkinu. En sálir
eru ekki bara mismunandi
gerðar heldur líka misgamlar
og skiptast í fimm stig, allt frá
ungbarnaskeiði til gamla
skeiðsins. Ungar sálir eru
allajafna uppteknar af lífsins
gæðum, oftast valdagírugar
og sjást ekki fyrir. Þegar sálir
eldast verða þær hins vegar
uppteknari af þeim verðmæt-
um sem mölur og ryð granda
ekki, áhuginn beinist inn á
við.
íslendingar skera sig nokk-
uð frá öðrum þjóðum í skipt-
ingu sálnagerðanna. Þannig
eru þjónar ekki fjölmennastir
hérlendis eins og annars stað-
ar heldur stríðsmenn og hlut-
fall hagleiksmanna er einnig
hærra á íslandi en gengur og
gerist. Michaelsmiðlar hafa
einnig komist að þeirri niður-
stöðu að íslendingar séu yfir-
leitt mun eldri sálir en flestir
aðrir jarðarbúar. Það vekur
hins vegar athygli að alls eng-
inn konungur er landsþekkt-
ur á íslandi en samkvæmt töl-
fræðinni eru þeir 2500 tals-
ins.
Michael boðar endurholdg-
un og þegar sál er orðin
nægilega þroskuð hverfur
hún af tilverustigi jarðarinn-
ar og yfir á æðra svið. Og
áfram koll af kolli. Menn eiga
þannig langt ferðalag fyrir
höndum.
Hrafn Jökulsson
Moðir Theresa
Davið Scheving
Thorsteinsson
Adolf Hitler
Saddam Hussein Sverrir
Hermannsson
Margaret Thatcher
ERTU ÞJÓNN EÐA KÓNGUR? BYGGTÁ UPPLÝSINGUM FRÁ HUGRÆKTARHÚSINU.
ÞJÓNNINN
Hlutverk 30% jarðarbúa.
Þjónninn finnur fullnægju í
að vinna fyrir aðra, gera
þeim gott og sjá til þess að
fólki líði vel. Hann sinnir
fremur einstaklingum en
hópum og líður því betur sem
hann kemur fleiru góðu til
leiðar. Hann vinnur ekkert
frekar með það fyrir augum
að gera öðrum ljóst hverju
hann fær áorkað til góðs.
Nokkrir þjónar: móðir Ther-
esa, Albert Schweitzer, Flor-
ence Nightingale, Davið
Scheving Thorsteinsson.
PRESTURINN
Hlutverk 4% jarðarbúa.
Presturinn vinnur að þvi
góða og æðra, allt eftir því
hvernig hann upplifir að
hann geri það best — og eftir
eigin skilgreiningu á því hvað
hið góða og æðra sé. Prestar
tala gjarnan af miklum sann-
færingarkrafti og vinna fólk
þannig á sitt band.
Nokkrir prestar: Nancy
Reagan, Napóleon, Adolf Hitl-
er(l), Díana prinsessa, Guð-
laugur Bergmann, Jón Baldvin
Hannibalsson.
HAGLEIKS-
MAÐURINN
Hlutverk 20% jarðarbúa.
Handverksmaðurinn tjáir sig
á persónulegan hátt í gegn-
um margvíslega sköpun og
þarf alltaf að vera að búa eitt-
hvað til.
Nokkrir handverksmenn:
Vincent van Gogh, Woody All-
en, Shirley MacLaine, Dúddi
hárgreiðslumeistari, Heiðar
Jónsson, Svavar Gestsson.
SÖGUMAÐURINN
Hlutverk 15% jarðarbúa.
Sögumaðurinn talar til fjöld-
ans, magnar andrúmsloftið,
skemmtir og skapar, allt eftir
Van Gogh
Valgerður
Matthíasdóttir
Heiðar Jonsson
Ronald Reagan
Steingrímur
Hermannsson
Pavarotti Enginn lands-
kunnur íslending-
ur er konungur.
aðstæðum hverju sinni. I hópi
sögumanna eru margir lista-
menn.
Nokkrir sögumenn: Sir
Laurence Olivier, Mark Twain,
Ronald Reagan, Valgerður
Matthíasdóttir, Flosi Ólafs-
son, Árni Bergmann.
STRÍÐSMAÐURINN
Hlutverk 20% jarðarbúa.
Stríðsmaðurinn er „líkamleg-
astur" allra, vill gjarnan ögun
og átök, nýtur þess að takast
á við hluti og getur verið afar
beinskeyttur til orðs og æðis.
Duglegur og á auðvelt með
að telja fólk á sitt band.
Nokkrir stríðsmenn: Hem-
ingway, Clint Eastwood,
Saddam Hussein, Indira
Gandi, Davíð Oddsson, Sverrir
Hermannsson bankastjóri,
Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri.
LÆRDÓMS-
MAÐURINN
Hlutverk 10% jarðarbúa.
Lærdómsmaðurinn forðast
átök en á auðveldast með að
skilja hin hlutverkin. Hann
kýs að læra og þroskast og
afla sér þekkingar á umhverf-
inu.
Nokkrir lærdómsmenn:
Sókrates, Margaret Thatcher,
Picasso, Plato, Jón Örn Marin-
ósson, Ólafur Ragnar Gríms-
son, Guðmundur Einarsson,
fyrrverandi forseti Sálarrann-
sóknarfélagsins, Steingrímur
Hermannsson.
KONUNGURINN
Hlutverk 1 % jarðarbúa.
Konungurinn safnar fólki
saman, heldur utan um hóp-
inn, deilir út verkefnum og
leggur á ráðin. Hann býr yfir
hæfni til að valda fjölbreytt-
um aðstæðum. Fas konunga
og ábyrgðartilfinning er oft
sláandi.
Nokkrir konungar: John F.
Kennedy, Kathrine Hepburn,
Madonna, Onassis, Pavarotti.
Enginn landskunnur íslend-_
ingur er konungur að sögn
umbjóðenda Michaels.